Morgunblaðið - 09.05.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.05.1950, Blaðsíða 8
rtf ORGUISBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. maí 1950. 3$!®tgpstiMafrfö Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. óhrifar: DAGLEGA LÍFINU Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.)' Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. „Fína fólkið“ minnir á sig „FÍNA FÓLKINU“ í þjóðvarnarfjelaginu svokallaða, hefur fundist að það þyrfti að minna á sig. Á aðalfundi fjelags þessa ,sem flestir hugðu að hefði annaðhvort sofnað svefn- inum langa eða gengið í heild í flokk kommúnista, var sam- þykkt yfirlýsing, þar sem því var lýst yfir að kommúnistar ættu enga sök á grjótkastinu og skrílsárásinni á Alþingi 30 mars 1949. Dómsmálaráðherrann, lögreglustjórinn og for- menn lýðræðisflokkanna ættu þar á alla sök. Þjóðviljinn segir frá því að einn af leiðtogum „fína fólks- ins“ hafi á fundi þessum lýst þeirri skoðun að nauðsyn bæri til þess að fjelag þess starfaði áfram til þess að stuðla að því, „að heilbrigður kjarni þjóðarinnar geti haldið þjóðar- vitund sinni og dómgreind í framtíðinni....“ Já, þarna talar maður, sem hefur bærilega dómgreind til brunns að bera. Hann hefur meira að segja svo mikið af henni að hann vill halda uppi fjelagsstarfi til þess að útvega öðru fólki dómgreind!!! Blessaður maðurinn, ekki vantar örlæti hjartans. En til marks um auðlegð hans af þessum ágæta eiginleika lýsir hann því yfir að það sje leiðtogum lýðræðisflokkanna að kenna að þinghúsið var grýtt og til- raun gerð til manndrápa. Hann lýsir því yfir að þeir, sem grjótinu köstuðu, beri enga ábyrgð heldur aðeins þeir, sem grýttir voru!!! Það er ekki að furða þótt fólk með svona ,,fína“ dómgreind bjóði -„kjarna þjóðarinnar“ upp á hjálp til þess að halda „þjóðarvitund“ og „dómgreind í framtíð- inni“!!! r’ Konungsdeíla undir þjóðarúrskurð ÞANN 29. apríl var Belgíuþing rofið. Það var niðurstaðan af sjö vikna tilraunum katólska flokksins, sem aðeins skortir 2 þingsæti til þess að hafa hreinan meirihluta í fultrúadeild þingsins, til þess að fá nokkra af þingmönnum frjálslynda flokksins til þess að samþykkja heimkomu Leópolds kon- ungs. En allar þessar tilraunir fóru út um þúfur. Um skeið leit þó út fyrir að samkomulag næðist á þeim grundvelli að konungurinn kæmi heim, færi með völd í um það bil 18 daga, en afsalaði síðan konungdæmi sínu til bráðabirgða í bendur elsta syni sínum, Baudouin prins. — Staða Leó- polds konungs síðar yrði svo ákveðin af þinginu eða hinum pólitísku flokkum landsins. Bæði Frjálslyndir og jafnaðarmenn gengu að þessari lausn. Konungur fjellst einnig á hana. En að lokum drógu jafnað- armenn sig til baka og neituðu að samþykkja heimkomu konungs nema hann færi til útlanda þegar eftir valdaafsal sitt til langrar dvalar þar. Ennfremur skyldi konungur heita því að búa ekki í höfuðborginni eftir að hann kæmi heim úr utanför sinni. Niðurstaðan varð þá sú að Karl prins, ríkisstjóri Belgíu rauf þingið og efndi til nýrra kosninga í landinu hinn 4. júní n.k. Þær kosningar munu fyrst og fremst snúast um kon- imgsmálið, sem belgiska þjóðin fyrir nokkrum vikum gekk til þjóðaratkvæðagreiðslu um með þeim árangri að 57,68% hennar óskuðu þess að Leópold konungur hyrfi heim og tæki við völdum. Þrátt fyrir þessi úrslit vildi minnihlutinn ekki sætta sig við heimkomu konungs. Skipun hans til belg- iska hersins um uppgjöf fyrir Þjóðverjum í maí 1940 situr ennþá eins og sárbitur broddur í brjóstum stórs hluta þjóð- arinnar. Á meðan kosningabaráttan fer fram í Belgíu um örlög hans situr Leópold konungur suður í Sviss með hinni ílæmsku konu sinni, de Rethy prinsessu. Hann er í stöðugu símasambandi við einkaritara sína og fylgismenn í Brússel