Morgunblaðið - 17.03.1950, Síða 8

Morgunblaðið - 17.03.1950, Síða 8
8 ff O RGU N B LAÐIÐ Föstudagur 17. mars 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)' Frjettaritstjóri: Ivar Uuðmunusson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Skipulagnihg fátæktarinnar ]>ESS þurfti engan að undra þótt kommúnistar snerust önd- verðir gegn viðreisnarviðleitni þeirri, sem felst í frumvarpi því, sem Alþingi er nú í þann mund að afgreiða sem lög. Sú sfstaða þeirra er í fullu samræmi við framkomu kommún- ista í öllum vestrænum lýðræðislöndum. Skipun Komin- form til allra deilda kommúnistaflokksins er eyðilegging efnahagslífs landa þeirra. Þeirri dagskipun keppast deild- irnar nú við að framfylgja. Hitt sætir nokkurri furðu að Alþýðuflokkurinn íslenskt skuli hafa látið óttann við samkeppni kommúnista flæma sig svo gjörsamlega af leið heilbrigðrar skynsemi og ábyrgð- artilfinningar að hann nú berst við hlið þeirra fyrir hruni og ógæfu yfir þjóðina. Alþýðuflokkurinn segir að gengis- breytingin sje árás á lífskjör almennings. Sjálfur hefur harm ekkert úrræði á að benda til lausnar þeim vanda, sem hann þó viðurkennir að þjóðinni sje á höndum vegna yfirvofandi atvinnuleysis og almennrar stöðvunar atvinnutækjanna. — Talsmenn hans segja að vísu að þjóðnýting atvinnutækjanna og allrar verslunar sje sú leið er öllu geti bjargað!! En hvaða maður með fullu viti getur haldið því fram að rekstur sjávarútvegsins færi allt í einu að bera sig þó að hann yrði fullkomlega þjóðnýttur? Hafa ekki bátaflotinn og hraðfrystihúsin verið rekin á ábyrgð ríkissjóðs undanfarin ár? Eru ekki allmargir nýsköpunartogarar, sem reknir eru af bæjarfjelögum, gerðir út með stórfelldu tapi? Gerir Al- þýðuflokkurinn ráð fyrir að rekstur þeirra yrði allt í einu gróðavænlegur við það að ríkið tæki að gera þá út? Nei, sannleikurinn er sá að þetta þjóðnýtingarbjargráð Alþýðuflokksins er eitthvert auðvirðilegasta snakk, sem lieyrst hefur. Þjóðnýting atvinnutækja, sem vantar rekstrar- grundvöll, er ekkert annað en þjóðnýting eymdarinnar, tap- rekstursins og upplausnarinnár. Hún er sú skipulagning fá- tæktarinnar, sem virðist nú vera æðsta hugsjón Alþýðu- ílokksins. ★ tar: \JíLar Árifa ÚR DAGLEGA LÍFINU Grátur á gatnamótum TELPUHNOKKI, fimm ára eða svo, er stödd á miðjum gatna- mótum Lækjargötu og Austur- strætis, nákvæmlega þar sem umferðarlögregluþjónarnir stóðu áður en götuvitarnir komu til sögunnar, og grætur hástöfum. Þetta er skömmu fyrir kl. sjö, og fólkið er að hraða sjer heim í kvöldmat- inn. Á Lækjartorgi sjálfu er leik- systir telpunnar, líklega árinu eldri. Hún stendur alveg við götuna og hrópar mikið. © Bílar á alla vegu LITLA telpan, vinkona henn- ar, er strönduð þarna á gatna- mótunum, mitt í umferðinni. — Hún þorir ekki að hreyfa sig, grætur og grætur og mænir yf- ir til leiksystur sinnar. En bíl- arnir aka framhjá henni, fyr- ir aftan hana og fyrir framan hana og beggja vegna við hana, og engum kemur til hugar að nema staðar. Fólkið er að flýta sjer í kvöld matinn. Enginn veit hvernig SVO hrópar vinstúlka hennar á hana, að hún skuli „stoppa bílana“. En það líst þeirri litlu alls ekki á, enda árinu yngri en sú, sem ráðið gefur. Svo hún heldur áfram að gráta og húk- ir á miðri götunni og reynir að horfa ekki á bílana, sem bruna framhjá. Allt skeður þetta á svo skömmum tíma, að vegfarend- urnir, þeir sem fótgangandi, eru, eiga bágt með að átta sig. Telpan er komin út á götuna, öllum að óvörum og helst eng- inn veit hvernig. Frelsi jhljómlistarinnar. Þegar filman ÞESSU líkur svo, að hár, dökk slitnar, tekur að jafnaði lang- hærður maður gerir sig lík- 1 an tíma að gera við hana. Og legan til að hafa umferðina að skrítið er það (segir blaðið engu og leysa vandræði litla enn), að þetta skeður helst, borgarans. En um leið dregur einmitt þegar verið er að sýna