Morgunblaðið - 08.01.1950, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 08.01.1950, Qupperneq 14
14 MORGCNBLAtílÐ Sunnudagur 8. janúar 1950. mimiiiiiit Framhaldssagan 5 BASTIONS- Eítir Margaret Ferguson við komu hennar hingað, að- eins vegna þess að húsið var gamalt og umhverfið hrjóstugt og hávaðasamt. Það orsakaðist liklega af því, hve þreytt hún var. Hún dró gluggatjöldin fyrir aftur og um leið hafði hún lok- að úti allar slíkar hugsanir og hún var snortin hlýleikanum í herberginu. Hún opnaði aðra töskuna og tók fram dumbrauð an kjól. Hugur hennar hvarfl- aði aftur að St. Aubyn-fólkinu og henni fannst forsjónin hafa verið sjer hliðholl að senda haná til þeirra, .... en auðvit að hafði hún ekki enn hitt að- aipersónuna .... Leah St. Au- byn, sem hafði fórnað heilsu sinni og æsku til þess að bjarga stjúpbörnum sínum frá drukkn un. Og enda þótt hún væri bund in við hjólastólinn alla sína ævi, virtist hún dáð og elskuð af öllum, sem til hennar þekktu. En þó að allir hefðu lýst henni svo nákvæmlega fyrir henni, þá gat hún ekki verið örugg um að þessi staða henn- ar yrði langvarandi, fyrr en hún hafði hitt hana sjálfa. Hún burstaði hárið frá enninu, bar •andlitsduft á rjóðar kinnar sínar, og bjóst til að fara nið- ur aftur. Hún villtist tvisvrar í krókótí um ganginum áður en hún komst fram að stigapallinum. Þar hjekk mynd inni í veggn- um upplýst með óbeinu Ijósi. Hún nam staðar augnablik og virti hana fyrir sjer. Það var mynd af hörundsdökkum, forúnaþungum manni í hárrauð um gljáandi silkijakka og með felltan knipplingskraga. Þetta var liklega myndin af þessum ieyndardómsfulla Don Sebasti- ano, sem hafði byggt þetta hús fyrir nálega þrem öldum síðan. Hvað hafði hrakið hann frá sólskininu og auðugum sljett- um Spánar og hingað á þessa hrikalegu strönd, þar sem hann hláut að hafa lifað í stöðugri Reimþrá og einveru? Þunglynd isleg augu hans virtust fylgja Kenni eftir niður stigann. Hún renndi hendinni eftir íburðar- tniklu handriðinu. Hún var há c-g grönn og Ijósið endurspegl- aðist í hári hennar svo að á það sló gullnum blæ. Það var eitthvað sem líktist viðurkenn- ingarglampa í máluðum augun nm á veggnum um leið og hún hvarf niður stigann. | Fyrst sýndist henni anddyrið vera mannlaust, en brátt sá hún að svo var ekki. Stórgerð. Roná í gulgrænum þunnum jakka og pilsi stóð og tvístje fvrir framan arininn og flétti i ,,Sphere“-bIaði annars hug-‘ ar. Hún með með upplitaðan gulan hatt á höfðinu og nún stóð þannig að skugginn af henni varð gríðar stór á veggnum á foak við hana. Það virtist eng- i-nn annar vera á næstu grös - um og 'hún fletti óþolinmóð folöðunum, eins og henni gremd ist að þurfa að bíða, svo að Sheridu fannst hún eiga að á- varpa hana. „Gott kvöld. Eruð þjer að Téita að einhverjtim?" spurði hún hikandi. Kvenmaðurinn hrökk í kút eins og draugur hefði ávarpað hana. „Drottinn minn“, hrópaði hún upp yfir sig. Augun voru stór og kringlótt og stóðu út úr höfð inu. „Jeg .... nei, jeg var bara bíða eftir majór St. Aubyn, og hann veit að jeg er hjerna, en auðvitað, ef hann er of önnum kafinn, þá......En hver .... ó, þjer eruð náttúrlega nýja vjelritunarstúlkan, sem Leah var að ráða til sín.“ „Já“, sagði Sherida. Henni datt í hug um leið, hvernig nokkrum kvenmanni gæti tek- ist að vera svona litlaus, bæði hvað snerti klæðnað og mann- eskjuna sjálfa. Maður þurfti blátt áfram að einblína á hana til þess að hún hyrfi manni ekki. Hörundslitur hennar var gulur og litlaus, alveg eins og fötin, á hárið sló grængulum blæ, augun voru gulgræn og augnabrúnirnar og augnahárin næstum alveg ósýnileg. Það eina, sem ekki var gulgrænt, voru varirnar. Þær voru þykk ar og málaðar með ljósrauð- um lit. „Já, jeg heiti Sherida Binyon“, sagði Sherida. Henni datt í hug, að hún hafði lík- lega aldrei sjeð manneskju eins fráhrindandi og þessa. Það var undarlegt hvað mörjnum gat orðið starsýnt eins á það sem var fallegt og það sem var ljótt. „Nú, já. Jeg heiti frú Bra- stock og bý hjerna í Cliff End House og jeg leit hjer inn til þess að vita, hvort vesalings Leah hefur komist klakklaust til Truro. Við verðum öll svo óróleg, þegar hún fer að heim- an. Auðvitað var þetta ferða- lag engin nauðsyn, heldur að- eins gert til að þjóna duttlung- um gamallar og eigingjarnrar konu. En það er alveg einkenn andi fyrir Leah, að fara. Þjer hafið auðvitað ekki sjeð hana ennþá?