Morgunblaðið - 09.05.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.05.1950, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 9. maí 1950. Aðgöngmiðasalan í Þjóðlelkhúsinu Herra ritstjóri! FÖSTUDAGINN 5. maí fór jeg upp í Þjóðleikhús til að kaupa aðgöngumiða að ,F.ialla-Eyvindi‘, sem samkvaemt auglýsingu átti að sýna sunr.udagskvöld 7. maí. Jeg fjekk umbeðna miða umtölu- laust. Spurði jeg þvínæst af- greiðslustúlkuna hvernig miða- sölu væri háttað yfirleytt þar í leikhúsinu, því jeg vildi helst mega panta miða á „íslandsklukk una“, sem hún sagði að ætti að sýna á mánudag 8. maí. Tjáði stúlkan mjer að tekið væri móti pöntunum tveim dögum fyrir sýningu, yrði jeg því að koma á morgun flaugardag) og panta miðana, og það yrði opnað kl. 13,15. Á laugardag steðjaði jeg því enn af stað og var mætt við leikhúsið kl. 12,40. Var þá komin alllöng biðröð, taldist mjer það vera 43 manns. Þóttist jeg því viss um að fá góða miða. Þegar stú’k.an, sem var næst á undan mjer var komin að lúgunni og spyr um miða, var svarið: „Það eru engir miðar til nema öftustu sæti á efstu svölum“. —' Þegar að mjer kom var svarið hið sama. Minnti jeg hana þá á samtal okkar daginn áður og spurði hvernig hún gæti afsakað þetta? Sagði hún þá að það hefðu pant- að svo margir „utan af landi“. — Þá vil jeg spyrja forráðamenn leikhússins: Hefur „fólk utan af landi“ forgangsrjett að Þjóðleik- húsinu? Hvers vegna er ekki sett athugasemd í auglýsingarnar á þá leið, að Reykvíkingar megi kaupa aðgöngumiða, ef eitthvað verði afgangs þegar „fólk utan landi“ hafi fengið nægju sína af miðum? Á máske sama baktjaldamakk- 5ð. sem einkenndi aðgöneumiða- soluna á leiksýningar í Iðnó, að ganga aftur í Þjóðleikhúsinu? — Sje ástæðan hins vegar sú, að bókmenntasmekkur þjóðarinnar hafi vaxið svo mjög að þroska, síðan víxla Þjóðleikhússins fór fram, að bændur og búalið lands- ins streymi hundruðum saman til Reykjavíkur til að njóta snilli Halldórs Kiljan Laxness o. fl., þá þarf ekki að be.ra kvíðboga fyrir vexti hins glæsilega menningar- musteris, sem Þjóðleikhúsið er. Ef svo er. munum við, sem bú- um i nágrenni þess, sýna hinum bráðlátu biðlund. Leikhúsgestur. — Iþróffir Framh. af bls. 5. Þetta er i fjórða sinn, sem keppt er í þessu hlaupi. Hefir MA og KA un'nið það tvisvar hvort fjelag. í sveit KA voru: Guðmundur Orn, Hermann Sigtryggsson, Höskuldur Karls son, Óðinn Áinason, Einar Ein- arsson, Hreiðar Jónsson, Har- aldur Jóhannesson, Áki Eiríks- son, Ragnar Sigtryggsson og Kjartan Jóhannsson. H. Vald. - Afmæli Framh. af bls. 10. eiga þau fósturdóttur, sem er gift og búsett í Reykjavík. Auk þess fósturson, kvæntan í Kefla- vík. 5Læt jeg hier staðar numið og átna frænda mínum allra heilla á, þessum tímamótum æfi hans óg óska að Bakkagerðarheimilið og sveitin ö!l megi njóta krafta hans og lífsgleði, sem allra lengst. J. Þ., Reyðarfirði. MESTA UNDRABARN SÍÐAN MOZART LEIÐ Sjö ára slúlka vekur athygli Ekkjur þeirra, sem saknað er, vilja giffasf aftur Eftir frjettamann Reuters. VÍN. — Til skamms tíma hafa austurrískar konur fjölsótt bæj- arskrifstofurnar til þess að grennslast eftir eiginmönnum sínum, sem saknað er úr stríð- inu. Nú koma konurnar þangað í öðrum erindagerðum. Þær vilja fá skilríki fyrir því, að eiginmenn þeirra sjeu dauðir, svo að þær geti gifst á ný. Horfinn maður tálmar. Kona nokkur bað um dánar- vottorð manns síns. Hún ritaði: í meir en 7 ár hef jeg beðið hans, og hann hefur ekki kom- ið aftur til mín. Nú þegar jeg á þess kost að giftast aftur, þá er hann mjer samt þrándur í