Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 9
Miðvikudagur 9. ágúst 1950
M ORGUNBLA91B
0
Amma Haraldar hárfagra fjekk meðal
armars kjölturakka og páfugl í haug sinn
ÞEGAR Per Fett var hjer á ferð
á dögunum, en það var hann,
sem kom með munina í norsku
deild þjóðminjasafnsins, bárust
víkingaskipin eitt sinn í tal
milli okkar, þau sem fundist
hafa í Noregi, Osebergsskipið
og Gaukstaðaskipið, sem allir
íslendingar kannast við af orð-
spori.
Leifar af fjölda mörgum öðr-
um skipum hafa fundist í Nor-
egi. En þessi tvö eru þau einu,
sem voru svo heilleg, þegar þau
fundust, að hægt hefur verið
að varðveita þau í heilu lagi.
Löng þróun fyrir
fslandsbyggð.
Gaukstaðaskipið var svo ó-
fúið, að hægt var að flvtja það
í 2 pörtum úr haugnum. En Ose
bergskipið, ;em fannst seinna,
var mikið ver farið, þó hægt
væri að endurbyggja það, svo
það er nú á safninu í Bygdö
við Oslo, öldungis eins og það
var upprunalega.
En það er eins og Kristján
Elþjárn komst að orði í ræðu
sinni á dögunum að hinn nor-
ræni kynstofn hafði tileinkað
sjer mikla og margháttaða
menningu, áður en fsland byggð
ist. M. a. höfðu þeir yfir að
ráða þeirri tækni, sem þurfti
til þess, að forfeður okkar gátu
gert sjer skip, til að flytja með
fjölmenni og búslóð sína til ís-
lands.
Farkostir þeir, sem Norð-
menn höfðu yfir að ráða, fyrir
1100 árum, urðu upphaf að ís-
lands byggð. Hún hefði ekki
getað átt sjer stað án þessara
skipa..
Margir íslendingar sem koma
til Noregs telja víkignaskipin
á Bygdö-safninu vera það
merkilegasta, sem þeir sjá þar.
Það kemur til af því, að þau
eru svo nátengd sögu og upp-
runa íslensku þjóðarinnar.
Innfjarðarskip og hafskip.
Fett fornfræðingur komst m.
a. að orði á þessa leið um gerð
skipanna.
Þetta eru, eins og menn vita,
opin skip, scm höfðu ferstrend
segl er lágu yfir þver skipin.
Ekki var hægt að sigla skip
um þessum á móti vindi. Segla
umbúnaður hafði ekki náð því
stigi á þeim dögum Farmenn
irnir urðu að hafa meðvind.
Framstafn og afturstafn skipa
þessara voru gerðir eftir hring-
línum. Eftir því sem sögur
herma voru á framstefni þeirra
drekahöfuð, sem átti að taka
af, þegar siglt var upp að landi.
Það getur ekki verið að Ose-
bergsskipið hafi nokkurn tíma
haft drekahöfuð „með gínandi
trjóna“, eins og sagt var. En
Gaukstaðaskipið vantaði stefn-
ið.
Mikill munur er á þessum
tveimur skipum. Gaukstaða-
skipinu og því, sem kennt er
við Oseberg. Osebergskipið hef-
ir sýnilega verið innfjarðaskip
en Gaukstaðaskipið var haf-
skip. Byggingarlag skipanna er
mismunandi m. a. að því leyti,
að Gaukstaðaskipið er mikið
mjórra, en innfjarðaskipið og
hefur því verið meira gang-
skip.
Merkilcgt byggingarlag,
1 Osébergskipinu eru áraopin
1 efsta borði byrðingsins. En í
Gaukstaðaskipinu voru 2 borð
fyrir ofan árarnar. Á þann hátt
Frásögn dr. Per Fett
norsk víkingaskip
Siglan á Osebergskipinu.
árarnar.
hefur skipið verið betur til þess
fallið að mæta miklum sjávar-
gangi.
Það sjerkenni er við bygg-
ingarlag (kipa þessara borið
saman við báta þá, sem nú eru
gerðir, að nýtísku bátarnir eru
mikið stinnari. Þegar öldur
skella á þessum stinnu bátum,
hvolfir þeim. En gömlu skipin
hafa verið mikið eftirgefan-
legri, beygjanlegri. Sje Gauk-
staðaskipið t. d. mælt frá borð-
stokk niður um kjöl og að
hinum borðstokk hefur skip-
ið verið svo eftirgefanlegt, að
þessi fjarlægð hefur getað
minnkað um 10 cm. frá því sem
hún er, þar sem skipið stendur.
