Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1950 I tk. Framhaldssagan 29 ■tlllHllftllllHllllllllllllllHUIH lllllllllllllllll FRÚ MIKE Eftir Kancy og Benedict Freedman llll•llllllllllllllllllllllulllllllllll■lll■llllllllalllllll■llllllllll■lllllllll Hann benti mjer á Nautið. Það var einkennilegt hvað þessi stóri klettur líktist mjög vís- undahöfði. Jafnvel hálsinn fylgdi með. En við vorum nú farin að klifra upp eftir hon- um. Hún var töfrandi þessi veröld, sem Mike hafði alist upp í, en enn sem komið var þekkti jeg lítið til hennar. Hvellur eins og þegar gler brotnar barst að eyrum mjer. Hvað er nú, hugsaði jeg með •sjálfri mjer og leit til Mike. Hann hafði hrópað í áttina að Nautinu og þaðan bergmálaði hljóðið aftur til okkar. Aftur Og aftur heyrðum við hljóðið er það endurómaði frá kletta- giljunum. „Nú skal jeg sýna þjer dá- lítið, sem gaman er að horfa á“, sagði Mike um leið og við geng- um upp á efstu brúnina.y Fyrir neðan okkur hringaði sig spævi þakin ræma, eins og slanga. Það var eins og kletta- drangarnir í henni hjeldu upp eftir ánni og brytu ísinn, sem á fljótinu var í smámola. Þar, sem ísinn hafði brotnað gat að líta fossandi strauminn. Þetta var Peace fljótið að brjóta af sjer vetrarfjötrana. ísmolar köstuðust upp á flúðirnar í ánni Og smájaki varð á milli tveggja stærri jaka og kastaðist minnsta kosti þrjátíu fet upp í loftið. Stærri jakar hoppuðu og köst- uðust upp úr ánni, en ekki eins hátt. Eftir að hafa legið undir ísnum kvalin og pínd yfir vet- urinn braust nú áin um til að verða frjáls. Með sífellt meiri hraða þeytti straumurinn ís- kögglunum á undan sjer, muldi þá og þeytti molunum upp í loft. Hávaðinn var gífurlegur. Svo langt, sem augað eygði upp eftir ánni, köstuðust jakarnir til, svo sólskinið glitraði alla- vega á þeim og síðan f jellu þeir aftur með skvampi og slettum ofan í hringiðuna. „Áin er reið“, hvíslaði jeg, en þrátt fyrir dyninn frá ánni heyrði Mike hvað jeg sagði. „Hún er ekki reið. En hún hristir af sjer veturinn eins og við núum stýrunum úr augun- um“. „Hvernig vissurðu þetta. Mike?“ „Að áin myndi brjóta af sjer ísmn? Það er alltaf um þetta leyti árs. Og þegar þú hefur verið hjer eins lengi og jeg hef verið gætir þú oftast sjeð fyrir hvaða dag það verður“. „En hvernig? Jeg skil það ekki?“ „Snjórinn byrjar að bráðna og þegar aðeins lítið eitt er eft- ir af honum, þá er sá tími kom- in að áin brýtur af sjer ísinn“. Jeg gat ekki varist hlátri. Hann var svo líkur mömmu, á- gæt matreiðslukona, sem aldrei gat sagt öðrum hvernig hún færi að því að búa til góðan mat. Jakakastið hjelt áfram og hálfri annari stundu síðar rann áin auð og frjáls, en víða í henni var þó klakahröngl, sem barst með straumnum niður á við. Jeg hafði áður hugsað um ána, sem stöðugan og fastskorð- aðan hlut. En nú hafði hún lifn- að við. Með undraverðum krafti hafði hún hrist af sjer fjötra vetrarins. