Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. ágúst 1950 MORGLXBL .4 ÐIÐ Lífskjör þrengri ÞANN 30. júlí kom hingað íinnski ritstjórinn Ole Tor- valds frá Abo í Finnlandi ásamt konu sinni, sem einnig er starf- andi blaðamaður. — Hafa þau 'undanfarið ferðast hjer um 3andið. Morgunblaðið átti í gær tal við ritstjórann og leitaði tíðinda hjá honum af ferðalagi hans. Við fengum dálítinn ferða- styrk frá finnska ríkinu, segir Ole Torvalds, og gátum ráðið Sjálf til hvaða lands við færum. ísland varð fyrir valinu. Okk- ur fannst við vita svo lítið um Sandið, en í Finnlandi er n.ú Jnikill og mjög vaxandi áhugi fyrir nánari kynnum og tengsl- um við önnur Norðurlönd. Jeg hafði líka kynnt mjer norræna málsögu við háskólann í Gauta- borg og lærði þá að lesa ís- lensku. En sú þekking nægir ekki til þess að jeg geti talað smálið. — Þjer hafið ferðast töluvert um landið í þessari ferð? — Já, við höfum ferðast bæði um Norður- og Suðurland og haft af því mikla ánægju. Við erum ákaflega ánægð með ferð-, :ina og þær ágætu móttökur, sem við höfum fengið. Jeg hef kynnst fjölda manns og vona að hafa stofnað til ehdingar- góðra tengsla við land og þjóð. Erfiðleikar Finna. — Hvernig gengur Kfíð heima í Finnlandi um þessar mundir? — Síðan styrjöldinni lauk hefur finnska þjóðin átt við ýmsa erfiðleika að etja í efna- hagsmálum sínum. — Stærsta varidamál hennar í dag er að skapa jafnvægi milli kaupgjalds og verðlags í landinu. Kaup- gjald og verðlag hafa undan- farin ár hækkað á víxl og vald- íð mikilli dýrtíð. Lífskjör al- mennings munu nú þrengri í Finnlandi en fyrir stríð. Hús- næðisvandræði eru einnig geysi mikil. Aðalorsök þeirra eru hin- ir miklu fólksflutningar frá jþeím hjeruðum Karelíu, sem Itússar fengu. Varð að flytja um 400 þús. manns og fá þeim nýja bústaði í öðrum hjeruðum Finnlands. Var það aðallega íramkvæmt á þann hátt að skipta stórbýlum í smærri býli. Flest þetta fólk settist að í sveit 'um og í smærri þorpum. (Greiðslur stríðsskaðabófanna ganga vel. — Hvenær er gert ráð fyrir að Finnar hafi lokið við að greiða stríðsskaðabæturnar til Rússa? — Þeim á að vera lokið á árinu 1952. Þær hafa yfirleitt gengið vel. Eins og kunnugt er fara greiðslurnar fram í vörum, skipum, iðnaðarvörum, timbri, pappír o. s. frv. Nokkur óvissa ríkti um, hvernig færi með afurðasölu Finna þegar þessum greiðslum í vörum lyki. En í byrjun þessa árs var gerður viðskiptasamn- ingur til 5 ára við Rússa um vörukaup í Finnlandi. Pólitískur órói. — Hvað er að segja um hin pólitísku viðhorf? — Það er fremur óróasaint í finnskum stjórnmálum um þessar mundir. — Við höfum mórga stjórnmálaflokka, en erig inn einn þeirra hefur meiri- hluta. í landinu eru nú sam- stjórn bænd aflokksins, sem er stærsti flokkurinn, og sænska fyrir strið Greiðslur stríðsskaðabót- anna hafa gengið vel Samlal viS Ote Torvaids ritsljóra. Ole Torvalds ritstjóri flokksins. Eru það hvorttveggja borgaralegir lýðræðisflokkar. Tveir aðrir borgaralegir smá- flokkar eru í landinu. Þá er flokkur jafnaðarmanna og loks kommúnistaflokkur. — Kommúnistar hafa undanfarið verið að tapa fylgi í Finnlandi. Alitið er að svo kunni að fara er finnska þingið kemur sam- an á þessu hausti, að stjórnar- skipti verði. Ekkert er þó hægt að fullyrða um', hvað þá taki við. Annars hefur gengisbreyting in á s.l. ári bætt aðstöðu þjóð- arinnar í samkeppninni á er- lendum mörkuðum. En eins og jeg sagði áðan þá standa nú fyrir dyrum miklar deilur um hlutfallið milli kaupgjalds og verðlags í landinu. Elsta blað Finnlands. Ole Torvalds er ritstjóri við Ábo Underráttelser, sem er elsta blað Finnlands. Það er gefið út á sænsku. Hann og kona hans hafa sent blaði sínu frjetta greinar hjeðan að heiman með- an þau dvöldust hjer og munu skrifa meira í það um ferð sína hingað þegar heim kemur. Þau eru mjög aðlaðandi fólk og er óhætt að