Morgunblaðið - 23.03.1950, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 23.03.1950, Qupperneq 8
8 <M O K < r U n li L Atí Ití Fimmtudagur 23. mars 1950 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðann.X Frjettaritstjóri: ívar Guðmunasson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 12.00 á mánuði, innanlands, í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók, kr. 15.00 utanlands. Byltingin jetur börn sín BYLTINGIN jetur börn sín. Sú setning sannast nú áþreif- anlega með hverju árinu, sem líður, í hinum austræna heimi kommúnismans, bak við járntjaldið. Valdasvifting Vladimii Clementis, utanríkisráðherra Tjekkóslóvakíu er enn eitt táknið um hina algeru kúgun Austur-Evrópu undir ok Moskvavaldsins. Laszlo Rajik, utanríkisráðherra Ungverja- lands, var á s. 1. hausti leiddur fyrir rauða borðið, sakfelld ur og drepinn. í kjölfar hans kom mál Traicho Kostoff, vara forsætisráðherra Búlgara, sem hlaut svipuð örlög fáum mán ■ uðum síðar. ★ Það er áhættusamt að vera ráðherra í leppríkjum Rússa Leiðin úr ráðherrastólnum liggur þar ekki til kyrrlátara einkalífs eins og í lýðræðislöndum. Ráðherrar fyrir austan járntjaldið falla ekki fyrir dómi fólksins í frjálsum kosn- ingum. Þeir falla fyrir orðum örlagavaldsins mikla, sem sit ur á hinum kommúnistiska páfastóli í Kreml. Leið þeirra liggur annað hvort í ævilangt fangelsi eða í gálgann og gröfina. Þannig er stjórnarfarið í þeim ríkjum, sem lúta Kreml- valdinu. En á meðan þessu fer fram vestur á Balkanskaga og í hinu gamla menningarríki í Bæheimi, boðar Stalin marskálkur til „kosninga“ í Rússlandi. Rússneskur almenn- ingur gengur að kjörborði og „kýs“ til æðsta ráðs Sovjetríkj- snna. Hvernig skyldu þær „kosningar“ fara fram? Jú, fólkið fer á kjörstað, „kýs“ meira að segja 99%. — Eftirvænting um það, hvei jir muni komast að, er líklega mikil. Hún virðist samt sem áður vera fremur óþörf. Allir hver einasti maður í öllu hinu víðlenda Garðaríki, vita það fyrirfram, hverjir muni verða kosnir. Hvernig stendur á því? Skýringin er ofur einföld: Það er ekki nema einn flokk- ur í kjöri. Það eru aðeins írambjóðendur fyrir einn floklc í hverju einasta kjördæmi í landinu. \Jilmr ólrij^ar: ÚR DAGLEGA LÍFINU sömu brjefi vekur hann at-Mronum vildi jeg þó koma á fram hygli á að sumar erlendu regl-*færi. urnar sjeu síður en svo til fyrir- j, Hann spyr: myndar, þó einkum þær, sem® „Hvernig stendur á því, að fyrst sjá dagsins ljós austan*leikritin — vinsælasti þáttur tjaldsins. o dagskrárinnar eru flutt á ^laugardögum, í stað sunnudaga? mun þó vera ® Dagskrárstjórn »kunn sú staðreynd, að almenn- Úr Miðbæ að Elliðaám BRJEFRITARINN bendir með-B,ingur situr heima við á sunnu al annars á ferðabannið, sem er-^dagskvöldum, en fer helst eitt- lendir sendifulltrúar í Austur-ghvað út að skemmta sjer á laug Evrópu verða að þola. Hvaðistardagskvöldum?" mundi nú ske, spyr hann, ef við^i * Árangurslausar brjefaskriftir STÖKU sinnum kemur það fyr- ir að þessum dálkum berast brjef, sem skrifuð eru í svo ó- svífnum tón, að ekki kemur til mála að birta þau. Brjefritar- arnir, sem aldrei láta nafna sinna getið, ráðast oftást á ein- staka menn eða stjettir, og beita svo barnalegu og óþrifa- legu orðbragði, að samsuða þeirra fer beina leið í ruslkörf- una- Má það heita furðuleg bjartsýni, þegar þannig er á mál unum tekið, ef menn ætla, að þeir geti komið skömmum sín- um opinberlega á framfæri, án þess að þeir, sem fyrir óhróðr- inum verða, fái rönd við reist. • Og jafnvel börnin flýja þá EITT brjef þessarar tegundar kom með póstinum s.l. mánud. Þar var ráðist að lögreglumönn um Reykjavíkur, hverjum ein- asta, með óþvegnu orðbragði