Morgunblaðið - 19.01.1950, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 19.01.1950, Qupperneq 6
MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 19. jan. 1950 . 6 Æfintýrið um Fjelaga Napóleon „Fjelagi Napóleon“. Útgefið af Prentsmiðju Austurlands. HJER ER þá loks komið æfin- týri handa „þjóðinni", ritað og þýtt af „óæskilegum þjóðf jelags þegnum“, sem ekki veitti af að Ícoma á ,,heilsuhæli“ austur í paradís alþýðunnar! En þeim, sem langar til að fá sjer góðan og hollan hlátur, ættu að lesa það í hvelli, — ef það verður þá ekki uppselt? Það byrjar með því, að dýr- in á Stóra-Garði gera uppreist jgegn Jóni bónda, sem auðvitað er gamall og drykkfeldur harð- stjóri. Þau reka hann úr land- ereigninni og taka jörðina her- skyldi. Sá, sem skipuleggur byltinguna, er aldraður klár, I.ýsingur gamli, mesti heiðurs- jálkur, ósjerhlífinn og rjettsýnn og nú er sett á stofn „alræði húsdýranna“ á bænum, sem Cftir það nefnist „Dýra-Garð- ur“. Þarna eru auðvitað ýmsar tegundir dýra, hestar, kýr, I ilur, kettir, hundar, einn a ni, og —- svín. Ekki síst svín! Þegar dýrin eru, með miklum dugnaði og ósjerplægni búin að koma öllu í gott horf, eru það vitanlega svínin, sem smám gr-man ná yfirráðum á bæn- r-in. Þeirra vitrast er Fjelagi Napóleon. Hann kann að not- færa sjer einfeldni og kapp h'nna dýranna til þess að skara e!c i að sinni eigin köku og koma é einræði, — ekki alþýðunnar,- af akið: dýranna, heldur svín- anna — og sjer í lagi sjálfs iín. Til þess að festa sig í valda- scssinum, elur hann upp í la:ni óvígan hóp blóðhunda. — Eitt sinn kallar hann svo sam- an dýrin og er þau safnast í hlföuna, situr hann þar í for- secJ og blóðhundarnir að baki honum. Kemur Fjelagi Napó- leon nú fram með all róttæk- ar breytingar á skiplaginu og þegar einhver ætlar að múkka, hlaupa hundarnir til og rífa hann í sig. Hin dýrin horfa dauðskelfd á þessar aðfarir og þcra nú ekki annað en breyta i "ilu eftir boði og banni Fje- Éaga Napóleons. Gamli hestur- ina, sem frelsaði þau úr ánauð, er fyrst látinn ganga sjer til h iðar í grjótdrætti, en síðsn sclja svínin hann slátraranum í kæfu. Að vísu er „þjóðinni“ :agt að hann hafi verið greftr- aður með heiðri, og heima á Dýra-Garði er haldinn mikil miningarhátíð eftir hann, með- an slátrarinn er að sjóða át- una! Upprunaleg^ voru öll dýrin jöfn, höfðu sömu aðbúð, sama íæði og sömu rjettindi. En þeg- ar Fjelagi Napóleon hefur tek- ið við stjórnartaumunum „krefj ast aðstáeðurnar“ þess, að þetta breytist. Svínin verða yfirstjett, ,.af hagkvæmum ástæðum“ og blóðhundarnir sjá svo um, að enginn hefur neitt við því að segja. Svínin fá allan besta matinn, búa sjálf í íbúðarhús- inu og gera ekki annað en „hugsa fyrir velferð þjóðarinn- ar“. Stór mót eru auðvitað hald in, þar sem Fjelagi Napóleon er hylltur með óskaplegri hrifn- ingu; — hundarnir gæta þess, og „svikarar“, sem eru ekki nógu grátklökkir af ást til for- ingjans, fá makleg málagjöld þegar í stað. Og þegar Fjelagi Napólen á afmæli, — æ. æ, þá er nú ,,þjóðin“ glöð! Er ekki að orðlengja það, að brátt er komin þarna slík harð- stjórn og glórulaus þrældómur, að dýravesalingarnir hugsa klökk til Jóns bónda Jónssonar, svo