Morgunblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 14
14
UORGlbBLAÐ 14*
Sunnudagur 26. mars 1950.
Framhaidssagan 71
ASTIONS-FOLKID
Eftir Margaret Ferguson
Dreka.keppn.Ln
Eftir F. BARON
21.
"1
„Henni er það ljóst, hvað það
var sem hún var nærri búin
að gera“, hjelt Mallory áfram
rólega. „Drepa manneskju á
eitri. Það voru fimm töflur af
svefnmeðalinu leystar upp í
mjólkinni, sem hún færði Sher-
idu og hún gleypti sjöttu pill-
una með mjólkinni. Þú hefur
sjálfsagt getið þjer þess til. Og
Christine veit núna, að það
varst þú, sem fjekkst hana til
að gera þetta. Hún veit að þú
hefur í margar vikur notað
þjer af takmarkarlausri aðdá-
un hennar á þjer og unnið að
því að ná fullkomnum tökum
á tilfinningum hennar, þangað
til hún reyndi að ráða Sheridu
af dögum, næstum án þess að
vita það sjálf. Christine er þetta
allt Ijóst núna, svo að hún ætl-
ar að fara til Meg systur minn-
ar og vera hjá henni þangað til
hún fær upptöku í framhalds-
skóla. Jeg ætla að biðja þig að
reyna ekki að ná tali af henni
áður en hún fer“.
Leah hreyfði loks varirnar,
en hún átti erfitt um mál.
„Christine er orðin vitskert
.... Mallory, þú mátt ekki
trúa. . ..“.
„Jeg veit, að þú hefur ekki
sagt það við hana berum orðum
að hún ætti að setja töflurnar í
mjólkurglasið. En þú gafst
henni það nógu greinilega í
skyn, svo að henni fannst það
svo sjálfsagt. Ljestu hana ekki
skilja það á þjer, að við Sher-
ida værum í einhverju ástar-
makki hjer í Bastions beint fyr
ir framan nefið á þjer?“.
„Jeg .... jeg hjelt .... mjer
fannst....“. Krampakenndir
drættir fóru um háls Leah.
„Að nokkru leyti var þetta
rjett tilgáta hjá þjer“, sagði
Mallory. „Jeg elska Sheridu, og
jeg býst við að henni þyki vænt
um mig. En fyrir okkur mundi
það aldrei ná lengra að ganga.
Það var bæði byrjun og endir.
Jeg geng í herinn og annað
hvort ætlar hún að verða um
kyrrt hjer í Bastions eða ganga
í einhverja kvennadeildina".
Hann tók pípuna upp úr vas-
anum og tróð í hana. „Það verð
ur rúmt um þig hjer í Bastions.
Jeg fer hjeðan, Logan er þegar
farinn og Christine er á förum.
Jane verður ein eftir, og hún
tiefur eins mikla ástæðu og við
öll hin til að fara. Það er 'oest
að jeg reyni að útvega þjer dug
lega ráðskonu, sem getur tekið
að sjer húshaldið. Þú þai’ft ekki
að hafa neinar áhyggjur af því.
Jeg skal sjá um að þjer geti
liðið vel og þú þurfir engar
áhyggjur að hafa, jafnvel þó að
það verði stríð. Góða nótt“.
Sherida opnaði augun eftir
langan draumlausan svefn og
þegar hún fór að venjast því að
hafa augun opin, sá hún Mall-
ory standa við rúmið“.
„Hjúkrunarkonan hleypti
mjer snöggvast inn til þín“,
sagði hann. „Hvernig líður
þjer?“.
„Mjer líður vel“. Sherida
geispaði og teygði úr sjer. Hún
fann hvernig kraftar hennar
jukust með hverri stundu þrátt
fyrir sviniann, sern (_ inþá var
yfir< höfði hennar. „Jeg er að
verða alveg frísk“, sagði hún
og brosti til hans. Jeg fer ó
'ætur á morgun. Mjer þykir
leitt að hafa gert ykkur þetta
ónæði en jeg. .. .“.
Hún þagnaði skyndilega og
brosið hvarf af vörum hennar.
Þau horfðust í augu þegjandi
dálitla stund.
„Já“, sagði hann. „Það er
rjett, Sherida. En það snerti þig
ekki beinlínis. Christine sagði
mjer allt. Jeg býst við því að
hún hafi varla vitað, hvað hún
var að gera. Hún var algerlega
á valdi annarrar manneskju,
sem stjórnaði öllum gerðum
hennar. En hún er frjáls núna,
og jeg held að henni sje ljóst,
hvað það var, -sem hún var að
bví komin að gera. Þú verður
að ákveða sjálf hvaða afstöðu
þú tekur til hennar".
„Til Christine?“. Sherida lok-
aði augunum snöggvast. „En
bað er ekkert að ákveða, Mall-
ory. Jeg skil líka. Vesalings
istine. Það þurfti eitthvað
íkt að ske, til þess að hún átt-
aði sig. Segðu henni að hafa eng
ar áhyggjur af mjer. Jeg skil
hana“.
