Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.03.1950, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. mars 1950. MORGUNBLAÐIÐ BROT UR HEIMSMYIMD ÍSÍ. . IDINGÁ Á 13. OLD Á SUNNUDAGINN var, flutti dr. Jón Jóhannesson fróðlegt erindi í Háskólan- um, sem fjallaði um hug- myndir norrænna manna á þjóðveldisöldinni, um landa- skipan við norðanvert At- lantshaf. — Frjettamaður Mbl., sem var viðstaddur fyrirlesturinn, tók niður nokkur atriði úr ræðu dr. Jóns og fer það hjer á eftir: Heimildir mjög í molum Forfeður vorir á þjóðveldis- öldinni höfðu eigi slík gögn í höndum, sem við nútímamenn höfum til þess að skýra fyrir okkur landaskipan við N.-At- landshaf. Hvaða hugmynd gerðu þeir sjer um þessi efni? Mjög er erfitt að svara þessari spurningu, með því að heimild- irnar eru mjög í molum. Þó að; reynt verði að gera nokkura úrlausn, er að sjálfsögðu ómögu legt að gera efninu fullnaðar skil. Leiðarvísir Nikulásar ábóta Langmerkast þess, sem frum- samið var á íslensku um land- fræðileg efni, má telja Leiðar- vísi þann er Nikulás áþóti á Munka-Þverá ljet gera. Hann Ijetst 1159. Flest annað er, sm.ælki, þótt merkilegt sje áj marga lund. Meðal þess er landalýsing sú, er hjer verð- ur rætt um og er að finna í Árnasafni. Líklegast er að landalýsing sú sje gerð á síð- ara hluta 12. aldar. Fyrst er þar lýst Asíu, síðan Afríku og loks Evrópu. Landalýsingarhandritið í Árnasafni í þeim kaflanum, sem fjall- ar um Evrópu, er m. a. sagt frá löndunum norðan og austan Noregs. Koma þar ýms nöfn fyrir, svo sem Finnmörk og Bjármaland. Segir þar einnig að frá Bjarmalandi gangi lönd til óbyggða í norðurátt allt til þess er Grænland tekur við. — Frá Grænlandi í suður, liggur Helluland, þá Markland. Það- an er eigi langt til Vínlands, er sumir menn ætla að „gangi af Afríku“, þ. e., sje skagi út úr Afríku. Grænland og Vínland íalin til Evrópu Það kemur mönnum á óvænt að Grænland, Helluland, Mark- land og Vínland skuli vera tal- ín til Evrópu. En hitt kemur ekki síður kynlega fyrir sjón- ir að Vínland skuli vera talinn skagi út úr Afríku. Höfundur- inn virðist þó sjálfur vera í vafa um þetta atriði, og þá væntanlega, hvort telja ætti Vínland til Evrópu eða Afríku. Jörðin var talin k|ingla um flotin sæ Á miðöldum var sú skoðun algengust, að jörðin væri kringla, umflotin sænum, út- hafinu. Þetta úthaf er kallað hafið rauða í Grágás. Þegar Ur Syrirlestri dr. Jóns Jóhannessonar Dr. Jón Jóhannesson norrænir menn fundu ísland og síðan Grænland og meginland Norður-Ameríku, ímynduðu menn sjer, að þau lönd væru eyjar í úthafinu, eins og rjett er að nokkru leyti, en sú skoð- un var ekki reist á þekkingu, heldur sem sagt ímyndun einni. Höfundurinn hefir sýnilega hugsað sjer, að norðurhluti At- landshafsins væri eins konar innhaf, lokað af landahring. Þó sjest ekki, hvort hann hefur hugsað sjer, að öll þessi lönd frá Bjarmalandi til Afríku væru samföst, en líklegra er, að svo hafi ekki verið. Fvrir utan þenna landahring hefir hann svo vafalaust talið útháf- ið vera. í Konungsskuggsjá er Græn- land talið meginland 1 Konungsskuggsjá telur höf undur bókarinnar það almenna skoðun að Grænland sje meg- inland. Rökstyður hann það með því, að þar sje fjöldi dýra, svo sem hjerar, vargar og hreindýr, sem enginn maður hafi flutt þangað og geti ekki verið þar upprunnin. -— Eftir þ'ví hefir hann hugsað sjer, að Grænland væri skagi norður úr a’ustanverðri Evrópu. — Svipaða skoðun um landaskip- an, sem höfundur landalýsing- arinnar hefur, er að finna í öðr- um ritum. í Eiríks sögu rauða segir frá hafvillu þeirra Eiríks og Þorsteins sonar hans, og er komist svo að orði, að skipið hafi reitt um haf innan, en þeir voru að leita Vínlands. Þarna ímyndar höfundur sjer að hafið væri umkringt löndum. Fleiri heimildir benda í sömu átt. Hvernig varð hugmyndin um landasCipan við norðanvert Atlandshaf