Morgunblaðið - 08.01.1950, Page 10

Morgunblaðið - 08.01.1950, Page 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Sunnudagur 8. janúar 1950. Nokkur oro irú Kefluvík um : 29. NÓVEMBER 1949 skrifar hr. Haraldur Böðvarsson, Akra nesi, um sjúkrahúsmál í Morg- unblaðið. Er það, eins og vænta mátti frá þeim manni, skrifað af ein lægum velvilja til málsins, og úrlausnar þess, bæði með Reykjavík í huga og nágrenni hennar. Enda hefir sá maður, : er hann með sinni landskunnu rausn gaf Akranesbæ Bíóhöll- ina, til að standa undir kostn- aði og rek&tri sjúkrahússins á Akranesi, lagt veglegri horn- stein í sjúkrahús en nokkur annar einstaklingur hjer á landi. En í þessari grein sinni minn ist hann nokkrum orðum á sjúkrahúsið í Keflavík, sem nú er í smíðum, og telur jafnvel, að það muni ásamt sjúkrahús- inu á Akranesi í framtíðinni geta ljett undir með Reykja- vík í hennar mikla sjúkrarúma skorti á þann hátt, að taka jafn vel sjúklinga þaðan til dvalar og lækninga. Þetta hafa svo hin blöðin hent á lofti og gert sjer mat úr — Alþýðublaðið látið sem Reykjavík væri nú orðin hjálp arþurfi fátækra nágrannabæja sinna, en Tíminn sem þetta væri háð eitt um framtaksleysi Reyk víkinga í sjúkrahúsmálum. Það eru ekki fallegar getsak ir í garð Haraldar Böðvarsson- ar, að hann fyrir hönd hjeraðs- búa sinna, þakki veitta sjúkra- hús- og læknishjálp í Reykjavík um áratugi, með nöpru háði, þótt finna megi snöggan blett á framtaksleysi í þessum mál- um, jafn mörgu og Reykjavíkur bær hefir þurft að sinna í sín- um öra vexti yfir meir en þriðj- ung landsmanna. Slíkt hefði Haraldi Böðvars- syni aldrei komið til hugar, en það sem hann ráðgerir um sjúkrahúsið í Keflavík í þessu sambandi, er sprottið af ókunn ugleika á málavöxtum hjer, og mun jeg skýra það nokkuð nán- ar. En fyrst vil jeg leiðrjetta það mishermi, sem oft hefir sjest í blöðum um þessi sjúkrahúsmál, að Keflavíkurbær einn sje að byggja sjúkrahús, það er ekki allskostar rjett. Það er Keflavíkurlæknislijer að sem allt stendur að þessu máli, en í hjeraðinu eru sjö hreppar. En tekið skal fram, Keflvík- ingum og Narðvíkingum til sóma, að þeir hrundu málinu af stað, og byrjuðu verkið. Forgöngu um byggingu húss- ins , hafði Rauðakrossdeild Keflavíkur og Njarðvíkur, og gaf því það er safnast hafði, ca. 130 þús. kr. En síðar tóku allir hreppar hjeraðsins að sjer byggingu þess í samræmi við lög um bygg ingu sjúkrahúsa nr. 30, 1933, með sjerstökum samningi og bera kostnað eins og hjer segir: Keflavíkurbær og Njarðvik- urhreppur til fulls, miðað við fólksfjölda, Gerðahreppur, Mið- neshreppur og Hafnarhreppur 75% af stofnkostnaði en til fulls af reksturskostnaði og Grindavíkurhreppur og Vatns- s júkrah leysustrandarhreppur að hálfu leyti af stofn- og reksturskostn aði. — Sjúkrahúsið er nú langt kom ið, og er verið að mála það inn- an og mun hafa kostað fram að þessu ca. 11 hundruð þús. kr., og er það síst meira en búast mætti við. Að vísu er ófengið allt inn- anhúss, annað en Röntgen-tæki, sem komin eru til landsins, en til þeirra gaf Kvenf jelag Kefla- víkur 20 þús. kr. Hefir nú verið sótt um all- háa