„Hún ætlar að fara til svstur
minnar á morgun. Jeg hefði átt
að taka af skarið og senda hana
burt fyrir löngu síðan. Farðu
gætilega með sjálfa þig, Sher-
ida“.
Hiúkrunarkonan hafði ekki
dregið gluggatiöldin fyrir enn-
þá, og þegar hann var farinn,
reis Sherida upp á olnbogana
og horfði út á dimman sjóinn
undir þungbúnum himninum.
Það hafði verið heitt í veðri um
daginn, en þrátt fyrir það var
svalt inni í húsinu, eins og
sjávarloftið hefði sveipast yfir
það og hreinsað burt molluna.
Henni datt ekki einu sinni Leah
í hug, þegar hún lagðist aftur
niður í rúmið, breiddi ábreið-
una yfir sig og sofnaði.
31.
Þokan kom um nóttina og
færðist hægt og hljóðlega yfir
landið, eins og tígrisdýr, sem
1 færir sig varlega í áttina að
bráð sinni. Um morguninn lá
j þokan eins og hvít breiða yfir
I öllu, en hjer og þar sást ógreini-
lega glitta í trje og húsaþök.
Eitthvað þessu líkt mundi heim
urinn hafa litið út í upphafi,
þegar ekkert hafði tekið á sig
neina ákveðna mynd. Gargið í
máfunum, sem sáust ekki uppi
yfir þokunni f jekk á sig undar-
legan hreim og þögnin var djúp
og leyndardómsfull.
j Allir virtust snemma á fót-
um í húsinu. Sherida lá og
j hlustaði á hin ýmsu hljóð og
vissi hvaðan þau komu. Þarna
: ók bíll upp að forstofudyrun-
um og skömmu síðar ók hann
burt. Það var líklega Christine,
sem var að fara til að ná í morg j
unlestina til Exeter. Hún hafði
ekki haft hugrekki til að koma'
upp til Sheridu áður en hún
fór. En ef til vill var það líka
til of mikils mælst af henni.
Síðan ók önnur lítil bifreið frá
húsinu. Það var Mallory, sem
var að fara til vinnu sinnar hjá
A T3 p,
Tiu mínútum síðar kom.ann-
ar bíll, og Simon kom inn til
hennar.
„Þ.jer er að batna“, sagði hann
stuttur í spuna. „Þú mátt fara
snöggvast á fætur á morgun, en
þú mátt ekki reyna mikið á þig
fyrst um sinn“. Hún fann allt í
einu að hann starði hvasslega
á hana. „Hefur þú nokkra hug-
mvnd um, hvernig þetta vildi
til?“.
,,Já“, sagði hún lágt. „En það
er enein ástæða til að tala um
það frekar úr því jeg er enn
lifandi“.
„Nei, auðvitað ræður þú því
algerlega sjálf“. Hún sá að hann
vissi allt, en honum var það
samt heldur á móti skapi að
láta það falla niður. „Jeg frjetti
að Christine væri farin til
frænku sinnar og ætlaði að
vera þar“.
„Já, hún var orðin veik á
taugum svo að hún þurfti að
breyta til. Mallory vonar að
hann geti komið henni í fram-
haldsskóla, svo að hún geti far-
ið að starfa eitthvað".
„Hann hefði átt að gera það
fyrir löngu“. Simon stakk hönd
unum í vasana. „Og mjer skilst
Mallory vera ákveðinn í því að
ganga í herinn og þú verður
náttúrlega ekki miklu lengur
hjer í Bastions“.
„Nei“, sagði Sherida. „Jeg
býst við að fara mjög bráðlega“.
„Og þá verður Jane hjer ein
eftir með frú St. Aubvn, eða
hvað?“, sagði hann. ,jÞað verð-
ur einmanalegt fyrir hana“.
„Já, jeg hef einmitt verið að
hugsa um það og Mallorv hefur
líka áhyggjur af henni. En það
er erfitt að vita, hvað best er
fyrir hana. Einhver verður líka
að gæta frú St. Aubyn“.
„En það er ómögulegt að láta
Jane taka eina við því“, sagði
Simon. Hann var orðinn æstur.
„Hún ætti síst af öllum að fórna
sjer fyrir Leah. Ef ekki hefði
verið vegna hennar, þá. . . . “.
Han þagnaði skyndilega, leit
niður á gólftepnið og svipurinn
stirðnaði á andliti hans. Sher-
ida þagði.
„En það finnst sjálfsagt ein-
hver lausn“, sagði hann inVs.
„Bansett þokan í dag. Maður
kemst varla leiðar sinnar fvrir
henni. Jeg kem ekki á morpun
heldur hinn daginn, ef þjer held
ur áfram að batna“.