og hálfgildis klúryrðum. Ekkert nafn var auðvitað undir brjefinu, en það var all- langt og yfirfullt af ásökunum. Jeg las brjefið til enda, og fleygði því svo, en get til gam- ans skýrt frá því, að brjefrit- arinn hafði það meðal annars fyrir satt, að lögregluþjónar hjer væru svo svívirðilega of- stopafullir, að ómálga börn leggðu á flótta, þegar þau sæju til ferða þeirra! • Aðvörun frá Iesanda EINN lesandi Morgunblaðsins varar alvarlega við því, hverj- ar afleiðingarnar geti orðið, ef við höldum áfram að sníða lög okkar og reglugerðir eftir er- lendum fyrirmyndum. í gaman- færum að apa þetta eftir? * Mættu ef til vill erlendir^ sendiherrar og fulltrúar þeirra ekki fara lengra frá Miðbænum en inn að Elliðaám, og þá að- eins í björtu? Yrðu enskir menn með ein- glirni tafarlaust handteknir, ef beir dirfðust að koma nálægt verksmiðjum? • Bann á bann ofan SVO heldur hann áfram að geta upp á því, sem koma kynni, ef við færum eftir aust- rænum fyrirmyndum. Flestar erlendar bækur bann- aðar, innlendar ritskoðaðar. Öll ferðalög útlendinga utan höfuðborgarinnar stranglega bönnuð, nema að fengnu leyfi o^ með fylgdarmanni. Erlendum sjómönnum bann- að að stíga fæti á land, nema með samþykki lögreglustjóra. Islenskum konum bannað að giftast erlendum ríkisborgur- um. — Og svo framvegis, o.s.frv. 9 Laugardagur — sunnudagur „HELGI“ skrifar um útvarpið, allt of langt mál ef satt skal segja, en einni fyrirspurn frá Ruddar og gangstjettir STÖKU bílstjórar — en vissu- lega eru þeir þó í miklum minni hluta meðal- mannanna í „vjela- herdeildinni“ — sýna óþarfa ruddaskap, er þeir þurfa að aka yfir gangstéttir. Sendiferðabílar verða oft að fara yfir gangstjett ir og eins komast bílstjórar leigubíla og einkabíla oft ekki hjá þessu, er beir leggja bílum sínum á kvöldin. En það kemur semsje fyrir, að þetta er gert á ruddalegan hátt. Lá við slýsi EINN ruddinn sást á Hverfis- götunni fyrir nokkrum dögum. Hann sveigði aút í einu upp á gangstjett vinstra megin göt- unnar, svo skyndilega og veg- farendum algerleea á óvart, að smátelpa á reiðhióli hafði ekki tíma til að komast undan hon- um. Bíllinn skall á hiólinu henn- ar, en til allrar hamingju tókst bílstjóranum að hemla tíman- lega, svo að slvsi varð afstýrt. En telpuauminginn hrökklað- ist af hjóli sínu. var nærri fall- in og varð svnileea dauðhrædd. Hún virtist bó í fullum rjetti á götunni, þegar þetta skeði. MEÐAL" ANNARA'.ORÐA . . . .^' ★ Um hvað er fólkið þá að kjósa? Er um nokkuð að velja? Svo sannarlega ekki. Rússneskir „kjósendur“ eru þessvegna ekki kjósendur í þeirri merkingu, sem vestrænar þjóðir leggja í það orð. Þeir fara ekki á kjörstað til þess að kjósa eins og fólk gerir í vestrænum lýðræðislöndum. Þeir fara þangað vegna þess að það er skylda þeirra að sýna sig þar og taka við pappírsmiða, sem á standa nöfn þeirra manna sem verða fulltrúar í „æðsta ráðinu“, hvað sem „kjósand inn“ gerir við miðann, sem honum er fenginn. Því getur ekkert breytt af þeii’ri einföldu ástæðu að milh einskis er að velja. Rússneskir kjósendur fara þessvegna ekki á kjörstað eins cg frjálsir einstaklingar til þess að ákveða stjórnarfar lands sins, til þess að velja og hafna. Þeir fara eins óg hjörð, sem er rekin á ból. ★ Það er af þessari ástæðu, sem leið ráðherranna úr em- bættum sínum liggur ekki til lífsins heldur gálgans og graf- arinnar. Það er ekki fólkið, sem ræður örlögum þeirra. Það ræður engu. Byltingin, valdataka kommúnismans, hefur svipt það öllum áhrifum. Þessvegna getur hún í næði jetið börn sín, einnig þau þeirra, sem heitast trúðu á að Sovjet- skipulagið væri leiðin til frelsisins. Um þessar mundir er ýmsu spáð um framtíð