Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1950 jlkrcgiiiiHftMb Útg.: H.f. Árvakur. Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ristjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Hækkandi verðlag VERÐHÆKKANIR þær, sem orðið hafa á landbúnaðar- aíurðum hafa eðlilega vakið nokkurn ugg hjá íbúum kaup- Staða og sjávarsíðu. Hinu ber þó ekki að neita að þessar verð- breytingar eru óhjákvæmileg afleiðing af því, sem hefur verið að gerast í landinu undanfarna mánuði. , Meginorsök hins hækkaða verðlags landbúnaðarafurða er hækkun kaupgjalds við framleiðslu þeirra. Þá er þess einnig að gæta að erlendar nauðsynjar landbúnaðarins hafa stór- hækkað af völdum gengisbreytingarinnar. Þannig hefur til- búinn áburður hækkað um 88%, útlendur fóðurbætir um 125% og innlendur um 77% svo aðeins nokkrir kostnaðar- liðir sjeu nefndir. Af öllum þessum ástæðum hefur verð- lagsgrundvöllur landbúnaðarins hækkað um 19,3%. Er þá miðað við að bændur fái samsvarandi laun fyrir vinnu sína og greidd eru verkamönnum samkvæmt samningum verka- mannafjelagsins Dagsbrúnar í Reykjavík. Það liggur í augum uppi að hinn aukni tilkostnaður við Jandbúnaðarframleiðslu hlaut að leiða til nokkurrar hækk- unar afurðaverðsins. Ella hefði blasað við stórfelldur sam- tíráttur í framleiðslu nauðsynlegustu matvæla þjóðarinnar og enn hraðari flótti fólksins úr sveitum landsins. Sú þróun hefði hinsvegar ekki verið æskileg. Afleiðing hennar hlaut að verða vaxandi atvinnuleysi og vandræði við sjávarsíðuna. í þessu sambandi verður einnig að vekja athygli launþega í kaupstöðunum á því að síðan gengisbreytingin varð hafa þeir fengið 15% launauppbót. Hefur þannig verið leitast við að bæta þeim upp þá hækkun framfærslukostnaðarins, sem ieiðir af gengisfellingunni. Á það er einnig að líta að þegar vísitala framfærslukostnaðar verður reiknuð út í desember n.k. þá skulu laun fyrir janúarmánuð 1951 hækkuð eða lækkuð samkvæmt þeirri breytingu á framfærslukostnaði, er vísitalan sýnir. Við ákvörðun launahæðar þá skal þó ekki taka tillit til þeirra breytinga á framfærslukostnaði, sem vísitalan sýnir og á rót sína að rekja til breytts verðs á land- búnaðarafurðum vegna hækkunar eða lækkunar á launum bóndans og verkafólks hans. Var þetta ákvæði sett inn í gengisbreytingarlögin á s.l. vetri til þess að koma í veg fyrir að kapphlaupið milli kaup- gjalds og verðlags hjeldi áfram. Með þessu er raunverulega öll sagan sögð. Launþegar hafa fengið og munu fá uppbætur á laun sín vegna hækk- andi verðlags. Framleiðendur landbúnaðarafurða hafa einnig fengið nokkra breytingu á verðlagi afurða sinna vegna auk- dns tilkostnaðar. Þetta er í stuttu máli það, sem gerst hefur. Hitt er svo annað mál að sú skoðun hefur við töluverð lök að styðjast að skynsamlegra hefði verið að setja þau ákvæði í lög jafnhliða gengisbreytingunni að hvorki verð- lag jnnlendra afurða nje kaupgjald í landinu mætti hækka. En slík ákvæði hefðu ekki orðið vmsæl og er raunar ólík- legt að þau hefðu reynst framkvæmanleg. Sir Stafford Cripps og jafnaðarmannastjórnin breska hikaði að vísu ekki við það þegar hún felldi gengi sterlingspundsins á s.l. vetri um rúmlega 30% að leggjast gegn öllum launauppbótum. Ríkisstjórn íslands vildi ekki ganga svo langt þegar hún fjekk gengi íslensku krónunnar breytt. Hún lagði til að fyrstu 15 mánuðina eftir að gengið hafði verið fellt yrði vísitala framfærslukostnaðar reiknuð út og launþegum bættar að verulegu leyti þær hækkanir, sem á honum yrðu. Að þeim tíma liðnum var ætlast til þess að jafnvægi hefði skapast milli kaupgjalds og verðlags og laun skyldu þá vera óbreytt. Um hækkun verðs á rafmagni og heitu vatni í Reykja- vík er annars það að