Morgunblaðið - 26.03.1950, Síða 2

Morgunblaðið - 26.03.1950, Síða 2
MORGVNBL 4ÐI9 Sunnudagur’ 26. mars 1950. "t Frh. af bls. I xippHlaupi í*því skyni að beita menn eða muni ofbeldi eða ógna með, að því verði beitt, l^á var$ar það fangelsi allt að ÍJrerri átum eða varðhaldi“. — Þetta ver fyrsta málsgrein, sem t'.öfð vav hliðsjón af, en Stefán var dadmdur fyrir brot gegn 2. mgr: og er hún svohljóðandi: ..Sömu ’ refsingu skulu þeir Hienn sæta, sem gerst hafa leið- togar slíks upphlaups, eftir að þiað vaf byrjað“. Þá var Stefán dæmdUr fyrir brot gegn 1. gr. iögreglusamþykktar Reykjavík ur, éins og allir fjelagar hans, en hún bannar uppþot eða ó- spektir' á almannafæri.. Loks var hann með dómnum .sviptur kosningarjetti og kjör- gengi tll opinberra starfa ævi- langt. 1 !Næst þyngstu dómarnir Stefán Sigurgeirsson. Hann hlaut 15 mánaða fangelsi. Hann var dæmdur fyrir brot gegn 100. gr. hegningarlaganna, sem fjallar um árás á Alþingi og 1. gr. lögiysglusamþ. Reykjavíkur. Þá er hann einn þeirra er svipt- ur var Jkosningarjetti og kjör- gengi ævilangt. Stefnir Ólafsson. — Hann hlaut 12 mánaða fangelsisdóm. Hann gerðist einnig brotlegur við 100'. gr. hegningarlaganna, þ. e. vegna árásar á Alþingi. — Einiig gerðist hann brot- legur við 106. gr. hegningar- laganna, en þeirrar greinar verður 'getið hjer á eftir. Stefn- ir var sviptur ævilangt kosn- ingarjetti og kjörgengi. Hann gerðist sem aðrir brotlegur við 1. gr. , lögreglusamþ. Reykja- víkur. Magnús Jóel Jóhannsson. — Hann var einnig dæmdur í 12 mánaða fangelsi, fyrir brot gegn 100. gr. hegningarlaganna, vegna árásar á Alþingi. Hann var sviftur kosningarjetti og kjörgengi ævilangt. Hlutu 8 mánaða fautgelsi Þeir Jón Kristinn Steinsson, Alfons Guðmundsson og Jón Múli Árnason, voru hver um -ig dæmdir í sex mánaða fang- elsi. Þeir höfðu. allir gerst brot- 'legir við 106. gr. hegningarlag- anna, en hún er svohljóðandi: „Hver, sem ræðst með ofbeldi eða hótunum um jfbeldi á opinberan starfsmann, þegar hann er að gegna skyldu- starfi sínu, eða út af því> og eins hver sá, sem á sama hátt leitast við að hindra framgang slíks starfa eða neyða starfs- inanninn til þess að framkvæma einhverja athöfn í embætti sínu eða sýslan, skal sæta varðhaldi eða fangelsi allt að sex árum. Geri maður á annan hátt op- mberum starfsmanni tálmanir í því að gegna skyldustörfum .únum, þá varðar það sektum, •varðhaldi eða fangelsi allt að tveim árum. Jafnfætis ofangreindum starfsmönnum standa þeir menn, sem dómari eða yfirvald kveður sjer til aðstoðar við rekstur opinbers starfs“. Fjögra mánaða fangelsi Þá voru dæmdir í fjögurra mánaða fangelsi Magnús Hákon Pjetursson, arsori, Jóhann Kristján Guðmundsson, Garð- ar Óli Halldórsson og Guð- mundur Jónsson. Jóhann og Garðar Óli, höfðu báðir gerst brotlegir við 106. greinina, er f jallar um árásir og hótanir við opinbera starfs- menn. Þeir Kristján Guðmunds son og Guðm. Jónsson voru sek ir fundnir um brot gegn 108. grein