mannkyns- ins. Hvernig þær spár rætist er ekki unnt að fullyrða um nú. En eitt er þó víst, og það er það, að ef kommúnisminn nær að breiðast út og komast til valda á Vesturlöndum, þá er frelsinu þar með útrýmt. Myrkur kúgunar og ofbeldis sem nú lykur Um þjóðirnar austan járntjaldsins, hefur þá læst sig um vöggu vestrænnar menningar, eytt öllu andlegu frelsi, kæft alla þróun. Það er gæfa vestrænna; þjóða að þær hafa í tæka tíð áttað sig á því, hvað í húíi er. Hrun kommúnistaflokkanna cg algert fylgisleysi í löndum þeirra ber því greinilegt vitni sínum í Finniandi. Eftir Marquis Childs. ÞAÐ hlýtur að vera nokkuð erfitt að búa við stöðugan ótta. Það tekur á taugar manna að eiga háskann allt af yfir höfði sjer. Mjer dettur í hug hlut- skipti finnsku þjóðarinnar, ,sem á engan leitar. « « ROF SAMNINGSINS FYRIR DYRUM FYRIR einum til tveimur mán. komst sá orðrómur á kreik, bæði í Moskvu og Helsingfors, að Rússar mundu rifta finnsk- rússneska friðarsimninginn. — Mundi að þessu ráði horfið rjett áður en kjör forsetans færi fram, en öruggt þótti, að fyrir valinu yrði Juho Paasikivi. .— Hann hefur jafnan gætt þess, að Finnar virtu samninginn í hvívetna og hefði því mátt líta svo á, að Rússar væri ekki and- vígir endurkjöri hans. En höld- um áfram. 9 9 ÁRÓÐURINN FÆRIST í AUKANA TALIÐ er, að finnski kommún- istaflokkurinn hafi fengið leyni leg skilaboð, þar sem honum var heitið aðstoð á rjettri stundu fyrir kosningarnar. — Vikurnar áður en kjör forset- ans fór fram færðist áróðurinn gegn Finnlandi í aukana, varð illkvittinn og fjandsamlegur í þeirra garð. Rússar beindu honum einkum og sjer í lagi að þeim stjórnmálaleiðtogum, sem ekkert vilja hafa saman við Rússa að sælda fram yfir vin- samleg og eðlileg viðskipti. « 9 r RUNNU, ER TIL KOM MÖNNUM þótti Rússarnir hegða sjer óþægilega svipað því, sem þeir gerðu gagnvart Tjekkó slóvakíu í febrúar 1948. Og kosningadagurinn nálgað- ist óðum. Hitinn jókst. Loks varð sprenging við sjálft ríkis- þinghúsið. En þegar til kast- anna kom riftaði Rússland ekki friðarsamninginn eins og þó hafði víst staðið til, a.m.k. hef- ur ekki enn orðið af því. 9 9 VORU FASTIR FYRIR EN Finnar hafa sýnt, að þeim er ekki fisjað saman. Þeir hafa enn einu sinni fært heim sann- inn um, að þeir kikna ekki und- ir þunganum. Að mínu viti var það þess vegna, sem Rússar greiddu ekki lokahöggið, sem þeir höfðu heitið fylgifiskum sínum í landinu. Finnar höfðu búist til varnar eins og þeim var unnt, með því að losa stjórnina við þátttöku kommúnista, þar sem þeir gátu unnið tjón. O 9 FRELSIÐ ÓSKERT ÞAÐ mun ekki fjarri sanni, að stórar og voldugar þjóðir geti lært af finnsku þjóðinni, sem ;elur aðeins 4 milljónir manna. Að minnsta kosti gæti þetta minnt menn á, að öryggið í heiminum er á hverfanda hveli nú á dögum og nauðsynlegt er að gera sjer grein fyrir þeim háska, sem sífellt vofir yfir og haga lífi sínu samkvæmt því. Ýmsar hastarleear ráðstafan- ir voru gerðar í Finnlandi. En frelsi þessa lýðræðislands hefur ekki verið skert. Kommúnistar fá óhindrað að gefa ú't blöð sín og þeir ganva tálmunarlaust til kosninga bæði til þings og í verkalýðsfjelögunum. Frá Skákijinginu 1 SJÖUNDU umferð urðu úrslit sem hjer segir í meistaraflokki á Skákþingi Reykjavíkur: Guð- mundur Ág., vann Guðjón M. Jafntefli gerðu Guðm. S. og Baldur, Lárus og Friðrik. Bið- skák varð hjá Gilfer og Benóny og Árna og Sveini. í 8- umferð vann Lárus Gil- fer, Friðrik Guðjón og Guðm. S. Svein. Biðskák varð hjá Baldri og Guðm. Ág. og Árna og Benóny. Biðskákir verða tefldar á föstudag, en 9. og síðasta um- ferðin verður tefld á sunnu- dag. ;

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.