Morgunblaðið - 26.08.1950, Síða 10

Morgunblaðið - 26.08.1950, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 26. ágúst 1950 Frcimhaldssagan 19 iitiiiiiiiimiMtimiHmiiinmiiminivmi rrmniiimiiiiiimiiimiiiiin* FRÚ MIKE iiiiiiniiiimmiiiiiiiiiiiimimitiiiini Eftir Hancy og Benedicf Freedman lliiiiiiitiiiliiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiiiiiiiiimimiH <imimmmmiimiimmii ii» V Nótt í Nevada Frásögn af ævintýmin Roy Rogers 25. En þetta var allt tómur leikur, svaraði Farrell. Jeg sló bara margar flugur í einu höggi, jeg ljek bæði á Jason lög- fræðing, stúlkuna og vonandi líka á Roy Rógers og fjelaga hans. Jæja, en við skulum taka hræið af honum Jason og setja það þarna inn í skápinn. Meðan þeir voru að draga Jason yfir gólfið, spurði Mörð- ur: — En heyrðu Farrell. Það er þá ekki rjett hjá þjer, að við ætluðum að sitja fyrir lestinni í Skollaskarði. — Nei, auðvitað gerum við það ekki. Jeg sagði þetta aðeins svo hún litla stúlka heyið það og bæri þeim fjelögum Roys þær fregnir. Þegar þeir heyra það, fara þeir út í skarð, en við ráðumst á lestina undir Úlfahlíðum eins og við gerðum síðast. Á meðan hljóp Lína allt hvað af tók niður á lögreglu- stöðina.. Hún var hálf grátandi, þegar hún þaut inn um dyrnar og hrópaði um leið og hún stökk að Cookie og lagði hendurnar um hálsinn á honum: — Þeir eru búnir að drepa Roy Rogers. N Jeg reyndi að f jarlægja þessa hugsun úr huga mínum, ásamt áhyggjunum um, hvað tæki við og hvort Johnny yrði nú ófull- ur á brúðkaupsdaginn. Jeg snjeri mjer aftUr að brjefinu. Það gekk hægt að finna þau orð, sem mundu særa mömmu sem minst. Ef jeg að- eins hefði getað skrifað henni, það sem mjer finnst um hár Mike, augu hans, beina nefið og hversu stór hann var. Jeg hafði að vísu gert tilraun til þess, en ekki tekist það vel. Jeg þóttist líka vita að hún vildi frekar heyra eitthvað ann að um hann, svo jeg sagði henni frá að Mike yrði í þjón- ustu Kanadísku stjórnarinnar og hún Ijeti okkur í tje hús, föt, hesta, mat og dálítið af pen- ingum. Mjer fannst hyggilegra að nefna ekki að John hafði sagt, að peningar væru einskis virði þama norður frá, því þar væri ekkert hægt að kaupa fyr- ir þá. „Þar er ekkert nema vöru- skipti“, hafði hann sagt. „Skipt er á mat, hestum og skinnum. En hvað er hægt að gera við pappírsseðla?“ Já, jeg þekkti móðir mína of vel til þess að tala við hana óvirðulega um peninga. - „Jeg vildi að þú gætir komið hingað“. skrifaði jeg, „en jeg veit, að þú getur ekki farið að heiman og ferðalagið er svo dýrt, og svo verðum við Mike að leggja af stað strax eftir brúð kaupið, samkvæmt þeim fyrir- skipunum, sem Mike hefur fengið“. Mjer fannst eitthvað fram- andi og nýstárlegt að tala um fyrirskipanir. ,,En þú kemur til okkar, þegar við höfum bú- ið vel um okkur á nýja staðn- um og svo heimsækjum við ykk ur í Boston“. Þegar jeg skrifaði þetta, fannst mjer það ekki f jarri lagi, að af þessu gæti orðið. En þeg- ar jeg leit á það aftur sá jeg að það var óhugsandi. Fjar- lægðin milli staðanna var svo gífurleg, að jeg varð hálf hrædd. Hvorki mamma nje Mike skyldu komast að því, að það var beygur í mjer að fara svona langt norður. Jeg ætlaði að leyna þeim ótta. „Jeg er mjög hamingjusöm“, skrifaði jeg. Jeg var það og mjög ástfang- inn, og á morgun átti brúð- kaupið að fara fram. 5. kafli. Við urðum að skilja Juno eftir. Hann