Morgunblaðið - 08.01.1950, Side 8
W O K G ÍJ /V F L A Ð I Ð
Sunnudagur 8. janúar 1950.
■/is
(ítg.: H.f. Árvakur, Reykjavík.
Framkv.stj.: Sigfús Jónsson.
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)
Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson.
Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600.
Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði. innanlands,
t lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesból,
kr. 15.00 utanlands.
Par:
\Jíluerji ólzrifa
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Bæjarstjórn og
horgarstjóri
I;DAG eru þrjár vikur þar til bæjarstjórnarkosningar eiga
að fara fram. Enda þótt mikill viðbúnaður sje undir þær í
öllum hinum 13 kaupstöðum landsins og fjölda kauptúna,
sem kjósa hreppsnefndir sínar, vekja þó kosningarnar í
höfuðborginni mesta athygli og umtal. í Reykjavík er vopna-
búnaðurinn mestur undir úrslitaátökin um menn og stefnur
í stjórn bæjarmálanna næstu fjögur ár.
Raunverulega er barist um tvennt í þessum kosningum
hjer í Reykjavík. Það er barist um það, hvort stærsti og
þróttmesti stjórnmálaflokkur þjóðarinnar, Sjálfstæðisflokk-
urinn, eigi að hafa meirihluta í bæjarstjórn framvegis eða
hvort ósamstæður meirihluti hinna svokölluðu vinstri flokka
undir forystu kommúnista eigi að taka við.
Þetta er það, sem Reykvíkingar eiga að velja á milli.
Það er óþarfi að kynna það fólk, sem skipar framboðslista
Sjálfstæðisflokksins við þessar kosningar og valið hefur verið
þangað af almenningi í flokknum með frjálsri prófkosningu.
Það er fólk úr öllum stjettum þessa bæjarfjelags, gjörkunn-
ugt högum þess og fólksins í hinum ýmsu atvinnugreinum.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það á undanförnum ár-
um að hann hefur haft bæði þrek og giftu til þess að stýra
málum Reykjavíkur af víðsýni og festu. Undir forystu hans
liefur verið haldið uppi stórfelldum umbótum og fram-
kvæmdum jafnhliða því, sem þess hefur verið gætt, að
treysta fjárhagslegan grundvöll bæjarfjelagsins og fyrir-
tækja þess. Þess vegna hafa bylgjur verðbólgu og fjárhags-
ongþveitis hjá ríkinu ekki megnað að stöðva framkvæmdir
og uppbyggingarstarfsemi Reykjavíkurbæjar enda þótt þetta
ástand hafi haft margvísleg og truflandi áhrif á líf fólksins
í bænum.
í Reykjavík hefur hin jákvæða og skapandi stefna Sjálf-
stæðisflokksins notið sín vegna þess að þar hefur hann haft
hreinan meirihluta.
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík mun við þessar bæjar-
stjórnarkosningar óska þess enn sem fyrr að vera dæmdur
eftir verkum sínum. Fyrir þeim dómi ber hann engan kvíð-
boga. Dómur íólksins í Reykjavík hefur jafnan verið Sjálf-
stæðismönnum í vil. Þroski þess og dómgreind hefur um
'langt skeið tryggt honum völd og áhrif í þessu langsamlega
þróttmesta bæjarfjelagi á íslandi. Mun s.vo enn reynast við
þessar kosningar.
En þótt margt hafi verið vel unnið í þessum bæ er þó
fjölmargt ógert er til umbóta horfir. Engum er það ljósara
en Sjálfstæðismönnum, sem bænum hafa stjórnað. Reykia-
vík er ungur bær, sem orðið hefur að leysa fjölda við-
fangsefna á örskömmum tíma. Hinn öri vöxtur hennar hefur
skapað henni fjölþætt vandamál og erfiðleika, sem gamlir
og rótgrónir bæir þekkja miklu minna til. En á þessum
vandamálum hefur verið tekið með festu og dugnaði og
stefnan mörkuð í flestum þeim umbótamálum, sem ólevst
eru og skjótastrar lausnar krefjast.
Jafnframt því, sem Reyktúkingar velja sjer bæjarstjórn
kjósa þeir borgarstjóra. Hver hann verður fer eftir því,
hvort staríhæfur meirihluti skapast í bæjarstjórninni eða
ekki.
Gunnar Thoroddsen hefur verið borgarstjóri í Reykjavík
síðan í ársbyrjun 1947. Hann hefur á þessum stutta tíma
getið sjer mikinn orðstír og vinsældir fyrir dugnað sinn og
árvekni í störfum fyrir bæjarfjelagið.
Gunnar Thoroddsen er ungur maður, óvenjulega fjölhæfur
og gáfaður, lipurmenni og prúðmenni í allri framkomu og
umgengni. Undir forystu þessa unga og glæsilega stjórn-
málamanns hefur höfuðborg íslands mætt erfiðum tímum
þannig að fjárhagur hennar og framkvæmdir standa með
miklum blóma.
Gunnar Thoroddsen er borgarstjóraefni Sjálfstæðismanna.
