Morgunblaðið - 23.03.1950, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 23.03.1950, Qupperneq 5
'íimmtudagur 23, mars 1950 MOKGUNBLAÐIÐ o Ástvaldur Eydal: Sanireyn « ern KAFVEIÐITÆKIN eru ótrú- lega fiskin, ef þeím er beitt við hagkvæm skilyrði. Fyrir nokkru síðan var gerð tilraun til að athuga þetta í Danmörku. Tveir veiðimenn og tveir fiski- fræðmgar voru fengnir til að athuga fiskmagnið í ársprænu. Þeir sau samanlagt 2 fiska. Svo var ,,slætt“ með rafmagnstæk- snu, og þá fengust margir tugir ála. geddur. silungar og fleiiú fiskar, sem menn vissu ekki til að hjeldu sig á þessum slóðum. Rafmagnsaðfeiðin er þraut- reynd í ýmsum löndum og sann -reynt að hún er ótrúlega fisk- in í vötnum. En á fersku vatni og sóltu er sá munur, að sjór leiðir rafmagn 40C—500 sinn- um betur en ferskt vatn. Við rafmagnsveiðar í fersku vatni iná komast af með litla orku, en til þess að rafmagnsáhrifin á iiskana komi að fullu haldi í sjó, að aðferðinni óbreyttri, yrði straumþörfin svo mikil, að ekki veitti af að hafa heilt orku -ver um borð í skipinu. Tveír Þjóðverjar bæta aðferðirnar Tveir Þjóðverjar, doktor Conradin Kreutzer og Herbert Peglow, hafa fundið upp að- ferð til þess að hafa mikil áhrif á fiskínn með rafmagní án þess að orkrtþörfin vaxi úr hófi frram. Dr. Kreutzer hefur starfað snikið við eðlisfræðileg og raf- smagnsfræðileg störf og gert nokkrar uppfinningar. Peglow er verkftæðingur og hefur meðal annars starfað lengi við norska vjelaiðnaðinn. Þessir tveir menn höfðu veitt fisk með raímagni. á stöðuvatni i' Suður-Þýsk.alandi, með að- ferð, sem þá þegar var kunn. Þeir fóru svo að velta fyrir sjer hvað til bragðs mætti taka til þess að veiða fisk í sjó og fundu að lokum lausnina. Þeir nota sjerstakt öktulag og breyti -iega kipptíðni eftir stærð fisk- anna, sem veiða á, og með sjer- stökum útbúnað:. geta þeir náð hárri spennu allt að 20000 volt. Með aðferð þeirra nægir að hafa 20—40 ha. aflgjafa og í skipinu þarf 6—8 m. gólfflöt. íyrir áhaldið auk hringstæðis íyrir leiðslustrenginn, ofan eða neðan þilfars Rafmagnsútbún- aðinum verður hægt að koma íyrir á flestunt venjulegum í'iskiskipum Allar vörpuveiðar yerbreytast Til veiðanna verður notaður Xafleioslustrengur, ;sem dreg- inn Verður í sjónum, og milli 'rafskautsins í onda hans og hins skautsins nær skipinu, knyndast straurr.svæði. Þegar fiskarnir eða hvalirnir verða íyrír rafmagnsáhrifunum, lam -ast þeir. ,Við hvalveiðar má jpá velja úr þá hvali, sem drepa a, en sleppa hinum. Hugsanlegt er líka, að með því að beita iiæfilega - sterkum rafmagns- straum megi svæfa hvalinu, draga þá lifandi til hafnar og rnimugnsv væmunlegur endingar þuria at vel á veri drepa þá og skera, þegar æski- legt þykir Rafmagnstækið mun gjör- breyta öllum vörpuveiðum. Jákvæða rafskautið verður haft fyrir framan vörnuopið og nei- kvæð rafskaut t. d. í hliðar- hlerum. Fiskarnir, sem verða fyrir rafstraumssvæðinu leita inn að jákvæða skautinu, lam- ast og deyfast fyrir framan vörpuopið og liína ekki aftur við fyr en þeir eru komnir inn í hana. Þegar togað er með venjulegum