bölvaður, sem hann var, en þó hreinn engill hjá leiðtogan- um mikla, Fjelaga Napóleon. Einni skepnu tekst að sleppa undan svínunum og blóðhund- um þeirra. Skepnu þessari er þar eftir kennt um allt, sem aflaga fer á Dýra-Garði. Og ef þarf að losng við eitthveit dýranna, er það óðara kært fyr ir trotskisma, föðurlandssvik og njósnir fyrir flóttaskepnuna, en hundarnir sjá fljótt og vel um restina. Og svo heldur þetta áfram svona. Maður tekur til að byrja með allt í gríni, skellir upp úr öðru hvoru, og kinkar kolli þeg ar maður kannast við áróðurst klausur „Þjóðviljans“ í kjafti fjelaga svíns. En þar kemur að maður hættir að hlæja, — það ec alvara á bak við, höfundur inn á líka annað erindi til les- andans, en koma honum til að hlæja. Að lokum verður mað- ur talsvert hugsandi. Fjelaga Napóleon tekst að sættast við nágranna sína, menn ina, og býður þeim til mikillar veislu. Dýrin gægjast inn um gluggana, meðan á hófinu stend ur og sjá að vinskapurinn er mikill. Munurinn er allt í einu orð- inn harla lítill á mönnum og svínum! Þeir menn, sem leggja lag sitt við fjelaga Naflajón, verða áð- ur en varir harla líkir hon- um! X. Miklar bygginga- framkvæmdir í Vesfmannaeyjum VESTMANNAEYJUM, 16. jan.: — Mikið hefur verið um bygg- ingarframkvæmdir hjer á s.l. ári. Voru tekin í notkun á árinu 18 íbúðarhús. Af þeim voru 15 einbýlishús, en 3 tvíbýlishús. Þá voru byggðar hæðir yfir 2 eldri hús. Verða í þessum bygg ingum 23 íbúðir og eru flestar þeirra fjögur herbergi og eld- hús. í smíðum eru 48 íbúðarhús. Af þeim eru 34 einbýlishús, en 14 tvíbýlishús. Verið er að stækka 4 eldri hús. í þessum byggingum verða alls 64 íbúðir. Það er sameiginlegt með flestum eigendum þessara húsa, að þeir hafa mikið unnið að byggingunum sjálfir í tóm- stundum frá annarri vinnu og hafa flest af fyrrgreindum hús um verið lengi í byggingu. ■— Mörg af þeim eru nú að verða tilbúin, en önnur eru aftur stutt á veg komin. — Bj. Guðm.! Fyrírspurnir á Alþingi í gær Alif rafkfískrar sfóríbúðarskaffs- Á DAGSKRÁ sameinaðs þings voru í gær nokkrar fyrirspurn ir. M.a. svaraði Bjarni Bene- diktsson fyrirspurn frá Finni Jónssyni varðandi stríðsskaða- bætur af hálfu Þjóðverja. Fyrirspurnin hljóðar svo: 1. Hversu miklu hafa skaða- bótagreiðslur af hálfu Þjóð- verja vegna ófriðarins numið: a. Eignir þýska ríkisins? b. Innstæður eða eignir þýskra borgara? 2. Hvernig ætlar ríkisstjórn- in að verja þessum skaðabót- um? Ráðherra skýrði frá því að eignir þýska ríkisins hjer hefðu verið Túngata 18 (sendiherra- bústaðurinn) og auk þess 4 millj. kr. innistæður, sem sum- part væru eign einstaklinga og sumpart eign þýska þjóðbank- ans. Á þessar eignir hefði verið lagt hald þannig, að íslenska ríkisstjórnin hefuf nú ráðstöf- unarrjett yfir þeim. Finnur Jónsson benti á að á stríðsárunum hefðu nokkrir menn farist (12 menn) af völdum Þjóðverja, sem ekki voru skyldutryggðir. — Væri æskilegt, að aðstandendur þeirra fengju skaðabætur af þessu fje, sem Þjóðverjar hafa látið af hendi. Ráðherra kvaðst fyllilega sammála þvj, að eðlilegt væri að úthluta af f je þessu til þeirra sem beðið hefðu sannanlegt tjón af völdum Þjóðverja og ekki verið tryggðir. Annars