Undir frjálslyndri og öruggri forystu hans ganga þeir til
kosninga að þessu sinni. Allir frjálslyndir Reykvíkingar
munu velja þann kostir.n að tryggja flokki hans hreinan
meirihluta í bæjarstjórn höfuðborgarinnar.
Ófarir Ihádegi sama
MAÐUR nokkur hjer í bænum , f jekk það.
segir frá óförum sínum með j
gjaldeyrisleyfi, sem hann fjekk
loksins eftir langa mæðu á
gamlársdagsmorgun.
Vikum saman hafði hann
staðið í ströngu við viðskipta-
nefnd til að fá þetta gjaldeyr-
isleyfi. Málið var hreint ekki
auðsótt, en maðurinn var
fylginn sjer og gafst ekki upp
fyr en í fulla hnefana. Og svo
lauk með sigri hans, því á
gamlársdag fjekk hann leyfið.
Maðurinn var sæll og á-
nægður eins og menn verða,
sem hafa náð langþráðu marki.
— En svo voru það ófarirnar.
•
Varð ónýtt eftir
hádegi
LEYFISHAFINN taldi það
ekki nauðsynlegt að fylgja eft-
ir sigri sínum með því að vera
að ónáða bankastarfsmenn á
hálfum helgidegi og hugsaði
sier, að nógur tími myndi verða
til stefnu að herja út sjálfan
eialdeyrinn í bankanum eftir
helgina.
•
Gleðilegt nýtt ár
— og þó
HANN bauð vinum og kunn-
ingjum gleðilegt nýtt ár og
þakkaði innilega fyrir gamla
árið. í huganum hefur hann
vafalaust þakkað viðskipta-
nefndinni fyrir „viðskiptin á
gamla árinu“
En þegar bankinn opnaði
eftir nýárið komst maðurinn
að því, að leyfið hafði runnið
út með gamla árinu. Með öðr-
um orðum það varð ónýtt eftir
dag, sem hann
Baráttan heldur
áfram
LEYFISHAFANUM hafði ekki
dottið í hug, að hann þyrfti að
sækja um framlengingu á gjald
eyrisleyfi sama daginn, sem
hann fjekk það, en þær reglur
höfðu verið gefnar út, að
sækja ætti um endurnvjun á
leyfum fyrra árs fyrir áramót-
in. —
Nú verður maðurinn að hefja
baráttu sína á ný og hamingj-
an má vita hvernig það tekst.
— En fari svo, að hann fái
ekki leyfið fyr en á :iæsta
gamlársdag, hefur hann lært
af revhslunni, að í löndum þar
sem skriffinskan ræður, er
vissara að geyma bað ekki íil
morguns. sem hægt er að gera
í dag!
•
Vigtin, sem gerir
grín að mönnum
í MÖRG ár hefur starfsfólk
símans haft forláta fína vigt 1
afgreiðslusal Landsímans. Vigt
þessi er haganlega gerð og hin
mesta völundarsmíði. — Menn
þurfa ekki annað en að standa
á vigtinni, leggja tuttugu ög
fimmaura í þar til gerða rifu.
Ótal hjól fara af stað og vigtin
skilar miða með rjettri vigt
mannsins, sem á henni stóð —
það er að segja hún á að skila
miða með þessum upplýsing-
um.
En nokkuð oft er þetta undra
verkfæri svo keniótt, að það
gerir grín að viðskiptavinun-
um, sem hafa borgað sinn
tuttugu og fimm
engin miði kemur.
eyring —
wiiittiiiniiiiiiiiiimtHimiiiitiiiiiiiiiiimiiiiiiiiniiiiiiiiiimitiimiiiiiiiiiiiiHHiiiiiiiimtiifii'tOTfiiti
Eins og auli á vigt
ÞAÐ er skrítið að sjá menn,
sem fara á vigtina, þegar eng-
inn kemur miðinn. Þeir verða
svo einstaklega aulalegir á
svipinn.
En mönnum hættir við því
þegar þeir eru gabbaðir, að
átta sig ekki strax á hlutunum.
— Fæstir munu harma aura-
tjónið, en allir eru á móti því,
að gert sjer grín að sjer.
En til þess að fyrirbyggja
misskilning og fnrfia bví að ó-
orð komist á vigtarskömmina,
skal þess getið, að það er vit-
anlega eítirlitsmaður vigtarinn
ar, sem vanrækir að.setja mið-
ana í hana, eða ef hann á ekki
fniðana til, að setia upp aug-
Ivsingu um, að vigtin sje ekki
í lagi.
Trassaskapur
ÞAÐ er trassaskapur eins og
þetta með vigtina, sem ergir
menn.
Mönnum er vfirleitt illa við
að láta gera grín að sjer. Að
sjálfsögðu er þetta ekki stórt
atriði í sjálfu sier, en ef al-
menningi er b^ðin þjónusta,
þá verður sú þjónusta að vera
í lagi.
Það er eins og með almenn-
ingsklukkurnar ví^a í bænum.
Þegar þær ganfa skakt, eða
stöðvast dö»um saman, þá er
mönnum pert. óhæcrt fyrir.