var búinn að lifa of lengi í siðmentuðu umhverfi til að fara þagnað norður. Sleðahundarnir mundu rífa hann í sundur, sagði Mike. „Jeg skal gefa þjer annan Juno, þegar við komum til Hudsons Hope“, sagði hann og við skild- um Juno eftir hjá Mildred. Þar með voru síðustu tengslin við heimili mitt rofin. Hjeðan í frá var heimili mitt í norðvestur hjeruðunum. Við tókum lest frá Calgary til Edmonton og Iögðum af stað til Lesser Slave Lake, en það var áfangi í fe; ðalaginu á hunda sleðunum. Það voru 36 sleðar þjettsetnir af kaupsýslumönn- um, ferðafólki og starfsmönn- um Hudson Bay verslunar- fjelagsins. Tvær nunnur sátu á sleðan- um, sem maður að nafni Baldy Red ók. Þær ætluðu til Peace River og þær höf ðu hvorki pen- inga, nje annan farangur með sjer, að því er sjeð varð. Sú sem eldri var hafði komið, að þar sem verið var að hlaða sleð ana og spurt hvort systurnar tvær gætu fengið pláss. Það var rætt um það um stund, en eng- in virtist geta látið fara minna fyrir sjer. Allir sleðarnir voru hlaðnir farþegum eða vörum. Þá kom Baldy Red aðvífandi. Hann var lítill maður þrekvax- inn með þunnt ljósrautt hár, sem var greitt yfir skallan á höfði hans. Hann var rauður á hálsinum og rauður í andliti og nefið blóðrautt. Skyrtan var óhnept í hálrmálið og hann hafði hvorki vettlinga nje húfu. Hann ruddi sjer braut gegnum mannþröngina og gekk til nunn unnar. Mike sagði, að hann væri drukkinn, en þó var ekki svo að heyra á máli hans, og mjer fannst það sem hann sagði vera gott og bera vott um góð- mennsku. „Systir“, ávarpaði hann nunnuna, „vinir mínir hjerna segja að sleðarnir sjeu full- setnir. Það er satt, en jeg skal þrengja þeim saman, svo rúm verði fyrir ykkur. — Það eru konur eins og þið, sem þessi hjeruð þarfnast.' Til að færa heiðingjunum boðskap Guðs, og rjetta sjúkum hjálparhönd. Guð blessi ykkur fyrir góð- verkin, sem þið hafið af hendi leyst, og svo framarlega, sem nokkur Guð er til, skal jeg koma ykkur fyrir á mínum vagni“. „Þakka yður fyrir“, sagði systirin. Hún virti hann vand- lega fyrir sjer og spurði síðan: „Eruð þjer kaþólskur?“ „Systir", sagði Baldy, „jeg veit það ekki. Foreldrar mínir sögðu mjer það aldrei. Jeg hef aldrei farið í kaþólska kirkju. En“, bætti hann við, „jeg hef heldur aldrei komið í nokkra aðra kirkju“. Nunnan brosti svolítið. „Jeg og vinkona mín munum verða þakklátar fyrir að fá far með yður. Guð launi yður fyrir kurteisi yðar“. Með virðulegum svip fylgdi Baldy .Red nunnunni til vagns síns og þau fóru að hitta hina systirina. „Jæja, það var gott að úr þessu rættist“, sagði Mike. „Jeg ætlaði að fara að biðja þig að taka þær með“. „Sleðinn okkar er yfirhlað- inn“ sagði Mike. „Ef þar væru fleiri farþegar yrði jeg að beita þjer fyrir Iíka“, bætti hann við hlæjandi. „Hann er vingjarnlegur mað- ur“, sagði jeg. Mike sagði ekk- ert, en brosti á kynlegan hátt. Daginn eftir lögðum við af stað. Baldy Red útbjó sæti á tveimur kössum og aðra þrjá reisti hann upp á endann og myndaði þannig bak. — Hann breiddi vísundaskinn á kassana og svo settust nunnurnar tvær, Margaret og Madalena, í þetta fljótsmíðaða hásæti. Það var mjög kalt, 50 stiga frost, og hvað sem jeg fjekk mikið af ábreiðum varð mjer aldrei heitt þarna á sleðanum. Jeg tók því það ráð að hlaupa með lestinni, þangað til mjer var orðið vel heitt. Þetta endur- tók jeg í hvert skipti, sem kuld- inn