Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.08.1950, Blaðsíða 16
' _VEÐURÚTLIT. FAXAFLÓli T4ettir til með NA-stinnings - kalda, er líður á daginn._____ í 179. tbl. — Miðvikudagur 9. ágúst 1950. FRÁSÖGN dr. Per Fett tgg norsk víktngaskip á bls. 9. ræðslusíldiii losar 200 ús. hl. — Saltsíldin er Uomin upp í 30 þústunnur í SKÝRSLU Fiskifjelags íslands um gang síldarvertíðarinn- ar, sem birt var i gærkvöldi, segir að bræðslusíldaraflinn sje «iú 150.344 hektól. meiri en á sama tíma í fyrra og um 81.000 fcl. meiri en á sama tíma árið 1948. Á miðnætti á laugardag- inn var bræðslusíldaraflinn orðinn 220.617 hektól., og þá var búið að salta í 30.000 tunnur síldar, en í fyrra nam söltunin e sama tíma um 17.465 tunnum. Kinkum var saltað í vikunni sem leið bárust til bræðslu um 63.300 mál og er feað tæplega 10 þús. málum tninna en í fyrra. Aðaláherslan var lögð á síldarsöltun og var saltað í um 23700 tunnur í vik- unni. Við fyrri vikulok nam söltun tæplega 6.300 tunnum. JFffæstu skip Á síldveiðiskýrslunni, sem birt er í heild á bls., er getið 59 skipa, sem nú hafa aflað yf- ir 1000 mál og tunnur. En meiri og minni afla hafa 218 skip fengið með 214 nótum. — Hafa þá flest öll skip flotans fengið einhvern afla. í fyrri viku voru þessi „1000 mála ekip", 34 að tölu. Helga frá Reykjavik er enn aflahæsta skipið í flotanum og er nú með 4989 mál og tunnur, en því næst kemur Fagriklettur • frá Hafnarfirði með 4378 mál og tunnur, þá Stígandi, Ólafs- firði með 3269 og f jórða hæsta ekipið er Fanney frá Reykja- vík með 2812 mál og tunnur. í fyrra í fyrra var aflahæsta skipið með um 2000 mál og næst hæsta tæp 1900 mál. Þá höfðu 12 skip af 192 skipum flotans aflað yfir 1000 mál og tunnur, cn tæplega 50 skip með yfir 500 mál afla. Búið að salta í rúm- kqa 37 þús. lunnur Í3IGLUFJÖRÐUR, 8. ágúst: — íííðastliðið mánudagskvöld kl. 12 var búið að salta á öllu land inu 37.284 tunnur. Hæstur er Siglufjörður með 17.232 tunnur, Raufarhöfn 7.285 þar af hjá Vilhjálmi Jónssyni 5.281, Þórshöfn 4-075. Hæstir eru á Siglufirði: Nöf 1666. Reykjanes 1527, Pól- stjarnan 1467 og Njörður 1411. Rússneska móðurskipið On- ika kom hjer í morgun og tek- ur vatn. — Guðjón. mál lil Raufar- bafnar s.l. sólarhring RAUFARHÖFN, 8. ágúst: — Landað var hjer s.l. sólarhring 3000 málum og saltað í 200 tn. Landað hafa: 236, Hafdís, fsafirði 312, Haukur I. 198, Guðni Þórðarson 146, Skeggi 272. Hagbarður 152, Reynir 264, Álsey 287, Ársæll Sigurðs- son 166, Aðalbjörg, Akranesi 12ö, Helga 468. Engin teljandi síld veiddist í dag- Slæmt veður og smá- streymt. — Einar. Þjóðhálíðin í Eyjum lóksl vel VESTMANNAEYJUM, 8. ág.: — Eins og áður hefir verið get- ið um hjer í blaðinu, varð að fresta þjóðhátíð Vestmanna- eyja um einn dag, frá því, sem upphaflega var ákveðið, vegna veðurs. Var hátíðin því haldin dagana 5. og 6. ágúst s. 1. Veður var hið besta báða dag ana, sólarlítið að vísu, en hlýtt og rigningarlaust. Skemmti- skráin var fjölbreytt, og var auðsjeð, að hátíðagestir skemtu sjer hið besta. Með hverju ári, sem líður, eykst sá fjöldi fólks, sem sækir Eyjarnar heim og dvelst hjer um þjóðhátíðina. Og í ár er giskað á, að utanbæjargestir hafi verið um eða yfir þúsund manns. Mestur hluti þessa fólks ferðaðist loftleijSis, og hef ir af þeim sökum verið mikið að gera hjá flugfjelögunum þessa dagana. Á mánudaginn voru t. d. farnar 40 ferðir á milli Reykjavíkur og Eyja. Frá Eyjunum fluttu flugvjelarnar tæplega 500 manns. — Bj. Guðm. Hólar í Hjalladal Minnismerki Jóns Arasonar sjest í forgrunni myndarinnar og Hóladómkirkja á bak við hana. Til vinstri við kirkjuna sjest heyhlaða staðarins og votheysturn. Myndin er tekin út gróðrastöðinni gömiu. Minnismerki Jóns Arasonar er á svipuðum stað og þar sem voru síðustu leifarnar af virki hans. Þúsundir munna sóitu somkomur Slálfstæðismunnu um helgina MÖRG ÞUSUND manns sóttu hjeraðsmót og samkomur, er Sjálfstæðismenn hjeldu víðs vegar um land um verslunar- mannahelgina. Þá var á sunnudaginn stofnað Sjálfstæðisfjelag ? Biskupstungnahreppi. Lífil síldveiði í gær SIGLUFJÖRÐUR, 8. ágúst: — Mjög lítið hefir komið hjer af síid um helgina, enda einlægar þokur og brælur. I í gær komu hjer tvö skip, Sæ hrímnir frá Þingeyri og Síldin frá Hafnarfirði með 2—300 tn. í salt. Allt er þetta austan frá Langanesi. í dag hafa engar síldarfrjett- ir borist neinsstaðar að. Lönduðu á Hjalteyri HJALTEYRI, þriðjudag: — j Eftirtalin skip komu með síld í dag: Gyllir 476 mál, Straumey . 