Morgunblaðið - 08.01.1950, Side 7
Sunnudagur 8. janúar 1950.
MORGUNBLAÐIÐ
7
KAUPTAXTI
Landssambands ísl. útvegsmanna um kaup og kjör
yflrmanna á vjelskipaflotanum
Með hliðsjón af kauptaxta þeim, sem Far-
manna- og fiskimannasamband íslands auglýsti
hinn 31. desember 1949 — vill Landssamband
íslenskra útvegsmanna lýsa yfir því, að f jelögum
sambandsins er óheimilt að skrá á skip sín eítir
þeim kauptaxta, þar sem Landssambandið hef-
ur mótmælt honum, og jafnframt ákveðið að
auglýsa eftirfarandi taxta um kaup og kjör fyrir
meðlimi F. F. S. í. sem vinna á skipum fje-
lagsmanna L. í. Ú.:
1. gr.
Kauptaxti þessi gildir fyrir öll önnur skip
en botnvöruskip innan F. í. B., sem gerð eru
út með herpinót, hringnót, línu, botnvörpu,
Ragnót, reknetum, svo og flutningum innan-
lands á fiskiskipum, og með ísaðan fisk til út-
landa á fiskiskipum og tekur til allra slíkra
skipa, sem’útgerðarmenn er að kauptaxta þess-
um standa, eiga, leigja eða hafa að öðru leyti
útgerðarstjórn á. Þó skal kauptaxti þessi ekki
upphefja þá samninga, er í gildi kunna að vera
milli nefndra aðila, eða einstakra sambands-
fjelaga þeirra. ,
2. gr.
Á skipum allt að 70 rúmlestir, sem stunda
síldveiði með herpinót, skal greiða þannig:
a) Skipstjóri skal hafa 7 % aL*brúttóafla skips-
ins, enda hvíli sú kvöð á honum, að hann
sje veiðistjóri, auk þess greiðist honum
kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr.
mán. meðan skipið stundar veiðar.
b) Stýrimaður skal hafa 4% af brúttóafla
skipsins, auk þess kr. 100,00 — eitt hundr-
að krónur — pr. mán. meðan skipið stund-
ar veiði.
c) Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði
sitt.
3. gr.
Á skipum 70 rúmlestir og yfir, sem stunda
síldveiðar með herpinót skal greiða þannig:
a) Skipstjóri skal hafa 6*4% af brúttóafla og
kr. 200,00 — tvö hundruð krónur — pr.
mánuð auk þess frítt fæði.
b) Stýrimaður skal hafa 3 Vz % af brúttóafla
og kr. 120,00 — eitt hundrað og tuttugu
krónur — pr. mán., auk þess frítt fæði.
c) 1. vjelstjóri skal hafa 4,5% af brúttóafla
og 2. vjelstjóri 3,3% af brúttóafla, enda
greiði þeir sjálfir fæði sitt.
4. gr.
Á skipum, sem stunda síldveiðar með hringnót
og eru allt að 40 rúmlestir greiðist þannig:
a) Skipstjóri skal hafa 9% af brúttóafla skips-
ins, auk þess kr. 100,00 ■— eitt hundrað
krónur — pr. mán.
b) Stýrimaður skal hafa 5% af brúttóafla
skipsins, auk þess kr. Ku OO — eitt hundr-
að krónur — pr. mán.
c) Skipstjóri cg stýrimaður greiði sjálfir fæði
sitt.
5. gr.
Á skipum, er stunda síldveiðar með hringnót
og eru að st.ærð frá 40—75 rúmlestir greiðist
þannig:
a) Skipstjóri skal hafa 8% af brúttóafla
skipsins, auk þess kr. 100,00 — eitt
hundrað krónur — pr. mán.
b) Stýrimaður skal hafa IVa háseta hlut auk
þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur —
pr. mán.
c) Skipstjóri og stýrimaður greiði sjálfir fæði
sitt.
6. gr.
Á skipum upp að 70 smálestum, er stunda
reknetaveiðar, skal greitt þannig:
a) Skipstjóri hafi 2 hásetahluti og auk þess
kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr.
mán.
b) Stýrimaður hafi 1 Vá hásetahlut og auk
þess kr. 100,00 — eitt hundrað krónur —
pr. mán.
c) Á þeim skipum, er hafa það stóra vjel, að
á þeim þurí'a að vera vjelstjórar með meira
vjelstjórapiófi, þá skal þeim greitt þannig:
1. vjelstjóri hafi 1*4 hásetahlut og auk þess
kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mán.
2. vjelstjóri hafi IV4 hástahlut og auk þess
kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mán.
d) Skipstjóri, stýrimaður og vjelstjórar greiða
sjálfir fæði sitt.
7. gr.
Á- skipum er stunda línuveiðar, skal greiða
þannig:
a) Skipstjóri hafi 2 hásetahluti og auk þess
kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr.
mán.
b) Stýrimaður hafi 1V2 hásetahlut, ef um úti-
legubót er að ræða, en á þeim landróðra-
bátum, sem lögum samkvæmt eru skyldir
að hafa stýrimann, hafi hann 1V4 háseta-
hlut, auk þess kr. 100,00 — ertt hundrað
krónur —- pr. mán.
c) Á þeim skipum, er hafa það stóra vjel, að
á þeim þurfi að vera vjelstjói'i með meira
vjelstjóraprófinu, þá skal þeim greitt
þannig:
1. vjelstjóri hafi lt4 hásetahlut og auk þess
kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mán.
