Morgunblaðið - 09.05.1950, Blaðsíða 1
16 síður
37. árgangui
102. tbl. — Þriðjudagur 9. maí 1950.
PrentsmlOja Morgunblaðsina |
Kvikmyndaleikari aðsloðar S. Þ.
r
EITT af verkefnum Sameinuðu þjóðanna er að berjast gegn
óleyfilegri sölu eiturlyfja. Gary Coopt)ir kvikmyndaleikari, sem
sjest lijer ræða við Benjamin Cohen, aðstoðarframkvæmdastjóra
S. Þ., flutti nýlega útvarpsfyrirlestur um þetta efni á vegum
alþjóðasamtakanna.
Sex Pólverjar neita að
þjóna kommúnistum
Ofbýður þjónkun sljórnarinnar við Moskvavaldið
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
FRANKFURT, 8. maí. — Sex starfsmenn pólsku ræðismanns-
skrifstofunnar í Frankfurt gáfu sig í dag fram við bandarísk
yfirvöld og beiddust hælis í Þýskalandi sem pólitískir flótta-
menn. Einn starfsmannanna hafði með sjer konu sína og son.
Starfsmenn við
ræðismannsskrifstofu.
Menn þessir eru allir af
pólsku þjóðerni og hafa þeii
'verið starfandi við ræðismanns-
skrifstofu Póllands í Frank-
furt, einn þeirra sem dómari,
annar sem gjaldkeri og hinir
sem óbreyttir starfsmenn.
Vilja ekki þjóna
kommúnistum. *
Þeir kveðast stöðugt hafa
fengið æ verri fregnir heiman
frá sjer af ógnarstjórn komm-
únista í Póllandi. Segjast þeir
ekki geta sætt sig við það leng-
ur að vera í þjónustu kommún-
istastjórnar, sem hefði hrifsað
völdin í föðurlandi þeirra með
ógnunum og ofbeldi.
Segist vera Pólverji
en ekki Rússi.
Felix Krakowski, einn þess-
ara flóttamanna, sem var dóm-
ari og lögfræðilegur ráðunaut-
ur, sagði m. a.: Jeg tók þessa
ákvörðun vegna þess að jeg er
Pólverji og vil ekki verða rúss-
neskur leppur. Hann h’afði. fyrir
skömmu fengið fyrirskipun um
að snúa heim til Póllands.
Kosningar í Berlín,
e( alK herlið er
ilutf á brot!
BERLÍN, 8. maí. — Rússneska
hernámsstjórnin í Berlín lýsti
því yfir í dag, að hún vildi fall-
ast á allsherjarkosningar í borg
inni ef hernámslið f jórveldanna
allra væri flutt á brott kosninga
daginn. Hætt er við að Vestur-
veldin samþykki þetta seint,
þar sem borgin yrði þá óvarin
g'egn gífurlegu liði rússneska
hersins og þýsku ógnarlögregl-
unnar, sem hefur bækistöðvar
allt umhverfis hana. — Reuter.
Afllee æflar í bílíerðalag
um Frakkland
LONDON, 8. maí — Attlee for-
sætisráðherra Bretlands hefur
ákveðið að taka sjer vikulangt
hvítasunnufrí. Ætlar hann að
eyða fríinu í bílferðalag um
Frakkland ásamt konu sinni.
—Reuter.
r
Bólusótt í Loridon —
Bannaðar ilugsam-
göngur þangað
BÓLUSÓTT hefur stungið sjer
niður á þrem stöðum í Bret-
landi. Meðal staðanna er ein-
hver hinna fjögurra flugvalla í
London. Hinir eru Yorkshire og
Southend. — Hafa af þessum
sökum verið bannaðar flugsam-
göngur við heimsborgina.
Geysir, millilandaflugvjel
Loftleiða, kom hjer við í gær á
leið til London frá Chicago með
26 konul og 30 börn. Heilbrigð-
iseftirlitið hjer bannaði flug-
vjelinni að fljúga þangað, og
var því farið til Prestvíkur. —
Munu engar beinar flugsam-
göngur við London verða leyfð-
ar meðan bólusóttin gengur
þar, og munu flugvjelarnar því
fara til Prestvíkur.
Strangt eftirlit verður haft
með öllum flugvjelum, er koma
hingað frá Bretlandi, svo og
skipum, og fólki ráðlagt að láta
sprauta í sig varnarefnum gegn
bólusóttinni, sem fara ætlar til
Bretlands á meðan bólusóttin
er þar.
Truman falar um kalda sfríðið:
Oetur verið uð Rússur
ætli uð beitu hervoldi?
Eina leiðin til að hindra það er að ' \
sýna enga undanlátssemi
Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter.
CHICAGO, 8. maí. — Truman forseti hjelt í dag ræðu í Gales-
burg, Illinois, þar sem hann minntist á kalda stríðið. Hann
sagði, að verið gæti að á næstu mánuðum yrði gert út um það,
hvort heimurinn fengi að búa við frið eða yfir hann skylli styrj-
cld hræðilegfi en nokkurntíma hefði fyrr þekkst.
Sækjast líiið eftir
vinnu á Svalbarða
HARSTAD, 8. maí. — Á næst-
unni leggur skip frá Harstad
með verkafólk til Svalbarða. —
Þar reka Norðmenn ýmsar at-
vinnugreinar, bæði kolanám og
fiskveiðar. Á undanförnum ár-
um hefur ekki verið neinn
hörgull á fólki, sem hefur vilj-
að fara þangað til vinnu, en nú
bregður svo við, að það fæst
hvergi nærri nógur vinnukraft-
ur. Fjelagið, sem rekur kola-
nám á Svalbarða telur að það
verði að draga úr vinnu þar
vegna skorts á verkafólki.