og fylgist nákvæmlega með því, sem gerist. Um úrslit kosn- inganna er ekkert hægt að fullyrða. Það hefur verið mjög stormasamt í belgiskum stjórnmál- vim undanfarna tvo mánuði. Mikil ólga hefur verið meðal elmennings í þessu þroskaða Iýðræðisríki. Allt bendir til þess að þar sjeu nú hörð átök framundan. Arðvænlegur atvinnuvegur? í SAMBANDI við nýju tíma- ritin, sem nú skjóta að heita má vikulega upp kollinum hjer í höfuðstaðnum, er sagt frá því, bæði í gamni og alvöru, að það sje að verða arðvænlegur at- vinnuvegur að gefa út splunku- ný tímarit, sém aðeins komi einu sinni, eða í mesta lagi tvisvar, fyrir almenningssjón- ir. Nýju tímaritin, segja háð- fuglarnir, eru rifin út, fyrir forvitnissakir. Ný tímarit skila alltaf ágóða, fólk stenst ekki freistinguna að kaupa þau, það vill sjá, hvað þau hafa upp á að bjóða og hvort hjer sje um eitthvert nýnæmi að ræða. Slungnir spekúlantar, segja háðfuglarnir því, senda frá sjer nýtt tímarit minnst einu sinni i mánuði — og lifa góðu lífi af tekjunum. • Rusl í sýningar- gluggum EN ÞÓTÍ hjer sje ef til vill eitthvað orðum aukið, þá er hitt staðreynd, að furðulega mikið af reyfararusli hefir á undan- förnum mánuðum safnast í sýningarglugga bókabúðanna. Furðulega mikið, segi jeg, sök- um þess að það er alkunna, að mikill skortur á blaða- og bóka- pappír á að vera í landinu. Reyfararuslið mun gefa mjög sæmilegan arð, og hjer er ein- ungis um þýddar „bókmennt- ir“ að ræða, þótt þýðendanna sje sjaldan eða aldrei getið. En hljedrægni þeirra verður skilj- anleg, þegar blaðað er í þessum ofstopa- og orðagjálfurssögum. Svart og hvítt ÞÆR eru flestar heftar í papp- írskápur, með áteiknaðri mynd af froðufellandi morðingja, angistarfullri stúlku og frá- munalega álappalegri sögu- hetju. Þær þykja ekki mönnum bjóðandi, hafi þær ekki að minnsta kosti eitt morð á móti hverjum tíu blaðsíðum. Þrjótar þeirra eru óskaplega vondir menn með biksvört hjörtu. — Hetjurnar eru óskaplega góð- ir menn með mjallhvítar sál- ir. Hetjurnar eru líka voðalega sterkar, og þær geta bókstaf- lega allt. Um daginn rakst jeg á eina hetju, sem af nauðsyn þurfti að dansa tangó við „Tangódrottninguna“. Hetjan dansaði tangó svo aðdáanlega, að allir viðstaddir stóðu á önd- inni. Sá álappalegi var næst- um búinn að dansa „Tangó- drottninguna“ niður úr gólf- inu. • „Sjakkett“-klæddir morðingjar EN ÞÓTT söguhetjur ruslreyf- aranna sjeu skemmtilega leið- inlegar, eru skúrkarnir jafnvel skemmtilegri. Höfundurinn klínir venjulegast svörtu skeggi framan í þá, helst höku- toppi og yfirvarabursta. — Svo ganga þessir bókaþorparar nær undantekningarlaust í „sjakk- ett“, það er að segja svart- röndóttum buxum og svörtum stjeljakka, hnepptum einhvers staðar í nánd við næstefsta skyrtuhnappinn. Og svo drepa þeir og drepa blaðsíðanna á milli, eitra jafnt fyrir kónga sem ölmusumenn, en loka ung- ar, saklausar stúlkur inni í geð- veikrahælum í frístundum sín- um. Stórskemmtilegir menn á sína vísu, en orðnir merkilega margir í pappírsskortinum, sem nú er sagt að þjái land okkar. • Svartur markaður í BRJEFI til Daglega lífsins er vakin athygli á því, að það sjeu neytendurnir, sem eigi sinn stóra þátt í að viðhalda svört- um markaði í landinu. — Þetta er auðvitað hárrjett, en þó eng inn nýr sannleikur. Hitt er svo annað mál, að almenningur gerir sjer sjálfsagt ekki grein fyrir þessu sem skyldi, og varla verður hann mikið víttur fyrir sað. Menn eru nú einu sinni svona gerðir, að þeir kjósa frekar að kaupa nýjar spari- buxur af svörtum braskgra en sitja heima á sunnudögum. • Skrítinn verslunarmáti ÞAÐ var ekki lipur kaupmað- ur, og þaðan af síður góður kaupmaður, sem Daglega lífinu var skýrt frá fyrir helgina. — Þessi kaupmaður selur skraut- muni ýmiskonar, 'og