2. vjelstjóri hafi IV4 hásetahlut og auk þess
kr. 50.00 — fimmtíu krónur — pr. mán.
d) Skipstjóri, stýrimaður og vjelstjórar greiða
sjálfir fæði sitt.
8. gr.
Á skipum er stunda botnvörpu- eða dragnóta-
veiðar skal greitt þannig:
a) Skipstjóri hafi 2 hásetahluti og auk þess
kr. 100,00 — eitt hundrað krónur — pr.
mán.
b) Stýrimaður hafi 1 V2 hásetahlut og auk þess
kr. 100,00 — eitt hundrað krunur — pr.
mán.
c) Á þeim skipum, er hafa það stóra vjel, að
á þeim þurfa að vera vjelstjórar með meira
vjelstjóraprófinu, þá skal þeim greitt
þannig:
1. vjelstjóri hafi 1 V2 hósetahlut og auk þess
kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mán.
2. vjelstjóri hafi lVt hásetahlut og auk þess
kr. 50,00 — fimmtíu krónur — pr. mán.
d) Skipstjóri, stýrimaður og vjelstjórar greiða
sjálfir fæði sitt.
9. gr,
Á skipum er stunda innanlandsflutninga skal
greiða þannig:
a) Skipstjóri hafi kr. 1130.00 — ellefu hundr-
uð og þrjátíu krónur — pr. mán. auk þess
frítt fæði.
b) Stýrimaðui hafi kr. 900,00 — níu hundruð
krónur — pr. mán auk þess frítt fæði.
Ef 2. stýrimaður er á slíkum skipum, skal
honum greitt kr. 725 00 — sjö hundruð
tuttugu og fimm krónur — pr. mán.
c) 1. vjelstjóri hafi kr. 1106,00 — ellefu hundr-
uð og sex krónur — pr. mán. og 2. vjel-
stjóri kr. 1.94,00
og fjórar krónur
fæði.
átta hundruö níutiu
pr. mán. svo og frítt
b)
10. gr.
Á skipum er sigla til útlanda með ísvarinn fisk
skal greitt þannig:
a) Skipstjóri skal hafa sama mánaðarkaup og
á innanlancsflutningum og auk þess 0,5%
af brúttósölu.
Stýrimaður skal hafa sama mánaðarkaup
og á innanlandsflutningum og auk þess
0,3125% af brúttósölu. Ef 2. stýrimaður er
á slíkum skipum skal hann hafa sama mán-
aðarkaup og á innanlandsflutningum óg
auk þess 0,25% af brúttósölu.
1. vjelstjóri skal hafa sama mánaðarkaup
og á innardandsflutningum og auk þess
0,375% af brúttósölu. 2 vjelstjóri skal hafa
sama mánaðarkaup og á innanlandsflutn-
ingum og auk þess 0,25% af brúttósölu.
Skipstjórar, stýrimenn og vjelstjórar skulu
hafa frítt fæði.
c)
d)
0
0
I^>
«$>
<$>
<$>
■<$>
<$»
$>
<$>
11. gr.
Útgerðarmaður tryggir skipstjóra stýrimanni
og vjelstjóra mánaðarlega greiðslu á veiðitíma-
bilinu uppí hundraðshluta afla hans frá lög-
skráningardegi til afskráningardags, með kr.
578,00 á mánuði til hvers, enda greiði þeir sjálf-
ir fæði sitt.
Fari einhver þessara manna úr skiprúmi á
veiðtímabiiinu án lögmætra orsaka að dómi skip-
stjóra fellur trygging hans niður.
12. gr.
Meðlimir Landssambands ísl. útvegsmanna
skuldbinda sig til þess, að láta meðbmi stjettar-
fjelags innan Farmanna- og fiskimannasam-
bands íslands ganga- fyrir atvinnu. enda sjeu
þeir fullgildir menn til þess starfa.
13. gr.
Skylt skal útgerðarmanni að gjöra skriflegan
samning við aðila kauptaxta þessa, ef þeir óska
eftir slikum samningi, enda sje þar ekki vikið
frá kauptaxta þessum.
14. gr.
Þegar skipstjórar, stýrimenn eða vjelstjórar
vinna við skip milli veiðitímabils, skal þeim
greitt kr. 3,68 á klst., þegar þeir vinna við skipið.
15. gr.
Þegar fiskiskip, sem um ræðir í kauptaxta
þessum, liggja með farm í höfn skal skipstjóri
eða stýrimaður ásamt öðrum hvorum \jelstjór-
anum vera um borð í skipinu.
16. gr.
Þar sem talað er 4*11 mánaðarkaup í kaup-
taxta þessum er átt við grunnkaup og skal verð-
lagsuppbót samkvæmt lögbundinni verðvísitölu
greiðast þar á.
17. gr.
Með kauptaxta þessum er úr gildi fallin á-
hættuþóknun samkvæmt eldri samningi í inn-
an og utanlands siglingum.
18. gr.
Kauptaxti þessi gildir frá 1. jan. 1950 þar
til öðruvísi verður ákveðið.
Reykjavik, 7. janúar 1950.
F. h. Landssambands ísl. útvegsmanna
.T. V. Hafstein.
<$>
«$>
«$>
<§>
^>