Morgunblaðið - 17.03.1950, Side 5
Föstudagur 17. mars 1950.
MORGVTi BLAÐIÐ
5
Þ RÓTTI
Undirbúningur þáittiku Islands
í EM I liússel hofinn
Landsbeppns vi Ðani verður fynf í júlí.
vel möguleika á að ná fyrsta
Frá Hoimenkoliefl
f
EINS og áður hefir verið skýrt frá í blaðinu, var Ari Guðmunds-
son frá Siglufirði meðal keppenda í stökki á Holmenkollen-
mótinu. Fyrra stökk hans var ekki gott. Hann kom með ,.saks'‘
út í svifið og náði ekki að lagfæra það. Stökklengdin var 56 m.
og stíleinkunn Ijeleg. — Myndin er tekin af Ara í fyrra stökk-
;ínu. — Síðara stökk hans var aftur á móti gott. Hann stökk
64 m. og fjekk 16 — 16,5 og 17 í stíl. Lengsta stökk keppn-
innar var 68 m.
UNDIRBÚNINGUR þátttöku ís-
lenskra íþróttamanna í Evrópu-
meistaraiíiótinu í frjálsíþrótt-
um, sem fram fer í Briissel 23.
■—27. ágúst næstkomandi, er
haíinn fyrir nokkru. — Hefur
Frjálfeíþróttasamband íslands
skipað nefnd manna til þess að
annast hann. Er Erlendur O.
Pjetursson, formaður hennar,
en aðrir nefndarmenn: Konráð
Gíslason, Ólafur Sveinsson,
Bragi Kristjánss., Oliver Steinn,
Jón Mathiesen og Garðar S.
Gíslason.
Nefnd þessi ásamt Brynjólfi
Ingólfssyni, varaformanni FRÍ,
áttu tal við blaðamenn í gær.
27 þjóðiim boðin
jþátttaka
Alls hefur 27 þjóðum verið
feoín þátttaka í mótinu í Briiss-
el og mikill undirbúningur haf-
inn þar.
í málgagni frjálsíþróttasam-
bandsins belgiska, er nýlega
skýrt frá besta árangri í álf-
unni í frjálsíþróttum. Þýska-
íand er þar þó ekki talið með,
en Þjóðverjum hefur ekki verið
boðin þátttaka í mótinu. Átta
íslendinga er getið í afrekaskrá
þessari.
íslendingarnir á afrekaskránni
Gunnar Huseby er efstur á
felaði í kúluvarpi með 16,41 m.,
en næstur honum eru Eistlend-
ingurinn Lipp (16,38) og Sví-
inn Roland Nilsson (16,00).
Örn Clausen er með fjórða
besta árangurinn í tugþraut,
7259 st., Lipp er með 7539 st.,
Rússinn Denisenko 7287 og
Frakkinn Heinrich 7271. Örn
er einnig á skránni í grinda-
hlaupi, með 15,0 sek.
Þrír íslendingar eru með í
spretthlaupunum, Finnbjörn
Þorvaldsson og Haukur Clau-
sen í 100 og 200 m. og Guð-
mundur Lárusson í 200 m. og
400 m. — Finnbjörn er í 1.—5.
sæti í 100 m., með 10,5 sek. —
Haukur er einn af 9 bestu í 200
m., með 21,6 sek.
Torfi Bryngeirsson er í 6.—
8. sæti í langstökki með 7,24
m., og í stangarstökki er hann
í 11. sæti með 4,12 m.
Jóel Sigurðsson er í hópi
foestu spjótkastaranna. Taldir
eru allir, sem köstuð yfir 65 m.,
en Jóel kastaði 66,99 m.
Skúli Guðmundsson er í 10.—
15. sætí í hástökld með 1,95 m.
I þessu sambandi er rjett að
geta þess, að helsta frjálsíþrótta
felað Bandaríkjanna álítur Örn
Clausen þriðja besta tugþraut-
armann heimsins, ganga næstan
Bob Mathias og Heino Lipp, og
Huseby telur það næst á eftir
átta Ameríkönum og Lipp. —
Einnig bendir það á íslensku
spfétthlaupárána.
í fremstu röð
Á þessu, sem hjer hefur verið
sagt, sjest, að íslendingar eiga
iiú nokkra frjálsíþróttamenn,
Sem standa í röð þeirra fremstu
í álfunni, menn, sem hafa jafn-
sæti.
Tækifæri íslendinga á mót-
um sem þessu aukast mjög, þeg
ar Ameríkumenn eru ekki með,
þar sem íslendingar eru yfir-
leitt sterkastir í þeim greinum,
sem Ameríkumennirnir bera af
í, eins og spretthlaupum, kúlu-
varpi og stökkum.
Góð byrjun í Oslo
Mótið í Brússel er fjórða
Evrópumeistaramótið, sem hald
ið er. Það fyrsta var ■ í Torino
á Ítalíu 1934, annað í París 1938
og hið þriðja í Oslo 1946. ís-
lendingar voru þá í fyrsta sinn
með. Gunnar Huseby varð
Evrópumeistari, eins og menn
muna og Finnbjörn Þorvalds-
son komst í úrslit í 100 m. hl.
Lágmarksárangur.
Ákveðinn hefir verið lágmarks
-árangur, sem menn þurfa að
ná í stökkum og kÖstum til þess
að komast í aðalkeppnina. Þó
Verða þar aldrei færri en níu
menn. Lágmarkið er þetta:
Kúluvarp 15 m., kringlukast
47 m., spjótkast 65 m., sleggju-
kast 52 m., langstökk 7,15 m.,
þrístökk 14,50 m. stangarstökk
4,00 m. og hástökk 1,90 m.