hegningarlaganna, en sú grein hljóðar svo: Ærumeiðandi aðdróttanir „Hver, sem hefir í frammi skammaryrði, aðrar móðganir í orðum eða athöfnum eða æru meiðandi aðdróttanir við opin- beran starfsmann, þegar hann er að gegna skyldustarfi sínu, eða við hann eða um hann, út af því skal sæta sektum, varð- haldi eða fangelsi allt að þrem árum. Aðdróttun, þótt sönnuð sje, varðar sektum, ef hún er borin fram á ótilhlýðilegan hátt“. Hlutu þrjá mánuði Þessir menn voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi hven Friðrik Anton Högnason, Gísli Rafn ísleifsson, Árni Pálsson, Guðmundur Helgason, Páll Theódórsson, Ólafur Jensson, Hálfdán Bjarnason og Hregg- viður Stefánsson. Friðrik Anton gerðist brot- legur við 106. grein hegningar- laganna, svo og Gísli Rafn og Ólafur. Þeir Árni, Guðmundur, Páll, Hálfdán og Hreggviður voru sekir fundnir um brot gegn 108. grein hegningarlag- anna, þeirri er fjallar um móðg anir í orðum eða athöfnum við opinberan starfsmann. Voru sýknaðir Loks er svo að geta þeirra fjögurra manna er sýknaðir voru, en þeir eru Stefán Odd- ur Magnússon, Guðmundur Björgvin Vigfússon, Sigurður Jónsson og Kristófer Sturluson. Þá var svo kveðið á, að gæslu varðhald þeirra Stefáns Sigur- geirssonar, Stefnis Ólafssonar og Magnúsar Hákonarsonar, skuli koma refsingum þeirra til frádráttar. Búist við áfrýjun Svo sem fyrr segir, þá var öllr !um hinum sakfelldu gert að greiða málsvarnarlaun fyrir rjettinum. Búist er við, að flestum eða jafnvel öllum dómunum verði áfrýjað til Hæstarjettar, en ekkert lá fyrir um það í gær. Hnefaleikamói Ármanns í dag Fjelag íslenskra prjónles- I M :‘ý }, , M- fá '***& 1 Björn Eyþórsson. ARM.ANN heldur hnefaleika- mót í dag kl. 4 í íþróttahúsinu við Hálogaland. Keppt verðuf í.öllum þyngdarflokkum, og eru keppendur alls 19. Keppendur eru sem hjer seg- ir: Fluguvigt: — Sigurjón Þór- arinsson, Birgir Sigurðsson, Hörður Hjörleifsson og Friðrik Ólafsson. Bantamvigt: — Kristján Sveinsson og Leifur Ingólfsson. Fjaðurvigt: — Theodór Theó- dórsson og Ravn Viggósson. Ljettvigt: — —Guðmundur Karlsson og Sig. Jóhannsson. Veltivigt: — Gissur Ævar og Kristján Jóhannesson. Millivigt: — Björn Eyþórsson og Kjartan Guðmundsson. Ljettþungavigt: — Sigfús Pjetursson, Alfons Guðmunds- son og Björn Pálsson. Þungavigt: — Jens Þórðar- son og Jón Ólafsson. Ræddu viðskífíl Sýrlands og Libanon BEIRUT, 23. mars. Forsætis- ráðherrar Sýrlands og Libanon sátu fund saman í dag og ræddu viðskipti milli landa þessarra. Tollabandalag hefur verið milli landanna að undanförnu en var rofið vegna ósamþykkis snemma í þessum mánuði. Sagt er að ekkert samkomulag hafi náðst á fundi þessum. Þeir munu báðir sitja fund Araba- ráðsins, sem haldinn verður í Cairo n. k. laugardag. Handknalilelksmói r íslands Á FÖSTUDAGINN urðu úrslit þau í meistaraflokki kvenna, að ÍR og Ármann gerðu jafn- tefli, 3:3, en KR vann Hauka 2:1. Staðan er nú þannig: L Mrk St. Fram ........... 3 14:5 5 í. R............ 3 8:5 4 Ármann ......... 