til? Næst ræddi dr. Jón Jó- hannesson um það, hvernig þeási hugmynd um landaskipan hafi orðið til. Taldi hann að hún hafi skapast smám saman, að sumu leyti er hún reist á þekk- ingu en að öðru leyti á ímynd- un. Erfitt er að skera úr því til hlítar hver hafi verið undirrót þessarar ímyndunar. Hjer í blaðinu er því miður eigi rúrr til að rekja ýtarlega röksemd- arfærslu dr. Jóns um þessi efni, en verður aðeins drepið á fáein atriði. í landalýsingunni segir, að á milli Bjarmalands og Græn- lands gangi „lönd of norður- átt“. í rauninni eru þar lönd, þótt þau sjeu ekki samföst. Novaja Semlja, Franz Jósefs- land og Spitsbergen mynda einskonar stiklur milli Rúss- lands og Grænlands. En eylönd þessi liggja svo norðariega í Dumbshafi, að litlar líkur eru til að íslendingar eða aðrir Norðurlandabúar hafi komið þangað. Svalbarði — Jan’ Mayen Ymsir hafa talið að með Svaibarða væri átt við Spits- bergen. En Sturla Þórðarson segir að „fjögurra dægra haf“ sje frá Langanesi til Svalbarða. Hjer leikur varla vafi á að um Jan Mayen er að ræða, því þre- falt lengra er til Spitsbergen og ekki er vafi á að það er miklu lengri sigling en svo að verði farin á fjórum dægrum. — Sýndi dr. Jón Jóhannesson fram á með ýmsum dæmum öðrum að hjer gæti tæpast ver- ið vafi á. Nú liggur nærri að ætla, að Svalbarði eða Jan Mayen sje einmitt landið, sem sagt er frá í Historia Norwegice, að fund- ist hafi milli Grænlands og Bjarmalands, og menn hafi síðan miklað þetta litla eyland fyrir sjer í huganum, uns það var orðið að landbrú milli Grænlands og Bjarmalands. Hugmyndin um landahringinn að allmiltlu levti sprottin af landkönnun Þessu næst skýrði dr. Jón, hvernig hugmyndir fornmanna hafi verið um landbrú í vestri og suðri. Niðurstaða hans um þessi efni varð sú, að hug- myndin um landahringinn sje að allmiklu leyti sprottin af landkönnun og raunverulegri þekkingu, en inn í sje ofið í- myndunum, sem eigi að sumu leyti rætur sínar að rekja til hinnar almennu miðaldaskoð- unar, að jörðin sje flöt kringla, og að öðru leyti til ævintýra- sagna- — Norrænir menn vörpuðu ljósi þekkingarinnar lengra norður og vestur, en öðrum þjóðum liafði tekist „Ef til vill þykir flestum heldur lítið til hugmyndarinn- ar' um landhringinn koma“, sagði dr. Jón Jóhannesson að lokum, „en við vitum ekki, nema eftir okkur komi menn, sem telji vor^i landaþekkingu lítilfjörlega. Og því má ekki gleyma, að með landkönnun sinni vörpuðu norrænir menn ljósi þekkingarinnar lengra norður og vestur á bóginn, en öðrum þjóðuxn hafði tekist“. <9 Benedikt Gíslason frá Hof- teigí: Smiður Andrjesson og þættir. Sögunefnd Aust- firðingaf jelagsins. Þjóð- fræði Bókautgáfan Norðri, Akurcyri 1949, 202 bls. ÞEGAR Benedikt Gislason var að semja eða safna efni í Hall- grímssögu'sína, skálds frá Stóra Sandfelli þá sagði Guttormur á Hallormsstað við hann: „Þú skefur aldrei alit kvennafars- orð af Hallgrími langafa þín- um“. Þó er mjor nii nær að halda að Benedikt, hafi tekist það með Hallgrimssögu. Bókin um Smið Andrjesson virðist af nokkuð líkum rökum sprottin: löngun til að hreinsa minningu Smiðs Andrjessonar, sem munnmæli og Jón Trausti hafa gert að miklum kvenna- manni og rjettiátlega sleginn af Grundar-Helgu og Eyfirð- ingum hehnar. Og hjer er ólíku saman að jafna, hve illt er við- fangs að snúa við þessum dómi eða ,,sleggjudórni“ sögunnar, vegna þess hve skarðar eru heimildir og fáo^ðar frá þess- um tímum og ekki hlaupið í kirkjubækur eins og hægt var til að slá mður o 'ðróminum um Hallgrim. Benedikt gerir þó virðingarverða tilraun til að snúa við dóminum um Smið, og til þess að fæ*a líkur að því áliti sínu sem er merkilegt í sögu Islands. ef rjett væri, að hirðstjórai hafi aldrei verið norskir menn meðan Island laut Noregskonungum, heldur ávallt íslcnskir. Hvort sem þetta er rje.tt eða rangt hljóta allir sögufróðir menn að v.era