nú bar svo við fyrir nokkrum dögum, að konur tvær, sem voru í leit að heppilegri gjöf, sáu snotran blómavasa í sýningarglugga hans. Þær gengu því inn í versl- unina, sneru sjer til eigandans og ljetu í ljós ósk um að fá að handleika vasann. Gjörið þið svo vel NÚ SKYLDU menn ætla, að kaupmaðurinn hefði brugðið fimlega við, teygt sig eftir vas- anum í glugganum og sýnt hin um væntanlegu viðskiptavin- um. En bað var öðru nær. Konurn ar, sem þarna voru komnar í búðina til hans í verslunarerind um, fengu það svar, að þeim væri svo sem velkomið að skoða blómavasann — þær skyldu bara fara út á gangstjettina og virða hann fyrir sjer í gegnum glerið! Þar með taldi maðurinn sig víst hafa gert skyldu sína, en frúnnar kvöddu og hafa ekki ónáðað hann síðan. • Hvað skal gera? FEGRUNARFJELAGIÐ hefir skorað á menn að hirða vel um lóðir sínar, segir húseigandi hjer í bænum, en jeg fæ ekki sjeð, hvernig jeg get orðið við þeirri áskorun, þegar mjer er ómögulegt að girða í kringum húsið mitt. Steinveggir eru harðbannaðir, bætir hann við, og vírnet er ómögulegt að fá, ekki einu sinni gaddavír. Það má því heita, að hjá mjer nái gatan alveg upp undir húsið, og meðan svo er, held jeg að vonlaust sje fyrir mig að reyna að halda lóðinni hreinni. Alþjóðasamþykkt um fjelagsfrelsi Ríkisstjórnin leggur fyrir Alþingi tillogu um fullgildingu og verndun þess RÍKISSTJÓRNIN lagði í gær fyrir Alþingi tillögu til þings- ályktunar um fullgildingu á alþjóðasamþykkt um fjelagafrelsi og verndun þess. — Tillagan hljóðar þannig: „Alþingi ályktar að veita ríkisstjórninni heimild til þess fyrir Íslagrds hönd að fullgilda samþykkt nr. 87 um fjelagafrelsi og verndun þess, sem gerð var á 31. þingi Alþjóðavinnumálastofn- unarinnar (I.L.O.) í San Francisco 1948, eins og hún liggur fyrir á fylgiskjalinu, sem prentað er með ályktun þessari.“ Efni samþykktarinnar í greinargerð segir m.a.: Samþykktin kveður svo á, að verkamenn og vinnuveitendur skuli eiga óskorðaðan rjett til að stofna með sjer fjelög án af- skipta hins opinbera, og skal handhöfum framkvæmdavalds óheimilt að leysa upp slík fje- lög. Fjelög þessi skulu eiga rjett á að setja sjer lög og reglur, skipuleggja stjórn sina og starf semi og setja sjer stefnuskrá án afskipta af hálfu yfirvalda, er skerði þennan rjett. Heimilt skal fjelögum að stofna og ganga í sambönd, svo og gerast aðilar að alþjóðasamtökum verkamanna eða vinnuveitenda. Við beitingu þeirra rjettinda, sem að framan getur, skulu fje- lögin gæta þess að brjóta ekki í bág við landslög, en aftur á móti mega lögin ekki skerða þann rjett, sem samþykktin veitir. Þá leggur samþykktin ríkj- um þeim, sem hana fullgilda, þá skyldu á herðar að gera all- j ar viðeigandi og nauðsynlegar ^ ráðstafanir til þess að tryggja^ verkamönnum og vinnuveitend ( um, að þeir geti óhindraðir neytt þess rjettar, sem þeim er veittur með samþykktinni. Þá eru í samþykktinni sjer- stök ákvæði, sem snerta ein- ungis nýlenduríki, og að síðustu erlu svo lokaákvæði um gildis- töku samþykktarinnar o. fl. Rjettindin þegar tryggð íslendingum Rjettindi þau, sem samþykkt þessi fjallar um, eru tryggð ís- lendingum með stjórnarskránni og enn fremur með lögum um stjettarfjelög og vinnudeilur, að því er tekur til fjelaga verka- lýðs og annarra launþega. Sama mun vera að segja um önnur Norðurlönd. Hins vegar gegnir öðru máli víða annars staðar, ekki ainungis í einræðisríkjum, heldur og í ýmsum lýðræðisríkj um. Það er því vart hægt að neita því, að þessi samþykkt er mjög mikilvæg fyrir alþjóðlega þróun fjelagsmála, og markar hún tímamót í sögu þeirra. — Aldrei fyrr hefur verið kveðið á um jafnmikilvæg mannrjett- indi með samningum milli rikja. Framh. á bls. 12.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.