Morgunblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 26.03.1950, Blaðsíða 9
Sunnudagur 26. mars 1950. *IUKGÍJ[\ttLAOI» 9 RE YK Stjórnarsamvinnáii ÞAÐ ljetti yfir þjóðinni, dag- inn sem samtök núverandi stjórnarflokka komust á. Þau samtök afstýrðu utanþings- stjórn og fullkomnum glund- roða í efnahagsmálum og stjórn málalífi íslendinga. Þetta var öllum hugsandi mönnum ljóst. Menn óttuðust að hatramar deilur flokkanna myndu hindra nauðsynleg san'—-3k um stjórn- armyndun, og þau bjargráð í efnahags- og atvinnumálum sem ein gátu afstýrt öngþveit- inu. Meðan gengi íslensku krón- unnar var eins og það var skráð var haldið uppi fuljkomnu ó- samræmi við hið raunverulega verðgildi hennar eða kaupmátt. Með sífeldum kaupskrúfum og verðbólgu á undanförnum ár- um var dregið úr gildi hverrar krónu. Uns framleiðslan sem fjekkst fyrir krónurnar varð fckki seld í erlendum gjaldeyri nema með stórfeldum uppbót- um, ríkisstyrkjum eða „frjálsu11 gengi. Ríkissjóður var orðinn aðalkaupandi útflutningsvar- anna. Þetta horfðu flestir á með ugg og kvíða. En erindrekar hins austræna valds, sem vilja núverandi þjóðfjelag á íslandi feigt, horfðu á þetta með vel- þóknun. Sem eðlilegt er. Því þjóðarböl er þeirra gróði. Neyðarráðstöfun ENGIN þjóð gerir það að gamni sínu að fella gjaldeyri sinn og gera sjer með því óhægra en áður um kaup á erlendri vöru. En margar þjóðir hafa orðið að sætta sig við þesskonar ráðstaf- anir, sem eru meiri fyrir sjer en við íslendingar. Við erum orðnir fátækari en við vorum um skeið. Og verð- um að taka afleiðingunum af því. Fimm aflaleysisvertíðir á síldveiðum í röð og aflatregða á þorskveiðum á þessari ver- tíð í ofanálag, ásamt verðfalli á afurðum okkar vegna auk- inna matvælaframleiðslu, hlýt- ur að hafa þungbærar afleið- ingar fyrir íslenska atvinnu- vegi. Svo sá flokkur manna hjer á landi sem gengið hefur í þjónustu erlendrar ofbeldis- stefnu og fljettar bölbænir yfir íslenskt þjóðlíf í kvöldbænir sínar, hefur sannarlega yfir miklu að gleðjast. Enda ræður Moskvamálgagn- ið sjer ekki fyrir ánægju er það í myndafrjettum sínum skýrir frá, að íslenskar afurðir reyn- ast óseljanlegar í útlöndum. Þjóðviljinn og pólitískur talkór kommúnista staglast á því, að allar íslenskar afurðir sje hægt að selja í Rússlandi. En úrslitaneitun um sölu þang- að á íslenskum afurðum var kveðin upp í Moskvu, þegar valdsmenn þar úrskurðuðu fyr- ir nokkrum árum, að þeir keyptu ekki vörur hjeðan þeg- ar þeir gætu keypt samskonar várning ódýrara verði annars- staðar. Eftir það kepptust kommúnistar við að gera ís- lenskar afurðir sem dýrastar. Engin önnur leið TIL þess að hægt yrði að halda iramleiðslu sjávarafurða á- fram og afla tekna í þjóðar- J A V í búið, var éngín önnur leið fyrir hendi, en gengislækkunin. Um það voru allir stjórn- málaflokkar sammála. En Alþýðuflokkurinn hefur sjerstöðu í málinu, sem mun vera alveg einstæð fyrir lýð- ræðisflokk. Að vera í orði kveðnu á móti þeirri leið sem farin er. En gera ekki tilraun til að benda á aðra leið í stað- inn. Alþýðuflokkurinn viðurkenn- ir að leggja hefði þurft 70—100 miljónir nýrra skatta og tolla á þjóðina ef lengra hefði átt að halda eftir uppbóta og styrkja leiðinni. Hann treysti sjer ekki til að leggja þær drápsklyfjar á þjóðina. Var