267, Ingvar Guðjónsson 155 og Eldborg 92 mál. Þá er Súlan og væntanleg með 250—300 mál. Veiðiveður hefir ekki verið sem ákjósanlegast, og hafa sum skipanna brotið báta sína. Hernaðarúlgjöld Ivöfölduð í Belgíu BRUSSEL, 8. ágúst: — Belg- iska stjórnin hefir ákveðið að verja nær 36 milLjón pundum meira til hervæðingar í ár, en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Tvöfaldast með þessu áætlað framlag til heyvarna. Þingið mun verða að veita samþykki sitt til hinna aukrlu útgjalda, en búist er við að samþykki þess verði auðfeng- ið. — Reuter. Mótið við Geysi. Málfundafjelagið Óðinn hjelt mót við Geysi, sem hófst á laug- ardagskvöld með skemmtisam- komu. Á sunnudaginn kl. 3 hófst útisamkoma. Sveinbjörn Hannesson, form. Oðins, setti samkomuna með stuttri jæðu, en auk hans heldu ræður: Bjarni Benediktsson, ráðherra og Gunnar Helgason, erindreki. Lúðrasveitin Svanur ljek í upp hafi samkomunnar og á milli ræðanna, Brynjólfur Jóhannes- son leikari las upp Kynnir var Sveinn Sveinsson, Þá var gert nokkurt hlje á hátíðahöldunum, en um kvöldið hófst samkom- an að nýju. Felix Ó. Sigur- bjarnarson söng einsöng og Ránardætur skemmtu með söng og gítarleik. Að síðustu var dansað. Mótið sótti um 900 manns, víðsvegar að úr sýslum og úr Rvík. Stofnað Sjálfstæðisfjelag. Á sunnudaginn var stofnað Sjálfstæðisfjelag í Biskups- tungnahreppi. Voru stofnend- ur allmargir og ríkti mikill á- hugi á stofnfundinum. í stjórn fjelagsins voru kosnir: Sveinn Skúlason, Bræðratungu, Ingvar Ingvarsson, Hvítárbakka, Sig- urður Erlendsson, Vatnsleysu, Hörður Ingvarsson, Hvítár- bakka og Halldór Jónsson, Stakkholti. Skemmtun í Olver. Sjálfstæðisfjelögin á Akra- nesi og Heimdallur heldu skemmtisamkomu í Ölver á laugardags- og sunnudagskvöld ið. Sótti samkomurnar margt fólk, bæði úr nærsveitum og Reykjavík. Hjeraðsmót við ísa- fjarðardjúp. Hjeraðsmót Sjálfstæðis- manna við ísafjarðardjúp var haldið s. 1. sunnudag að hjer- aðsskólanum í Reykjanesi. — Sóttu það um 300 manns þrátt fyrir fremur óhagstætt veður. Fjel. ungra Sjálfstæðismanna við ísafjarðardjúp hafði eins og undanfarin ár forgöngu um hjer aðsmótið. Baldur Bjarnason í Vigur, form. fjelagsins, setti mótið og stjórnaði því. Þá söng Ólafur Magnússon frá Mosfelli einsöng við undir- leik Hermanns Guðmundsson- ar. Síðan flutti þingmaður Norður-lsfirðinga, Sigurður Bjarnason ræðu. Að henni lokinni söng Her- mann Guðmundsson einsöng. :— Þá las Einar Pálsson leikari upp, en síðan sungu þeir Olaf- ur Magnússon og Hermann Guð mundsson tvísöngva. Loks fór Einar Pálsson með gamanþátt. Að lokurn var dansað fram eftir kvöldi. Hjeraðsmót Sjálf- stæðismanna við ísafjarðar- djúp eru mjög vinsæl og sótt af fólki víðsvegar að úr hjerað- inu. Hjeraðsmót í Vestur- Húnavatnssýslu. ^ Hjeraðsmót Sjálfstæðismanna í Vestur-Húnavatnssýslu var* haldið í Ásbyrgi í Miðfirði á sunnudaginn og hófst kl. 3,30. Sigurður Pálmason, form. hjer- aðsnefndar Sjálfstæðismanna í sýslunni setti mótið og stjórn- aði því. Ræður fluttu: Guð- brandur ísberg, sýslumaður og Gunnar Bjarnason ráðunautur. Gunnar Kristinsson söng ein- söng, undirleik annaðist Sigfúa Halldórsson. Að síðustu var dansað. Mótið var vel sótt. i í Fjórðungshátíð Sjálf- P ] stæðismanna á Austur- f I landi. Mótið var haldið í skemmti- stað Sjálfstæðismanna í Egils- staðaskógi. Hátíðin hófst á laug ardag og stóð til mánudags. — Sótti hana mjög mikill fjöldi fólks víðsvegar að af Austfjörð- um. Sveinn Jónsson, bóndi á Egilsstöðum setti mótið Og stjórnaði því, en ræður fluttu Björn Ólafsson ráðherra og Er- lendur Björnsson, bæjarstjórL Guðmundur Jónsson söngvari söng einsöng, undirleik annað- ist F. Weisshappel. Auk þess var dansað.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.