Morgunblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 8
8
i i/ n ■
i * n i. a h l H
Sunnudagur 26 mars 1950.
Qtg.: H.í. Arvakur, Reykjavík.
Framkv.stj • Siffftís Jón^cn"
Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.X
Frjettaritstjon: Ivai uuom U i IWOO' •
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla:
Austurstræti 8. — Sími 1600
Lesbók: Árni Óla, sími 3045
Asknftargjald fcr 12.00 á mánuði innanianas,
í lausasölu 50 aura eintakið, 75 aura með Lesbók
kr 15.00 utanlands
Varnaðarorð
rjettarþjóðfjelags
ÖLLUM ÍSLENDINGUM eru í fersku minni atburðir þeir,
sem gerðust við Austurvöll 30 mars árið 1949. Alþingi sat
að störfum og ræddi þýðingarmikil utanríkismál, sem vörð-
uðu öryggi þjóðarinnar og sjálfstæði. Vitað var að yfir-
gnæfandi meirihluti þess hafði tekið þá ákvörðun að sam-
þvkkja aðild íslands að stofnun varnarbandalags vestrænna
lýðræðisþjóða. Bak við þennan þingmeirihluta stóðu lýð-
ræðisflokkarnir í landinu allir. Yfirgnæfandi meirihluti ís-
lensku þjóðarinnar var því eindregið fylgjandi að land henn-
ar slægist í förina með öðrum vestrænum lýðræðisþjóðum
um myndun varnarsamtaka til eflingar friði og öryggi í
heiminum. Kom sú afstaða einnig greinilega í Ijós í kosn-
ingunum, sem fram fóru á s. 1. hausti. Utanríkisstefnu þeirr-
ar ríkistjórnar, sem forystu hafði um þátttöku íslands í
A tlantshafsbandalaginu hlaut ótvíræða traustsyfirlýsingu.
★
En það var til hópur manna í landinu, sem var þessu
spori mótfallinn. Það voru kommúnistar. Frá ársbyrjun
1949 hafði þessi klíka haldið uppi ofstækisfullri baráttu og
áróðri gegn því að ísland gerðist aðili að þessum samtök-
um. Þegar sú stund nálgaðist að Alþingi tæki ákvörðun í
málinu tóku kommúnistar að ógna því og hóta oíbeldi og
árásum ef ekki yrði látið að vild þeirra.
Svo rann 30. mars upp, bjartur og heiður sólskinsdagur.
Þingfundir hófust árdegis. Af hálfu lýðræðisflokkanna var
haldið á hinu þýðingarmikla utanríkismáli af fullri festu.
AJþingi var ákveðið í að hafa ógnanir kommúnista að engu.
Þingmenn þeirra Ijetu sem óðir væru, þverbrutu þingsköp
og höfðu freklegasta fíflskap í frammi.
★
$Jíhar ólirifarTyi- T *\T S T "V* J í
ÚR DAGLEGA LÍFINU
Snör afgreiðsla
PÓSTÞJÓNUSTAN hefur mátt
j taka við mörgum hnútunum,
misjafnlega verðskulduðum,
eins og gengur. En oft gerir hún
býsna vel, þrátt fyrir erfið
starfsskilyrði, og þess ber einnig
að geta.
í fyrradag kom maður inn á
skrifstofu Morgunblaðsins og
sagðist vilja sýna okkur dæmi
um góða póstafgreiðslu. Hann
var með póstkort, sem póstlagt
hafði verið í Genf skömmu fyrir
hádegi, 20. þ. m. Kortið var
komið í hendurnar á honum
hjer 1 Reykjavík þann 23. kl. 2-
Og svo var það rúsínan í
pylsuendanum: Kortið var svar
við brjefi, sem póstlagt var
föstudaginn 17. þ. m., nokkru
fyrir klukkan sex.
Ljós upp um
alla glugga
MAÐUR hefur komið að máli
við Daglega lífið, vegna skrif-
anna um skortinn á rafmagns-
perunum.
