Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUN BLAÐIB Miðvikudagur 9. ágúst 1950 Þó fólkinu fækki eykst framleiðslan JÓN GUÐMUNDSSON hrepp- stjóri í Garði í Þistilfirði er hjer á ferð um þessar mundir. Jeg hitti hann að máli um daginn. og spurði hann almæltra tíðinda úr hjeraði hans. Jón skýrði m. a. svo frá: Sæmileg afkoma. Afkoma bænda í minni sveit má yfirleitt telja sæmilega góða, þrátt fyrir það áfall, e1.’ við fengum í fyrravor. Vetur- inn síðasti var mildur, vorið hagstætt fyrir sauðfjeð, og skepnuhöld yfirleitt góð. Talsvert mikið bar á kali í túnunum í sumar. Sumsstaðar hefur kalið lagast frá í fyrra, en annarsstaðar frekar færst út Það er einkum sáðgresið í ný- ræktinni, sem beðið hefur mik- inn hnekki. Innlendi gróðurinn er að fá yfirhöndina í sáðsljett- unum. Má búast við, að á tíma- bili verði sprettan rýr meðan innlendi gróðurinn er að ná sjer upp. Nýrækt í stað útengja. Mikið er unnið árlega að ný- rækt í minni sveit, túnin færð út og þýfið í gömlum túnum sljettað. Svo húsdýraáburður- inn fer að miklu leyti í plægða jörð. Menn hafa keppst við að sljetta gömlu túnin, til þess að geta komið vjelavinnu við þar. — Og hvað eru búin að meðal tali stór hjá ykkur? — Við köllum það meðalbú, þar sem er 200 fjár á fóðrum. En mjólkurframleiðsla er eng- in að kalla, nema til heimilis- nota. — Er mikið heyjað á engjurn ennþá? — Útheyskapur er hjá okkur um það bil að hætta, nema á fáeinum jörðum, sem hafa flæði engjar. Tún voru lítil og rýr hjer áður, og sauðfjeð þá aðal- lega alið á útheyi. Nú hefur þetta breytst, enginn vinnu- kraftur á jörðunum til þess að r.ytja útengjar. Heyverkunin. — Og hvernig standið þið að vígi í baráttunni við óþurk- ana? — Á flestum bæjum er hægt sð setja eitthvað af heyfengn- um í vothey, og sumsstaðar svo um munar. En því miður hefui borið á, að fjeð veikist af vot- heyinu. Þetta hefur heldur dregið úr votheysgerðinni hjá okkur. Stafar að sjálfsögðu af því, að missök eru einhver hjá okkur í votheysverkuninni. Á einum 5 bæjum hafa menn komið sjer upp súgþurkunar - tækjum. Þau koma ekki að veru legu gagni í svo eindregnum óþurkum eins og verið hefur í sumar, því blása þarf talsvert af heyinu, áður en hægt er að setja það í súgþurrkun. En ór þurrkarnir hafa verið svo stöð- ugir að þessu sinni, að þetta hefur ekki verið hægt. — Þið hafið sloppið við sauð- fjárpestirnar. — Já. Mæðiveikin hefur ekki komið til okkar ennþá. En garnaveikin er að byrja að láta á sjer bera. — Hafa jarðir farið í eyði í þinni sveit á síðustu árum. — Síðustu 10 árin hefur eng- in jörð farið í eyði. En hætt er að búa á einu heiðarbýli, sem nytjað er eins og áður. En þó jarðir hafi ekki farið í eyði. fækkar fólkinu sífellt í sveitinni. Það er þó alltaf skím- an, að búin færist ekki saman vegna þess, að með vjelakosti og bættri aðstöðu getur það fáa fólk, sem eftir er haldið fram- Frásögn Jóns Guðmundssonar í Garði við lækjarbakka. Þar hafði hóp ast saman fjöldi íarfugla. Er jeg nálgaðist fuglahópinn komst jeg að raun um, að þeir höfðu tapað fluginu. Þegar stygð kom að þeim og þeir hlupu út í snjóinn, ultu þeir um koll. Svo örmagna voru þeir. Eftir þetta gerði 3 daga stór- hríð með gaddi. En eftir þá hríð lágu fuglarnir í hrönnum um- hverfis bæinn. Afdrifaríkast fyrir okkur bændurna varð veðrið 12. júní. Þá hafði gert talsverða rign- ingu um