því horfinn frá þeirri leið. Nema hvað hann sagði til málamynda að hægt væri að setja á stofn allsherjar landsverslun við útlönd, og græða á henni 30 milljónirnar. Hverjum dettur í hug nema Alþýðuflokksmönnum að lands verslun kosti ekkert í rekstri? En jafnvel hagfræðingum Alþýðuflokksins tekst ekki að telja sjer trú um, að ímyndaður 30 miljóna hagnaður af áætl- aðri landsverslun þeirra nægði nokkurntíma til að greiða 70— 100, miljónir króna í uppbætur handa framleiðslunni. Með þeirri afstöðu til efna- hagsmálanna, sem Alþýðuflokk urinn hefur tekið, er einkar eðlilegt, að hann vilji hætta afskiftum af stjórnmálum. Ekk- ert liggur beinna við fyrir hann. Forystumenn hans skáka í því skjóli, að almenningur verði fyrir ýmiskonar óþægindum við gengislækkunina, á meðan gengislækkunin hefur ekki rýmkað fyrir sölu íslenskra af- urða, og þar með greitt fyrir kaupgetunni. Meðan á þessu stendur ætla Alþýðuflokksmenn að skara eld að sinni pólitísku köku. Má segja að þeim veiti ekki af. Því lítið dregur vesæicn, sem kunn- ugt er. Meðan á þessari „pólitísku vertíð“ Alþýðuflokksins stend- ur, hyggst hann að keppa við kommúnista í því, að ala á óánægju þeirra, sem að nafn- inu til eru þjóðhollir menn, en brestur yfirsýn til að skilja, og viðurkenna, að þjóðin þarf að leggja að sjer, og efla samhug sinn og fórnfýsi, til þess að komast fram úr þrengingum þeim, sem að henni steðja, vegna aflabrests, verðfalls af- urðanna og verðbólgu undan- farinna ára. En þessi kappleikur Alþýðu- flokksins við ofbeldisflokkinn hlýtur að mistakast, eins og Bjarni Benediktsson benti ný- lega á í þingræðu. Því Alþýðu- flokkurinn er í eðli sínu lýð- ræðisflokkur og getur aldrei komist í hálfkvisti við hinn er- lenda einræðifslokk í niðurrifs- og skemdastörfum í þjóðfje- laginu. Þeir hafa hvergi tiltrú í ÖLLUM frjálsum kosningum, sem fram fara vestan Járn- tjalds, kemur það í ljós, að fylgi kommúnísta fer þverr- andi. Sama hvort um er að ræða kosnipggr til þjóðþinga eða til bæjarstjórna. í kosningunum til breska þingsins á dögunum KURB gehgií' 28.200.000 manna að kjörborðinu. Níu af hverjum þúsund greiddu kommúnistum atkvæði. Það samsvarar því, að með sama fyjgi eða fylgisleysi hjer í Reykjavík væru hjer alls um 200 kommúnistar. í skiln- ing á kommúnistum, sem ýmsu öðru, stöndum við allmikið að baki þessari öndvegisþjóð lýð- ræðisins, Bretum. En það er, eins og maðurinn sagði á Stúdentafundinum í janúar, „ekki andskotalaust, hversu kommúnisminn á örðugt uppdráttar meðal Breta“. Við bæjarstjórnarkosningar í Danmörku um daginn misstu kommúnistar meira en annan- hvorn fulltrúa sinna. Enda höfðu nokkrir forsprakkar þeirra nokkru fyrir kosningar, ruðst inn í bæjarstjórnarsal Kaupmannahafnar, grenjað á andstæðinga sína, sem sátu þar á fundi, að þeir mættu reiða sig á, að slíkum fulltrúum, sem al- þýða manna hefði valið sjer í bæjarstjórn Kaupmannahafnar, skyldi verða „útrýmtO. Enginn lætur sjer detta í hug, að á bak við þessar ógnanir liggi það, að kommúnistar hugsi sjer að ,,út- rýma“ andstæðingum sínum í bæjarstjórn Hafnar með valdi kjörseðlanna. Þar hugsa þeir sjer að vopnavald hinna aust- rænu yfirmanna þeirra eigi að koma til. Enda hafa kommún- istar hvergi í heiminum komist til valda á lýðræðislegan hátt. „Fjáraflaplön“ SANNANIR hafa komið fram um það, að sænskir kommúnist- ar fá stórfje beina leið frá Rúss- landi til flokksstarfsemi sinn- ar. Hin sænska flokksdeild kommúnista hefir stórkostlega gengið saman á síðustu árum. En eftir því sem næst verður komist hafa fjárráð flokksdeild- arinnar batnað eftir því, sem flokksmönnum hefir fækkað. Lengi hefir leikið grunur á því, bæði í Svíþjóð og með öðr- um Norðurlandaþjóðum, *að kommúnistar feli tekjuöflun sína frá ,,Móðurlandinu“ á bak við allskonar fjársafnanir og samskot, sem á yfirborðinu eru látnar heita að komi frá eld- heitum fylgismönnum innan- lands. Meginið af því fje, sem flaggað er með í blöðum komm- únista, að sje komið frá inn- lendum fylgismönnum sje í raun rjettri komið frá hin- um sameiginlega flokkssjóði austan Járntjaldsins. En hinir óbreyttu flokks- menn, sem vinna í þágu Stalin- ismans og vita ekkert í sinn haus, til hvers þeir eru not- aðir, eru að sjálfsögðu ekkert látnir um þetta vita. Ræktunarsjóðurinn I SAMNINGUM þeim, sem gerð ir voru um stjórnarsamstarfið, var kveðið svo á, að af því fje, sem rennur til ríkissjóðs vegna gengisbreytingarinnar, skuli 5 milljónir fara í Ræktunarsjóð- inn. Framsóknarmenn telja að sú ráðstöfun eigi að reiknast tekju'mfegin hjá fíokki þeii’ra. En þegar á það er litið, liversu mikið fjármagn þarf í íslenskar sveitir á næstu árum, til að rækta jarðirnar, svo hægt sje að stækka bústofninn í stór- RJEF um stíl, er einsætt, að 5 milljón- ir hrökkva skammt í þá fjár- íestingu alla. Og meira er um vert, að menn taki saman hönd- um um það, að allt það fje, sem fest er í landbúnaði, í ræktun, vjelar og byggingar verði arð- bært, því verði vel og hagan- lega varið. Svo hver sem legg- ur fram fje sitt og vinnu í bún- aðarumbætur geti verið viss um, að hann fái öruggan arð í aðra nönd. Sameiginleg átök núveranai stjórnarflokka í þessum efnum verða heilladrýgst, til þess að skapa blómlegan landbúnað í íslenskiun sveitum. Það er ekki að efa að núverandi forsætis- ráðherra, fyrrverandi búnað- armálastjóri, Steingrímur Stein þórsson, veit og skilur þetta manna best. Að sýna hófsemi FYRIR nokkrum dögum birtist í dagblöðunum tilkynning frá ríkisstjórninni, þar sem skýrt er tekið fram, að öll verðhækk- un sje bönnuð á aðfluttum vör- um, þeim sem voru i verslun- um þegar gengisbreytingin gekk í gildi, og engin hækkun á verðlagi megi yfirleitt eiga sjer stað, nema að fengnu leyfi verðlagsyfirvaldanna. Ennfremur segir, að ríkis- stjórnin muni gera sjerstakar ráðstafanir til þess a ðsjá um að þessum fyrirmælum verði fylgt, og fullri ábyrgð verði komið fram, gegn öllum þeim, er gera tilraun til að ná óeðli- legum og ólöglegum hagnaði í sambandi við verslunarálagn- ingu vegna gengisbreytingarinn ar. — Þar segir og m. a.: „Þjóðin á nú, öll sem einn maður, lífs- afkomu sína undir því, að geng isskráningarlögin nái tilgangi sínum. Hver sá, er torveldar eðlilega framkvæmd laganna, bregst því skyldum sínum gagn vart samborgurum sínum og sjálfum sjer“. Ríkisstjórnin beinir þeim ein dregnu tilmælum til almenn- ings, að hann sýni hófsemi og stillingu í þessu mefnum. Áskorun Verslunar- ráðsins. DAGINN eftir sendi Verslunar- ráð íslands út svohljóðandi á- skorun til meðlima sinna. „Vjer leyfum oss að vekja at- hygli meðlima