Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 26.08.1950, Blaðsíða 11
Laugardagur 26. ágúst 1950 MORGUNBLAÐIÐ 11 Fjelagslil I*róttarar 1. fl. Mjög áríðaudi æfing á Grimsstaðar holtsvellinum. íslandsmót 4 fl, hefst n.k. fimmtudag. Mætið allir. Þjálfarinn. Innanf jelagsmót í köstum, i dag kl. 3 á íþrótta- vellinum. K. R. Keykjavíkurniót I. fl. heldur áfram á morgun kl. 2 á Valsvellinum. Þá keppa Fram og K.R. Mótanefnd. Skíðadeild Ármanns Sjálfboðavinna verður í Jósefsdal um helgina. Ferðir frá íþróttahúsinu kl. 2 i dag. Stjórnin. Í.K. Kolviðarhóll Sjálfboðavinna um helgina. Sett lýsing og dráttarraut í Þverfelli. og unnið við standsetningu á Ilóln- um. Farið frá Ferðaskrifstofunni á laugardag. SkíSadeild f.R. Samtkomur K. F. U. M. Samkoma annað kvöld kl. 8,30 — Allir velkomnir. I. O. G. T. Stúkan Sóley no. 242 Á útiskemmtuninni á Jaðri keppir St. Sóley við Vjelsmiðjuna Hjeðinn í handknattleik. —■ Fjölmennið. Æ.T. Vinna Hreingerningar — gluggahreinsun Gerum tilboð ef um stærri verk er að ræða. HreingerningamiSstöSin Simar 3247 — 6718. HreingerningastöS Reykjavíkur Sími 80238 9- FELflG -m HREiNGERNiNGAMflNNfl GuSmundur Hólm Sími 5133. Kaup-Sala Kaupum flöskur og . glös allar tegimdir. Sækjum heim. Sími 4714 og 80818. Minningarspjöld Dvalarheimilis aldraSra sjómanna fást í bókaverslun Helgafells í Aðal stræti og Laugaveg 100, og í Hafnar- firði hjá Bókaverslun Valdemars Long. SKI PAUTUfcRÐ RIKISINS 1-fl • 66 Esja eustur um Iand til Siglufjarðar hinn 31. þ.m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eski fjarðar, Norðfjarðar, Seyðisfjarðar. Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers og Húsavikur á mánudag og þriðju dag. Farseðlar seldir á þriðjudaginn Baldur Tekið á móti flutningi til Salthólma víkur og Króksfjarðamess á mánu daginn. Framh. af bls. 2. dæmdir úr, qyt þeir voru í 2. og 3. sæti. Schwab, Sviss, var fyrstur, en Maggi, Frakkland færist í annað sæti og Michaels son, Svíþjóð í þriðja. Deilan um 4x100 m. boðhlaupið Ekki var keppt í dag í 4x 100 m. riðlinum, sem deiian er risin út af. Yfirdómnefnd- in hafði þó ákveðið að svo yrði. í dag var tilkynnt að keppt yrði þar fyrir liádegi á morgun (laugardag), en úrslitin færu fram á sunnu- dag. ÚRSLIT: 100 m. hlaup kvenna. Úrslit: Evrópumeistari Fanny Blankers Koen, Hollandi, 11,7 sek., 2. E. Betcheova, USSR, 12,3 sek., 3. J. Foulds, Bretlandi, 12,4 sek., 4. Z. Doukovitch, USSR, 12,4 sek., 5. J. Hay, Bretlandi, 12,5 sek., 6. Ritelli, Frakklandi, 12,5 sek. Kringlukast kvenna. Úrslit: — Evrópumeistari, N. Dumbadze, USSR, 48,03 m., 2. R. Souhmask- aia, USSR, 42,85 m., 3. Gentile, ítalíu, 41,57 m., 4. M. Ostermayer, Frakklandi, 41,22 m., 5. J. Matej. Júgóslavíu, 40,58 m., 6. P. Veste, Frakklandi, 37,86 m. Kúluvarp. Úrslit: — Evrópu- meistari, Gunnar Huseby, ísland, 16,74 (ísl. met). 