Hann spyr: Ef það er rjett,
að nær engar nýjar perur hafi
að undanförnu komið til lands-
ins og fólk sje af þessum ástæð-
um í megnustu vandræðum,
hvernig stendur þá á því, að í
gluggum raftækjaverslana log-
ar á tugum ef ekki hundruðum
ljósa á hverri nóttu? Þegar mað
ur lítur í þessa glugga, verður
ekki betur sjeð, en allt sje yfir-
fullt af rafmagnsperum.
Annað sagði maðurinn ekki.
•
Sól og ryk
„FÓTGANGANDI" nefndir bæj
armaður sig, sem vill að göturn-
ar verði þvegnar oftar en að
undanförnu. Hann spyr: „Er það
ekki alveg óþolandi, að ef hier
kemur sólskinsdagur og þurrk-
ur, þá er varla verandi úti á
helstu götunum fyrir ryki, sem
þyrlast upp af umferðinni?“.
Svo segir hann:
„Oft hefur verið skrifað um
þetta og jeg veit til þess, að göt-
urnar hafi verið þvegnar, t.d.
að mig minnir í fyrravetur, en
nú get jeg ekki betur sjeð en
það sje látið eiga sig. . . .“.
•
Fína rykið verður
eftir
í NIÐURLAGI brjefs síns spyr
sá íótgangandi, hvort ekki sje
hægt að taka til við götuþvott-
inn af einhverjum krafti.
„Þetta yrði að vísu að gerast
að nóttu til“, skrifar hann, „en
til þess þyrfti ekki nema tvo til
þrjá menn. Þeir gætu tekið vatn
úr brunahönunum, þar sem þeir
stánda nógu þjett, eða haft bíl
með vatnsgeymi á. . . . Það er
ekki nóg að sópa göturnar, þótt
gott sje, því fína rykið verður
eftir“.
•
Það vantar torg
„BARNAUNNANDI" skrifar
um gatnamót Bergþórugötu og
Snorrabrautar, og telur þau
hættuleg. Hann segir:
„Þarna er, eins og þjer vitið,
stórt svæði, opið fyrir umferð
á allar hliðar. Að því liggur
Bergþórugata, Snorrabraut og
Karlagata. Á gatnamótin þarna
ætti að setja „hring“ (torg),
eins og er á gatnamótum Flóka-
götu og Snorrabrautar".
•
Börnin koma úr
skólanum
UM umferðarhættuna á þessum
slóðum segir svo í brjefinu:
„Jeg borða oft hjá fjölskyldu
þarna nálægt, og hefi haft góð-
an tíma til að horfa á umferð-
ina á gatnamótum þessum um
hádegið. Um það leyti koma
börnin úr Austurbæjarskólan-
um, en leið þeirra margra ligg-
ur um þetta opna svæði. Þau
nenna ekki eða hafa ekki vit á
að krækja þarna fyrir, en
hlaupa þvert yfir gatnamótin.
Og svo aka bílarnir að þeim úr
öllum áttum. — Þarna þarf að
gera torg, til aukins öryggis fyr
ir börnin og umferðina“.
•
Nokkur orð um
dúfur
ÞAÐ virðist nú að mestu komið
úr tísku að eiga dúfnahús hjer
í bænum, en marsir virðulegir
menn, sem nú skreyta götur höf
uðstaðarins, hafa bó eflaust á
sínum tíma verið dúfnaeigend-
ur og minnast þess nú með á-
nægju. En þótt fuelahúsin sjeu
horfin að mestu. halda dúfurnar
tryggð við bæinn okkar, að lík-
indum meiri tryggð en bæjar-
búar við þær.
9
Ómaklei'ar árásir
ÞAÐ hefur iafnvel knmið fyrir,
að menn hafa teHð si« til og
reynt að efna til ritdmlna við
dúfurnar; þeir hnfa haldið því
fram á prenti, að bráðnauðsyn-
legt væri — „ekki síst, þeirra
vegna“ — að eera bær útlægar.