Verslunarráðs- ins á tilkynningu ríkisstjórnar- innar, um bann við hækkun á vörum, sem þegar hafa verið verðlagðar og áskorun ríkis- stjórnarinnar til verslana og iðnfyrirtækja um, að dreifa fyr irliggjandi vörum sem jafnast til neytenda. Verslunarráðið vill alvarlega skora á meðlimi sína og aðra kaupsýslumenn að verða við tilmælum ríkisstjórnarinnar og sýna með því þann þegnskap, sem sjálfsagður er, og sem þjóðinni er nú nauðsynlegri en nokkru sinni fyrr“. Tilkynning ríkisstjórnarinnar og áskorun Verslunarráðsins, verða að , sjálfsögðu rík hvöt öllum verslunum og iðnfyrir- tækjunum að hlýða sem ná- kvæmast þeim fyrirm., sem sett eru og þeirri þegnlegu skyldu, sem hvílir á mönnum, að stuðla Laugardagur 25. mars að því, að þær ráðstafanir, sem nú eru gerðar, til viðrjetting- ar framleiðslu landsmanna, komi að tilætluðum noturn. —• Jafnframt er þess að vænta, að almenningur veiti því eftirtekt, að hvarvetna verði farið eftii* settum reglum. Tilkynning til fæðiskaupenda SAMA DAGINN sem áskorun Verslunarráðsins birtist í blöð- um bæjarins birtist tilkynning- frá fjórum veitingahúsum sunn anlands og norðan til fæðiskaup enda, þar sem segir: „Með því að okkur hefir ekki tekist, að fá leyfi verðlagsstjóra til verðhækkunar á föstu mán- aðarfæði, þrátt fyrir að veiting- ar þessar eru nú seldar með tapi, neyðumst við til að segja fæðiskaupendum okkar upp, frá 1. apríl n. k. að telja". Almenningur, sem þekkir ekki, við hvaða verði mánaðar- fæðið er selt í viðkomandi veit- ingahúsum, nje er því kunnug- ur, hve mikið tjón veitingasal- arnir bíða, af þessum viðskipt- um sínum, spyr: — Er þessi tilkynning í -samræmi við til- mælin um, að sýna hófsemi og stuðla að þvi, að innleiða þann sparnað í daglegu lífi, sem þjóð in þarfnast nú? Væri ekki nær að fæðissal- arnir segðu eitthvað á þessa leið: —- Þar eð almenningi er nauðsynlegt að spara, meira en gert hefir verið um skeið, þá gerum við mánaðarfæði okkar iburðarminna og einfaldara en verið hefir, svo við getum selt heilbrigðu verði? „Spyrðubandið“ ALÞÝÐUBLAÐIÐ talar digur barkalega í dag um „ráðleys- ingja“ í sambandi við gengis- lækkunina. Geta Alþýðublaðs- menn djarft úr flokki talað, um ráðleysi í þessu máli. „Sá veit gerst sem reynir“. Síðan alvarlega var farið að tala um hagnýtar ráðstafanir til að koma í veg fyrir algera stöðvun á útflutningi lands- manna og þar af leiðandi at- vinnuleysi í landinu, og menn höfðu gert sjer fulla grein fyrir því, að um tvær leiðir var að ræða, verðhjöðnun eða gengis- fellingu, hafa Alþýðuflokks- menn ekki komið upp einu orði um nein ráð sem farandi væri eftir. „Vitið og framsýnin er hjá gengislækkunarpostulunum“ segir í ritstjórnargrein Alþýðu blaðsins. Höf. veit sem er, að eftir hvorugu er að leita í her- búðum Alþýðuflokksins. Greinarhöf. segir ennfremu.r, að ólíklegt sje, að verkalýðssam tökin efni til samvinnu við „kúg ara sína“ og meinar þar stjórn arflokkana. En myndu verka- lýðssamtökin líklegri til að gera-sig ánægð með að ekkert sje aðhafst, til að forða atvinnu vegunum og atvinnulífinu í landinu frá tortímingu, þeg- ar grundvöllur undir síhækk-0 andi styrkjum og 'uppbóturri,' hrynur? Eða hversu langan umhugs-' unartíma skyldi Alþýðuflokk- Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.