Morgunblaðið - 29.08.1950, Qupperneq 14
14
MORGVHBLAÐIÐ
Þriðjudagur 29. ágúst 1950, ]
*..... Framhaldssagan 21 ....
FRÚ MIKE
Eftir Nancy og Benedict Freedman
fc—— — .........................u.imi
Nótt í Nevada
Frdsögn aí ævintýrum Roy Rogers
27. ’ 7
Roy var sjálfur með lestinni, inni í einum vagninum.
Hann bjóst við öllu illu á hverri stundu, var hinn varastl
um sig, kíkti í gegnum götin á veggjum vagnsins. ÞaS
gat auðvitað hugsast, að fyrirætlun hans færi út um
þúfur. Það var ekki gott að segja nema ræningjarnir yrðu
lögreglumönnunum yfirsterkaji.
Lestin færðist hægt upp brattann og Roy sá í gegnum
götin spjald sem á var ritað Skollaskarð. Hann vissi ekki,
að Cookie og fjelagar hans biðu þar, þvert ofan í það semi
Roy hafði sagt þeim.
— Ertu viss um, að þeir hafi sagt Skollaskarð, spurðij
Cookie, Línu, þegar lestin fór framhjá og ekkert sjerstakt
gerðist. —•
— Já, jeg er viss um, að þeir sögðu það. Það geta engim
mistök verið, jeg heyrði það svo greinilega.
— Jæja, sagði Cookie. Þá hafa þeir gefist upp á að
ráðast á lestina. Okkur er víst óhætt að fara upp í Silfur-
borg strax. —
En lestin hjelt áfram sinni hægu ferð.
— Jæja, þá verður úr þessu skorið, sagðiJRoy við sjálfan
sig. Hann vissi að dimmu klettarnir framundan myndu
vera Úlfahlíðar. Þar yrði úr því skorið, hvort þeir fant-
arnir myndu enn einu sinni ráðast á lestina og þá um leið
hversu liðsterkir þeir væru. Hvort þeir gætu ráðið við
lögregluliðið, sem þar átti að bíða.
Svo var árásin gerð. Þeir komu fram undan kjarrinu.
Þegar lestin varð að hægja á sjer á beygjunni, notuðu þeir
tækifærið til að klifra upp á hana. Þeir komu frá öllum
hliðum. Einn þeirra rjeðist á eimreiðarstjórann og rjeði!
niðurlögum hans, annar á vjelameistarann og það fór á
sömu leið og nú stöðvuðu þeir lestina þarna í myrkrinu.
Þeir hjeldu nú að öllu væri óhætt, opnuðu vagnana og
tóku að hleypa nautgripunum út. Þetta virtist ætla að verða
auðtekið fyrir þá. Þeir vissu ekki að Roy beið enn í leynl
í einum vagninum. •
Vart er hægt að hugsa sjer
meiri ringulreið en þegar tveir
hundaflokkar mætast, berjast
um brautina, og snúast i hringi,
urrandi af reiði.
Sá, sem hógværastur var hjet
Svart-belgur. Svartur litur á
hundunum virtist vera í mikl-
um mefum hjá ökumönnunum,
J>ví hundarnir voru allir nefnd-
ir eftir því, hve svartir þeir
voru, Svart-fótur, Svart-sokki,
fívart-belgur og svo framvegis,
allt til hins tígulega forystu-
hunds hópsins, sem hjet Svart-
ur.
Morguninn eftir lögðum við
af stað til Jussard. Baldy Red
Cekk með sleðanum okkar og
var að gera grín að Mike: „Og
tii hvers eru þeir að senda
Fiannigan, undirforingja til
oltkar hingað norður“, sagði
hann. „Er það til að hann fái
hvíld?“
„Nei, það er til þess að koma
í veg fyrir glæpi“, sagði jeg dá-
lítið hreykin.
„Glæpi!“ sagði Baldy hlæj-
andi. „Það er ekki um neina
glæpi að ræða í norð-vestur
hjeruðunum. O, nokkrir skotnir
og einu sinni eða tvisvar í viku
cr kona skorin á háls .... eða
einhver fær sjer heldur mikið
neðan í því og kveikir í húsi.