morguninn. En þegar á daginn leið kom hörkufrost, og hljóp allt í gadd. Jeg er viss um, að það er þetta veður, sem aðallega olli hinu mikia kali í | túnum hjá okkur. Kalið var svo * mikið í Þistilfirðinum, að sums leiðslunni við eða jafnyel aukið staðar var töðufengur ekki Jón Guðmundsson hana. Síðan bárust í tal hin miklu nema helmingur af meðalfeng. Jón Guðmundsson í Garði hef harðindi í fyrra vor. En slíkt, ur mikinn hluta æfi sinnar átt vor hefur Jón ekki lifað á ^ við vanheilsu að búa. Hann er æfi sinni. Hann er nú kominn nú hættur búskap, en sonur yfir sextugt. J hans tekinn við jörðinni Þegar Þrátt fyrir hin miklu harð Jón tók við búskap í Garði var indi og hve -eint voraði, segir töðufengur lítill en hefur nú Jón, varð ekki tilfinnanlegur , tvöfaldast. fóðurskortur í minni sveit, Jón hefur verið breppstjóri í minnsta kosti fjell fje ekki. En Svalbarðshreppi í 30 ár og auk lambadauði var mikill einkum þess gegnt fjölda mörgum öðr- vegna húsþrengsla. Frá þessum ’ um trúnaðarstörfum fyrir sveit- ömurlegu vorharðindum er unga sína. mjer minnisstæðastur atburður Hann er, eins og kunnugt er, sem gerðist heima í nánd við ^ framúrskarandi greindur og bæinn minn þann 4. júní Þá ( skemmtilegur maður, og aðlað- sást ekki á dökkan díl, nema i andi í viðkynningu. hvað nokkrir hnjótar voru auðir I V. St. Málverk frá Islandi í Oxford Niels Bukh lótinn í HINNI ENSKU háskólaborg Oxford er ísland framarlega í hugum listunnenda um þessar mundir, vegna þess að hjer er sýnt áhrifamikið safn olíumál- verka af íslenskum landslög- um, er enskur listamaður, John Haggis að nafni. málaði, er hann heimsótti ísland fyrir nokkrum árum. íslensku mynd- irnar eru hluti af sýningu á verkum hans. Hann hefir víða málað annarsstaðar en á Is- landi, m. a. í Barbados-eyjum, á Frakklandi og í Ástralíu, auk málverka úr hinum víðlendu Yorkshire-dölum, heimkynn- um hans. Þessar myndir eru nú til sýnis í Blackhill, Oxford, húsnæði British Council. Mr. Haggis mun vera einn hinna tiltölulega fáu ensku listamanna, er starfað hafa á íslandi, vegna þess hve verk- efnin eru nýstárleg hefir list hans sterkari áhrif á oss. Fremst í flokki íslensku myndanna er olíumálverkið „Jökulupptök Hvítár“, er list- fróðir gestir telja að sje besta listaverk á nllri sýningunni, en hún er samtals 54 myndir. Þetta málverk er glæsilegur samsetningur íss; vatns, kletta og graslendis, litasamband þess, mest tilbreytingar í bláu eða gráu, frá hinum skæra, ljós- bláa lit íss og vatns, og hinum myrkva, brúnleita bláma klett- anna, til hins snjalla blendings- grárra lita í himninum og hin hvassa andstæða hins fagur- græna grass, er meistaraléga saman sett. Á annari mynd, , Islenskur sveitabær", þekkti gestur frá Westmorland margt er átti kyn sitt að rekja til hins fjöllótta landslags og hinna gráu stein- húsa heimasýslu hans. Einnig eru á sýningunni tvær ágætar myndir af Múlakoti, og önnur af fossi, þar er og mynd af Laugarvatni og af jökulá. Sú síðastnefnda laðaði að sjer marga Englendinga sem, eins og þeim, er þetta ritar, geðjast vel að hrikalegu landslagi. Og þar er málverk frá Þingvöll- um, þar sem hin smekklega blöndun og hið snjalla litaval er hið besta einkenni verksins. Mr. Haggis verðskuldar hin- ar bestu þakkir vorar fyrir að hafa kynnt oss, með þessum myndum, hina einstæðu fegurð þessa lands, sem vjer, oss