götu. Önnur kona vissi, að maður- inn hennar var á lífi í fanga- búðum suður í Kákasus. Hún bað samt um dánarvottorð, þar eð hún elskaði annan mann. Er hún fjekk vottorðið, sló hún utan um eftirrit þess og sendi manni sínum. Ljet hún svo- hljóðandi huggunarorð fylgja: — Nú þarftu ekki að koma aftur, þar* sem jeg hef þegar fengið dánarvottorð þitt. Sumir leynast. Það hefur líka komið fyrir, að menn sem saknað er, hafa farið í felur. Roskin kona ætlaði að giftast elskhuga sínum. Hún fór því til borgarstjórnarskrif- stofunnar í Vín eftir nauðsyn- legum skjölum, sem hún þurfti, svo að hún gæti fengið dánar- vottorð. — Sjer til undrunar komst hún þá að raun um, að maðurinn hennar hafði nýlega sótt eftirrit þessara sömu skjala líka. í ljós kom, að hann bjó í Hamborg, með miklu yngri konu. „Dauðir“ koma heim. Yfirvöldin eru afar varkár með að gefa út dánarvottorð þeirra, sem saknað er frá Rúss- landi. Samt hafa á undanförn- um árum komið úr fangabúð- um í Rússlandi a. m. k. 17 þeirra manna, sem vottorð hafði verið gefið um, að væri dauðir. Konur sumra þeirra höfðu þeg- ar gifst öðrúm mönnum. En samkvæmt austurrískum lögum er seinna hjónabandið gilt, þótt fyrri maðurinn komi heim bráð lifandi, nema eiginkonan vilji endilega taka hann aftur. EF LOFTVR GETVR Þ.4Ð EKKl ÞÁ HVER? Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. MADRID. — Á Spáni er komið fram 7 ára undrabarn. Stúlkan Leonora Mila, sem hefur undra verða hljómlistargáfu. Blaðinu ,,ABC“ farast svo orð um barn- ið: „Hún er ef til vill bráð- gjörasti tónsmiður, síðan Moz- art leið.“ Óvenjulegir hæfileikar. Eftir tæplega eins árs nám í hljómfræði og slaghörpuleik ljek hún verk eftir Mozart, Bach, Schubert og Beethoven á hljómleikum í Palacio de la Musica í Barselona snemma í vetur. Að lokum ljek hún nokk ur verk eftir sjálfa sig. „ABC“ segir svo um leik hennar: „Það er alveg undra- vert, hve ljettur leikur hennar er. Hún hefur óvjefengjanlega listamannsskap og áheyrendur og gagnrýnendur hafa lokið lofsorði á verk hennar. Hinn nafntogaði hljómlistarunnandi, faðir Donostia, spurði Leonoru eitt sinn, hvort hún gæti leikið af fingrum fram lag um kall gauksins. Hún gekk rakleitt að hljóðfærinu og Ijek lag, sem hún hefur endurtekið óbreytt oft frá því þetta var. Faðir Donostia var svo hrærður, að hann hrópaði: „Þetta er krafta verk.“ Verslunarsamningum Islendinga og Dana fresfað UNDANFARNA 10 daga hafa staðið yfir viðræður um við- skiptasamninga milli íslendinga og Dana. Viðræðum þessum hefur nú verið frestað um skeið. Casals stjórnar Bach-hátíffahöldum Toulouse, 8. maí. — í sumar eru liðin 200 ár frá fæðingu Bach. í því tilefni verða mikil Bach-há- tíðahöld í borginni Prades, Suð- ur-Frakkland. Hinn frægi cello- snillingur, Pablo Casals, hefur samþykkt að taka að sjer stjórn hátíðahaldanna. Það eru nú liðin 11 ár frá því hann hefur leikið opinberlega. liimwiwi»miiiinitnHtntnn»nH»iiiiwm«MHiiiiinwn EASV er besfa þvoffavjelin Skammur listferill. Hljómlistarbraut Leonoru hófst eitthvað á þessa leið: Það var einhverju sinni í fyrra, að hún sagði við foreldra sína, er hún hafði verið að hlusta á hljóðfæraslátt: „Það eru ein- hverjir tónar í höfðinu á mjer“. Eftir nokkra stund gat hún leik ið þessa tóna sjálf. Það var fyrsti leikur hennar á hljóð- færi. Nú nýtur litla stúlkan full komnustu kennslu, sem völ er á.