segja að ef hún hefði ekki verið fram- kvæmd hefði almenningur í bænum orðið að taka hana á sig í einhverri annari mynd. Það er ekki hægt að reka íyrirtæki eins og Hitaveituna með halla og til þess að byggja ný orkuver við Sogsfossa þarf einnig að afla fjár frá borgurunum þó að meginhluti kostnaðarins fáist með lánsfje. ‘ íslenskt atvinnulíf til lands og sjávar á nú við mikla trfiðleika að etja. Þeir bitna nú á öllum almenningi í land- inu í vaxandi mæli. ÚR DAGLEGA LÍFINU ÞAÐ VANTAR FISK „ENGINN veit hvað átt hefur fyr en mist hef- ur“, sannast áþreifanlega á Reykvíkingum þessa dagana í fiskleysinu. — Menn sjá nú hvað vantar þegar ekki fæst fiskur. — Og nú er það ekki forsjónin, óáran eða ógæftir, sem fiskleys- inu valda. Nei, o, nei. Nú er það verðlagsstjór- inn. Jón og Steingrimur, Ásbjörn og hvað þeir nú heita blessaðir karlarnir, sem hafa miðlað okkur fiskinum undanfarin ár hjer í Reykjavík. Þeir geta ekki komið sjer saman um hvað taka eigi fyrir að vigta pundið. • FÓLKIÐ HEIMTAR FISK FJARRI sje það mjer, að blanda mjer inn í þá deilu um hvað kosta skuli að vigta fiskpund í Reykjavík. En hitt veit og sjér hver heilvita maður, að á meðan alt verð fýkur upp úr öllu valdi og sömu dagana, sem mjólkurafurðirnar rjúka upp myndi víst fáum blöskra, þótt ýsan og kolinn hækkaði um nokkra aura. Fiskurinn er og verður ódýrasta og besta fæðan, sem almenningur á kost á í Reykjavík og fólkið heimtar að fá sinn fisk — hvað sem öðru líður. • SKRÍPALEIKUR FJARRI mun það og flestum að deila við dóm- arann, eða halda því fram að verðlagsstjóri hafi ekki rjett fyrir sjer, er hann vill draga úr álagn- ingu á fiskinn. Fáir munu heldur mæla með óhlýðni fisksalanna við yfirvöldin. — En hitt eiga menn bágt með að skilja, að alt geti hækk- að nema nákvæmlega fiskur, án þess að nokk- uð sje sagt. Hafa þessir nokkrir aurar, sem deilt er um í fiskverðinu, svo mikið að segja, að þeirra vegna sje voðinn vís, en hækkanir á öðrum vörum, sem nema heilum krónum, hafa ekkert að segja? Trúlegt það. • SVIKIN MATVÆLI ÞAÐ varðar við lög, að selja svikin matvæli. Það má ekki selja matvæli, sem kend eru við ákveðnar fæðutegundir, ef ekki eru þau efni í þeim, sem nafnið gefur til kynna. Það má t.d. ekki selja reykt „kindabjúgu“, ef þau eru til- búin úr hrossaketi (þó það hafi verið gert). Kjötfars á að vera að mestu leyti kjöt, en ekki nærri eintómur hveitijafningur. HIKIÐ EKKI VIÐ AÐ KVARTA FÓLK á ekki að hika við að kvarta þegar því hefur verið seld svikin matvara. Það þarf eng- inn að láta bjóða sjer það. Skrifstofa borgar- íæknis tekur við kvörtunum og mun sjá til, að hinum brotlega verði hengt, ef sökin sannast. Matvælin eru orðin það dýr, að óþarfi er að láta bjóða sjer svikna vöru. En því miður er það reynt. En sje kvartað og kært mun að því koma, að menn þora ekki að svíkja matvöruna og að því ber að stefna. • EKKI HÆGT AÐ DAUFHEYRAST ÞAÐ sjest á brjefum og umkvörtunum, sem borist hafa tii „Daglega lífsins" undanfarnar vikur, að þolinmæði útvarpshlustenda er á þrot um hvað súma þulina snertir. Einkum er það „þokulúðurinn“, sem svo er kallaður, sem tal- inn er óhæfur þulur. Undarleg þrjóska er það hjá ráðamönnum út- varpsins, að taka ekki þessar sanngjörnu kröfur hlustenda til greina. — Það er ekki verið að ráðast á einn eða neinn þótt bent sje á, að það skiljist illa, sem þulir segja í útvarp, eða rödd þeirra sje ekki heppileg. • GÓÐU RADDIRNAR SPARAÐAR AÐALÞULIR útvarpsins eru sparaðir svo upp á síðkastið, að það er eins og hver önnur náð, ef til þeirra heyrist, nema rjett til að tilkynna með þremur fjórum orðum, að ,,nú leiki útvarps- hljómsveitin“, eða að „nú verði lesnar frjettir“. Þulirnir með fallegu og skýru raddirnar lesa og auglýsingarnar. En óhætt er að fullyrða, að allur þorri útvarpshlustenda myndi fagna því, að skipt væri um: þeir hásu og óáheyrilegu væru látnir lesa auglýsingar og tilkynningar allskonar, en aðalþulirnir með fögru og skýru raddirnar, væru látnir lesa frjettirnar. • ALMENNAR KVARTANIR KVARTANIRNAR út af þulum útvarpsins eru ekki nein hótfyndni. Piltarnir, sem hlut eiga að máli eru bestu menn og vafalaust prýðilega starfi sínu vaxnir, sem frjettamenn. En guð hefur ekki gefið þeim „útvarpsrödd". — Það má vel vera, að ekki sje á þeirra valdi sjálfra, að neita að lesa upp í útvarpinu. En hvers vegna er verið að neyða þá til þess, sennilega gegn vilja þeirra og í óþökk þorra hlustenda? ÍÞRÓTTIR Laadslið Norðmanna gegn Finnum Landskeppnil frjálsum íþrótfum og knatlspyrnu við Noreg næsta sumari Oslo, 1. september DAGBLÖÐIN í Oslo hafa hvað eftir annað stungið upp á því að landskeppni milli Noregs og íslands, bæði í knattspyrnu og frjálsum íþróttum færi fram í Oslo til að endurgjalda boð bau er landslið Norðmanna í þess- um íþróttagreinum hafa þegið til íslands. Nú hefir þessi uppástunga komið til umræðu bæði í Knatt spyrnusambandinu og í Frjáls- íþróttasambandi Noregs. Hinir góðu árangrar íslenskra íþrótta manna og ekki síst frammistaða þeirra á Brusselmótinu, hafa orðið til þess, að menn eru þeg- ar farnir að geta sjer til um, hvernig stigin myndu falla. I umræðunum hefir þess m.a. verið getið að íslendingar eigi ekki sterka menn í 5 og 10 km. hlaupum nje í sleggjukasti, en þessar greinar myndu verða teknar með í landskeppni. Unnendur frjálsra íþrótta í Noregi vonast eftir, að af þfess- ari landskeppni geti orðið næsta ár. Þegar Noregur ,og ísland mættust í landsleik í knatt- spyrnu í Reykjavík 1947, minnt ust fararstjórar þeirra á, að Norðmenn vonuðust til að geta endurgoldið heimboðið með því að bjóða íslenska landsliðinu til Noregs áður en langt um liði. Þessi uppástunga hefir nú fengið nýjan byr í seglin, sjer- staklega eftir heimsókn KR og Vals til Noregs. Norskir knatt- spyrnumenn og almenningur væntir þess því að þessi keppni komist á, áður en langt um líð- ur og möguleikar eru fyrir því að af henni geti orðið í ágúst- mánuði 1951 og þá auðvitað í Oslo. — Gunnar Akselson. Tugþraut Meistara- mófsins í kvöld TUGÞRAUTARKEPPNI Meist- aramóts íslands fer fram á íþróttavellinum í kvöld og annaðkvöld. Keppnin hefst bæði kvöldin kl. 6.30. Aðgangur er ókeypis. Óvíst er um þátttöku, en keppni verður vafalaust jöfn og hörð vegna fjarveru Arnar Clausen. Jafnframt tugþrautarkeppn- inni verður keppt í þremur greinum kvenna, sem frestað var á aðalhluta Meistaramóts- ins. — Einkaskeyti frá NTB FRJÁ'LSÍÞROTTASAMBAND Noregs hefir valið landslið það, sem keppa á í landskeppninni við Finnland 16. og 17. september n. k. — Fyrirliði liðsins verður Erling Kaas, en Landsliðið er þannig skipað: 100 og 200 m. hlaup, H. Johan- son, Knut Moum. 400 m. hlaup, A. Boysen, Ivar Espenes. 800 m. hlaup, A. Boysen, T. Lillebeth. 1500 m. hlaup, R. Hannestad, O. Höyland. 5000 m. hlaup, Ö. Sandvin, Slaatten. 10000 m. hlaup, M. Stokken, J. Hjersen. 3000 m. hindrunarhlaup, M. Stokken, E. Larsen. 4x100 m. boðhlaup, Johansen, Moum, Frösaker, Bjöelbeth. 1000 m. boðhlaup, Boysen, Es- penes, Johansen, Boeracsen. 110 m. grindahlaup, R. Nilson, Christensen. 400 m. grindahlaup, R. Nilson, E. Saxhaug. Langstökk, R. Nilsen, B. Lang- bakke. Þrístökk, R. Nilsen, O. Oiving. Hástökk, B. Leirud, E. Stai. Stangarstökk E. Kaas, A. Tho- massen. Kringlukast, S. Johnsen, I. Ramstad. Kúluvarp, A. Dyding, B. Enden. Spjótkast, O. Mehlum, E. Röe- berg. Sleggjukast, Strandli, H. Börch.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.