fór að gera vart við sig. Baldy ljet sjer mjög umhugað um nunnurnar, eins og þær væru systur hans. Hann hrúg- aði til þeirra skinnum og útbjó eyrnaskjól handa þeim úr gömlum vettlingum. „Þetta er einkennilegt“, sagði Mike. „Þessi raftur hefur aldrei talað við nunnu áður í lífinu“. „Geðjast þjer ekki að hon- um“. spurði jeg. „Jú, jú‘, sagði Mike, „en jeg treysti honum ekki vel. Hann hefur alltaf verið undirförull, allt sitt líf. Þó hann geri ekki annað en snýta sjer, þá er eitt- hvað dularfullt við það“. „Jeg trúi þessu ekki“, sagði jeg. „Einu sinni seldi hann hol- lenskum bónda hest sinn“, sagði Mike alvörugefinn. „Bóndinn, sem hjet Humbert, borgaði Baldy 80 dollara fyrir hestinn, því hesturinn var illa útlítandi. Hann var brúnskjóttur á lit, góður hlaupahestur og vel tam- inn. Humbert keypti hestinn og í tvo daga sagðist hann hafa beðið eftir því að eitthvað yrði að hestinum, því hann bjóst við því, af því Baldy hafði selt hon- um hestinn fyrir ekki' meira verð. Þriðja daginn fór hann út í hesthús og ætlaði að kemba hestinum, en þá var hann far- inn. Hann fór til borgarinnar og Baldy var nýfarinn þaðan. Humbert kom þegar í stað á lögreglustöðina og kærði Baldy fyrr að stela 6 vetra gömlum, brúnskjóttum hesti. Viku seinna náðum við í Baldy. Hann var með tvo hesta meðferðis. Við tókum þá báða af honum. Annar var tíu vetra gömul grá meri, en hitt var 6 vetra hestur, brúnn. GUFUPRESSUN KE^JISK HRE,J® ★ — Hugsaðu þjer mamma. Nú eru fimm ár síðan þið eignuðust mig, sagði Pjesi litli á fimra ára afmælis- daginn sinn. ★ Rakarinn: — Hjema er ágætt hár- meðal fyrir hárlitla menn. En áður en jeg fæ yður það, langar mig til að spyrja yður, hvort þjer leikið billiard. — Já, en hvað kemur það þessu við? — Þá verð jeg áð biðja yður að minnast þess í hvert skipti sem þjer notið meðalið, að þvó yður rækilega áður en þjer snertið billiardkúlu, því annars getur hún orðið kafloðin. ★ Móðirin hefur reynt son sinn að ósannsögli. Hún ávítar hann og spyr loks: — Hvernig fer fyrir drengjum sem segja ósatt? Sonurinn: Þeir komast í Tivoli fyr- ir hálft verð. ★ Þið eigið sex dætur uppkomnar. Það var verst að þið skylduð ekki eignast neinn son. — O, það gerir í raun og veru ekki svo mikið til, bara ef við eignuðumst einhvern tengdasoninn. ★ Þjálfarinn: — Hvað er riddarafor- ingi? Nýliðinn: — Riddaraforingi er liðs foringi. Þjálfarínn: —- Já, en hver er næst fyrir neðan hann? Nýliðinn: — Hestunnn. ★ — Nei, dóttir, þú giftist aldrei þessum slána. Hann hefur ekki nema þúsund kr. laun á mánuði. — Já, en pabbi, •nánuðurinn er svo fljótur að líða, þegar maður elsk- ar. ★ — Segðu mjer sögu afi. * — Um hvið á hún að vera? — Kanntu ekki sögu um lítinn dreng, sem átti svo góðan afa, að hann gaf honum krónu til þess að kaupa gott fyrir? ★ — Jeg hefi ákveðið að giftast Sigga. — Hamingjan góða, segirðu satt? — Já, hann sagði að jeg væri fallegasta, gáfaðasta og besta stúlkan sem hann hefði hitt um æfina. — Ekkert skil jeg í þjer að ætla að giftast manni, sem byrjar á að ljúga svona að þjer. ★ — Ameríkumaður var á ferð í Noregi. Norðmaður sýndi honum það markverðasta og koma þeir m. a. að stóru húsi, og Norðmaðurinn segir: — Hvað finnst þjer um þetta? — Uss. Svona byggingar eru á hverju götuhomi hjá okkur. — Einmitt það, Þetta er geðveikra- hæli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.