2. Profeti, ftalíu, 15,16 m., 3. O. Graigalka, USSR, 15,14 m., 4. W. Senn, Sviss, 14,95 m., 5. Sercevic, Júgóslavíu, 14,90 m., 6. Jirout, Tjekkóslóvakía, 14,89 m., 7. J. Savidge, Bretlandi, 14,69 m. 400 m. hlaup. Úrslit: — Ev- rópumeistari Pugh, Bretlandi, 47.3 sek., 2. Lunis, Frakklandi, 47.6 sek., 3. Wolfbrandt, Svíþjóð 47.9 sek., 4. Guðmundur Lárusson íslandi, 48,1 sek., 5. Lewis, Bret- landi, 48,7 sek., 6. L. Paterlini, Ítalíu, 48,9 sek. Fimmtarþraut, kvenna. Úrslit: Evrópumeistari Ben Hamo, Frakk landi, 3204 stig., 2. Crowther, Bret landi, 3048 stig., 3. Modrachova, Tjekkóslóvakíu, 3026 stig., 4. Eng lund, Svíþjóð, 2936 stig., 5. Mar- tel, Frakklandi, 2918 stig., 6. Sa- ether, Noregi, 2870 stig. 80 m. grindahlaup kvenna (undanrás): 1. riðill: D. Onson, Bretlandi, 11,5 sek., 2. E. Gonieli USSR., 11,8 sek. — 2. riðíll: 1. Fanny Blanlcers Koen, Hollandi 11.3 sek., 2. Ostermayer, Frakk- landi, 11, 5 sek. — Fyrstu tvær hverjum riðli keppa til úrslita. 200 metra hlattp (undanrásir) 1. riðill: 1. E. Bally, Frakklandi 21.6 sek., 2. S. Danielsson, Sví- þjóð 22,4 sek. — 2. riðill: 1. Óvíst um nafn og tíma. 2. Lammers Hollandi, 21,8 sek., 3. K. Schibs- by, Danmörku 22,1 sek. 3. riðill: 1. M. Colaross, Ítalíu 22.4 sek., 2. W. Buergisser, Sviss 22.5 sek. — 4. riðill: 1. Camus. Frakklandi 22.0 sek., 2. A. Mur etti, ftalíu 22.0 sek. — 5. riðill 1. Pecelj, Júgóslavía 22.0 sek. 2. L. Sanadze, USSR 22.1 sek 6. riðill: V. Soukharev, USSR, 21.9 sek., 2. Ásmundur Bjarna- son, íslandi 22.0 sek. — Tveir fyrstu menn í hverjum riðli keppa í undanúrslitum. 50 km. ganga (úrslit): — Evrópumeistari Dordoni, ítalíu 4 klst. 40.42.6 mín., 2. J. Lund- gren, Svíþjóð, 4 klst. 43.25.0 mín., 3. V. Ljunggren, Svíþjóð, 4 klst. 49.28.0 mín., 4. Dolesal, Tjekkó- slóvakía 4 klst. 55.49.0 mín., 5. Proctor, Bretlandi 4 klst. 58.01.0 mín., 6. Cotton, Bretlandi 5 klst. 03.30.0 mín. Skriðdrekar til Frakklands WASHINGTON. — Bandaríkja- menn munu núna næstu daga af- henda Frökkum fyrstu skriðdrek- ana, sem þeir fá samkvæmt hinni nýju áætlun Bandaríkianna um hernaðarlega aðstoð við meðlima lönd Atlantshafsbandalagsins. MOSKVA: — Rússnesku yfirvöld in skýra svo frá, að ákveðið hafi verið að stofna til nýrra heiðurs- merkja, sem veitt verði þeim, „er sýnt hafa sjerlega framúr- skarandi framkomu við gæslu landamæra Sovjetríkjanna“. Kvöldskó!! KFUM ÞESSI ágæti og einkar vinsæli j skóli byrjar 2. okt. n. k. og ' starfar vetrarlangt. Skólinn er ! einkum ætlaður fólki, sem vill stunda gagnlegt nám samhliða atvinnu sinni. Einskis inntöku- prófs er krafist, en væntanlegir nemendur verða að sjálfsögðu að hafa lokið lögboðinni barna- fræðslu. Skólinn starfar eins og áður, bæði _í byrjendadeildum og framhaldsdeild, síðdegis og að kvöldlagi, og ganga nemend- ur hans fyrir um skólavist í framhaldsdeildinni, ef þeir sækja nógu tímanlega um hana. Þessar námsgreinar eru kend ar: ísleuska, danska, enska, kristin fræði, reikningur, bók- færsla og handavinna (náms- meyjum) í byrjunardeildunum, í framhaldsdeildinni er auk þess kenndur npplestur (fram- sagnarlist og íslensk bókmenta- Saga. Skólinn hefur ágætum kenn- urum á að skipa og notar mjög hagkvæmar kennslubækur, er mjög mikið má læra af á ótrú- lega skömmum tíma. Skólann hafa undanfarin 30 ár sótt nem endur, jafnt konur sem karl- ar, frá fermingaraldri og fram til þrítugs. Hefur það færst mjög í vöxt í seinni tíð, að ungt fólk víðsvegar af landinu, sæki þangað til náms, oft samhliða starfi eða námi í sjerskólum. Umsóknum um skólavist verður eins og áður veitt mót- taka í nýlenduvöruversluninni Vísi á Laugavegi 1 frá 1. sept. og þar skólinn er fullskipaður að því