Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 5
Laugardagur 26; ágúst 1950 MORG G \ BL.4ÐIÐ Elén Ih Minnmprorð ÞAÐ var eitt sinn fátæk móðir, sem missti einkabarnið sitt. Þetta er gömul saga, sem er þó ávallt að endurtakast. Þessi kona unni barni sínú hugástum eins o'g all- ar sannar mæður gera. En hún gat ekki trúað, að barnið hennar væri dáið. Hun gekk meðal ná- grannanna og bað þá um lyf til að lækna barnið sitt. En nágranr arnir hristu höfuðin og sögðu sín á milli: „Hún er ekki með öllum mjalla. Barnið er daið." Að Jokum hitti konan fýrir sjer mann, sem sá áumur á henni og mælti: „Jeg get ekki gefið þjer lyf, en jeg veit um lækni, sem getur það. Far þú til meistarans, ihann hjálpar þjer.“ Og hin sorg- Knædda móðir fór á fund meistar- ans og mælti: „Herra! Barniðj mitt er sjúkt. Gefðu mjer lyf, sem getur læknað það." Meistar- inn leit á konuna fullur samúð- art Hann sá, að hjer dygðu eng- ar fortölur nje rökræður. Og hann mælti í mildum róm: „Jeg þarf handfylli af mustarðskorn- um.“ Konan gladdist í hjarta sínu og kvaðst skyldí útvega kornin. En meistarinn bætti við: s,Þessi mustarðskorn verða að yera úr húsi þar sem enginn hef- ur misst ástvini eða ættingja.“ Og konan gekk hús úr húsi. Allir vildu gefa henni mustarðskorn. En þegar hún spurði: „Hefur nokkur í húsi þessu misst barn, ástvini eða ættingja?" þá svaraði fólkið: „Vjer höfum orðið mörg- um bak að sjá, en vjer viljum ekki ryfja upp harma vora.“ Hin fiorgmædda móðir settist við veg- inn til borgarinnar, yfirbuguð þreytu og harmi. Augu hennar flutu í tárum. í mannlegu tári foirtist fegursta tjáning mannlegr- ar elsku. Nóttin breiddi vængi eína yfir landið. Móðirin við veg- inn sá að Ijós tendruðust i borg- inni og slokknuðu aftur. Og hún tók að íhuga þetta fyrirbrigðí mannlegrar tilveru, líf og dauða. Menn fæðast og deyjá, eins og Ijós, sem tendrast og deyr. Þetta er lögmál lífsins, sem enginn fær umflúið. En það óumflýjanlega, kemur það ekki frá guði? Það, sem er Hans vilji, hlýtur að véra gott og hafa æðri tilgang. Og fá- tæka móðirin fann guð í sorginni. Þetta er að vísu dæmisaga, en foún felur í sjer djúpan boðskap. Það skiptir engu máli, hversu ofí maður stendur andspænis hinum mikla leyndardómi, dauðanum. Honum fylgir ávallt tár og tregi. Það er raunar ekki vegna þess, að dauðinn, sem er lausn úr fall- völtum og hörðum heimi, sje sorg Jegur í sjálfu sjer, heldur hitt, að mannlegt hjarta er þannig úr garði gert, að það finnur til, þeg- ar það missir þann, er það unnir. í sorginni birtist helgasta fegurð mannlegs hjarta. Dauðinn getur verið endurfæðing mannlegrar sálar í þessu lífi. Andspænis dauð anum getur engin sál verið ill. En er vjer stöndum andspænis þessum mikla leyndardóm, þá virðist þögnin vera innf jálgari en nokkur orð maiinlegrar tungu. En einmitt á stundu sorgarinnar, þegar mannleg sál finnur skyld- leika við aðrar sálir og skynjav andvara eilífðarinnar, þá ber að þakka þeim, sem horfinn er inn í hina miklu þögn, fyrir hin and- legu verðmæti, sem hann hefur eftir sig látið. Allt annað er hismi og hjóm. Hih andíegu verðmæti mannlegrar sálar er hið eina, sem rjettlætt getui' eilífðarvonir mannsins. Elín Ebba Itunólfsdóttir var ekk gömul, er nún hafði lokið hlutverki sínu i þessum heimi f allvaltleikans. Hún f Seddist í Norðtungu i Borgarfirði 27. júní 1929. Foreldfav hennar voru þau hjónin Guðnan Sigurðárdóttir frá Norðfirði og Runólfur Runólfsson bóndi að Norðtungu. Hún var bví ekki nema 21 árs, er hún Ijest. Hún átti því - i reynsluríka ;cvi að beki. En p.tt h’-.n -væri mv ->ð . ’.ri, v.. hú