Sá, sem þetta ritar, vonar, að
til þess komi þó aMrei. Dúfna-
laus bær er dauður bær. og höf-
uðborg getur ekki verið þekkt
fyrir að vera dúfnalaus. saman-
ber Kaupmannahöfn. washing-
ton og fjölda pnnarra borga.
•
Hrmfafvlli af
grjónum
ÞAÐ er auðvelt verk og fljótg.
að fleygja da"in«a hn°fafylli af
grjónum til þessara vina okkar.
Það getur vel verið. að þeir
skemmi eitthvað svnlítið fyrir
okkur, og víst eru þeir upp og
ofan þrifnir, en þeir setja svip
á bæinn og ættu að vera öllum
til einhverrar skemmtunar, —
jafnvel sjervitineunum, sem að
ofan greinir.
En kommúnistar ljetu ekki við þetta sitja. Þeir boðuðu
til útifundar og stefndu liði sínu þaðan að húsakynnum lög-
gjafarsamkomunnar. Þegar þangað kom var gerð alvara úr
hótunum kommúnistablaðsins undanfarna daga og vikur.
Kommúnistar ætluðu sjer að ryðjast inn í þinghúsið en var
bægt frá því af löggæslumönnum og íriðsömum borgurum,
sem höfðu skipað sjer því til varnar. Þá var gripið til nýrra
láða. Kommúnistar hófu nú grjótkast á þinghúsið, brutu
flestar rúður þess og stóð grjóthríðin inn í þingsalinn, þar
sem umræður og atkvæðagreiðslur stóðu yfir. Lá þar við
stórslysum og manndrápum. Nokkrir löggæslumenn og
friðsamir borgarar urðu fyrir meiðingum og áverkum. En
Alþingi Ijet árás kommúnistá^Sg skrílslæti, sem vind um
eyrun þjóta og lauk afgreiðslu málsins undir látlausri grjót-
hríðinni frá árásarliðinu.
★
Þetta er í örfáum dráttum saga þess, sem gerðist 30. mars.
Ofbeldisárás kommúnista vakti þjóðarreiði. Þjóðin krafð-
ist þess að grjótkastsliðið yrði dregið til ábyrgðar fyrir glæpi
sína. Rannsókn í málum þess var hafin. Niðurstaða henn-
ar er nú kunn og dómur fallinn yfir ofbeldisseggjunum.
Sá dómur er varnaðarorð rjettarþjóðfjelags til grjótkasts-
liðsins. íslendingar ætla ekki að láta kommúnista komast
upp með það að brjóta lög og velsæmi á löggjafarsamkom-
unni. Þeir vilja heldur ekki þola árásir og ofbeldi þeirra
gagnvart löggæslumönnum og friðsömum borgurum. Þeir
vita að því aðeins verður rjettaröryggi haldið uppi í þessu
landi að hegnt sje fyrir glæpi og tilræði við þjóðfjelagið.
★
Kommúnistar munu að sjálfsögðu telja það ókurteisi að
tíraga þá til ábyrgðar fyrir ofbeldisverk sín. Þeir vilja hafa
þau forrjettindi að mega óhindrað og óhegnt stofna til grjót-
árása og glæpaverka. Það er það rjettaröryggi, sem þeir
vilja skapa á íslandi. En íslenska þjóðin vill ekki slíkt rjett-
arfar. Hún vill vernda löggjafarsamkomu sína, löggæslu-
menn sína og sig sjálfa fyrir hinu „austræna rjettarfari“. í
því Ijósi lítur hún þá dóma, sem nú hafa verið uppkveðnir
yfir grjótkösturunum og ofbeldislýðnum frá 30. mars.
MEÐAL ANNARA ORÐA . .
j
................................•Mimmiirað
Nýjung í húsagerð og nýtl iengdarmál.
Eftir William Latham,
frjettaritara Reuters.
MARSAILLE. — Húsnæðiserfið
leikar eru miklir í Frakklandi. j
Það er ekki síst þess vegna, sem
Frakkar fylgjast af gaumgæfni
og áhuga með „borginni“, sem
Charles le Corbusier hefur í
smíðum, en hann er einn snjall-
asti húsagerðarmaður landsins.