sagði ráðherra að e.t.v. væri óvarlegt að ráðstafa öllu þessu fje strax, því að fyrri eigendur mundu kannske eiga rjett á einhverjum hluta þess. — En ekki hefði samt komið nema ein málaleitun í þá átt, og hún fjell niður. Rjettindi og skyldur opinberra starfsmanna Dómsmálaráðherra upplýsti í gær, vegna fyrirspurnar frá Rannveigu Þorsteinsdóttur, að frumvarpið um rjettindi og skyldur opinberra starfsmanna væri nú í prentun og yrði lagt bráðlega fyrir Alþingi. Frumvarp þetta er samið af Gunnari Thoroddsen. Kjallarinn, sem fylltur var grjóti Rannveig Þorsteinsdóttir ber fram svohljóðandi fyrirspurn: 1. Hvernig er varið leigu- mála á húseign ríkisins á Leifs götu 16? 2. Getur Landsspítalinn feng ið hús þetta til afnota, sem hús næði fyrir hjúkrunarkonur? Jóhann Þ. Jósefsson, atvinnu málaráðherra, varð fyrir svör- um. Þetta hús hefði verið keypt af ríkinu 1942 til að útvega sr. Jakobi Jónssyni þak yfir höf- uðið. Er hann á s.l. ári flutti í nýtt hús, sem ríkið byggði handa bonum, var leigjandan- um í kjallaranum leigð íbúð Framhald á bls. 7 JEG ÁLÍT að fá frumvörp hafi verið eins óvinsæl meðal Reyk- víkinga og frumvarp það um stóríbúðaskatt, er Framsóknar- flokkurinn nú flytur á Alþingi. Og fáar konur hefðu trúað bví, að kona ætti eftir að flytja slíkt frumvarp, sem miðar að því að skerða friðhelgi heimilanna. Þetta óheilla frumvarp bæt - ir sannarlega ekki samvinnuna milli sveitanna og Rvíkur, svo illa þokkað er það meðal al- mennings hjer, og sjáum við r.ú Ijóslega hvern hug Framsókn- arflokkurinn ber til húseigenda í Rvík. Það er aumt, ef þessi flokkur á eftir að ná það miklu fylgi á Alþingi, að honum verði gert kleift að sundra reykvísk- um heimilum. Þá er vald han.s orðið nokkuð mikið. Fyrst að stjórna sveitununi, og síðan að hafa heimild til að skammta okkur húsnæði. Ella að skatt- ieggja okkur það gífurlega, að margir geta ekki risið undir því. Jeg get ekki betur sjeð,- ef umrætt frumvarp nær fram að .ganga, að hjer sje að verða einræði. Framsóknarflokkurinn veit vel, að f jöldinn allur af húseig- endum er miðlungstekju fólk sem hefur, með miklum erfiðis munum og striti, tekist að eigrr ast húsaskjól, og skapað sjer og sínum um leið, snotur og rúmgóð heimili. En mörg hús- móðirin hefur sannarlega ekki íarið varhluta af því striti. Jeg veit um húsmæður með ung- börn, sem hafa neitað sjer um ýms þægindi, upplyftingu og húshjálp, þó hún hafi verið í boði, vegna þess að allar tekj- ur húsbóndans, nema til nauð- synlegustu þarfa varð að leggja í nýja húsið eða hæðina. Jeg þekki einnig ung barnlaus hjón, sem þessi skattur kemur til með að leika hart, ef hann verður samþykktur. Þessi hjón bjuggu hjá mjer fyrir nokkrum árum í litlu ,,kamesi“. Þau voru mjög fátæk, höfðu oft varla til hnífs og skeiðar. Maðurimi hafði litla vinnu, en konan þvoði þvotta og hreinsaði íbúð- ir fyrir fólk. Svona drógu þau fram lífið. Þegar atvinna fór að glæðast, komst maðurinn í verkamannavinnu, og hefur haldið þeirri vinnu síðan, alltaf á sama stað, því hann er sam- viskusamur og reglusamur. — Konan hjelt áfram sínu striti. En árangurinn af striti þessara hjóna er sá, að þau eru búin að kaupa rishæð í nýju