Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1950 Landburður af síld í ver- stöðvum við Faxaflóa llm 60 reknelabátar með 7—8000 tunnur sfldar. LANDBUKÐUR ER af síld í verstöðvum við Faxaflóa og mun afli reknetabátaflotans í fyrrinótt hafa orðið milli 7000—8000 tunnur síldar. — Flestir bátanna voru með talsvert á annað hundrað tunnur af síld og nokkrir með allt upp í 300 tunnur. -— Reknetaveiðin hjer í Faxaflóa á þessum tíma árs mun ekki hafa verið jafn mikil í aðra tíð. Jafnlefli hjá KR og Fram KR (2) (Ól. Hanncsson 2) Fram (1) 2 (Ríkharður, Karl B.) Það má telja fullvíst að þessi leikur, 9. leikur Reykjavíkur- mótsins, hafi verið úrslitaleikur þess. Fram hefur aðeins tapað einu stigi í mótinu en KR þrem- ur og virðast litlir möguleikar á að Fram fari á mis við titil inn. Þessi leikur var leikinn við svipaðar aðstæður og leikur þess ara sömu fjalaga í íslandsmótinu í vor. Norðan garður kom alveg í veg fyrir að liðunum tækist að ná verulega skemmtilegum leik, en þrátt fyrir aðstæðurnar brá iðulega fyrir góðum samleiksköfl um. — KR ljek fyrst undan sterkum norðan strekking og eft ir um stundarfjórðung hafði Ólafi Hannessyni tekist að skora eftir að markvörður Fram, Hall- dór Lúðvíksson, hafði misst knöttinn á marklínunni. Nokkr- um mín. síðar sóttu Framarar á og fjekk Ríkharður knöttinn við Vítateig, spyrnti kæruleysislega að markinu. Fjell knötturinn inn í markið að baki Bergi mark verði. Nokkru síðar komst Ólaf- ur aftur í færi og tókst honum að vippa knettinum fram hjá markverðinum inn í horn marks- ins. í síðari hálfleik sótti Fram á af mikilli Iiörku. Breyttu KR-ing ar um leikaðferð, drógu þeir Hörð Óskarsson aftur og fengu leikmenn Fram aldrei verulegt tækifæri til að skjóta, en þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum skaut Karl Bergmann af 15 m. færi og átti Bergi að vera í lófa lagið að halda knett- inum, en knötturinn hrökk úr höndunurr á honum og inn fyrir línuna. Nokkru cftir markið meiddist Ríkharður svo í návígi að hann varð að vfirgefa völlinn og tók þá heldur að halla á Fram en þeim tókst að halda skotmönnum KR í hæfilegri fjarlægð. Dómari var Ingvi Eyvinds. Fimm)a bing aiþjóða' bankans í París PARÍS, 6. sept.: — Fjármála- menn frá 48 löndum komu í dag saman í París. Þeir sitja þar 5. ársþing alþjóðabankans og gjaldeyrissjóðsins. Tjekkó- Slóvakía er eina land A.-Ev- rópu, sem lætur fulltrúa sinn sækja þingið. Hann ljet heldur ekki á sjer standa, að fara fram á, að fulitrúa kínversku þjóð- ernissinnastjórnarinnar yrði vikið af fundi. Frakk' -.idsforseti, Vincent Aurio, bauð fundarmenn vel- komna. Fyrir þinginu liggur m. a. að ræða ársskýrslu stofn- unarinnar. — NTB. STRASSBORG — Pleven, for- sætisráðherra Frakklands, hefir skýrt frá því, að herþjónustu- tíminn yí'oi lengdur úr einu ári í misseri. Þannig mundi Frakk- land leggj u 20 herfylki til varna Evrópu. Eru í Grindavíkursjó. Allur vjelbátaflotinn, sem fer dagvaxandi, lagði net sín í Grindavíkursjó í fyrrinótt. — Munu milli 60—70 rekneta- bátar hafa verið á þessum slóð- um. Bátarnir eru frá Sandgerði, Grindavík, KeíTavík, Hafnar- firði og Akranesi. Bátarnir leggia netin frá kl. 9—11 á kvöldin og byrja að draga þau allt frá kl. fjögur á morgnana og eru að því fram undir hádegi. Sildin veiðist sjaldan á daginn. Akranesbátar, en þeir eru nú tíu, sem st'unda reknetaveiðar, komu ekki að landi í gær. Þeir voru með um 200 tunnur að meðaltali. Aflann