andartak úr bílaferðunum og rússneska mynd. -— Þessar að- telpan notar tækifærið til að farir verður að stöðva“. hlaupa yfir götuna og upp á • torgið og beint í fangið á vin- Fimm aura hækkun konu sinni. KUNNINGI minn og starfsfje- Þar urðu fagnaðarfundir. En bílarnir tóku aftur til óspiltra málanna að koma bílstjórum sínum og farþegum heim í kvöldmat, og fóru öllu greið- ara en áður, enda enginn telpu hnokki til að flækjast fyrir þeim. Þetta skeði á gatnamótum Lækjargötu og Austurstrætis, síðastliðið þriðjudagskvöld, skömmu fyrir kl. sjö. • Hjer og þar HJER hefir að undanförnu ver- ið sýnd rússnesk kvikmynd við góða aðsókn. Hefir ekki annað heyrst, en sýningar hennar hafi tekist vel; að minnsta kosti hafa engar kvartanir enn kom- ið fram opinberlega. En eftir blaðafregnum að dæma, gengur sýning rúss- neskra kvikmynda ekki alls- staðar jafn vandræðalaust og hjer á íslandi. í fregn frá Prag segir svo: Eftir 20 mínútur „BLAÐIÐ „Rude Pravo“ kvart ar yfir því, að einhver sje að eyðileggja sýningar á rússnesk- um kvikmyndum í s’máþorpinu Vsetaty í námunda við Prag. Þegar búið er að sýna mynd í tuttugu mínútur eða svo (seg- ir blaðið) skeður það annað- hvort, að filman slitnar eða verður óskýr, samtímis því sem voðaleg óhljóð koma í stað lagi lætur illa af því, að lítil breyting hafi orðið á vínar- brauðum í bænum, eftir að þau ffækkuðu um fimm aura nú fyrir skemmstu. Sje hún ein- hver, segir hann, er hún síst til batnaðar. Hjer er að vísu ekki stór- mikilvægt mál á ferðinni, en minnst á það hjer, vegna þess að Daglega lífið er sannast að segja þeirrar skoðunar, að vín- arbrauðum hafi hnakað á und- anförnum árum. Ýmsir kunn- ingjar okkar taka í sama streng og segjast muna þetta kaffi- brauð mikið betra. • Skrítnir fuglar FUGLAR geta tekið upp á furðulegustu hlutum, eins og eftirfarandi smáfriettir, tekn- ar úr New York Times Maga- zine, ættu að sanna. í bænum Lvnn í Bandaríkj- unum var smáfugli um kennt, er hús brann bar til -kaldra kola. Fuglinn átti hreiður und- ir þaki hússins, flutti þangað ónotaða eldspvtu og hjó í hana með nefinu. haT> til kveiknaði í brennisteininnm. í Broadwúdaer, Englandi, skyldu íbúarnir ekkert í því, að það kom fvrir hvað eftir annað, að gler fiell allt í einu úr rúðum húsa þeirra. Þegar málið var rannsakað, kom í ljós, að hungraðir f"vlar átu kíttið, sem hjelt glerinu. tMIIIIIIIHIIIIIIIIMIIIIIIIIIMIIIIIIIIIIIIIfttltfflllllllllllMllllfllllllllllllliiillllllllilliiiiiiiiiiiiiiiiiiicjitllllllllllllifllllllliniMllirillKlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilliiiiiiiiin MEÐAL ANNARA ORÐA .... IIIIIIIIIMMMimillllllllflllllllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIimillllllllllllM' llllllllll IIIMIIMt í þessu sambandi er ómaksins vert að athuga afstöðu jafnaðarmannaflokka í öðrum löndum til "gengisbreytingar. Breska Verkamannaflokksstjórnin felldi á s.l. hausti gengi sterlingspundsins um 30%. Fjármálaráðherra hennar, Sir Stafford Cripps, tilkynnti þessa ákvörðun í breska útvarpið eitt sunnudagskvöld og daginn eftir kom hún til fram- kvæmda. Hsnn lýsti því jafnfram’t yfir að stjórnin teldi launahækkanir tilræði við þjóðarhag, en skoraði á almenn- ing að fylgja stjórninni í eflingu framleiðslunnar og aukn- ingu útflutningsins. Á því, að það tækist, ylti allt, afkoma iólksins og efnahagslegt öryggi ríkisins. ★ íslenski Aiþýðuflokkurinn hefur allt annan hátt á. Hann, sem árið 1939 stóð að gengisbreytingu til lausnar ægilegu Öngþveiti, velur sjer nú stöðu við hlið kommúnista í andófinu gegn efnahagslegri viðreisn og afkomuöryggi almennings. Hvernig getur slíkur flokkur gert sjer von um að eflast að fylgi og trausti? Sannleikurinn er sá að Alþýðuflokkurinn er nú, með hinu cábyrga kapphlaupí sínu við kommúnista að fremja pólitíska kviðristu. — Enn má minna Alþýðuflokkinn á stefnu finnsku