3 8:6 4 K. R. .......... 3 5:9 2 Haukar ........ 4 4:14 1 í Il.-flokki karla (a-riðii) vann Valur Hauka með 10:) og KR. FH með 8:4. í b-riðli vann Víkingur Ármann með 6:4 og ÍR Fram með 12:10. í a-riðli er nú staðan þannig, að KR hefir 6 stig, Valur 3, FH 3 og Haukar ekkert. í b-riðli hefir Víkingur 6 stig, Ármann 4, ÍR 2 og Fram ekkert. — KR og Víkingur munu keppa til úr- slita í þessum flokki. Molotov heiðraður. MOSKVU — Hinn 9. þ. m. átti Molotov, fyrrverandi utanríkis- ráðherra og núverandi varafor- sætisráðherra Rússlands, sextugs afmæli. Var hann þann dag sæmdur Leninorðunni vegna „framúrskarandi þjónustu í þágu kommúnistaflokksins og rúss- nesku þjóðarinnar". sjer fyrír fullkoníihni vinslu íslenskrar ullar FJELAG íslenskra prjónles- framleiðenda er ungt fjelag, sem hefir nú starfað í laust ár. í fjelaginu eru 15 framleiðend- ur, allir í Reykjavík. Prjónles- framleiðsla er nú orðin mikil iðngrein í landinu, og eru aðal lega framleiddar vörur úr lopa, því að mjög hefir verið erfitt að fá erlent garn, og hjer á landi er ekki til nægur vjela- kostur til að vinna ullina að fullu. Raddir hafa heyrst um það, að fólk hjer á landi sje óá- nægt með ýmislegt, er unnið hefir verið úr íslenska lopan- um, en segja má, að sumt af þeirn vörum sjeu ótrúlega góð- ar, þar eð bæði er mjög erfitt og dýrt að vinna úr lopa, enda hefir komið sjer vel að fá þær í þeim fatnaðarvandræðum, er undanfarið hafa ríkt hjer á landi. Mikið áhugamál hjá fje- laginu er að fá til landsins vjel- ar, er geti unnið fullkorið garn úr lopanum, og einnig að fá varahluta í þær vjelar, sem til eru, en það hefir ekki tekist, og er þess vegna ekki hægt að nota ýmsar þeirra, sem fyrir hendi eru. Langar fjelagið til að gera prjónlesvöru að fagvinnu og vanda hana sem best„ svo að hún verði verðmæt útflutnings vara og fylkja sjer um, að ullin komi að sem fyllstum notum, en íslenska ullin hefir kosti til að bera, sem gera vör,u úr henni einkum eftirsóknarverða, til dæmis það, hve góð hún er í vætu. Mikið hefir verið flutt út af ull, aðallega frá Sam- bandi íslenskra Samvinnufje- laga, en stendur nú til að unnið verði garn úr íslenskri ull í Þýskalandi, og kostnaðurinn greiddur með óunninni ull. Fjelagið vill beita sjer fyrir því, að hætt verði að flytja út eins mikið af óunninni ull og gert hefir verið og lögð verði áhersla á að vinna hana í land- inu sjálfu. Hefir það athugað sölumöguleika á slíkri vöru til útlanda, og telur þá góða, eink- um í Danmörku og Kanada. — Von er á vjelum til að vinna ullina, en svo mikið hefir dreg- ist að fá þær til landsins, að nú þarf að fá viðbótargjaldeyris- leyfi fyrir þeim vegna verð- hækkunar, sem orðið hefir á þeim vegna gengislækkunarinn ar. Þótt garnið verði dýrara heldur en lopinn, munu vörur úr því samt verða ódýrari, svo ,er miklu fljótvirkara að vinna úr því heldur en lopa. Fjelagið hefir í hyggju að halda á næstunni sýningu á ís- lenskri prjónlesvöru. — Stjórn Fjelags