En við höfum enga þjófa eða
vasaþjófa, sem gera ekki annað
en gera manni ónæði. Það er
Cengið hreint til verks í norð-
vestur hjeruðunum“. Hann
glotti. „Þú gætir farið með
íullan poka af gulli til Fort St.
John, og engin myndi gera til-
raun til að ná honum frá þjer.
Þú ert eins örugg og þú værir
£ vasa einhvers lávarðar“.
„Það er staður, sem þú munt
aldrei koma á, Baldy“, sagði
Mike.
„Eins og stendur, er húsfyllir
af rauðstökkum í Jussard“,
hjelt Baldy Red áfram. „en
hvað gera þeir, nema reykja
tóbak stjórnarinnar, borða mat
hennar og skipta mér af ferðum
allra betri borgaranna“. Þetta
meinti hann, því hann hristi
höfuðið á sannfærandi hátt.
„Rauðstakkar er nafn sem
mjer geðjast ekki að“, sagði
Mike einbeittur.
„Þú munt ekki neita því, að
ef þú leggst á hnjen, þá ertu
eins og sólin, þegar hún er að
hverfa niður fyrir fjallsbrún-
ina“, sagði Baldy og gaut aug-
unum til mín.
„Einhverntíma mun koma að
því að nærri þjer verður geng-
ið, drengur minn“, sagði Mike.
„Og það er slæmt að jeg skuli
ekki eiga að sinna mínum vana-
legu störfum á þessu ferðalagi,
því þá myndi jeg gera það“
„Myndirðu gera það?“
„Já“, sagði Mike. „Og jeg
myndi byrja á því að líta ofan
í trjekisturnar, sem þú hefur
meðferðis, ef það yrði ekki
mjög ónæðissamt fyrir nunn-
urnar“.
„En það myndi hafa mjög
mikið ónæði í för með sjer fyr-
ir þær“, sagði Baldy og brosti
dauflega. „Og guð veit að það
minnsta, sem við getum gert
fyrir konur, sem flytja blessun
og fagran boðskap í þessum
guðlausu hjeruðum, er að láta
þær í friði. Hefur þú nokkurn
tíma heyrt um trúboðið í Grou-
ard?“, spurði hann og snjeri
sjer til mín.
„Nei“, sagði jeg.
„Dásamlegur staður“, sagði
Baldy, og síðan fylgdi lör.g lýs-
ing á trúboðinu, nunnunum,
skólanum og garðinum umhverf
is húsaþyrpinguna.
Mike beið uns hann lauk frá-
sögninní. Þá glotti hann og
sagði- „Baldv, þú ert svo hrif-
inn af nunnunum, hversvegna
gefur þú þeim ekki eitthvað?
Ein af kistunum þínum myndi
fara vel í skólastofu. Já“, sagði
Mike og hækkaði róminn,
„fimm eða sex börn gætu setið
á henni of þau spörkuðu ekki
því fastar með fótunum, þá
myndu þau ekki brjóta flösk-
urnar“.
„Hvaða flöskur“, hrópaði
Baldy, og það var furðulegt
hvað andlit hans gat orðíð fölt,
en nefið var áfram blóðrautt.
„Það hefur einhvern veginn
komist inn hjá mjer, að kist-
urnar sjeu fullar af flöskum“.
„Einu flöskurnar, sem jeg
hefi með mjer norður eru tóm-
ar flöskur“, sagði Baldy hátíð-
lega. „Þar verða þær notaðar
undir „costoreum“. Hann snjeri
sjer að mjer og sagði, að það
væri læknandi lyf, sem Indján-
arnir fengju úr tveim smáum
eitlum undir skotti bjóranna.
„Ef svo er, þá er allt í lagi“,
sagði Mike. „Það eru engin lög,
sem banna að flytja inn tómar
flöskur“
„Flöskurnar eru tómar“,
sagði Baldy þrákelknislega og
gekk til nunnanna, sem sátu á
kistunum hans. Þar fjekk hann
sjer sæti og leit grunsamlegum
augum á okkur Mike.
