Morgunblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 5
Sunnudagur 2fi mars 1950. MOHGVNBLAÐIÐ 5 ER ÞETTA ÞAÐ, sem koma skal? heitir einn leikþátturinn á skemmtikvöldunum, sem Bláa stjarnan nú stendur fyrir í Sjálf stæðishúsinu. Leikþátturinn fjallar um hugsanlegar afleið- ingar kvenrjettindabaráttunn- ar svoköllUðu: Það hafa orðið hlutverkaskifti hjá körlunum og konunum, og Haraldur Á. Sigurðsson er bara „vesæll karlmaður“ og Alfred Andrjes- son, sem leikur son hans, er svo „viðkvæmur" og „sart“, að engu tali tekur. Nokkru síðai' á kvöldinu er þessi viðkvæma sál þó orðin fjármálaráðherra á Hrafna- þingi, en Haraldur, sem fyrir stundu sat við sauma og dáðist að mælsku leiksviðskonu sinn- ar, er forseti þingsins. — Þar gerist það meðal annars, að Al~ ired leggur fram fjárlög „næsta tapárs“ og Haraldur bannar þingheimi harðlega að spila Olsen og Olsen í starfstíman- um. Þessi leikþáttur heitir Þó fyrr hefði verið, en nafnið er tekið að láni úr atkvæðagreiðslunni um varitraustið á síðustu stjórn. Stoð og stytta Þeir Haraldur og Alfred hafa leikið kúgaða karlmenn og kostulega kvennamenn, virðu- lega Arabahöfðingja og væl- andi kórsöngvara, „frönsku- mælandi“ syndaseli og sjálfs- glaða stjórnmálagarpa — með öðrum orðum allt milli himins og jarðar — frá því Bláa stjarn an sá dagsins Ijós fyrir rösk- lega tveimur árum. Báðir voru þeír þá að vísu leiksviðsvanir •— og vissulega kemur það nú að góðu baldi — en ólíklegt er það samt í meira lagi, að þeir hafi nokkru sinni áður á ein- um 24 mánuðum brugðið sjer í viðlíka mörg gerfi og eftir að þeir fyrst stigu fæti á leik- sviðið í Sjálfstæðishúsinu. En það er skemst frá að segja, að þar hafa þeir verið stoð og stytta (Alfred þá væntanlega stoðin og Haraldur styttan — bústin vel) skemmtikvölda Bláu stjörnunnar, sem fyrir löngu hlutu vinsældir Reyk- víkinga og fengið hafa nöfnin: Glatt á hjalla, Blandaðir ávext ir, Vorið er komið, Svífur að hausti, Fágurt er rökkrið og Þó íyrr hefði verið. Sýningar á hverri skemmti- skrá hafa að meðaltali orðið um 25 talsins. Brjcf af hafinu Vinsældum Bláu stjörnunn- ar er ennars ágætlega lýst í eftirfarandi brjefi um Bland- aða ávexti. Það var loftskeyta- maöur. staddur „á Norður At- lantshafi“, sem skrifaði brjef- ið fyrir rösklega ári, eftir að hafa hlýtt á Harald & Co. í útvarpinu. „Fyrst í stað (segir loft- skevtamaðurinn) voru hlust- unar sl ilyrði mjög slæm, vegna iruflana frá fratiskri stoð, sem úivarpar á sömu bylgju- Jengd og Reýkjavík. En þetta lagaðist, er á leið dagskrána. Þegai það frjettist um skipið, öð þaö heyrðist í útvarpi að hexmaii, varð allt vitlaust um i>egar skipshöfnin ftíokkur orð ym farðar I eð stýra a leikkonu Eftir síðustu æfingu „Stjörnunnar“ á nýju skermntiskránni. — Vignir tók báðar Ijósmyndirnar. borð. Þeir, sem á vakt voru, ] eiga fleiri brjef sömu tegund- þustu upp í loftskeytaklefann ar í fórum sínum, þar af eitt til mín, og á eftir komu svo undirritað af 82 Siglfirðingum, hinir, sem áttu að vera í koju, svo að klefinn fylltist alveg. — Tveir voru jafnvel komnir í kojuna mína, en þeir, sem ekki komust fyrir í klefanum, stóðu fram í brúnni og veltust þar um af hlátri. Þegar dagskránni var lokið, kom í Ijós, að við vorum komn ir út fyrir þá siglingaleið, sem við áttum að vera á, því þeir, sem stýra áttu, höfðu meiri á- huga á dagskránni en komp- ásnum. Þetta var þó fljótlega auk skeyta á borð við eftirfar- andi: „Meðtókum ávextina með þökkum en þyrftum viku- legan skammt í vítamínleys inu — Hellingur Húsvík- inga“. Og — „Liggjum Dýrafirði vegna veðurs. Þökkum prýðilega skemmtun gærkvöldi. Meira af þessu. Kveðja — Skips- höfnin Akurey“. — Og svo höfum við fengið nokkur skammarbrjef, segir leiðrjett, aftur byrjað að kynda j Haraldur. Þau eru líka voða- og ferðinni haldið áfram. Það er einróma álit skips- hafnarinnar (segir að lokum í Gumivör Sigurðardóttir, sem kemur mjög við sögu í leik- þættinum: Er þetta það, seni koma skal? brjefinu), að aldrei hafi verið | skemmtilegri samfelld dagskrá í útvarpinu en í kvöld, og ósk- um við allir eftir því, að Bláa stjarnan fái sem oftast aðgang ; að Ríkisútvarpinu“. Ilellingur Húsvíkinga Stjórnendur Bláu stjörnunnar geyma þetta brjef, og er það j ekki nema að vonum. En þeir lega skemmtileg. Iietlingur kattarins Bláa stjarnan er afkvæmi (eða