Hún heyrði að bíllinn ók b”rt
frá húsinu og svo varð allt
hljótt aftur. Hún heyrði ekkert
til Jane allan morguninn. en
um hádegisbilið hevrði hún b»g
ar Mallory kom. Hún he-,’-r«i
fótatak hans í stiganum. Hann
stakk höfðinu í dvrgættina hiá
henni. Andlit hans og hár var
blautt af þokunni úti.
..Hvernig líður hier. Sherida?
Hefir Simon komið í morgun?“
„Já. Jeg má fara á fætur á
morgun, og eftir það læt jeg
ekki stjana í kring um mig
meira. Jeg held að jeg hafi ekki
haft nema gott af því að sofa
nokkra daga og nætur. Er ekki
erfitt að áka bíl í þessari þoku?“
„Jú. En mjer þykir gaman að
láta ekki Cornwall-þokuna
hamla ferðum mínum. Jeg gat
várla .... hvað géngur nú á?“.
Svona var kóngurinn óheppinn, vegna þess, að hann hafði
ekki verið með kórónuna á höfðinu, þegar hann óskaði þess,
að verða ósýnilegur, þá varð kórónan ekki ósýnileg.
En það var skylda hans sem konungs að taka kórónuna
upp, ef hann missti hana og tylla henni aftur á höfuðið, og
þessari skyldu gat hann ekki brugðist.
— Jæja, sagði hann, þegar hann hafði sett kórónuna upp
að nýju. — Jæja, hvað eigum við þá að gera?
— O'pna hliðið og fara inn í garðinn og bíða eftir tækifæri
til að tína krækiber, sagði Mjöll.
Kónginum þótti það ekkert skemmtileg tilhugsun að þurfa
að fara inn í garðinn þangað sem Gleraugnaglámur, sem
breytti mönnum í trjestólpa, átti heima. Kóngurinn var nú
1 að vísu ósýnilegur, en hver gat vitað, nema svona galdra-
karlar eins og Glefaugnaglámur vissu, hvernig mál var með
vexti.
Nei, það var ekkert skemmtileg tilhugsun, að á næsta
augnabliki væri hann kannski orðinn að ósýnilegum trje-
stólpa. Ósýnilegu hnjen á kónginum hríðskulfu, svo var hann
hræddur. En hann gerði samt eins og Mjöll sagði, ýtti hliðinu
opnu. Galdrakarlinn heyrði marra í hliðinu og leit út um
gluggann.
— Ha? Er jeg orðinn eitthvað skrítinn í höfðinu, hrópaði
hann. Þarna er kóróna, sem gengur af sjálfu sjer. Að minnsta
kosti er ekkert undir henni.
Hann lokaði augunum stundarkorn og opnaði þau svo
aftur.
— Nei, jeg hlýt að hafa verið að sjá ofsjónir, muldraði
hann. — Það er engin kóróna þarna.
Það var heldur ekki von að hann sæi kórónuna í þetta
sinn, því að kóngurinn hafði falið sig bak við trje.
Svo skreið Mjöll inn gegnum hliðið.
nnrxahjqumkoJ^A
ASrULL <.
„Við biðjiim yður að Iiafa Ulað
og blýanl við hendina.14
★
Cullhamrar
Piparsveini var sýnt nýfætt barn.
„Jæja,“ sagði hin hrifna xnóðir, þeg-
ar áhoríandin,n hafði þagað langa
hríð. „Hverjum finnst þjer barnið
líkt?“ Gesturinn horfði á barnið enn
um stund, en sagði síðan: „H,n, auð-
vitað sjest ekki ennþá gáfusvipur á
andlitinu á því, en það er dásamlega
líkt yltkur báðum."
Særður hermaður á sjúkrahúsi:
, Hver setti smjör á þessa brauð-
sneið?“
Hjúkrunarkonan. „Það gerði jag.“
Hertnaðurinn: „Og hver t'j.k það
svo af?“
★
Hún varð að fara annað.
Gömul guðhrædd lcona: „Veist þú,
góði litli maður, hvert litlir drengir
fara, sem synda á sunnudögum."
Góði litli maðurinn: „Já, gamla
mín, það er í polli hjema fyrir ofan,
en, þú getur ekki synt þar, þvi að
istelpum er bannaður aðgangur."
I . ★
A milli hvenna.
Ánáegð ungfrú: „Þegar jeg kom
inn í stofuna í gærkvöldi, heyrði jeg
einhvern ,egja við þig: „Er þetta hin
fallega ungfrú Rósa?“.“
Kynsystir hennar: „Já, og lagði
áhersluna á „þetta“.“
*
Forvitinn náungi: „Er þessi unga
stúlka konan þin eða systir þín?“
,.Hm“, var svarið, „það er nú
það, sem hún er ekki búin að ákveða
I ennþá“.
HESSIAN
Útvegum fiskumbúðastriga frá Belgíu, Englandi og
Pcrtugal. Bindigarn og saumgarn fyrirliggjandi.
Oíajur (jjíólason (O Oo. li.j
Hafnarstræti 10—12 — Sími 81370