Þetta verða beir að athuga,
sem ætla sier að voita mönn-
um þjónustu sína á hvaða sviði
sem er.
iimiiiiiiiiiimiiiiiiiiiitiiiifiiiiiiiiiiiiiiliiiiiitiiiiHiHiiHiitiiiiifiimirm
»3
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
iiiiiiiiiiiiiHimimmimmiiiiimmimmiiiiiHiiiiiiii.iiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiHiHiHiiiiiiiiHHiiHiiiiiHiiiiiiiiiMiiHiiiið •
ftalskir kommúnistar viðurkenna Marshallhjálpfna
NEW YORK: — Arangur við-
reisnaráætlunarinnar er nú orð
inn svo ljós ítölsku þjóðinni, að
jafnvel kommúnistar hafa sliðr
að sverðin og látið af tilraun-
um sínum til að ófrægja áætl-
unina.
GOÐAR
VIÐTÖKUR
YFIRMAÐUR þeirrar deildar
viðreisnaráætlunarinnar, sem
starfar á ítalíu, James Zeller-
bach, er nýkominn úr eftirlits
ferð um hjeraðið Emilia. Hefir
það verið talið eitthvert öflug-
asta kommúnistabælið þar í
landi. í mörgum hreppum og
bæjum hjeraðsins eru 80 af
hundraði íbúanna kommúnistar.
Á þriggja daga ferð sinni um
hjeraðið, tóku 5 borgarstjórar
kommúnista og einn aðstoðar-
borgarstjóri þeirra á móti
Zellerbach. Fjórir borgarstjór-
anna hjeldu ræður, þar sem
viðreisnaráætlunin var lofuð.
Margir kommúnistaleiðtogar
snæddu hádegis- og kvöldverð
með Zellerbach og fjelögum
hans, er starfa með honum.
• •
VIÐURKENNA
ÁRANGURINN
í BOLOGNA, höfuðborg hjer-
aðsins, tók borgarsljórinn,
Dozzi, til máls, en hann er fyr-
irmyndarkommúnisti, þjálfaður
í Moskvu. Fórust honum m.a.
orð á þessa leið: „Þið þurfið
ekki annað en fara á sýningu
Marshallhjálparinnar hjerna til
að sjá, svo að ekki verður um
villst, hverja hagsæld aðstoðin
hefir fært ítalíu“.
Dozzi borgarstjóri hafði þá
alveg nýlega veitt leyfi án end-
urgjalds til að koma upp húsi
fyrir sýningu þessa á heppileg-
um stað í miðborginni.
• •
NEITA EKKI LENG
UR STAÐREYND-
UM
ZOLLERBACH gerði árangur
ferðar sinnar að umtalsefni í
ræðu, er hann flutti í San
Francisco hinn 30. nóv. s. 1.
Honum sagðist svo m.a.: „Ýms
ar skýringar kunna að vera á
þessu fyrirbrigði, sem hefir orð
ið á Ítalíu, þar sem kommún-
istar viðurkenna árangur að-
stoðarinnar. Jeg geri hinsvegar
ráð fyrir, að nærtækasta skýr-
ing þessa sje sú, að kommún-
istar geta ekki öllu lengur geng
ið framan að staðreyndunum
og synjað fyrir tilvist þeirra.
Það eru ekki ýkjamargir mán
uðir síðan kommúnistar börðu
bumbur nótt með degi til að
vekja athygli manna á þeim
áburði þeirra, að viðreisnarað-
stoðin væri að stofna Ítalíu í
voða. Nú þegar fylgifiskar kom
múnista skynja áþreifanlega
þann árangur, sem orðið hefir
að aðstoðinni hvarvettna í
landinu, þá mundu forsprakk-
arnir stofna vegtyllum sínum
í hættu með því að stangast
lengur við staðreyndirnar“.
• •
HASLAÐUR
VÖLLUR
ZELLERBACH fagnaði þessum
hugarfarsbreytingum, sem þann
ig virtust hafa orðið með ítölsk
um kommúnistum og raunar
víðar um álfuna, en varaði á-
heyrendur sína við að ætla sem
svo, að baráttan gegn kommún-
istum væri þegar til lykta
leidd: „Bardaginn geisar enn,
vpllurinn er enn haslaður, leið-
íogar kommúnista, sem fylgja
fyrirmælum frá Moskvu, eru
enn erindrekar rússneskrar
stjórnmálastefnu. Enn er ekki
tímabært að hverfa af verðin-
um nje draga úr viðleitninni“.
Viðurkenningin
kom Ástralíustjórn
áóvart
MELBOURNF, 7. jan. — Eng-
inn vafi virðist vera á því, að
viðurlcenning Breta á kínversku
kommúnistastiórninni hafi
komið Ástralíustjórn á óvart.
Er talið líklegt, að stjórnin hafi
ekki búist' við viðurkenning-
unni fyrr en í fyrsta lagi að
loknum samveldislandafundin-
um, sem hefjast á í Colombo á
mánudag.
Talið er víst, að ákvörðun
Breta hafi komið áströlsku
stjórninni í talsverðan vanda.
—Reuter.