„Hvað er haft á móti því, að
flytja inn fullar flöskur?“,
spurði jeg.
„Hvað viðvíkur Baldy Red,
þá eru allar fullar flöskur sem
hann hefir meðferðis, fullar af
whisky. Og samkvæmt lögun-
um, má ekki flytja það norður
fyrir fimmtugasta breiddar-
baug“.
„Ætlarðu þá ekki að taka
hann fastan?“, spurði jeg áköf,
spennt yfir því að nú myndi
jeg fá að sjá Mike framkvæma
handtöku, og þó dálítið von-
svikin yfir að það skildi vera
Baldy sem taka átti fastan, því
hann hafði verið góður og vin-
gjarnlegur og ómakað sig við
að segja mjer frá trúboðinu í
Grouard og af læknislyfinu,
sem unnið er úr bjóraskottum.
„Nei“, sagði Mike. „Jeg var
bara að hræð;; hann Svo er jeg
heldur ekki lögregluþjónn, eins
og er. En við skulum sjá hvað
drengirnir í Jussard gera“.
En fjallalögreglumennirnir í
Jussard sáu. ekki við Baldy Red.
Þeir leituðu vandlegá á sleðan-
um eftir áfengi, skotvopnum og
öðrum bannvörum, en þeir
vildu ekki gera nunnunum ó-
mak. Óg þannig var ekki hreyft
við whisky-kössunum fimm,
sem hásæti nunnanna var gert
úr og við brunuðum áfram til
Peace River Crossing. Þar skild
um við við Baldy. Morguninn
eftir áttum við að leggja af stað
í 300 mílna ferð upp með Hud-
son-fljóti, til Hudson Hope —
Mike kvaddi Baldy Red en þessi
rauðbirkni maður tók dauflega
kveðju hans „Eins og jeg sagði,
Mike Fiannigan, tómar flöskur
— ekkert nema tómar flöskur“.
Það kvöld, síðasta kvöldið
okkar í Peace River Crossing,
hvíslaði Mike að mjer: ,Það er
skammarlegt að láta allt þetta
vín komast til Indjánanna, en
meiri skömm væri það, ef þessi
heiðarlegi Baldy Red, skyldi
hafa sagt ósatt“. Síðan gekk
hann út úr klefanum okkar. En
þegar við komum til Hudsons
Hope heyrðum við orðróm um
að Baldy Red hafi sagt satt. —
Þegar hann opnaði kassana
fimm voru í þeim tómar flösk-
ur.
6. kafli.
Mike sagði að loftið væri svo
kalt að hann væri hræddur um
að lungu hestanna myndu
frjósa. Ef til vill var það þess
vegna, sem jeg fann til í hvert
skipti, sem jeg dró andann. Jeg
var þreytt. Okkur hafði lítið
miðað áfram allan þennan dag.
Mike hafði verið að stjái í kring
um sleðana, en kom nú til mín.
„Hvernig gengur?“, spurði
hann og þrýsti hönd mína. '
Jeg hló o gsagði: „Vel“.
Hann leit á mig alvarlegur á
svip og sagði mjer að næstu
nótt myndi jeg hvílast vel. „í
þetta skipti þurfum við ekki að
gera okkur ferðamannaklefa að
góðu. Howardarnir eiga stórt
og gott hús velbúið húsgögnum.
Þar er meira að segja orgel og
fleiri hljóðfæri11.
„Hverjir eru Howardarnir?
Það sem mig langaði að vita,
var hvort þar væri frú Howard?
Jeg hugsaði til þess, hversu
gaman það yrði að fá að tala
við konu.
„Howard er skógarhöggsmað
ur. Hann á myllu í Taylors
Flats“.
„Er hann kvæntur?“, spurði
jeg.
Mike hló. „Allt, sem jeg veit
er að hann á fjóra syni“. Jeg
hló með sjálfri mjer. En brosið
hvarf brátt, því kuldinn læsti
sig um mig í hvert sinn, sem
jeg dró andann. Jeg fjekk stingi
af kulda. Jeg var hálf utan við
mig, en allt í einu heyrði jeg að
Mike talaði til mín.