til ævarandi skammar, þekkjum svo lítið. Sem Yorkshiremaður fæddur og uppalinn, þori jeg að full- yrða að margir, sýslubræður okkar, er hafa tekið sjer mál- aralist sem atvinnu, og þvkir vænt um hrikaleg landslög, myndu uppgötva margt, er myndi töfra þá á Islandi, Jeg vona, að einhverjir þeirra muni fara þangað í verkefnaleit. Einn hinna fyrstu sýningar- gesta var, eins og vera bar, ís- lendingur. Hann virtist hug- fanginn af málverkum Mr. Haggis. Málarinn sjálfur sagði oss frá því, er sýning hans var jformlega opnuð, að mikill hluti þeirra Islendinga, er hann hitti á ferð sinni um landið væru starfandi listamenn. Vjer væntum þess, að vjer munum fá tækifæri til að skoða hvaða hugmvndir landsmenn hafa um land sitt, þar sem þeir búa og starfa, einn góðan veð- urdag í náinni framtíð. Frank W. Ðibb. 17 klst. til norðurpólsins , og til baka London. — Bresk Lincoln flug- J vjel flaug fyrir skömmu til norð- j urpólsins, með viðkomu á íslandi. j Þegar hún kom aftur til1 Eng- , lands hafði hún verið 17 klst. í ' ferðinni. Fæddur 15. júní 1880. Dáinn 7. júlí 1950 NIELS BUKH er dáinn. Hinn mikli frömuður líkamsmennta og áhrifamikli leiðtogi æskunnar um langt skeið, ljest að heimili sínu við Svendboi’g, í Danmörku, hinn 7. júli s.l. Bukh hefir verið heilsuhraust- ur þangað til í apríl í vor, en þá fór hann til Frakklands með hóp úrvalsnemenda sinna frá síðasta vetri. Úr þeirri för kom hann heim, stimplaður innsigli dauð- ans. Á sjötugsafmælinu, hinn 15. júní s.l. — sat hann í stóli sínum merktur og máttfarinn. Hjarta- bilun varð honum að aldurtila. Með Niels Bukh er til grafar genginn einn hinn afkastamesti og stórbrotnasti forystumaður vorra tíma, á sviði uppeldismála. Á þeim vettvangi var líkams- menntunin hans mikla áhugamál og þar gerði hann kraftaverk sem fjöldi þjóða, í öllum heims- álfum, hefir dáð og tekið til fyr- irmyndar. — Ferill Bukhs var óvenjulegur. Hann óx upp við arinn dansks lýðskóla og í and- rúmslofti þeirra hugsjóna, sem gagntók gjörvalla æsku Dana á þeim árum er lýðskólahreyfing- in dafnaði örast og náði mestum blóma þar í landi. Ungur gerðist Bukh leiðtogi æskunnar og þar að kom að hann stofnaði eigin skóla. Árið 1917 hóf hann sjálfstætt starf, byggði skóia sinn í Ollerup 1919—1920. — Fimleikaskólann, sem frægur hefir orðið um allan heim. Fyrstu yfirbyggðu sundhöll Danmerkur reisti hann við skóla sinn árið 1926 og þannig hefir hann haldið áfram að efla og bæta við uns skólinn er nú orðinn stór stofn- un, voldug og víðfræg. Þannig hefir hann unnið afrek meiri en nokkur annar einstaklingur þar í landi og þó að víðar sje leitað. Til hans hafa nemendur þyrpst frá öllum heimsálfum og hrifn- ingaralda hefir borist frá Ollerup til ungmenna vítt um heim. Einr ig hjer á íslandi hefir áhrifa hans gætt og mun framvegis gæta, því að hjá Bukh í Ollerup hafa marg- ir íslendingar dvalið, sem. nem- endur. Ollerup hefir um síðustu þrjá áratugina verið það sem Askov var áður fyrir íslendinga. Þegar sleppt er hinum æðri menntastofnunum mun enginn skóli erlendur, hafa verið sóttur af svo mörgum íslendingum, sem skóli Bukhs. Niels Bukh var aðsópsmikill leiðtogi enda hópuðust ungmenni til hans til náms. Og unglingarnir studdu hann í starfi. Ótalin eru þau dagsverk og þeir fjármunir. sem hann naut frá hálfu nem endanna til þess að skapa mann- virkin í Ollerup, mannvirki