marki, sem hið takmark- aða húsrúm hans setur honum. Er fólki eindregið ráðlagt að innrita sig sem allra fyrst, því að ólíklegt er, að unnt verði að verða við öllum inntökubeiðn unum, en nemendurnir eru ávalt teknir í skólann í þeirri röð, sem þeir sækja. Fólk er, að gefnu tilefni, beð- ið að athuga, að Kvöldskólinn verður settur í húsi K.F.U.M og K. við Amtmannsstíg, mánu daginn 2. okt. kl. 8,30 síðd. stundvíslega. Eiga allir þeir, er sótt hafa um skólavist, að koma # til skólasetningarinnar eða að- standendur þeirra, svo og þeir, sem kunna að hafa verið skrif aðir á biðlista vegna mikillar aðsóknar. Verða þeir síðar nefndu þá teknir í skólann, eft ir því, sem rúm levfir, ef eng- inn mætir við skólasetningu fyrir hönd þeirra, sem fengið höfðu loforð fyrir skólavist. — Kennsla mun væntanlega hefj- ast fimmtudaginn 5. okt. • Frændur og vinir, hjartans þakkir fyrir allá vinsemd j i og virðingu okkur sýnda á afmælisdögum okkar 2. og 18. j ■ , a I agust s. 1. — Guð blessi ykkur öll. I ■ a Kristín og Sigutður Njarðvík. ■ a a ■ r a Hátíðahöld ú Jaðri Laugardaginn 26. ágúst: DANSLEIKUR kl. 9 e. h. —O— Sunnudaginn 27. ágúst: ÚTISAMKOMA kl. 3 e. h. 3 Til skemmtunar: 3 m[ 1. Samkoman sett 5 W 2. Ræða Brynleifur Tobíasson, menntaskólakennari j 3. I.O.G.T.-kórinn syngur ■: 4. Glímusýning undir stjórn Lárusar Salomonssonar í 5. Upplestur Ingimar Jóhannesson kennari 6. Handknattleikur karla Lúðrasveitin Svanur leikur milli skemmtiatriða. 3 o l Kl. 9 e. h.: DANSLEIKUR. Þeir templarar, sem dvelja að Jaðri yfir helgina, hafa | ókeypis aðgang að dansleikjum og öðrum skemmtunum. í Ferðir frá Ferðaskrifstofunni á laugardag kl. 1,30, 8 og » 9 e. h. — Ferðir á sunnudag, fyrsta ferð kl. 10 f. h., kl. 1 3 e. h. og eftir það. — Bílar á staðnum að dansleik loknum j bæði kvöldin. — Nánar í síma 2225 og 81830. Þingstúka Reykjavíkur. a.»**ae«.«^aa I aaaajMJL* Efnalaugin Barmahlíð 4 hreinsar og pressar föt með 2ja daga fyrirvara. Efnalaugin Barmahlíð 4 j a « mu« « «r« saaaaau a• w* ■■ueaamacBBa ssaa sasa *■*■■'* 15 X 700, óskast keypt. JÓN GESTUR VIGFÚSSON, Hafnarfirði. Sími 9340. 3 Ályktun um frjálsar kosningar á Spáni STRASSBORG, 25. ágúst. — Allsherjarnefnd ráðgjafarþings ins í Strassborg samþykti í dag með 15 atkvæðum gegn tveim ályktun, sem Belgíumaðurinn Motz bar fram. Er þar gert ráð fyrir, að þingið styðji að frjáls- um kosningum á Spáni. í ályktuninni er látin sú von í ljós, að í frjálsum kosning- um mundi spænska þjóðin „kjósa sjer lýðræðisst.jórn, sem sendi fulltrúa á ráðgjafarþing- ið“. Þeir tveir fulltrúar, sem greiddu atkvæði gegn tillögunni kváðust ekki vera andvígir frjálsum kosningum á Spáni, en töldu ekki rjett, að þingið skifti sjer að innanríkismálum lands, sem stendur utan Ev- rópuráðsins. —Reuter. íbúð í Hlíðunum i ■ m 5 Vil selja eða skifta á 5 herbergja íbúð, sem er í smíð- § ■ um fyrir 3ja herbergja íbúð. — 3 Upplýsingar síma 80378, kl. 1 e.h. í dag og á morgun. I mc Maðurinn miiin og faðir okkar, ÁMUNDI KRISTJÁNSSON, bóndi í Hjarðarholti, andaðist að heimili sínu 25. þ. m. Fanney Pjetursdóttir, og börn. Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför JÓFRÍÐAR JÓNSDÓTTUR frá Fallandastöðum. Vandamenn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.