“. Frú Brastock lá ákaflega hátt rómur, svo að manni datt ósjálfrátt í hug að einhver hefði sagt við hana þegar hún var ung stúlka, að hún hefði kvenlega rödd, sem minnti á fuglakvak, og hún hefði svo síðan ræktað þá eiginleika hjá sjer af miklum fjálgleik. „Nei, jeg kom í kvöld eftir að frú St. Aubyn var farin“, sagði Sherida. „En jeg held að Major St. Aubyn hafi talað vrið hana í símann og fengið að vita að ferðin gekk vel og hún ætli að koma aftur á morgun“. „Ó, hvað mjer ljettir“. Frú Brastock upphóf nú rödd sína á enn hærri tóna til að láta í ljós gleði sína. „Þá er að minnsta kosti helmingurinn um garð genginn tfyrir henni vesalingnum. En það var leið- inlegt að hún skyldi ekki vera heima, þegar þjer komuð, ung- frú .... hm .... Binyon, því að þegar hún fer, breytist allt andrúmsloftið í húsinu. Það verður blátt áfram hálf-dautt, þegar hún er í burtu. Maður skynjar það um leið og komið er inn um forstofudyrnar. Jeg hefði hugsað um leið og jeg kom inn, ef jeg hefði ekki vit- að áður að hún ætlaði til Tru- ro: Leah er í burtu. Það verð- ur eitthvað kuldalegt um leið og hún er farin“. Sherida var að því komin að segja, að þegar hún hefði komið hefði húsið ekki verið hálfdautt eða kuldalegt, en hún var viss um, að frú Brastock ■ mundi ekki hlusta á neinar mó1 bárur. Allt að því ofstækisfull aðdáun ljómaði úr litlausum útstandandi augum hennar og hún stóð með spenntar greip- ar. „Jeg skal segja yður það, að Leah er einhver sú besta og fullkomnasta mannvera, sem jeg .... ó“. Hún hætti í miðju kafi, begar dyr opnuðust innst í anddyrinu og Mallory St. Aubyn kom fram. Áður en honum vannst tími til að bjóða gott kvöld, jós hún yfir hann orðaflauminum: „Ó, Mallory, jeg átti einmitt leið hjerna fram hjá, og jeg varð að koma við til þess að vita, hvort það hefði frjettst nokkuð af Leah. Ung- frú Binyon segir að þið sjeuð búin að frjetta að hún sje .... er það satt. Kemur hún heim á morgun? Hún ætti ekki að fara að heiman, þegar hún veit hvre þið saknið hennar öll og hvernig þið eruð næstum ósjálf bjarga, meðan hún er í burtu“. Hún hristi sig eins og henni hefði orðið kalt við tilhugsun- ina. „Komst hún alveg klakk- laust til Truro?“, spurði hún aftur og Mallory hnyklaði brún ir. — „Já, auðvitað. Hún hringdi um sexleytið og sagði að ferð- in hefði gengið ágætlega og hún væri ekki einu sin: þreytt“. „Auðvitað hefði hún sagt það, þó að hún væri nær dauða en lífi af þreytu“, sagði frú Brastock. „Hún verður að fá algera hvíld í nokkra daga þegar hún kemur heim aftur. Er móðir þín mjög veik, Mall- ory? Það hlýtur að hafa verið mjög óþægilegt fyrir þig að hafa ekki getað farið sjálfur v°vna þess að þú þurftir að fara á þennan fund. Og síst er það þægilegra fyrir þig að vita af Leah einni. En jeg býst náttúrlega við að Leah hafi endilega viljað fara“. „Já, hún vildi fara. Má bjóða þjer sherry-glas, Mabel. Það er inni í bókaherberginu“. „Nei, þakka þjer fyrir, Mall- ory, jeg verð að halda áfram. Jeg hafði ekki hugmynd um að klukkan væri orðin svona margt. ó, þarna kemur Jane, Hvernig gengur þjer að sjá um húsmóðurstörfin meðan Leah er í burtu? Get jeg gert nokk- uð til að hjálpa þjer? Þú veist að jeg er alltaf reiðubúin“. Jeg held að það sje ekkert, frú Brastock, en þakka þjer annars fyrir“, sagði Jane og leit hvasslega á hana. „Þetta eru aðeins tuttugu og fjórir klukkutlmar og jeg skil ekki í því að neinn stór skaði skeði þangað til seinni partinn á morgun. Sherida getur hjálpað mjer, ef eitthvað kemur