„Borg“ þessi rís af grunni á sól-
ríkum stað í Marsailles.
• •
330 ÍBÚÐIR UNDIR
SAMA ÞAKI
ÞEGAR „borgin“ er fullgerð,
verður þar húsnæði fyrir um
1880 manns í 330 íbúðum, en
„borgin“ er raunar eitt 17 hæða
hús.
íbúðunum á að verða lokið
eftir svo sem ár. Við smíði
þeirra er megináhersla lögð á
góða birtu, þægindi og að hver
geti verið sem mest út af fyrir
sig. Bústöðum þessum hefir ver
ið valinn ágætur staður, þar sem
gott er útsýni til Miðjarðarhafs-
ins, og til landsins er tilkomu-
mikil klettasýn.
• •
ALLT Á SAMA STAÐ
ÍBÚAR þessa stóra húss eiga
ekki áð þurfa að leita út íyrir
það eftir dáglegum nauðsynj-
um. Má segja, að einn gangur-
inn sje nokkurskonar gata, þar
sem verslað verður með flestar
nauðþurftir. Og það verða líka
lýmis þægindi þarna fram yfir
það, sem brýn nauðsyn er að,
jeins og bókasafn, leikfimissalur,
sundlaug, kvikmy.ndahús,
sjúkrastofur, vöggustofa og
þvottahús. Gestir þurfa ekki
heldur að leita langt eftir hress-
ingu, því að í húsinu verður
einnig gisti- og veitingadeild.
• •
NÝR TÍMI —NÝIR
SIÐIR
HVER meðal íbúð verður svo
sem hjer segir: Anddvri, eld-
hús, setustofa, hvefnherbergi
og annað lítið handa börnunum
leikherbergi þeirra og bað. —
Allar verða íbúðirnar miðstöðv
arhitaðar, með isskáp og sorp-
rennu.
Til skamms tíma liefir le
Corbusier, sem er Svisslending-
ur, notið almennari viðurkenn-
ingar utan Frakklands en inn-
an. En fólkið veitir honum nú
verðskuldaða athveli og lítur á
hann sem umbótamann, er
muni kollvarpa gamaldags að-
ferðum um húsagerð, en reisa
í þess stað íbúðir, þar sem nú-
tímaþægindi skipi virðulegan
sess-
• •
NÝTT LENGDARMÁL
VIÐ smíði þeirrar „borgar“,
sem hjer um ræðir, hefir Cor-
busier hvorki notað metra- nje
stikukerfið. laA,, '-^rii, sem
hann hpfm til. og
kallar hann rvi/-ri-,ior“. —■
Kveður hann Ur''x „| miklu
betra samrsor’1 manna,
og daslepar
Fiórar h"f"í'"""')ir „modu-
lor“-kerfiQin« p-” r-„5,cair.
A) 1.82 m. pv ó iafn-
gilda hæð 0-— v,afa fyrir
myndarvö-vt p" ’iwi en þag
er lensd rnanvc r—5 nqfla til
ilia. C1 69 m r— lonrtdin fra
hvirfli til naf,i rrv n At\ m) sem
á að vera 1pv,-":i;-. r-í fingur-
gómum. bp"r>" b°ndur eru
upprjettar, til ii’a.
• •
HTTSMa&THSEKLA ER
MIKIL
SAMTÍMIS bví. sem stærð-
fræðingar og hússerðarmenn
hafa vakandi a’isa á. hve þetta
nýja mál revnist. bá bíða aðrir
þess með eftirvæntingu, hver
áhrif muni hafa bessi bylting-
arkenndasta tilraun í franskri
húsagerð síðan stríð. Og það er
engin furða, þótt hver tilraun
veki óskipta athygli, ,því að
húsnæðiseklan er mikil. í fyrra
voru reist 50.000 hús í Frakk-
landi, en hinsvégar þarf að
reisa 350.000 árlega til þess að
hægt sje að sinna eftirspurn-
inni.