frá 100—300 tunnum á bát, settu skipin í lest og verður hann settur í bræðslu en það, sem bátarnir afla í nótt, verður saltað. í dag eru þeir væntanlegir tit Akraness^ Fengu góðan afla. Suðurnesjabátar fengu einn- ig mjög góðan’afla í fyrrinótt í Grindavíkursjn. Flestir þeirra lönduðu í Grindavík, en þar voru í gærkvöldi um 30 bátar í höfninni. Munu þeir hafa land að alls um 2500—3000 tunnum síldar. Grindavík er nú sannkallað- ur síldarbær og er unnið þar svo til myrkra á milli við af- setningu aflans í fyrrakvöld mun hafa verið búið að salt í um 5000 tunnur síldar hjer við Faxaflóa. Mun síldarsöltuninni verða haldið áfram af fullum krafti, en síld- arútvegsnefnd hefur þó ekki til kvnt væntanlegt verð Faxaflóa síldarinnar og sildarsaltendur taka því síldina til söltunar á eigin ábyrgð. I.F LOFTUR GETUR PAÐ EhKI ÞÁ HVER? ■ Aldrsð Eólk á fornum slóðum Framh. af bls. 10. aftur og ekið að hótelinu á Keflavíkurflugvelli og þar drukkið kaffi. Þá var ekið á- fram og alla leið suður á Staf- nes, umhverfið skoðað og síðan ekið til baka til Hvalsness. — Gengið í kirkju þar með prest- inum og sunginn sálmur. Und- irspil annaðist kirkjuorganleik arinn á staðnum, Magnús Páls- son. Að því loknu var ekið á- fram meðfram byggðinni á Mið- nesinu og til Sandgerðis og það- an til Útskála. Þar tóku prests hjónin, frú Guðrún Guðmunds dóttir og síra Eiríkur Brynjólfs son á móti öllum hópnum með sjerstakri rausn og alúð. Flutti form. fjelagsins prestshjónun- um þakkarorð fyrir rausnarleg- ar veitingar og einstakan hlý- hug og alúð, sem þau sýndu öll- um í orði og verki. Á eftir flutti síra Eiríkur ræðu og minntist hlýlega fjelagsins og framtaks þess að bjóða öldruðu fólki af Suðurnesjum í þessa skemmti- ferð til átthaganna, sem mætti verða öðrum átthagafjelögum til fyrirmyndar. Þá gekk allt ferðafólkið í Útskálakirkju á- samt prestshjónunum, börnum þeirra og organleikara, og hófst nú hátíðleg bænarstund með sálmasöng fyrir og eftir, og orgelundirspili. Mun hin inni- lega en látlausa bænagerð síra Eiríks hafa vakið almenna hrifningu kirkjugesta. Sumir þátttakenda höfðu verið skírð- ir, fermdir og giftir í Útskála- kirkju og eiga vissulega dýrmæt ar minningar frá þeim atburð- um og öðru þar syðra. Að lok- inni þessari eftirminnilegu heimsókn að Útskálum, var haldið af stað og ekið til baka til Keflavíkur, staðnæmst þar og skoðað sig um. Síðan var ek- ið heim á leið til Reykjavíkur framhjá Ytri- og Innri-Njarð- vík, Vogunum, Vatnsleysu- strönd og inn í hraún. Stað- næmst þar og neytt afgangsins af nestinu. Þá var ekið áfram gegnum Hafnarfjörð og ekki Magnús Jónsson frá ási Mittningarorð MAGNUS JONSSON frá Asi, svo sem hann oftast var í daglegu tali kenndur við, ljetst að heim- ili sínu í Stykkishólmi, aðfara- nótt sunnudagsins 27. ág. s.l., lið- lega 67 ára að aldri. Hafði hann um nokkurt bil átt við vanheilsu að stríða sem að lokum batt endi á hans hjervistar daga. Magnús varf fæddur í Stykkis- hólriii, 9. ágúst 1883, sonur Jóns hreppstjóra Magnússonar og konu hans Hólmfríðar Sigurðar- dóttur. — Hjer í Stykkishólmi dvaldi Magnús alla æfi, eða rjett- ara sagt í Stykkishólmshrepp. • Árið 1905 giftist hann Valgerði Kristjánsdóttur og eignuðust þau þrjú börn, sem öll eru á lífi, Jón, trjesmíðameistara í Reykja vík, Ólaf, húsgagnasmið, s. st. og Sigurborgu húsfreyju að Kongs- bakka í Helgafellssveit. Stykkishólmur er nú einum góðum dreng fátækari, hefði tal- ið