„Við komum þangað rjett
bráðum. elskan“.
..............7..... 4
: Kransar og kistuskreytingar :
Blómaverslunin Prímúla I
Skólavörðustíg 10. Sími 5474
H.s. „Gullfoss“
fer frá Reykjavik laugardaginn 9
september kl. 12 á hádegi til Leith
og Kaupmannahafnar. — Pantaðir
farseðlar skulu sóttir eigi síðar en
föstudag 1. september. Það skal tekið
fram, að farþegar verða að sýna fuii
gild vegabrjef þegar farseðlar eri
sóttir.
H.f. Eimskipafjelag Islands.
— Mamma, manstu eftir mann-
inum, sem datt hjerna fyrir utan
dyrnar í gær og þú gafst koniak?
— Já. /
— Nú liggur hann þar aftur.
★
— Hvað gengur að þjer maður?
— Konan mín gerir heiðarlega til-
raun til þess að drepa mig. Hún
heimtar núna, að jeg gefi henni kápu
úr apaskinni.
★
Umsjónarmaður fangahússins er á
eftirlitsferð og er að skoða. það sem
fangarnir hafa smiðað.
— Þetta er hrákasmíði, sagði
hann við einn fangann, — Þú verð-
ur að vanda þig getur, ef þú ætlar
að halda vistinni lengi.
★
Nýgift kona ávitaði manninn
sinn fyrir það, að hann talaði um
alla hluti á heimilinu, sem sina eig-
in. „Þú verður að muna það“, sagði
hún, „að nú erum við gift og eig-
um alla hluti í sameiningu1*. Mað-
urinn sagði ekkert.
Daginn eftir, er konan var að
snyrta sig. heyrði hún að maðurinn
rmturnaði öllu í svefnherberginu.
„Að hverju ertu að leita, elskan?,,
spurði hún.
„Buxunum okkar“ var svarið.
★
Frúin: — Jeg ætla að fara í morg
ungöngu og ætla að hafa eitt bamið
með mjer. Hvert þeirra heldurðu að
fari best við pýju kápuna mína?
★
Læknir: Hvar funduð þjer fyrst ti •
þrautanna?
Sjúklingurinn: I Lækjargötu.
★
— Hvað gengur að yður?
— Jeg veit það ekki, læknir, en
þegar jeg er einn þá hættir mjer
svo við að tala við sjálfan mig og
þá leiðist mjer svo afskaplega.
— Getið þjer þá ekki hætt að talá
við sjálfan yður.
★
— Skemmtuð þið ykkur vel hjl
Jóni í gærkveldi?
— Já alveg prýðilega. Við byrj<
uðum með átta tappatogurum ea
þegar við hættum voru þeir allir
upprjettir.
★
— Þið Bjössi eruð farin að veri
saman aftur.
— Já.
— Bað hann þig afsökunar?
— Nei, hann heimsótti mig. Þá
sagði jeg honum að jeg vildi ekki
sjá hann og þá slökkti hann ljósiði
★
— Ætlar þú á dansleikinn í kvöld
með umboðssalanum?
— Já, hann er alveg dásamleg-
ur. 1 gærkveldi sagði hann að hann
gæti slegið 15% af ást sinni á mjer
og samt yæri hún samkeppnisfær
við allt annað, sem á boðstólum værl
af sömu tegund,
★
Faðirinn: Hvemig heldurðu aS
hafi farið fyrir mjer ef jeg hefði
alltaf verið síspyrjandi eins og þú
þegar jeg var lítill,
Sonurinn: Ja, þá hefðirðu líklegai
getað svarað því, sem jeg er aS
spyrja þig um.
★
Móðirin: Hvað ertu að gera Pjet-
ur minn. Ertu nú farinn að lesa
bók um bamauppeldi?
Sonurinn: Jó, jeg ætla að komasl
að þvi, hvemig jeg er alinn upp.
★
Frúin: Haldið þjer að mjer sjé
chætt að fara út í rigningu í þess-
um minkaskinnspels?
Kaupmaðurinn: Segið þjer mjer,
Hvenær hafið, þjer sjeð mink nota
reglhlif?