fullyrða að íslending- um sje fengur að komu þeirra og frásögnum af því, sem þau hafa kynnst á þessu stutta ferða lagi sinu um landið. S. Bj. Sagt frá ný|u merkilegu tæki til upphitunar húsa Heð sfíkum fækjum mæffi stækka hifaveitusvæi^ JÓHANNES BJARNASON verkfræðingur skýrði blaðamona-, um í gær frá nýju tæki til upphitunar í húsum. Tækið, sem,k nefnt er Hitadæla og er rafknúið, vinnur hita úr vatni, lofti^, sjó eða jarðvegi, -sem hefur lágt hitastig, -nægilega -til-upphitu«» ar í húsum. Telur Jóhannes Bjarnason slík tæki henta vel ís- lenskum staðháttum, einkum þó í sambandi við hitaveitur. —* Hefur hann skrifað borgarstjóra og boðist til að setja slíkt taf<i» vpp hjer til reynslu. Um þetta tæki og hagnýt-^ ingu þess, sagðist Jóhannesi m. a. svo frá: Píanóleikar Þórurin- Aldarafmæli ar ÞORUNN S JÓHANNSDÓTTIR hjelt píanótónleika í Austurbæj arbíói á miðvikudaginn var. — Húsfyllir var og heillaði hún áheyrendur með leik sínum sem fyrr, en fólk fylgist með þessu undrabarni frá ári til árs og gleðst yfir því að sjá vonirn- ar rætast, sem við Þórunni litlu eru tengdar. Sýndi meðferð hennar á verkefnunum glögg- legá, að henni hefir enn mikið farið fram að þroska síðan síð- ast og var leikur hennar nú þróttmeiri, en áður og skilning- ur hennar á verkefnunum dýpri. E-dúr svítan eftir Bach var leikin fallega og stílhreint og c-moll sónata Beethovens (op. 10), naut sín furðanlega í hin- um smáu höndum Þórunnar. — Kinderscenen eftir Schuman eru hugleiðingar tónskáldsins um hræringar barnssálarinnar, meira fyrir þá fullorðnu heldur en börnin sjálf. Verkið er erfitt viðfangs, ef leiða á í ljós allan þann skáldskap, sem í því felst. Víða tókst Þórunni vel upp, en sem vonlegt var, sá hún hjer ekki alt með augum skáldsins, heldur með augum bamsins, en er það ekki líka yndislegt? Þrjár etúdur eftir Chopin (As-dúr, f-moll, c-moll), vöktu mikla athygli í meðferð Þór- unnar, einkum sú síðasta, sem var leikin af miklum krafti og mikilli leikni, — Tónleikunum lauk með tveim lögum eftir J. McEwen, er hún ljek með prýði. Menn hlustuðu hugfangnir á tónleikana frá byrjun til enda og fögnuðu Þórunni litlu ákaft, óg varð hun að leika aukalög. P. í. I DAG er aldarafmæli Jórunn- ar heit. Guðmundsdóttur, ljós- móður á Rafnkelsstöðum í Garði. Húnv ar hin mesta merk- iskona og er starfs hennar minnst af fjölda mörgum með virðingu og innilegu þakklæti. Kærleiksrík var hún og gjaf- mild. Á starfsárum hennar var víða mikil og sár fátækt og oft gaf hún fátækum sængurkon- um miklar gjafir, þó aldrei væri auður i hennar búri. — Henni rann til rif ja þessi mikla fátækt og þráði að bæta úr henni eins og í hennar valdi stóð. Og þess vegna var á dán- ardægri hennar fyrir f jórtán ár- um stofnaður minningarsjóður, er beri nafn hennar og verði fje úr þeim sjóði varið til þess að styrkja fátækar sængurkonur í Gerðahreppi. í dag í tilefni ald- arafmælisins, hlýtur skipudags- skrá sjóðs þessa staðfestingu stjórnarráðsins. — Minningar- spjöl.d hafa verið gefin út og ættu þeir, serri þekktu Jórunni heitina að muna eftir þeim, er þeir vilja minnast látinna ætt- ingja eða vina, svo sjóðurinn Frb. á bls. 8. Staðhættir eru góöir Við höfum víða ódýrt raf- magn til að knýja það og alls- staðar eru til efni sem vinna má hita úr, svo sem ár og stöðu vötn, sem ekki botnfrjósa á vetr um, sjórinn, loft og jafnvel jarð vegurinn. Sum þau efni sem hjer eru fyrir hendi eru einkar hentug vegna þess hve tiltölu- lega hátt hitastig þau hafa. Má þar einkum nefna volgrur og laugar sem áður hafa verið tal- in of kaldar til að nota til upp- hitunar, kælivatn og útblásturs loft frá vjelum og mótorum og það má benda á að notaður hef- ir verið með góðum árangri hit- inn, sem húsdýrin framleiða í fjósum og fjenaðarhúsum. Víð- ast þar, sem rafmagn er nú not að til upphitunar má, ef notuð er hitadæla, spara