gæ'';I undciilega ini'klum ’ andlögúi. þroská. Þessi únista á Þróttarfundi þroski hennar var því ekki áunn- inn. Hann var ekki sprottiim af skólagöngu og bóklestri. Hann kom innan. frá. Hann -var tján- ing þroskaðs anda í veikbyggð- um líkama. Ebba var góðum gáf- um gædd, en það, sem einkenndi hana mest, var hreinleikinn og hógværð andans. Hún forðaðist allt, sem Ijótt var, því að það olli henni sársauka. Allt, sem fagurt var, gladdi hjarta hennar, hóf hana upp í æðra veldi. Og þá ljómaði hún. Bros hennar var bjart. Bros hennar speglaði sak- leysi barnsins og fegurð himins- ins. — Ebba ólst upp i faðmi ís- lenskrar náttúru. Þar átti hún fyrstu sporin. Þar lærði hún að skilja og meta fegurðina í hinni þöglu náttúru. Hún gat unað sjer löngum stundum við að hlusta á hina ómlausu tjáningu dýranna hvert gagnvart öðru. Og hún skildi, að þau töluðu sínu máli, þótt eigi væri þeim mál gefið. Þá lærði hún að meta gildi hljóðra stunda, enda sagði hún oft, að hún undi sjer best ein í kyrð og þögn, útilokuð frá amstri og skarkala heimsins. Þetta er harla einstætt um unga stúlku, sem er að vakna til vitundar um verðmæti gyllingar heimsins. — Hún mat meira hið innj-a líf, sem eitt gefur mannlífinu var- anlegt gildi. Öll framkoma henn- ar, orð hennar og gerðir, endur- speglaði hina irrnri fegurð henn- ar í svo ríkum mæli, að manni gat til hugar komið, að slík sál ætti raúnar ekki heima í þessum kalda mannheimi. En það eru einmitt slíkar bjartar og hógvær- ar sálir, sem gera lífið bjartara og fegurra en það kynni annars að vera. — Það skiptir raunar minnstu máli, hvort slíkar sálir lifa lengur eða skemur í þesSum heimi vórum. Hitt er mikilvæg- ast, að þær skuli hafa i heiminn komið og varpað æðri ljóma á mannlífið. Mjer finnst, að ein- mitt í þessu birtist hulin hönd, sem öllu stjórnar af gæsku og visku. Og þá verða líka orð skáldsins spámannleg, er hann segir: „Þó holdið sjálfu sjer hverfi sýn, þó hismið vinni sjéi' dánarlín, er lífið þó sannleikur, dauðinn draumur. Hjá drottni finnst hvorki kvein nje glaumur. En volduga aflið, sem aldrei dvín, er iðandi, blikandi ljósvakans straumur“. (E. B.). Fegurð mannssálarinnar og góð leiki mannlegs hjarta gétur ekki átt upptök í andvana efni. Það hlýtúr að eiga sjer æðri upptök, vera guðsættar. Jeg held, að aldréi hafi fegurri nje’ stórbrotn- arí hugsun fæðst í mannlegúm heila en sú, að sál mannsins sje neisti af hinni voldugu alhéims sál, sem „elskar og skthir og líf- ið gefur“. Frá þessu sjóp; miði er allt líf óslitin heild „frá engils ins sál inn í kriStal ins k;jarha“, og að takmark mannssálarinnar sje að sameinast guðs héflögu •■•ining. I sál Ebbu endurspegiað- ramh. á hfoi ú Búisl við metaðsóim LONDON — Ýmislegt bendir til þess, að breska iðnaðarsýn- ingin næsta ár verði betur sótt en nokkru sinni fyrr. — Fleiri fyrirtæki hafa nú þegar sótt um sýningarpláss en á nokkru öðru ári, enda hafa Bretar auglýst þessa sýningu geisivel og unnið af alefli að undirbúningi henn- ar. — Á iðnaðarsýningunni bresku síðastliðið ár komu alls 19.000 erlendir verslunarmenn. Næsta ár er vonað að þeir verði jafn vel fleiri. — Reuter. Tiliögcir þeirra Cengw eitt atkvælii EITT AUGLJÓSASTA dæmið um fylgistap kommúnista ouf mmnkandi áhrif í verkalýðshreyfingunni, er Þróttarfund- urinn, er haldinn var s. 1. miðvikudagskvöld. Rauðliðar höfðu undirbúið fundinn og ætlað að ráða samþykktum hansy en málin snjerust svo í höndum þeirra, að Einar Ögmunds- son, foringi rauðliða, fjekk að síðustu engan Þróttarfjelaga til að standa með tillögum þeim, er honum hafði ven5 