jafnaðarmannastjórnarinnar í þessum málum. Hún hefur fckki einu sinni heldur tvisvar undanfarið lækkað gengi finnsks gjaldmiðils. Fagerholm forsætisráðherra hefur marg- ]ýst því yfir að þetta væri gert til þess að tryggja atvinnu og afkomuöryggi almennings. Hann hefur bersýnilega gleymt að ráðfæra sig við flokksbræður sína, leiðtoga Alþýðuflokks- ins á íslandi!! Nei, það hlutverk, sem Alþýðuflokkurinn hefur valið sjer hjer er að hlaupa í kapp við kommúnista um að skipuleggja látækt og volæðí yfir íslenskú þjóðina. Hann er að fram- kvæma með þeim dagskipun Kominform um efnahagslegt hrun meðal hinna vestrænu lýðræðisþjóða. Það, sem helst Jiann varast vann, varð þó að koma yfir hann, má segja um Á.lþýðuflokkinn. Aushir-þýikír kommúnisiar fé ádrepu Eftir John Peet, frjettamanna Reuters.* BERLÍN:------Kommúnistar í A.-Þýskalandi hafa verið var- aðir við að sýna frjálslyndi eða viðkvæmni í baráttunni gegn Trotzkysinnum og Titosinnum, sem kunna að eiga athvarf í flokknum. Þessi viðvörun var gefin í málgagni flokksins, þar sem krafist er aukinnar ár- vekni gagnvart þessháttar öfl- um. • • ILLUR Á SJER ILLS VON I BLAÐINU segir svo: „í flokki okkar telja of margir fje lagar viðvörun við erindrekum óvinarins óþarfa eða telja jafn- vel, að það sje hlutverk lögregl- unnar að hafa uppi á þeim. Þeir gera sjer ekki ljóst, að þarna er einmitt fólgið eitt megin- verkefni floklcsins. Þessu hlut- verki verður ekki gegnt nema skoðanir manna sje fullkomlega ómengaðar, að þeir þekki sögu rússneska kommúnistaflokks- ins og geri sjer grein fyrir glæpsamlegum einkennum er- indreka heimsveldissinnanna innan fylkinga verklýðshreyf- ingarinnar“. Þá vitnar blaðið í þrjú mál til að sanna, hvernig „erindrek- arnir“ eru að verki í flokkn- um, og reynir að sýna fram á, hvernig erindi þeirra ber að- eins árangur vegna skorts á ár- vekni fjelaganna. • e OF MIKILL SLJÓLEIKI í ANNARRI grein sama blaðs er deilt harðlega á fjelaga flokksins fyrir skort á sjálfs- gagnrýni. Niðurstaða þessa eiginleikaskorts er sú, að við- reisnin í efnahags- og menn- ingarmálum hefir gengið herfi- lega. Blaðið tilfærir þessi fimm dæmi: í borg einni var öllum bænd- um gert að skyldu að afhenda þá grísi, er þeim bar að selja af hendi, á einum og sama degi, enda þótt tæki hálftíma að af- greiða hvern bónda. „Þessi geysilegi sljóleiki jaðrar við skemmdarverk“, bætir blaðið við. • • ÓKUNNANDI í ÁBYRGÐAR- STÖÐUM ,,í ÝMSUM ábyrgðarstöðum iðnaðarins hafa verið skipaðir fjelagar, sem enga tækniþekk- ingu hafa til brunns að bera eða þá brestur nauðsynlega stjórnmálaþjálfun. Þetta veld- ur alvarlegum spjöllum og fær fjandmönnum stjettanna högg staðar á þeim með því að jarð- vegur skapast fyrir að starfið sje veitt þeim andkommúnist- um, er verkið kunna“. Dreifingu ýmissa vöruteg- unda er afar ábótavant, jafn- vel skipulaeslaus. Þess eru dæmi, að múrsteinssmiðja var óstarfhæf, af því að svo mikið hafði safnast fyrir af múrstein- um, hvert rúm var fullskipað. j Á sama tíma stöðvaðist húsa- gerð í nágrenninu, af því að jsömu vöru vantaði. • • F*T.£T ILLA Á F'NADAR- MÖNNUM STARSMENN flnkksins í þjóð- nýttum verksmiðjum láta undir höfuð leggjast að láta starfslið- ið hafa nægilegt aðhald. Sú er og raunin á, að margir vjel- virkjar og aðrir iðnaðarmenn leysa starf sitt af hendi hugs- unárlaust og erindrekar Banda ríkjamanna ginna þá jafnvel suma hverja til V -Þýskalands. Kvikrhynda-, leik- og bóka- gagnrýni í blöðuin kommúnista flokksins er oft ósönn og borg- araleg eða smjaðurskennd og óvægin. Og greinin segir, að á þessu verði ráðin bót á þann eina hátt, að beitt sje vísindalegri, marxistiskri gagnrýni. LONDON, 16. mars. — í dag særðust 5 breskir hermenn og einn liðsforingi, er ofbeldismenn kommúnista rjeðust á þá úr laun- sátri á Malakkaskaga.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.