fyrir“. „Sherida? Ó, já .... auð- vitað“. Frú Brastock varð dá- lítið undrandi og særð á svip- inn. „Nú eruð þið auðvitað bú- * leit að afbrotamanni Eftir JOHN HUNTER 5. ur á móti rnælt, vegna þess, að lögreglan hefur myndað varðhring umhverfis hjeraðið og hann hefur sjest hjer ;kammt frá. í öðru lagi, að það eru boðnar 25.000,00 krón- ur til höfuðs honum. Og í þriðja lagi gerum við ekkert annað allan liðlangan daginn en að slæpast. Jeg legg því til, að við tökum til starfa og vinnum þau verðlaun, sem heit- ið er. Halligan og jeg störðum á Dikka og svo starði Halligan á mig og jeg á Halligan. — Jeg samhryggist foreldrum hans Dikka,sagði Halligan. — Hvílík hryggð, að sonur þeirra skuli vera svona langt leiddur, svaraði jeg. Dikki skildi undir eins meininguna í þessum tvíræðu orð- um. — Álítið þið, að jeg sje að verða einkennilegur í koll- inum. — Við álítum ekkert, sagði Halligan glottandi. — Þetta er bara staðreynd, að þú ert að missa ráð og rænu vegna alltof geysilegs ímyndunarafls. Dikki bjóst til að klæða sig úr jakkanum. — Jæja. nú ætla jeg að berja þig írlendingur, sagði hann við Halligan, — jeg er búinn að fá nóg af....... Hann þagnaði, starði framhjá Halligan niður til strand- ar, en við athuguðum hegðun hans vandlega. Hann hætti að hneppa hnöppunum á jakka sínum, neðri vörin lækk- aði og augun voru galopin og störðu líkast því sem í óráði til strandar. — Fari það nú norður og niður, sagði hann. Sjáið þið bara, kjánar. Þarna getið þið sjeð. Og æthð þið svo að halda því fram, að jeg sje vitlaus. Við fylgdum með augunum bendingu hans og urðum þeg- ar í stað gripnir mikilli og skyndilegri undrun. Því að eftir ströndinni gekk undaflegur maður. Það var eins og hann reyndi að ganga sem allra mest í skugga bát- anna, sem lágu þar í naustum. Maðurinn var meðalmað- ur á hæð, klæddur í ljós brúnröndótt jakkaföt, að því er við best gátum sjeð. Hann var berhöfðaður og sást því, að hann var ljóshærður og hrokkinhærður. Og hafði um- gerðarlaus gleraugu. ‘lílfljLcJ' ‘rnx&jOjAL^fzG^ l'uruu. — Jeg er a8 fara á hárgreiðslu- stofu, vogaðu hjer ekki að fœra bókmerkið, fjrr en jeg kem til baka. Mikil afbrýðissemi. Ljóðhneigður ungur maður: „Eruð þjer hrifnar af Jónasi?“ Ung kona: „Ó, hafið þjer ekki hátt. Maðurinn minn er svo hræðilega af- brýðissamur." ★ Of kröftug lækning. Það er ekki 'hægt að deila um gildi sjálfsefjunar, en það er hægt að misnota hana. Maður nokkur fór til sjerfræðings til að leita sjer hjálpar við því, sem hafði kvalið hann i mörg ár, hann var sem sje með af- brigðum hjólbeinóttur. Honum var sagt að fara í rúmið og segja fjörutíu sinnum „Fótleggirnir á mjer eru bein ir, fótleggirnir á mjer eru beinir“ og þá myndi honum batna. Maðurinn gerði þetta, en hann var svo ákafur að fá lækningu, að liann sagði orðin hundrað sinnum, og þegar hann fór fram úr rúminum, komst hann að raun um, að hann var orðinn staur- fættur. ★ „Mig myndi langa til að vera við jarðarför í dag, herra“, sagði skrif- stofusendillinn. „Nú, já, svo að þig myndi langa til þess“, sagði skrifstofustjórinn, „en það munt þú ekki gera“. „Jeg veit, að jeg mun ekki gera það“, sagði sendillinn, „en mig myndi langa til þess, engu að síður.“ „Hvaða jarðarför er það?“ spurði skriístofustjórinn. „Yðar, herra“, var svarið. ★ fnnileg ást. Svona er það, sem kvenfjóðin fær að þola. „Ástin min. Þú veist hvað jeg elska þig innilega. Jeg myndi ganga út í eld og vatn þín vegna, hjartans elsk- an min. Jeg kem í kvpld kl. 8,30, nema ef það verður rigning. Þinn elskandi Tobbi." tHmNitauaMnantnmiiinaMmiiiiiniiiiiiiiiiiiiintmiHii Við kaupum SilfurgTÍpi, Listmuni, Brotasilfur, GolL Jön Slpunilsson Gkðrt^rípovcrzlun Laugaveg 8. iiiiiiiiiiiiiiPiiiiMiiimifmmiMmmiitniiiimiiiiiiiiiiiill PÚSNINGASAM*IJ1\ frá H'raleyri. Skeija-andur, rauðamöl og steypusandur. Simi 9199 og 9091. GuSmundur Magnúmon 9 | 9 |. niiftunMiHi 1 í ; 1 <

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.