“ — Alþingi Framh. af bls. 9. Verði í heiðri höfð framvegis Fullgilding á samþykkt þess- ari af hálfu þeirra ríkja, sem þegar uppfylla skilyrði hennar, hefur þá eina þýðingu fyrir þau, að þau skuldbinda sig með henni til að sjá til þess, að á- kvæði samþykktarinnar verði í heiðri höfð framvegis. Þá má einnig telja, að eftir því sem fleiri ríki fullgilda samþykkt- ina, sje það hvatning til þeirra ríkja, sem skemmra eru á veg komin í þróun fjelagsmála, að koma þeirra skipan á þessi mál hjá sjer, að þau geti einnig gerts aðilar að henni. Fjögur ríki hafa fullgilt samþykktina Nú hafa fjögur ríki fullgilt samþykktina um fjelagafrelsi og verndun þess, eru það Bret- land, Noregur, Svíþjóð og Finn land. Gengur hún fyrst í gildi 4. júlí 1950. Eins og að framan getur, er fjelagafrelsið tryggt hjer á landi að islenskum rjetti og skil yrði samþykktarinnar því upp- fyllt hjer. Þáð virðist því rjett og æskilegt, að íslendingar sýni, hvar þeir standa á þessu sviði, og hvers þeir meta þessi rjett- indi, með því að gerast meðal fyrstu þjóða aðilar að samþykkt þessarri, sera þá yrði fyrsta sam þykkt Albjóðavinnumálaþings- ins, sem ísland gerðist aðili að. | Ný 4ra herbergja = I íbúðarhæð fil leigu 1 | fyrir fámenna fjölskyldu i 1—2 | I ár. Verður tilbúin um næstu = | mánaðarmót. Góð umgen^ni | s óskilin og fyrirframgreiðsla. Til = | boð merkt: „Úthverfi — 208“ | : sendist afgr. Mbl. fyrir mið- i í vikudagskvöld. S r iimiMiMiimiiiiiiiiiiiMiiMiiiiiiiiiiiniiiiiiiMiiiiiiiiniiia qp þjódleikhOsid I dag, þriðjudag kl. 8 ÍSLANDSKLUKKAN : eftir Halldór Kiljan Laxness. i UPPSELT. \ Á morgun, miðvikud. kl. 3 i NÝÁRSNÓTTIN eftir Indriða Einarsson UPPSELT Fimmtudag ld. 8 NÝÁRSNÓTTIN | eftir IndriSa Einarsson 1 Aðgöngumiðasalan opin daglega 1 1 frá kl. 13,15—20. = Sala aðgöngumiða hefst tveim | i dögum fyrir sýningardag. i Pantaðir aðgöngumiðar óskast 5 i sóttir fjrsta söludag hver.'ar | = sýningar. Vindorka er fulH eins þýðingarmikil og vatnsorka LONDON, 5. maí. — í aldarað- ir hafa vindmyllur Evrópu ver- ið hélstu tækin til að nýta orku náttúruaflanna. Á síðari árum hafa menn samt farið að líta á vindmyllurnar sem úrelt orkuvinnslutæki. Lítið hefur verið hirt um þær og aliur á-1 huginn hefur snúist um að virkja fallvötn. Nú er mönnum samt aftur a‘5 skiljast hvílíka óhemju orku er hægt að vinna úr loftstraum- um og getur verið að vind- myllur af stærri og fullkomn- ari tegundum en áður hafa þekkst verði á næstunni reist- ar víða um Evrópu. Ráðstefna sjerfræðinga í þess um málum var nýlega haldin á vegum efnahagssamvinnustofn- unarinnar og var þar gengið frá áætlun um smíði vindraf- orkustöðva á næstu árum. Sjerfræðingarnir ljetu í ljós þær skoðanir sínar, að m. a. væri hægt að vinna meiri orku úr vindum í breska heimsveld- inu en úr fallvötnum. Það kom einnig í ljós, að ef reistar yrðu stórar vindorkustöðvar í Skot- landi, þá yrði raforkan frá þeim helmingi ódýrari en frá venju- legum vatnsorkustöðvum. Bret- ar hafa nú sett upp fulkomna vindorkurannsóknarstöð í Orkn eyjum. nilllMIIMIIMMIIMIIIIIIIIIMIIIIinillllllMIMMIinil niiminmiiiiniKiiiiiiiMMimnmi W.MIIMIIIMIMIBIIIMMIIIini Mnrkús Eftir Ed Dodd ] RUIIIIIIIM^IMtar ^kllMIIIIIIMMtintlMHI ItMllllMlHMiminiWMI TONtf DON'Tf 7HAT SAOOIE ' NOVV, V,V PPECIOUS LITTLE ’ CHERW BLOSSOM, IVG'LL Ct WHO C.AN IhPí: AM' 5HOG Markús er kominn að eldin- um á örskammri sund. Hann stekkur af baki ...... hann þrífur áklæði af vagninum og reynir að kæfa eldinn, en á með an hleypur Tona að hesti hans. — Tona! Ekki að fara á bak hestinum. Hnakkgjörðin er .. En Tona heyrir ekki hróp Snúðs. Hún fer á þeysireið og hugsar með sjálfri sjer: — Nú skal jeg sýna Sirrí, hver kann að ríða og skjóta. ...J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.