— NTB.
Þýskur .gasmeistari'
dæmdur til dauða
BERLÍN, 8. maí. — í dag var
dæmdur til dauða Erich Bauer,
en hann var „gasmeistari" í
Sobibor-fangabúðum Þjóðverja
í Póllandi. Hann var fundinn
sekur um að hafa tekið af lífi
í gasklefum minnsta kosti 250
þús. Gyðinga. — Meðal annars
hafði hann sjerstaka viðhafnar-
sýningu, þegar Himmler heim-
sótti fangabúðirnar, — kæfði
með gasi 300 ungar Gyðinga-
stúlkur. — NTB.
Brefar gera sfórkaup á fei
í Indlandi
LONDON, 8. maí — Bretland
hefur fallist á að gera stórkaup
á tei í Indlandi á þessu ári.
Hefur orðið samkomulag um
að Bretar kaupi þar te fyrir
265 milljón sterlingspund og
ef til vill 10% meira ef sölu-
skilmálar verða hagstæðir. Að
undanförnu hefur verið teskort
ur í Englandi, en með þessarri
ákvörðun ætti að rætast úr hon-
um. — Reuter.
Acheson heitir Frökkum
^Ræðan flutt frá
járnbrautarvagni
Truman hjelt ræðu sína frá
járnbrautarvagni á brautarstöð
inni í Galesburg, en þar hafði
mikill mannfjöldi safnast sam-
an. Hann rjeðist harðlega á
bandaríska einangrunarsinna,
sem vildu að Bandaríkin skiptu
sjer ekkert af öðrum löndum,
og ljetu sjer alveg á sama, þó
kommúnisminn gleypti önnug
lýðræðisríki heimsins.
Einangrunarsinnar
hafa ekkert lært
Einangrunarsinnar, sagði TrU
man, eru menn, sem ekki sjá
lengra en fram á nefbroddinn á
sjer. Þeir hafa ekkart lært af
stjórnmálasögu undanfarinna
ára. Þeir eru búnir að gleyma
því, að ef Bandaríkin hefðu tek
ið af skarið fyrr, þá hefðu nas-
istar að líkindum aldrei þorað
að leggja út í síðari heimsstyrj-
öldina og heimurinn hefði losn-
að undan hörmungum þeirrar
styrjaldar.
Rússar myndu kúga
smáríkin
Sama sagði Truman að
væri upp á tenirtgnum nú,
að ef Bandaríkin ’jetu nokk-
urn bilbug á sjer finna, e£
þau stöðugt ljetu undan. þá
væru Rússar ekV.j lengi að
kúga hvert smáríkið á fætur
öðru undir ofríki sitt.
stuðningi í
Einkaskeyti til Mbl.
PARÍS, 8. maí — Acheson ut-
anríkisráðlierra Bandaríkjanna
átti í dag viðræður við Schu-
man utanríkisráðherra Frakka.
Ræddu þeir einkum Indó-Kína
málin en einnig snerist tal
þeirra um Þýskaland og til-
vonandi þríveldaráðstefnu í
London.
Efnahags- og liergagnahjálp.
Þegar umræðufundi þessum
var lokið átti Acheson viðtal við
frjettamenn. Sagði hann að
komist hefði verið að samkomu-
lagi í Indó-Kína málinu. Var
þar ákveðið að Bandaríkin
myndu veita Frökkum bæði
efnahagslegan og hergagna-
stuðning til að stemma stigu
fvrir kommúnismanum i Indó-
Kína. Upphæðin sem Banda-
Indo-Kína
ríkin veita í þessum tilgangi var
ekki ákveðin, en talið er að
meiri hluti af fjárveitingu þeirri
sem Bándaríkjaþing ætlaði SA
Asíu eða 75 milljón dollarar
verði úthlutað Indó-Kína.
Koma i veg fyrir
hernaðarástand.
Acheson sagði. að Bandarík-
in væru þeirrar skoðunar, að
ábyrgðin á Ind-Kína, bæði
fjárhagsleg og hervarnarleg
hvíldi á Frökkum, en þar sem
vitað væri að erlent stórveldi
veitti stuðning sinn kommún-
istiskum skæruliðum og
skemmdarverkamönnum í land
inu, þá hefðu Bandaríkin sam-
þykkt að reyna að vega þar
upp á móti og hindra að ó-
friðarástand það breiddist víðar
út um Asíu.
Ætla þeir að beita hervaldi?
Það getur verið, hjelt forset-
in áfram, að Rússar ætli sjer á
næstu mánuðum að auka enn
ógnanir og ársáir. Það getur
og verið að þeir stefni að því að
beita hervaldi til að kúga aðrar
þióðir. Eina leiðin til að hindra
slíka styrjöld, er að -ýna þeim,
að í hvert skipti, sem þeir reyna
slíkar ofbeldisaðferðir, þá verð-
ur Bandaríkjunum og öllum
þeirra styrk að mæta.
Walcolt keppir m Þjóö-
verjann Hoff
NEW YORK, 8. ma; — Jersey
Joe Walcott hinn heimsfrægi
hnefaleikamaður i þungavigt
lagði í dag af staj flugleiðis
frá New York til Þýskalands,
en þar mun hann berjast við
þýska hnefaleikameistarann
Hein Ten Hoff 28. maí
—Reuter.