þau. sem framtíðin nýtur löngu eftir að Bukh er hjeðan horfinn. Svo virtist sem Bukh væri flest fæi’t enda átti hann æskuna að til stuðnings, og hún átti hans áhuga mál á móti. Um skeið var hann af ýmsum kallaður „galdramaður inn í Ollerup'1 og öfundarmenn átti hann marga, en hann átti þó miklu fleiri vini og dáendur, einlt um í hópi æskunnar. Heilbrigð sál í hraustum líkama var kjörorð Bukhs, og að því málefni vann hann ötullega, sen; studdi kjörorð hans og hugsjón. Hann vann heima vetur og sumar með nemendahóp sinn. Óvæginn var hann stundum er árangurinn var líka einstakur. Þegar honum þótti þjálfun hæfi leg þá valdi hann hina bestu menn og konur úr hópnum og ferðaðist land úr landi til þess að sýna hversu ágengt hafði orðið. Hingað kom Bukh einnig. Hjer ems og annars staðar, var starf- semi hans dáð, menni og konur fóru í _ skóla hans og Bukh var vinur íslendinga. Niels Bukh var afreksmaður sinnar þjóðar og síns tíma. Hann vann stórvirkri þjóð sinni til gagns og vegsauka og merki hans ' er borið uppi vítt um heim af nemendunum, sem nú eru kenn- 1 arar, prófessorar og æskulýðsleið togar í fjölda mörgum löndum. Bukh var víkingur síns tíroa. í brjósti hans bærðist barnshjarta en dirfska hans var dæmalaus og atorka óviðjafnanleg. Og nú er hann horfinn. Hversu fara mun um staðinn og störfin í Ollerup, í framtíðinni, er eigi enn vitað en líklega verður skól- inn rekinn sem sjálfseignaarstofn un og þeim stórvirkjum sem hann hefir reist, þannig við hald- ið. En vandfundinn mun sá aðili, sem lyftir aifinum eins og hann. sem skapaði staðinn, ásamt Ijóma þeim, er af honum hefir stafað. Því skal þessa horfna leiðtoga einnig minnst hjer, að hjer úti á Islandi hefir hann frækornum sáð, af þeim hafa meiðar vaxið sem ávöxt bera, en þeirra ávaxta nýtur íslensk æska. Á meðal þjóð ar vorrar eru starfandi ýmsir nemendur Bukhs, áhrifamenn á sviði Hkamsræktar og afkasta rnenn á vettvangi uppeldisstarfa. Því skal hjeðan þakklæti berast og vottað vera við hinstu hvílu ins horfna jöfurs. Gísli Kristjánsson. Sex í bí! sýna á SAUÐÁRKRÓKI, miðvikud. — Leikflokkurinn sex í bíl, sýndi hjer sjónleikinn Brúin til mán- • ans, eftir Clifford Oudets s.l. mánudag og þriðjudag. — Leik flokkur þessi var hjer að góðu kunnur frá s.l. sUmri, er hann sýndi Candidu, enda urðu áhorf endur ekki fyrir vonbrigðum nú. Leikurinn þótti hinn prýði- legasti, og bar vott um sjerstaka nákvæmni og þjálfun leikenda. '___________ — Jón. Offó ðf æff Hebsborgara vi!l lcomasf fi! valda VÍN. 29. jx'xlí — Blað kommún- ista í Austurríki, Der Abend, hefir skýrt frá tilraunum, sem það segir, að Zita, fyrrum keisaraynja, og Otto sonur henn ar, hafi gert til að endurreisa konungdæmi Habsborgara. Otto stendur næstur ríkiserfðum þeirra ættmenna. Segir blaðið, að móðir hans hafi flúið á náð- ir páfa og beðið hann að stuðla að endurreisn keisaradæmis í Mið-Evrópu. — Reuter. Sjö karlmenn í Mi aforkukvenna LONDON — Sjö hundruð fær- ustir embættis- og fjesýslukon- ur heimsins hafa boðið borgar- stjóra Lundúna, verslunarmála- ráðherranum, Haroald Wilson og 5 öðrum karlmönnum að snæða með sjer miðdegisverð i London: Fvrsta ágúst eiga 7 karlmenn í ;ök að verjast i boði 5. þings, Albjóðasambands em- þættis- og fjesýslukvenna. Þing ið stendur yfir 31. júlí til 4. ágúst. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.