Einnig íer fram kvenna-
keppni í Bi ussel. Er Islending-
um boðin þátttaka í henni,
íþróttamennirnir æfa vel.
Frjálsíþróttamennirnir æfa
nú vel. FRÍ hefir ráðið Bene-
dikt Jakobsson sem þjálfara
sinn, og æía nú hjá honum 40
■—50 menn, sem sjerstaklega
hefir verið boðið það. Einnig
hefir íþróttamönnum úti á
landi verið gefinn kostur á að
hafa brjeflegt samband við
hann, fá hjá honum æfinga-
seðil og ráðleggingar.
Landskeppai við Dani.
Þessi þjáifu.n er að sjálfsögðu
ekki eingöngu miðuð við þátt-
tökuna í F.vrópumeistaramót-
inu. Hún er ekki síður með
landskeppnina við Dahi fyrir
augum. Fer hún fram í byrjun
júlí hjer í Re^^kjavík. Einnig
hefir komið til tals, að Islend-
ingar keppi við Skota í lands-
keppni, en ekkert er ákveðið
um það ennþá.
Áhorfendur til Brussel.
Brussel-nefndin mun að sjálf
-sögðu fyrst og fremst sjá um
þá íþróttamenn, sem taka munu
þátt í Evrópumeistaramótinu,
en hún mun einnig aðstoða á-
horfendur, sem þangað hugsa
sjer að fara og gefa þeim upp-
Iýsingar. En nefndin getur
skiljanlega enga gjaldeyrisað-
stoð veitt þeim.
SÍÐARI hluti íslandsmótsins í
handknattleik (innanhúss) er
nú hafinn, en lokið er keppni í
meistaraflokki karla.
í kvöld fer fram leikur í
meistaraflokki kvenna milli
Fram og KR. í II. fl. kvenna
keppa Haukar og Ármann. í II.
flokki karla Haukar FH og Vík-
ingur og ÍR, og í II. flokki karla
Ármann og Fram og KR og
Víkingur.
STJÓRN íþróttasambands ís-
lands, hefir samþykkt þessi
landsmót og milliríkjakeppni
sumarið 1950.
Milliríkjakeppni: í hand-
knattleik íslands — Finnland
25. maí til 5. júní, Reykjavík.
Millíríkjakeppni: í frjálsum
Iþróttum ísland — Danmörk.
2.-7. júlí í Reykjavík.
Olympíudagurinn 1950, verð-
ur sunnudaginn 16. júlí. — í
Reykjavík verða Olympíudag-
arnir tveir, laugardaginn 15.
júlí verður sundkeppni í sjó en
sunnudaginn 16. júlí leikvangs
íþróttir. Hefir Olympíunefnd
íslands, kjörið sjerstaka fram-
kvæmdanefnd í Reykjavík, en
gert er ráð fyrir að hjeraðs-
samböndin hafi framkvæmdir
dagsins utan Reykjavíkur.
Meistaramót íslands í frjáls-
um íþróttum. Þann 10.—14.
ágúst, en Tugþrautarkeppnin
þann 22. og 23 júlL Mótið fer
fram í Reykjavík. FRÍ ráðstaf-
ar mótunum.
Golfmeistaramót íslands, þ.
7. til 9. júlí. Mótið fer fram i
Reykjavík. G. S. í. ráðstafai
mótinu.
Handknattleiksmeistaramót
íslands, fyrir karla (utanhúss)
Þann 18.—25. júní. Mótið fer
fram á Akureyri. Í.B.A. sjer um
mótið.
Handknattleiksmeistaramót
Islands fyrir'konur (utanhúss)
Þann 25. til 31. júlí. Mótið fer
fram í Hafnarfirði. í. B. H. sjer
um mótið.
Knattspyrnumót:
Knattspyrnumót íslands :t
meistaraflokki þann 5. til 26
júní. —
Knattspyrnumót íslands í X
aldursflokki þann 28. júní til
8. júlí.
Knattspyrnumót íslands í II
aldursflokki þann 15. til 25.
ágúst.
Knattspyrnumót íslands í III
aldursflokki þann 1.—10. ágúst
Öll knattspyrnumótin fara
fram i Reykjavík á vegum
K. R. R.
landskeppni í bad-
miniofl í SifNftish.
LANDSMÓTIÐ í badmínton fer
að þessu sinni fram í Stykkis-
hólmi og hefst miðvikudaginn
5. apríl. Sjer Umf. Snæfell um
óað.
Keppt verður í einliða og tvi
iðaleik karla og kvenna, tví-
liðakeppni karla og k%ænna ogr
tvendarkeppni (parakeppni).
Væntanlegir þátttakendui’
gefi sig frám við Þorgeir Ibíen,.
skólastjóra í Stykkishólmi fyr-«
ir 25. mars. j
í NORRÆNU landskeppninni í Stokkhólmi s. 1. ár, hlaut Finnbjörn Þorvaldsson þrenn fyrstu
verðlaun, í 100 og 200 m. og 4x100 m. boðhlaupi. Myndin hjer að ofan er úr 100 m. hlaupinu. —
Finnbjörn hefur tekið forystuna. Norðmaðurinn Peter Bloch er annar en Svíinn Áke Johannsson