fengnar í hendur á Þórsgötu 1 og sagt að láta samþykkja. Framh. af bls. 2 hitta ættingja sína og hefir hann ekki sjeð sum systkini sín frá því að hann fór af landi burt fyrir tæpum 30 árum. — Ein systír harts hefir dvalið all- an sinn aldur í Breiðafjarðar- dölum og er nú í fyrsta sinni í fríi, frá því að hún man eftir sjer, segir Kristján. Hann fer með Gullfossi 9. september ti.1 Kaupmannahafn- ar, en þaðan til Gautaborgar. Kristján er kvæntur könu af sænskum ættum, Ðagmar að nafni og ætla þau hjón að hitta ætíingja hennar í Sviþjóð, en heim fara þáu flugieiðis frá Osio síðast í september. Myndarlegpnr fólltrúí íslenskra sjómannia. Kristján Kristjánsson er myndarlegur fulltrúi íslenskra sjómanna hvar sem er. — Hann er nú 52 ára, grannvaxinn og beinvaxinn með hærri mönn- um á velli. Hann er snyrti- menni hið mesta í framkomu og klæðaburði. íslensku sjó- mennirnir, sem flutst hafa til Ameríku og raunar til annara landa, hafa lengi gert garðinn frægan og Kristján hefír lagt fram sinn skerf í ríkum rryeli í þeim efnum. I. G. Sundrungastarfsemi 1 Eins og kunnugt er hefir fylgi kommúnista í Þrótti lengi verið alimikið og þeir stundum ráðíð stjórn fjelágsins,' En áhrif þeirra hafa farið mink andi í seinni tíð, eins og í öðrum verkalýðsfjelögum vegna þess að komið hefir stöðugt betur i ljós, að þeirra einasta starf i fjelögunum, hefir verið í þvj fólgið að æsa til illinda og reyna aðtnota fjelögin pólitiskt eftir því sem kommúnista- flokknum hefir verið hagkvæmt í það og það skiptið. Einar stóð einn Á fundinum í Þrótti kom Ein ar Ögmundsson m. a. með þá tillögu að Þróttur lýsti yfir samúðarverkfalli með einhverj um f jelögum sem alls ekki voru í neinu verkfalli. Og einnig vildi hann að fjelagið segði upp samningum. Einar fylgdi þess- um tillögum úr hlaðí með ræðu, þar sem hann að vanda rjeðist á stjórn fjelagsins með skömmum og ósannindum og bað fjelagana að vera vel á verði gegn ,,íhaldinu“ og þeim launráðum sem stjórn fjelags- ins væri að brugga. Var máli Einars og f jelaga hans, er komu til liðs við hann. seinlega tek- ið og er til atkvæða kom um tillögur kommúnista greiddi Einár einn atkvæði með þeim, en meginþorri fundarmanna á taaótáv Bar Einar sig mjög illa,. sem vönlegt var og þótti komma fylgið heldur rýrt þar sem htnn var aðeins einn. Reýnia að' breiða yfir ófarirnar Þjóðviljinn reynir í gær sína vísu að gera þennan funcl að einhverju „uppsláttarnúm- eri“ en gætir þess dyggilega a<5 segja sem minnst um afgreiðsh* mála_ á fundinum, en ’ léiða at- hygli fólks frá óförunum me?5 skömmum. Er þetta jafnan venja Þjóðviljans. Eftir þvi sem hrakfarirnar aukast stækka fyrirsagnirnar og sigrarnir í Þjóðviljanum. Er það greinilegt, að Þróttar fjelagar eru með öllu búnir að fá sig ieiða á Einari Ögmunds- syni og hans nótum og geta kom múnistar ábyggilega sparað sjer það hjer eftir að senda flugu- tnenh sína inn á Þróttarfundi, því að Þróttarfjelagar þekkjn nú orðið of vel klæki þeirra til þess að þeir láti blekkjast. Gekk á fund Achesons' WASHÍNGTON. — Henri Bonn- et, sendihérra Frakka í Washing- ton, gekk núna í vikunni á funcl Ach'eSon, utanríkisráðhetra, og tjáði honufn, að franska ríkis- stjórnin hefði fullan hug á að leggja fram góðan skerf til varna V.-Evrópu. K. S. I. K.R, R, 4. LEIKUR I.B. úrvalsliðið Rey k javíkurúrval fer fram kL 5 í dag. Démtairi Guðjón Einarsson. áðgöngumiðar veröa seldir á Ifjróffavell^i- um frá kiukkan 1. ReykjavíkLirúrvaSfmi olíöL, nefndw■ <S>XX<xJxSxSX»x--*"SxJ><>><S>«xSx«x*><s*3x$x?v..<.» K •>V

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.