Að sjálfsögðu án þess leki kæmi
að því.
Hefur skipasmíði Norðmanna
átt langa þróunarsögu, áður en
hún komst á þetta stig. Því þar
í landi, sem og með öðrum frum
stæðum þjóðum, eru fyrstu skip
in eða farkostirnir á sjó ekki
annað en holir trjábolir. Frá
því stigi og til víkingaskipanna
er löng þróun, þar sem komin
er sterkur kjölur á skipin og
rengur með járnnöglum og bit-
ar sem þiljurnar hvíla á. En
segla útbúnaður kom einkenni-
lega seint til greina meðal
Norðmanna.
Seglin komu seint til
sögunnar.
Maður hefur ekki fullar sann
anir fyrir bví, að verulegur
seglaútbúnaður hafi verið kom
inn þar í skip fyrr en í lok
8. aldar. Er það einkennilegt,
þegar þess er gætt að Norð-
menn höfðu þó komist í kynni
við Rómverja, sem þekktu sigl-
ingar löngu fyr.
Fundist hat'a leifar af bátum
eða skipum í Noregi sem áreið
anlega eru frá því kringum 800
þar sem greinilega er hægt að
sjá, að segl hafa ekki verið á
bátunum. Það sjest meðal ann-
ars á því, að þegar um segla-
útbúnað er að ræða, og siglur,
þá þarf að ve^a mikill timbur-
stokkur í kjölnum til þess að
festa sigluna við- Og eins ætti
að sjálfsögðu að sjást einhverj-
ar leifar af skautum, ef bátun
um hefir verið siglt. Af ýmsum
fundum skipa og báta
Noregi sést að elstu farkostir,
frumstig skipatækninnar hefir
verið skinnbátar. En það sjer-
í borðstokknum sjást göt fyrir
jstaka verklag hefur verið notað
við skinnbátana, að húðirnar
hafa fyrst verið saumaðar sam
an, og síðan hafa innviðirnir
verið gerðir, og húðirnar
strengdar utanum þá í báta-
smíðum Norðmanna eimdi eftir
af þessu verklagi lángt fram
eftir öldum. Að fyrst var ytra
borðið sett saman, eða „húðin“,
sem kölluð var, og síðan smíðað
ir innviðirnir. Talið er senni-
legt að Norðmenn hafi á sín-
um tíma notað skínnbáta.
Fyrst aðeins sögurnar.
Er jeg spurði Per Fett hvað
menn hefðu vitað um skipa-
smíðar Norðmanna á Víkinga-
öldinni, áðui en þessi skip
fundust, sagði hann, að menn
hefðu ekki haft við annað að
styðjast, en frásagnir úr forn-
sögunum.
En þetta breyttist undir eins
og fundið var Gaukstaðaskipið.
Það fannst árið 1882. Og var
sem sagt svo ófúið, að skipið
var sagað í sundur í miðju og
síðan voru hestar látnir draga
skipspartana út úr haugnum.
Þá lærðu menn fyrst ýmislegt
um seglaútbúnað víkingaskip-
anna, sem menn höfðu enga
hugmynd haft um áður.
Ólafur Geirstaðaálfur og
Ása drottning, móðir
Hálfdáns svarta.
— Eru nokkrar tilgátur um
það hver hafi verið heygður í
Gaukstaðaskipinu ?
— Ýmislegt bendir til þess,
að það hafi verið Ólafur Geir-
staðaálfur. M. a. kom það í ljós,
að maðurinn sem þar var heygð
ur hafði haft íótarmein. En sag
an segir að fótarmein hafi orð-
ið honum að bana. En það er
greinilegt, að skipið er frá þeim
tíma er Ólafur var uppi.
Osebergskipið fannst svo ár-
ið 1904, og var grafið upp árið
1905. Þá kom í ljós að þarna
var ákaflega mikið af merki-
legum fornminjum samankom-
ið.
ÆtlaSi að selja Oseberg-
skipið úr landi.
Ábúandinn á jörðinni Ose-
berg fann skipið. Þ. e. a. s.
hann kom niður á stefnið, og
hreyfði síðan ekki við neinu
eftir að hann hafði fengið grun
um að þarna kynni að vera
merkar fornminjar í jörðu.
Þá voru engin lög í Noregi
sem bönnuðu að flytja út forn-
gripi. Bóndi þessi komst í sam-
band við ameríska auðmenn, og
orðaði við þá hvort þeir vildu
ekki kaupa þennan fjársjóð, er
hann hafði fundið á jörð sinni.