verulegan hluta af því rafmagni sem nú er eytt í upphitun. Þetta á við bæði um upphitun húsa, sund- lauga og í iðnaði- Best í sambandi við hitaveitui Bestu skilyrði til hagnýting- ar hitadælu og stórfenglegasta verkefni hennar hjerlendis virðist vera í sambandi við frá- rennslisvatn Hitaveitu Reykja- víkur þar er látið ónotað mjög mikið magn af um 45 gr. heitu vatni, sem inniheldur nægan, auðtekinn hita til þess að hita að minnsta kosti eins stóra borg og þann hluta Reykjavík- ur sem nú er hitaður með hita- veituvatni. Þennan hita er auð- velt að hagnýta með hitadælu og má nota til að knýja dæluna ódýrf rafmagn. Sýna má fram á, að líkur eru til þess að raf- magnskostnaðurinn á hitaein- ingu við «að hagnýta allt að því jafn mikinn hita úr frárennslis- vatninu og nú er hagnýttur úr öllu hitaveituvatninu, verði að- eins um fjórði partur af því verði, sem hitaeiningin nú kost- ar frá Hitaveitunni. Er þá mið- að við að geislahitunarkerfi væru notuð í húsum til upphit- unar og að svonefnt næturraf- magn til þess að knýja hitadæl- una, fengist á sama verði og það er nú selt lægst til upphitunar í bænum. Miðstöðvarkerfi Hjer er gert ráð fyrir geisla- hitunarkerfum vegna þess að þau geta hagnýtt mun lægra hitastig til upphitunar heldur en venjuleg miðstöðvarkerfi, og eru þess vegna hentugri til notk unar í sambandi við hitadæl- ur. Eins má nota hitadælur f sambandi við venjuleg miðstöðv arkerfi, en þá þarf að hita vatn- ið meira og þess vegna yrði hita kostnaðurinn á hitaeiningu hærri vegna þess að minni nýt- ing fengist þá. Hitaveitusvæðið stækkað Með slíkri hitadælu, segir Jóh., ætti því að vera hægt að allfc* að því tvöfalda hitaveitusvæð- íð með núverandi vatnsmagni.. Hitaveitunnar. Stofnkostnaður hitadælu með hitageymi er í, Bretlandi talinn vera þrisvar sinnum hærri en stofnkostnað- ur venjulegrar kolamiðstöðvar. En í Bandaríkjunum hefir • reynslan sýnt að hann er um < tvisvar sinnum hærri en stofn- kostnaður kolamiðstöðvar. Þessj^ hærri stofnkostnaður fæst fijót;, lega endurgreiddur í lægri hitt»k_ og reksturskostnaði. Ýmsar uppl. um hitadæluna í Bandaríkjunum er nú far- ið að framleiða litlar hitadæluf*. samstæður, sem eru hæfilega, stórar til upphitunar allt fr;V, einni íbúð og upp í meðal íbúð- arhús. Fyrirfefð þessara sam- stæðna er álíka mikil og fyrir- ferð olíukynntrar miðstöðvar. Ef slíkt tæki fengi álíka mikiilt frárennslisvatn og kemur frá%. einu íbúðarhúsi, þá ætti það aíl geta unnið úr því nægilegan, hita til að hita jafn stórt íbúð- arhús. Stofnkostnaður slíka, tækis er heldur hærri en stofri- kostnaður olíukynntrar mið- stöðvar. Nú mun árlega vera varið tug . um miljóna króna af erlendum-, gjaldeyri til kaupa á kolum og • olíu til upphitunar í Reykjavík. eirini. Það er talið fullsannað i, Bandaríkjunum, Sviss og víðar - að mikið fje megi spara viðí. upphitun, þegar hitadælur eru. notaðar, og eru aðstæður þó þar hvergi eins góðar og víða hjer- lendis. Fáar þjóðir munu hafa» meiri þörf fyrir að hagnýta, kosti hitadælunnar við íslend- ingar, sem þurfum að hita upp hús okkar mikinn hluta ársins, en land okkar snautt af hag- kvæmum brennsluefnum. í dag og á morgun EINS og kunnugt er, hefir verið rekið gisti- og veitinga- hús að Jaðri í sumar,— sem undanfarin ár. Um næstu helgi’, verður síðast opið á þessui, sumri fyrir almenning, en dvöl ( fyrir gesti lýkur 1. sept. í dag og á morgun verður efnt til ,skemmtana að Jaðri, kvöld verður dansleikur og ái-, morgun verður útiskemmtun. Af skemtiatriðum, sem verða á útiskemmtuninni má nefna: —• Lúðrasveitin Svanur leikur, þá verður ræða, sem Brynleifur Tobíasson rnenntaskólakennari flytur, Ingimar Jóhannesson les upp, Karlakór í. O. G. T. syrigur, giimusýriíng, undir stjórn Lárusár Salómonssonar, og að lokum handknattleikur karla. ;

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.