vörpum, fælast að sjálfsögðu margír fiskar undan þeim og sleppa. En með raf- magnsaðferðinni, verða þeir fyrir áhrifum sti aumsins, áður en þeir verða vörpunnar varir og leita ósjálfrátt inn að vörpu- opinu. Stórfiskur veiddur. — Smælkið sleppur Svæði það, sem rafmagns- áhrifin ná til, getur verið tíu sinnum stærra en vörpu- opið, og veiðin getur margfald- ast í hlutfalli við það. Tækinu verður stillt á ákveðna fisk- stærð, svo að allir smáfiskar sleppa og einungis þeir fiskar, sem eru nægilega stórir, veið- ast í vörpuna. Hlutfallslega meira verður þess vegna af stór -fiski í vörpunni en við aðrar veiðiaðferðir, því að auðvitað vilja fiskimennirnir hvorki auka sjer erfið: með því að drepa smáfiska, sem þeir geta ekki selt, nje heldur skerða fiskstofninn með því að verða ungviðinu að aldurtila. Einnig að þessu leyti tekur rafmagns- aðferðin öðrum veiðiaðferðum fram, því að með gömlu veiði- aðferðunum er alltaf tortímt rniklu af ungfiski. Það er gert ráð fyrir, að við togveiðar sje drepið jafn mikið af ómarkaðs- hæfum fiski cg at'linn, sem hirt -ur er, nemur. Ef ekki er fisk- að meiru með raftækjunum en nú er fiskað í botnvörpur, er augljóst, að fiskstofninn verð- ur fyrir helmingi minni blóð- töku, og jafnvel minna en það, því að smáfiskarnir, sem drepn -ir eru við veiðarnar, munu að sjálfsögðu gefa margfa.lt meira aflamagn, þegar þeir væru orðnir fullvaxmr. Venjulegar botnvörpur munu hverfa alveg úr sögunni. því að óþarfi er að draga vörpuna eftir ósljettum botninum auka með því drátt- arþyngslin gjörslíta veiðarfær- unum á skömmum tíma og eig'a sífellt á hættu að missa bæði þau og veiðina, þegar ójöfnur verða fyrir. Með sjerstaklega gerðu flottæki má halda vörp- •unni á floti í hæíilegri fjarlægð það langt frá botninum, að raf- iigurður Kvuddur íigmundurson svæðið nái vel til hans og tækin geti seitt til sín þá stóru botn- fiska, sem hafast þar við eða flýja þangað og fela sig í fylgsn -um og gjótum. Þá verður líka enginn vandi að fara með veið- arfærin yfir ósljettan botn, þar sem oft er mikið um fisk en ó- gjörlegt að toga með þeim út- búnaði, sem nú tíðkast. Dælur koma til greina Þegar um þjettar fisktorfur er að ræða, mætti hafa raf- skautið í mynni dæluhólks og dæla deyíða fiskinum upp í skipið. I ensku tímanti birtist nýlega rússnesk frásögn um þessa veiðiaðferð, en ekki er ljóst, hvort Rússar hafa sjálfir fundið upp þessa aðferð, eða hvort þeir hugsa sjer, að nota megi þýsku uppfinninguna á þennan hátt. Dreifðum fiskum má safna í þjettan hnapp með rafmagnsað- ferðinni, t. d. með því að sigla skipinu með rafveiðitækinu í síminnkandi hringi, þangað til torfan er orðin nógu þjett, og svo annaðhvort slá utan um hana herpinót eða dæla henni beina leið upp í skipið. Raf- magnsstrenginn má líka leggja í lykkju og þyrpast þá fisk- arnir inn að miðjn hringsins, og þar má svo dæla þeim upp. Á sama hátt og fiskarnir seiðast að öðru rafskautinu, eins fælast þeir hitt. Ef vel hag -ar til, t. d ef síldartorfur eru nálægt ströndinní. mætti hrekja þær I áttirta að landi og beina þeim inn á víkur