gjaldeyrisupphæð til fjár- hagsráðs til þeirra hluta, og dettur mjer ekki í hug að van- treysta því í þeim efnum. Það sjer nauðsyn þessa máls fram yfir margt annað ekki siður en við, sem að því stöndum, og mun þá aðeins um algjört getu leysi að ræða, ef út af bregð- ’ur. Stærð sjúkrahússins. Þegar sjúkrahúsið var teikn að og stærð þess ákveðin, var það gjört í samráði við land- lækni Vilmund Jónsson. Var hann í upphafi og enda alltaf síðan með fjárframlög úr ríkissjóði og annað, málinu alltaf velviijaður og hlyntur. Sjúkrahúsið er teiknað og byggt fyrir 21 sjúkling og verð ur að miða við það, enda þótt sennilega megi koma fleiri sjúk lingum fyrir með því að þrengja að, eins og oft mun gert þegar sjúkrarúma er þörf í brýnni nauðsyn. En að athuguðu máli er það bersýnilegt, að sjúkra- húsið mun síst gera meira, en fullnægja brýnustu Pörf fyrir innanhjeraðssjúklinga, enda ekki byggt með annað fyrir aug um. Þegar bygging sjúkrahússing var hafin 1944 voru hjeraðsbú- ar 3876 og var þá talið, að það myndi fullnægja þörfinni, en síðan hefir fjölgað í hjeraðinu að meðtöldu aðfluttu fólki um allt að því 1. þús. manns, og breytir það allmiklu. Þegar þetta er skrifað liggja á almennum sjúkrahúsum í Reykjavík og Hafnarfirði 21 sjúklingur úr Keflavíkurhjer- aði eða með öðrum orðum, sami sjúklingafjöldi og sjúkra- húsið er byggt fyrir, — en auk þess, á fæðingardeild Lands- spítalans 3 sjúklingar, sem eins og á stóð hefðu allir verið tekn ír á sjúkrahús á staðnum, og á Elliheimilinu Grund 3 gam- almenni, sem öll eru sjúklingar og þarfnast sjúkrahússvistar, og ennfremur á Kleppsspítalanum og Vífilstöðum allmargir sjúk- lingar. Ekki myndi vera talið gott, að geta ekki tekið 1—2 berkla- sjúklinga eða geðbilaða sjúkl. til skemmri eða lengri dvalar eftir ástæðum, eins og önnur sjúkrahús gera iðulega. Er því augljóst mál af þessu yfirliti, að enda þótt hjer sje um myndarlegt framtak að ræða, verðum við Keflavíkur- hjeraðsbúar víst áfram að vera úsmól fremur þiggjandi en veitandi hvað snertir sjúkrarúm af hálfu Reykjavíkur og Hafnarfjarðar, og hlýtur enda svo altaf að vera. Það væri vanþakklæti, að stinga svo niður penna um þessi mál, að taka það ekki skilmerki lega fram, að Keflavíkurlækn- ishjerað stendur í óbættri þakk arskuld við sjúkrahús og lækna í Reykjavík og Hafnarfirði, fyr ir að hafa veitt þeim sjúkra- húspláss og læknishjálp af hinni mestu lipurð og velvilja um langt árabil, og að því er best verður sjeð án þess að um nokkur forrjettindi væri að ræða fyrir þá sjálfa, enda þótt vænta hefði mátt þess, að keflavíkurlæknishjerað væri búið að sjá sjer sjálft fyrir sjúkrahúsi fyrir alllöngu síðan. En þar um veldur meðal ann ars óvenju greiðar samgöngur, sumar og vetur, af hinum dreifðu byggðum Reykjaness- skagans til Reykjavíkur og Hafnarfjarðar. Um sjúkrahús Akraness ætla jeg ekki að skrifa mikið meira, en jeg gat um i upphafi grein- ar þessarar. En með hliðsjón af fólksf jölda í Skipaskagahjeraði og Borgar fjarðar- og Borgarneshjeruð- um, ca. 5—6 þús. manns, kæmi mjer ekki á óvart, þegar komið er gott sjúkrahús á Akranesi miðsvæðis