nokkurskonar ketlingur) Fjalakattarins gamalkunna. — Tómas Guðmundsson skáldi er einn forsprakkanna og hefir góða samvinnu við Stoðina áð- urnefndu og Styttuna, en þeir þremenningarnir stofnuðu fyr- irtækið, ásamt Indriða Waage. Nú starfa um 20 manns á vegum „Stjörnunnar“, þegar ótalin er bó hljómsveit Aage Lorange. — Þarna eru söngvarar, dansarar og leikarar, aðstoðarmenn ým- iskonar svo sem senumaður, ljósamaður, hárgreiðslukona og sminkarar, og loks sölumaður og dyraverðir. Þetta fólk geng- ur svo í sameiningu frá skemti kvöldunum, sem þúsundir Reyk víkinga og utanbæjarmanna nú hafa sjeð, og stendur í því stór- ræði tvisvar til þrisvar í viku að fá misjaínlega „stemmda" gesti til að horfa og hlusta, stara, góna og sperra eyrun, brosa, kýma, hlægja — og ákemmía sjer. En meðal skemmtikraftanna h«4la komið fram ágætir erlendir listamenn, auk þeirra' innlendu, sem marg ir hverjir hafa fengið hjá Bláu stjörnunni fyrsta tækifærið til að sýna, hvað í þeim býr. Margir erfiðleikar Haraldur Á. Sigurðsson legg ur áherslu á, að það sje ekki síst mikils um vert, hve margt af ungu fólki hefir komið fram á vegum Bláu stjörnunnar. — Forráðamenn hennar hafa aug- lýst eftir nýliðum og svo einn- ig haldið uppi spurn um efni- lega skemmtikrafta. Árangur- inn er sá, að heildarsvipur skemmtikvöldanna er „ljettur“ og fjölbreytilegur, og gestirn- ir fara heim til sín ánægðir og ósviknir. Við reynum að svíkja ekki á vigtinni, segir Haraldur, og það hefir tekist til þessa. En hann tekur fram, að erfiðleik- arnir við samsetningu góðrar skemmtiskrár sjeu býsna marg ir, svo sem slæm æfingaskilyrði, Soffía Karlsdóttir syngur gamanvísur gestunum til mik- illar ánægju. — Halld. Pjet- ursson teiknaði. sem hafa það meðal annars i för með sjer, að ógerningur et að fá gott yfirlit yfir prógram- . ið fyrr en á fyrstu sýningu. Haraldur er annars sammála Alfred um, að áhorfendaheild- in geti verið mjög misjöfn. — Stundum leikur allt í lyndi og listamennirnir hafa sáralítið fyrir því, að „komast í sam- band“ við áhorfendurna. En á öðrum kvöldum liggja einhvei i ar truflanir í loftinu; „stfemn-x-1 ingin“ næst ekki fyrr en í fulla hnefana og vel það. Soffía Karlsdóttir Þremenningarnir Tómas, Har aldur og Alfred skýra svo frá, að þeir eigi í vaxandi erfiðleik- um með að ná í nýja ,.krafta“. En þeir telja sig hafa verið v»í heppna að þessu sinni; í Þó fyrr hefði verið koma fram ýmsir- nýliðar, sem þykja hinir efni- legustu. Þeirra á meðál ef Soffía Karlsdóttir, sem að vístj hefir áður skemmt á vegura Bláu stjörnunnar, en að þesso sinni vekur hvað mestan fögn- uð áhorfenda — og verðskuldaÞ það fyllilega. Soffía er fædd í Reykjavík, en ólst upp á Skagaströnd og Akranesi. Til höfuðborgarinn- ar kom hún aftur fyrir fjórura árum, fjekk hjer vinnu og gerð' ist nemandi í Leikskóla Lárus- ar Pálssonar. Hún var þá seytj- án ára, áhuginn geysimikill og dugnaðurinn eftir því, segj-a þeir, sem til þekkja. — Það var víst fyrirfram á- kveðið, að jeg yrði leikari, segii Soffía, sem er ósköp lítil og ó- sköp grönn og alveg truflandí' laus við það, sem hellingur Húsr víkinga mundi kalla vítamín- leysi. Systkini hennar og stjúpi tóku þátt í leiklistarlífinu á Skagaströnd, en sjálf fékk hún á tíunda ári fyrsta hlutverk sitt Þá var hún í barnaskóla og Ijek — úlfinn í Rauðhettu. Nokkra síðar hækkaði hún í leiksviðs- tigninni og ljek menska mann- eskju í Brúðarslæðunni. — Jeg Ijek kerlingu, segir hún, Kötu að nafni. Leiklist og knattspvrna En leiklistin er erfið viðfang:: og urrið í vonda úlfinum barst aldrei 'til eyrna gagnrýnend- anna í Reykjavík. Soffía flutt- ist til Akraness, og nálgaðist þar með gagnrýnendurna, erx varð þó að láta sjer nægja held ur smá hlutverk og „ólistræn1',. sem sje ýmiskonar rullur hjá knattspyrnufjelagi staðarins. Og Soffía var orðin sextári ára og enn ekki orðin fræg. Og svo kom Reykjavíkur- ferðin. Soffía var tvö ár við nám á leikskóla Lárusar, og 194?. skeðu þau undur og býsn, . að hún fjekk hlutverk í Eiriu sihni. var, sem Leikfjelagið sviðsetti. En það var eitt smæsta hlut- verkið í leikritinu. Eftir það kom smáhlutverk í Eftirlitsmanninum — og s-íð- an ekki söguna meir. Leiklistar ferill Soffíu virtist á enda, hún. beið í Reykjavík um stund, en. pakkaði svo pjönkum sinum o,--; Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.