ísl. prjónlesframleið- enda skipa nú þetta fólk: For- maður, Viktoría Bjarnadóttir, ritari Harald Björnsson, gjald- keri Salóme Jónsdóttir. — í varastjórn eru Sveinbjörg Kle- mensdóttir og Vilhjálmur Vil- hjálmsson. NEW YORK, 23. mars: — Eitt af hinum nýju risaflugvirkjúm Bandaríkjanna hrapaði í dag til jarðar í Arizona. Flugvjelin var á tilraunaflugi í 5000 metra hæð, þegar kviknaði í einum hreyfli þess. Með henni fórust 14 manns. iéngijelagið Harpa leldar konserf feÖNGýJEL'AtírÐ Harpa heíá- ur konsert undir stjórn Jan Moraveks, á fimmtudaginn kem ur, kl. 7 í Gamla Bíó. Undan- farið hefir verið hljótt um. Hörpu. Síðast er hún kom fram, var ásamt symphoníu- hljómsveit á konsert í Tripolí- bíó. Var það undir stjórn dr- Victors Urbandschitsch. Árið 1948 sigldi Harpa til Kaup- mannahafnar og tók þar þátt í Norðurlandasöngmóti. Á konsertinum á fimmtudag- inn kemur frarn 47 manna kór, sem þó er ekki eingöngu skip- aður meðlimum Hörpu. 16 eru úr Samkór Reykjavíkur, sem er söngstjóralaus nú sem stendur, en það, sem mest hefir háð þess um kórum, er það, hve erfitt hefir reynst að ná í söngstjóra. Aðalverkið, sem flutt verður, er Söngur Miriams, eftir Schubert. í því verki mun frú Svanhvít Egilsdóttir syngja einsöng og einnig í Ave María, eftir Scþu- bert. Auk þessa verða flutt lög eftir Björgvin Guðmundsson. Emil Thoroddsen, Jan Moravek, Lindblad og Kjerulf. Undirleik annast Fritz Weishappel. Ráð- gert hefir verið að flytja þessa söngskrá á næstunni í ná- grenni Reykjavíkur. Jan Moravek er orðinn kunr* ur tónlistarmaður hjer. Hanrt er fæddur í Vínarborg, en er a£ tjekkneskum ættum. Þetta ei* í fyrsta sinn, er hann kemui fram sem söngstjóri hjer á. landi, en hann hefir starfað sem slíkur við tjekkneskan kór í Vínarborg. — Stjórn Söngfje- lagsins Horpu s„ipa. Agust H. Pjetursson, formaður, Ásta Jónsdóttir, ritari, og Steingrím ur Gíslason, gjaldkeri. Kynningarbl myndir sýndar EINN ÞÁTTUR í starfi Al- þjóðasambands opinberra ferða skrifstofa er að stuðla að því, að skrifstofur innan sambands-* ins sfhi og láni kynningar- kvikmyndir. Ferðaskrifstofa ríkisins hefuC að sjálfsögðu áhuga á þvl, að koma íslenskum kvikmynd- um á framfæri sem víðast og umleið ber henni að sjálfsögðn að sýna þær myndir, er henni berst frá opinberum aðilum inri an sambandsins. Hjer er því urrt gagnkvæma auglýsinga- og fræðslustarfsemi að ræða. Fyrstu myndirnar, sem Ferðtí skrifstofunni hafa borist, eru frá Belgíu og belgisku nýlend- unum í Afríku. Verða þessar* myndir sýndar í dag — sunnu- daginn 21. mars — á Flugvallar hótelinu á tímabilinu kl. 3—5. Aðgangur er ókeypis. Ferðirj verða frá Ferðaskrifstofunni. Veitingar á staðnum. KAIRO, 25. mars: — Arababanda' iagið kom saman á ráðstefnu.hjen í borg í dag. Ráðstefnan mun standa yfir í rúmlega hálfan mánuð. Óvíst er hvort Trans- jordan sendir fulltrúa á ráð- stefnuna þar eð grunt er á þvi góða milli Transjordar.manna og Egypta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.