húsi. Einnig hafa þau fengið sjer hús gögn og góðan fatnað. Þau búa í rúmgóðum herbergjum, og eiga nú orðið snoturt og hlý- legt heimili, sem þau hlynna að. — Fyrir dugnað o" reglusemi þessara hjóna, á að hegna þeim með þungri skattlagrnngu, ella taka af þeim íbúðina, ef þau sjá sjer ekki fært að greiða skatt- inn, og vilja ekki þrengja að sjer. Það væri einkennilegt, ef þetta óþokka-frumvarp næði fram að ganga. Annað dæmi langar mig að nefna. Jeg þekki öldruð ’hjón. Þau eru búin að koma upp með sóma 6 mannvænlegum börnum, sem eru nýtir og góðir Þjóðfjelags- þegnar. Gömlu hjónin hafa bú- ið ein í húsi sínu síðustu árin. Þau hafa ekki skert heimili sitt þótt börnin flygi í burtu. Við ■ heimilið eru bundnar margar fagrar endurminningar, einmitt- í sambandi við börnin. Hver hlutur á sínum stað, eins og n gamla daga, engu má raska. Og nú stendur til að hegna þessum heiðurshjónum með skattlagningu, ef þau vilja ekki þrengja að sjer og leigja „Pjetri- og Páli“, sem ef til vill væru með hávaða og læti fram eftir nóttu, svo elliárin yrðu gömlu- hjónunum armæðufull, og all-' ur kyrrleiki hins gamla heim- ilis fokinn út í veður og vind. •- Jeg álít það menningarauka: fyrir hverja þjóð, að íbúar henn ar geti skapað sjer rúmgóð og- falleg heimili. En þetta óheilla- frumvarp, ef það nærJram- að. ganga, eykur áreiðanlega ekki. áhuga fólks fyrir því. .Frurn-: varpið miðar að því, að skerða- rjett og frelsi einstaklinganna,. og er áreiðanlega ekki rjet.ta leiðin til þess að ráða bót á, iiúsnæðisvandræðunum. Undanfarin ár hefur fólk ,'ir> sveitum og kaupstöðum lands- ms streymt til Rvíkur í atvinnu' leit, og margir auðgast . vel í bæ okkar. En þetta aðstreymi’ hefur orðið þess valdandi, að mikill hörgull er á húsnæði. Og nú á þetta illræmda frumvarp að koma því í kring, að fram- boð verði á húsnæði. Þetta er afar óvinsæl óþokkaleið. Væri ekki rjettara fyrir Framsóknar- mennina, sem að frumvarpinu standa, að ráðleggja aðkomu- fólkinu, sem búið er að afla hjer peninga á veltuárun- um, að halda heim til æsku- stöðvanna áður en atvinnuleys- ið byrjar, sem margir spá að sje framundan. Maður heyrir aldrei bendingar í þessa átt hjá Framsóknarmönnum. í sveitunum eru víða nýbygð ágæt hús. Jeg þekki til á heim- ili, ekki allfjarri Rvík. Þar er nokkurra ára gamalt rúmgott steinhús með þægindum. í því búa fullorðin hjón og tveir ungl ingar. Fjögur af börnum þeirra hafa verið í atvinnu hjer und- anfarin ár. Tvær dætur unnið á „sjoppum“. Á jörðinni eru næg verkefni fyrir hendi, nóg landrými til ræktunar, en fótk vantar til þess að hagnýta land gæðin. Þetta er aðeins eitt dæmi af mýmörgum, þar sem nýtísku steinhús standa næstum mann- laus í sveitum landsins. Til þess að bæta úr húsnæð- isvandræðunum hjer, finnst mjer að Framsóknarflokkurinn ætti að beita sjer fyrir því, að aðkomufólkið, sem á góð heirn- ili í sveitunum, flytti í sín byggðalög. Þá mundu áreiðan- lega losna mörg góð herbergm og íbúðirnar, sem húsnæðislauct barnafólk ætti kost á að flytja í. Fólk, sem hefur alið aldur sinn hjer. Og um leið mundu skapast möguleikar á mei'i ræktun landsins, sem er afar Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.