Benedikt þakk- látir fyrir að hafa kveðið upp úr með það og þannig vakið til umhugsunar um málið. En hvorki um það,. nje ættfræði Benedikts, nje hinn nýja dóm Benedikts um Smið Andrjésson er jeg nokkur maður til að dæma. En hitt er ekki auðvelt að láta sjer sjást yfir hve vel þessi bók um Smið er skrifuð, jafn moldviðrislegt og efnið hlýtur oft og tíðum að hafa verið og illt viðuieignar. Auk þess er Smiðs-saga tæplega meir en helmingur bókar. Hitt eru fjór- ir þættir, fyrst ..Athuganir og íaukar“ við sögu Indriða á Fjalli um Þingeyinga þá ..Beinafundui'inn við Jökulsá“, þá ..Sigurður smali“, og loks „Milli tveggja v’kna“. Og má jeg sem málfræðingur spyrja: ,.hví ekki milli víka?‘.‘ eða er þetta Vopnfirska? Aldrei hevrði jeg það ruður í Breiðdal á min- um uppvaxtarárum og ekki finnst það á málfræðibókum. Eða er þettu nýt'sku-skólamál? Mig minnir ekki betur en að jeg heyrði hálærðan kvenn-stúdent Borgfirskan gamlan nemanda Björns Guðfinnssonar í New York á veimagtarárum stríðs- ins nota svipaða orðmynd. hvrt sem það var nú víkna eða tíkna, en ekki var það þó bóknasafri. en svo mundi það kunnuga orð láta í eyrum ef þessi orð hefðu að fornu óg nýju haft -na í c'gnarfalli fleir -tölu. Hjer er þv> eitthváð nýtt á ferðum hvaðan úr skrattan- um sem það er komið. Það var aldrei ætlun m:n að fara að fetía fingur út í málfraíði frænda míns Benedikts frá Hof- teigi, en úr því jeg hef nú glappast út á þá óheillabraut, má jeg geta þess, að mjer þyk- ir hann nota orðið fræði stund- um oftar á blaðsiðu en gott má> ^kja fyrir stíl hans, og mun> hann sjá það sjálfur. Hitt var beldur erindi þessara< lína að jeg Vil votta BenedikJ mínar einlægu þakkir fyrir það > eigi aðeins hve gevsifróður mcð > -ur hann er orðinn, heldur einnig fyrir það hve vel og skemmtilega har.n skrifar. Mjer leist svo á Hallgrímssögú han.s • ‘ sem þar væri óvenjulegur mað> -ur á ferð enda tekur þessii bók hans of skarið um það að' hjer fer ritsnillingur, hvort: sem harm er nú kannske stund- um of frumlegur fyrir samtíð- armenn sína eða of mikill sjer- vitringur til þess að eiga sam- leið með mönnum. Óneitanlega< virðist Smiðs-saga benda í þ,á> átt. En slíkt er auðvitað kost- ur ekki hvað minnstur á mann- inum. Ritsnilld Benedikts kemu' ekki hvað síst fram í síðustu* þáttunúm tveini um SigurJ smala og vikurnar tvær. Ei: t ■ greinar þessar svo vel skrifað- ar að mjer virðist að þeir tve:>'- frændur Benedikts, Gunna." Gunnarsson og Þórbergur Þórð -arson, gætu verið vel sæmd. af þeim. Er þá ekki skamm.t jafnað, en mjer finnst Benedikt kippa í kyn til þessara frænda sinna, og þó kannske einkum Gunnars, enda eru þeir ná- skyldari og báðir Vophfirðing- ar að uppcldi, en Hjeraðsmenn að ætt. Maður vonast eftir þv í > að Þórbergur Þórðarson eigii - eftir að skrifa sögu Unuhúss áð- ur en hann deyr En hver á að skrifa bókmenntasögu Vopna- fjarðar og Hjeraðs ef ekki' Benedikt Gíslason? John Hopkins University, Baltemore Stcfán Einarsson. Vandenbsrg hvelur tll samslarfs um lítanríkismál NEW YORK, 27. mars — Vandenberg öldungadeildar- þingm., sem nú liggur veikur í sjúkrahúsi í New York ljet í gær birta ’ bandarískum blöð- um viðtal við sig um utanríkis- mál Bandaríkjanna. Leggur Vandenberg þar til. að flokk- arnir tvcir Demokratar og Republikanar komi aftur á nánu samstarfi um utanríkis- mál og Táti engan flokkaríg spilla samvinnunni um þau. Þessi yfirlýsing hans hefur nú þegar haft geysi mikil áhrif á bandaríska þingið og gert útlit- ið betra fyrir lausn ýmissa að- kallandi 'vandamála. Ef til vill verður þessi vfir'.ýsing Vanden- bergs þýðíngamesta hjálpin til að Acheson utanríkisráðherra nái samkomulagi við þingið, en undanfárið hefu: verið grurjnt á því góða milli þessarra aðjla og margir þirtgmenn ráðist harkalega á utártríkisstemu Achesons. *— NTB.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.