milli Reykjavíkur Qg þessarra hjeraða, þó 30 rúma sjúkrahús reyndist ekki of stórt fyrir þau hjeruð. Því ekki er óeðlilegt að hugsa sjer, og gott þætti í flestum tilfellum, að þurfa ekki að flytja sjúklinginn nema greiðari hlutann af leið- inni, — til Akraness, í stað þess að fara alla leið til Reykjavík- ur. Yfirleitt mun mega telja að fleiri sjúkrarúm þurfi, þar sem nær eingöngu er stundaður sjáv arútvegur og verksmiðju- og vjelaiðnaður sem honum til- heyrir, og hafi því, með tilliti til þess, og fjölgunar á vertíð verið fulllágt áætlað um sjúkra rúm á sjúkrahúsi Keflavíkur- hjeraðs. En . þótt svo reynist, mun bygging þess og starfræksla, sem er mikið fjárhagslegt átak fyrir hjeraðið, reynast farsæl menningarleg framkvæmd, sem mun verða aukin og endurbætt eftir þörfum og vexti hjeraðs- ins, enda þótt alltaf muni þurfa að leita til hinna fullkomnustu sjúkrahúsa í Reykjavík í ein- stökum tilfellum. Karl. G. Magnússon hjeraðslæknir Traustsyfírlýsing DAMASCUS, 7. jan. — Þingið í Sýrlandi samþykkti í kvöld traustsyfirlýsingu til handa nýju stjórninni, sem Khaled Azim forsætisráðherra mynd- aði fyrir tveim vikum. —Reuter. Ný útgáia Eddukvæða og Snorra-Eddu UM langari aldur hefur is- lensk alþýða ekki átt kost á öðrum útgáfum Eddukvæða og Snorra-Eddu en Reykjavíkur- útgáfu Finns Jónssonar. — Að vísu sá annar maður um síð- ustu endurprentun Reykjavík- urútgáfu Snorra-Eddu. en gerði ekki á henni neinar verulegar breytingar. Þessi útgáfa var að vísu góðra gjalda verð, og standa Islendingar í mikiili þakkar- skuld við bókaútgáfu Sigurðar Kristjánssonar fyrir hina ódýru útgáfu fornritanna — En frá hendi Finns Jónssonar voru tveir megingallar á útgáfu Eddukvæðanna: 1) Orðskýr- ingar og efnisr.kýringar vantaði að mestu leyti. 21 Meiri eða minni hlutar margra Eddu- kvæða voru prentaðir með smærra letri til að auðkenna þá sem yngri innskot eða í- auka, þó að oftast yrðu engin gild rök færð fyrir því, að svo væri. En nú hefur Islendingasagna útgáfan gefið báðar Eddurnar út. Og hefur hinn góðkunni fræðimaður Guðni Jónsson magister, sjeð um verkið og unnið það að mestu leyti. Þó hafa þeir íslenskufræðingarnir Hermann Pálsson og Finnbogi Guðmundsson annast hvor sinn þátt verksins: Hermann vísna- skýringar við Snorra-Eddu og Finnbogi nafnaskrána. Utgáfunni er, í fáum orðum sagt, hagað eins og hjer segir: Eddukvæðin eru í tveim bind- um eða öllu heldur heftum, þar sem blaðsíðutal hins síðara er framhald af blaðsíðutali hins fyrra. Framan við fyrra bindi er stuttur formáli eftir útgef- anda, þar sem gerð er grein fyrir útgáfunni og tilhögun hennar. í útgáfuna hafa verið tekin upp nokkur kvæði úr Förnaldarsögum, þau er um efni og búning eiga samstöðu með Eddukvæðum, þótt eigi hafi verið talin með þeim til þessa, — enn fremur hið fræga helgikvæði, Sólarljóð, sem einnig var látið fylgja Eddu- kvæðum í Reykjavíkurútgáfu Ilínns Jónssonar. — Snorra- Edda er í einu bind., sem hefst á stuttum, en greinargóðum formála útgefanda um skipun og tilgang ritsins og áhrif þess á menntir Islendinga eftir daga höfundar. Aftast í bindinu eru tveir viðaukar: nafnaþulur og Skáldatal. — Loks er fjórða bindið, sem hefur að geyma skýringar við Eddurnar báðar og nefnist Eddulyklar. Hefst þeta bindi með formála útgef- anda, þar sem hann gerir grein fyrir skýringunum og tilhögun þeirra. Næst ritar útgefandi all rækilegan inngang að Eddu- kvæðum. Ræðir hann þar um aldur þeirra, heimkynni og efni og gerir að lokum nokkra grein fyrir hverju kvæði um sig. Á eftir innganginum kemur orða safn, sem skýrir merkingar fá- gætra orða og kenninga í báð- um Eddum en nær þó því mið- ur ekki til óbundins máls Snorra-Eddu. Orðasafnið tekur yfir meira en 100 blaðsíður, enda hygg jeg það vera svo rækilegt, að sjaldan muni les- andinn fletta upp í því að ár- angurslausu er hann leitar skýringa við Eddukvæði eða kveðskap Snorra-Eddu. — Þá koma þýðingar vísna úr Snorra Eddu og Háttatals eftir Her- mann Pálsson Koma þær les- andanum að góðu haldi ásamt orðasafninu. Ekki hefur mjer unnist tíma til að athuga þær að gagni eða bera þær saman við orðasafnið. En þær breyt- ingar, frá skýringum Finns Jónssonar er jeg hefi tekið eft- ir, virðast mjer vera til bóta. — Að lokum er nafnaskrá við Eddurnar báðar. Ekki hef jeg kánnað hana íil neinnar hlítar, en jeg fæ þó eigi betur sjeð en hún sje yfirleitt vel og traust lega úr garði ger. Meginkost tel jeg það á þess- ari útgáfu Eddukvæða og Snorra-Eddu, hve skýringa- bindið er rækilegt og aðgangi- legt. Það er og hægðarauki þeim, er kynnast vilja fræðum Eddnanna, að hafa sameigin- lega nafnaskrá við þær báðar. En nokkui vonbrigði, ætla jeg, að það vexði lesendum Snorra- Eddu, að orðskýringarnar ná aðeins til vísnanna, því að í engu öðru íslensku fornriti mun eins mikið af torskildum orðum í óbundnu máli. Stafar þetta af því, að efni Snorra- Eddu, einkum í Skálpskapar- málum og bragfræðiskýringum Snorra við Háttata.i, er sums- staðar strangfræðilegt og krefst því allmargra orða, sem eru alls ókunn í hinum venjulega sögu- stíl fornritanna. Þetta géta menn sannfærst um, ef þeir fletta t. d. upp á 105. og 247. bls. útgáfu þeirrar, sem hjer er um að ræða. Þar sem útgáfa Eddnanna, sú er nú birtist almenningi, er fyrst og fremst alþýðuútgáfa, hefur útgefandi valið þann kost að hafa stafsetningu sem ein- faldasta og hefur lítinn mun gert þar elstu Eddukvæða og Snorra-Eddu, þótt aldursmun- ur sje þar mikill. Til dæmis notar hann á fyrir á og ó, ö fyrir 9 og 0, œ íyrir ae og oe. Aðferð þessa tel jeg þó engan veginn ámælisverða, ef litið er á hlutverk og tilgang útgáf- unnar. Fáar prentvillur hef jeg fund ið og enga meinlega. Úlgefandi hefur tvímælalaust unnið þjóð- nytjastarf með útgáfu þessari. Kann jeg honum þakkir fyrir og vænti þess, að íslendingar taki henni tveim höndum. Rvk. 28. des. 1949. Magnús Finnbogason. Nngkosningar í Grikk- landi 19. febrúar AÞENA, 7. jan. — í dag var tilkynnt opinberlega hjer í Grikklandi, að ákveðið hefði verið að efna til nýrra þing- kosnihga 19. febrúar. Nýja þingið á að koma sam- an 20. apríl, en til þess tima mun stjórn John Theotokis for- sætisráðherra fara með völd. —Reuter. •

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.