mikinn feng að fá að njóta starfa Magnúsar enn um skeið, því trúmennskan var rauði þráð • urinn í öllum hans athöfnum. — Mörgum störfum gegndi Magnús fyrir sveit sína, sat í hrepps- nefnd o. fl. Hann var meðhjálp- ari við Stykkishólmskirkju milli 20—30 ár og í sóknarnefnd og vann þar mikið gagn. Veðurathug þeirri sigurbraut, sem hann nú leggur á með ljós frelsarans að i leiðarsteini. Megi harningjan [vaka yfir ástvinum hans og > veita þeim líkn í þraut. Á. H. Samjjykkf S, P. um LAKE SUCCESS, 6. sept.: — Júgó-Slavía varð 70. þjóðin til að staðfesta samþykkt S. Þ., anir hafði hann fyrir Veðurstof- jÞar sem lögð er refsing við kyn una hjer um langan tíma. jþáttamorðum. Samþykkt þessi Heimili þeirra hjóna var elsku fær lagagildi 3 mánuðum eftir legt og gott að vera þeirra á 'að 20. þjóðin staðfesti hana. —> meðal, hlýleiki og alúð einkenndi ' Hún leggur bann við f jöldadráp það. Þar átti hin ágæta hús- freyja ekki lítinn þátt. Magnús var vel til vina, tryggð hans og góðvild aflaði honum góðra förunauta. Óvini átti hann enga. I framgöngu var hann prúður og yfirlætislaus, hæglát- ur hversdagslega. Hann gekk ekki með fumi að neinu starfi, en vel vannst honum, því verk- i _____________________ lægnin og verkhyggnin áttu í j honum oterkar rretur. Fjolhtet- 257, fundUf Uffl aUSÍUf- um sjerstakra kynþátta, trúar- 'flokka og þjóðflokka. Má sem j dæmi um slíká glæpi nefna hóp morð Þjóðverja á Gyðingum 'Sennilega gerast Rússar brot- jlegir við þessa samþykkt vegna útrýmingar E3rstrasaltsþjóð- anna. ur var hann ,hvort sem var til sjávar eða sveitar og gjöfkunn- ugur öllum störfum þar. Magnúsar er nú saknað hjer í sveit. Menn með hans hugarfar eyu sterkir hlynir hvers byggð- arlags. Á þeim hvíla farsælustu stoðir í framtíðarheill þess. En við, vinir hans, vitum, að komið til baka til Reykjavíkur hetta var besta lausnin. Hann fyrr en um miðnætti. — Þátt- var úúinn að missa sitt eðlilega takendur skildu glaðir og á- nægðir eftir að hafa notið á- nægjulegrar heimsóknar til átt- haganna og sumir höfðu ekki komið þangað síðan þeir fóru þaðan sem unglingar. starfsþrelc, og starflaus átti hann bágt með að horfa framan í til- veruna. Við kveðjum hann þvi með þökkum fyrir dagsverkið, þökkum fyrir tryggðina, vinátt- una og hlýleikann og biðjum honum blessunar drottins á rísku friðarsamningana LUNDÚNUM, 6. sept.: — Á morgun (fimmtudag) koma fulltrúar utanríkisráðherra fjórveldanna enn saman í Lund únum til að ræða friðarsamn- inga við Austurríki. — Ekki þykir líklegt, að nokkur árang ur verið frekar en endranær. Seinast hittust fulltrúarnir 10. júlí, en þei mhefir ekkert orð- ið ágengt þetta árið. Á morgun verður 257. fundur þeirra — Reuter. REYKJAVÍK - ÍSAFJÖRÐUR daglegar ferðir Loiiieiðir, Lækjargötu 2 sími 81440 miiiiiiusH]i MimiiiiiitHiitiimiifitii^tafiinittifmMiiminiimMiittmimtm.'imni Markús & Eftir Ed Dodd 1) — Þú kastaðir Trygg þá í ána eins og þú sagðir. — Já, pabbi, jeg gerði það. — Og þú skrökvaðir þá ekki að mjer eftir allt saman. 2) — Nei, pabbi, jeg gerði það ekki. 3) — Jæja, það var gott. Þá líður mjer betur. Jég vissi það líka alltaf, að þú myndir ekki fara að skrökva að gamla pabba þínum, Trítill minn. 4) Nú eru veiðimennirnir komnir til þeirra. — Trítiil, viö hjerna í íjelag- inu, við hjeldum fund, sem kemur þjer dálítið við. Það er best að segja þjer það. Nú verður Trítill alveg stein- hissa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.