eða voga, þar sem auðvelt er að dæla síld- inni úr sjónum. Ódýr veiðiaðferð Varla getur nokkur vafi leik- ið á því, að rafmagnsaðíerðin verði bæði ódýrari og afkasta- mikil. Odýr verður hún sjer- staklega vegna þess, að margs konar veiðar má stunda með sama veiðarfærinu og eins og áður er sagt ættu afköstin að vei'ða meiri þar sem rafmagns- tækið nær til stærra sviðs en venjuleg veiðarfæri. Við bilun- um verður ekki eins hætt og um slit er varla að ræða, svo að viðhaldskostr.aður fellur að miklu leyti niður Veiðin verð- ur meiri og veðiitíminn tiltölu,- lega styttri. Oft verður skemmra o.ð fara þar sem hægt er að sækja á ný mið. nær landi, og eldsneytissparnaður verður mikill. Rafmagnstældð er auð- velt í meðferð, svo að hægt verður að komas+ af með minni áhöfn á skipunum. Gert er ráð fyrir, að það verði ekki dýrara en sem samsvarar 3—5% af FramhabJ i bls. ? SIGURÐUR bóndi í Hvítár- holíi hefur tekið sjer fyrir hend ur, að telja íslendingum trú um það, að jeg sje ekki læs. Þessu er. ekki verra að trúa en hverju öðru, sem nú er kallað- ur sannleikur, af þeim sem eru fulltrúar fyrir sannleikann á borð við þennan bónda Sjálfur get jeg vel trúað þessu, og er það ekki meira en annað, sem mjer er ætlað að trúa, og jeg verð að trúa Mjer er ætlað að trúa því, að jeg hafi gerst sekur, jeg veit ekki um hvað. með því að benda á, að uppi hafi verið röng saga af oinum merkilegum valdstjórnarmanni á íslandi, með svo ríkum sektardómi, að jafnvel skáld á vorri öld, hafi tekið þessa röngu sögu til með- ferðar í skáldverki og jafnvel aukið á sektardóminn með verki sínu yfir þessum manni, og nálega öll söguþekking þjóð arinnar á þessum manni sje komin frá skáldverki þessu, þar sem höfundurinn sagðist hafa kannað allar sögu.legar heimildir um þennan mann og hafa farið eftir þeim í sögu- gjörðinni, og telji ekki rjett, að gera sögulegar skáldsögur nema í sarnræmi við heimild- irnar. Þetta var aðeins til ábending ar sagt, því jeg gerði þessu efni þau skil, að allir sáu að fræði skáldsins var fallin, og var sama hvort þetta var gert uppskátt eða dómurinn gekk þegjandi yfir skáldverkinu, að fræðum þess. En skáliið átti einn skjald- svein, ágætlega læsan mann, eða mjer er ætlað að trúa því, Sigurð bónda í Hvítárholti. Sigurði fannst óþolandi fyrir skáldið, að verða fyrir þessu, sem þó var ekkert einsdæmi fyrir fræðimenn, og enginn kvartað undan, heldur þakkað fyrir, samkvæmt reglu Ara fróða, að skylt væri heldur að hafa það er sannara reyndist. Sigurður v:Idi ekki hafa það og heldur að hannn sje að gera skáldinu einhvern mikilsverð- an greiða. Þetta or bara skáld- verk, segir Sigurður. og skáld- ið lagði áherslu á það, að ekki mætti hafa tiúanleg fræði sín í verkinu! Og þessu er mjer ætlað að trúa, þó jeg hafi lesið skáldverkið og það, sem höf. sagði um fræðahlið þess. Nú er Sigurður búinn að skrifa tvær greinar í Morgun- blaðið, til þess að lýsa því yfir í báðum greinunum. að hann sje ekki fær um það, að skera úr því, hvor okkar skáldsins fari með sannari fræði. Og svo er mjer ætlað að trúa því, að hann sje læs