Áður en til nokkura slíkra við-
skipta kæmi voru í skyndi sam-
þykkt lög í Stórþinginu þar
sem bannað var með öllu, að
flytja nokkra forngripi úr
landi.
Um sama leyti komust norsk
yfirvöld að samkomulagi við
bónda, um það, að hann fengi
þóknun fyrir fund sinn.
Osebergskipið í smábútum.
Þegar haugurinn var gerður,
hefur verið hlaðinn vönduð
undirstaða undir skipið úr
Stafn Oseberg-skipsins skagar upp úr hauginum.
grjóti, og rent leir milli stein-
anna, svo að skipið lá í vatns-
þjettri jróp. |
Regnvatn sem seig í haug-
inn safnaðist í gróp þessari.
Þetta varð til þess, að allfc
timbur í skipinu og trjemunir >
höfðu varðveitst ákaflega vel.
En þunginn af haugnum sem
orpinn hafði verið yfir skipið,
var svo mikill, að hann flatti í
það út á bæði borð, svo skip-
ið hafði liðast sundur í smá-
búta.
Sænskur fornfræðingur Gusfc
avson að nafni, hafði yfirstjóm
með greftrinam. Hann gerðl
sjer það að reglu, og vjek ekki
frá henni, a'5 í skipinu mætti
engin nýsmíði vera. Setja skyldi
skipið saman úr upprunalegfv
efninu einu. Það var geysileg •'
vinna, að finna út, hvernig átti
að raða bútunum saman, þannig •
að skipið sem heild yrði endur-
byggt nákvæmlega í hinni upp-
runalegu mynd.
Aðstoðarmaður Gustavsona-.
var Haakon Shetelig, sem Is-
lendingum er að góðu kunnur,
Mikill umbúnaður
Menn hafa giskað á að Ása*(
drotning, móðir Hálfdánar
svarta og amma Haraldar hár-
fagra, hafi verið heygð í þessu
skipi. Fundust í skipinu leifar
af beinagrindum tveggja
kvenna. Er önnur talin vera.
beinagrind drotningar, en hitt
hafi verið beinagrind ambáttar,
er átt hafi að þjóna henni eftir
dauðann. Styður það þessa á-
giskun hve virðulegur allur um
búnaðurinn hefir verið. — í
skipinu fundust m. a. 4 sleðar -
og 1 vagn, 7 hestar og nokkr-
ir uxar, kjölturakki og páfugl,
Ennfremur var þar allskonar
húsbúnaður og sjerstök sæng •
fyrir hefðarkonuna. Vistir hafa ,
einnig verið þar og fanst tunna,
sem vatn hafði verið geymt í.
— Eftir beinunum að dæma,
virðist hin heygða kona hafa ,
verið um fimtugt. Haugurinn
hefir sennilega verið orpinn á >
árunum 860—870, og gæti það ’
átt við um Ásu drotningu. Sum-
ir halda því fram að enn frek-
ari sannanir fyrir þessu sje að '
finna í bæarnafninu Oseberg,
Það sje nú afbökun, og hafi
bærinn upphaflega heitið Ásu-
berg og verið kendur við i
drottninguna.
BæSi skipin úr sömu ætt.
Sje það rjett að þessi tvö
merkustu víkingaskip, sem til 1
eru, Gaukstaðaskipið og Ose-
bergskipið, sje legstaðir Ólafs
Geirstaðaálfs og Ásu drotning-
ar, þá eru þau svo að segja úr
sömu ættinni, því að Ása drotn-
ing var stjúpmóðir Ólafs kon-
ungs. Guðröður veiðikonungur,
faðir Ólafs, fór með hernaði á
hendur líaraldi hinum gran-
rauða á Ögðum, feldi hann en
tók Ásu dóttur hans fyrír konu,
Þau eignuðust einn son, Hálf-
. dán svarta, en þegar hann var
veturgamall rjeð Ása bana
Guðröði konungi til þess að
hefna föður síns. Fór hún síðan
vestur á Agðir „og settist þar
til ríkis þess, er átt hafði Har-
aldur konungur faðir hermar*',
Ekki getur sagan þess hvar hún
hafi verið heygð, en um Ólaf
Geirstaðaálf er þess getið að
hann hafi verið heygður á Geir
stöðum. Hyggja menn að það
sje sami bær og nú er nefndjur
Gjekstad og er í grend við
' Gokstad. V. St. ,