á fræði Smiðs sögu. Jeg svaraði hinni fyrri grein i Sigurðar og reyndi að víkka | sjónarmið hans í þessum fræð- j um, og benda honum góðlátlega j á ýmislegt í grein hans, sem I ekki sjest á prenti, nema eftir ! menn, sem ekkert geta um | fræði nje málefni skrifað, og j finnst Sigurði þetta vera að ; hella úr skálum reiði sinnar. Þetta misskilur Sigurður. Jeg hlæ alltaf. þegar jeg er að skrifa. Og það er auðvelt að hlæja að grein Sigurðar. Það gat varla verið með feldu, hversu óskaplega honum fannst hann þurfa að bera hönd fyrir höfuð skáldsins. Kom hann með sjálfan Ma’thías i ræðu og kveð skap að vopni á þetta vind- mylluþing ?itt, og sjálfur lagoi hann sig fram, efíir getu til hauss og hjarta, að duga skáld- inu. Sagði hann hefði verið útskaga ba’'n, fæddur í heiða- býli, í örgustu harðindasveit landsins Útskagar inn á heiða- býlum? Fátæktina hafði hann að vegarnosti — eins og íslend- ingar hefðu ekki jetið fátækt- ina fyrr! —- Eða var Sigurður að benda á frurnlega matar- hætti með þjóðinni?! Það var ekki vandi að hlæja. Mjer var ætlað að trúa því að hjer væri óskaplega gáfaður maður á ferðinni í sjerlega þýðingar- miklu hlutverki. Jeg bara hló. Sigurður kom aftur í Morgbl. og hafði ekkert lært af grein minni, ekki einu sinni nauðsynlegan aga á rit- mennsku sinni. Nú er hann þó miklu mjórri en áður, enda þarf nú lítið eitt. að athuga, en þó það, sem Sigurði ætti að duga til þess að verpa streng síniun til þagnar eins og Einar Bene- diktsson orðaði það. Jeg skoraði á Sigurð að tilfæra það úr heim ildum, sem mark væri á tak- andi, sem skáldið gæti byggt á sögu sína um víglyndi og djarf- tækni til kvenna í fari Smiðs hirðstjóra Sigurður getur það auðvitað ekki. Svo skoraði jeg á hann að tilfæra það úr hinni upplognu sögu Hirðstjóra- annáls, sem skáldið gat byggt ,á kvennafarsbull sitt í ritverk- inu. Þetta vissi jeg að Sigurð- ur gat gert, og þetta mundi Sig- urður gera. Til þess var hann nógu mátulega skvnsamur og snillilega fljótfær. Og sjá! Sig- urður kemur með alla hina upp lognu sögu og sýnir og sannar að á henni byggði skáldið verk. sitt. Jeg leiddi Sigurð í gildru eins og tófuhvolp í greni austur í Hofteigsheiði. Það var auð- veldast að láta hann sanna þetta sjálfan Sigurður gerir sjer ferð til Reykjavíkur til að lesa Hirðstjóra annál og prent- ar svo upp úr honum það, sem hann veit að er logið, en svona snillilega í samræmi við verk skáldsins. Nú er Sigurður hrif- inn fyrir skáldsins hönd. Hinn ólæsi höfundur Smiðs sögu hef- ur verið búinn að glevma Hirð- stjóra-annól annars hefði hann ekki verið svona ógætinn, að biðja um lygasöguna, sem skáld ið byggði VE-rk sitt á! Skyldi jeg ekki mega trúa því. að það sjeu skrýtin vinnubrögð, áð byggja skáldverka á lygasögu, eh hafna rjettum heimildum; og leggja sig svo fram um það, að telja fólki trú um það. að skáldverk hans sje byggt á sannsöguleg- um heimildum. Og skyldi jeg' ekki mega trúa því, eftir ao ÍSigurður er búinn að koma með upplognu söguna og sann- færa sjálfan sig og aðra á þvi, Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.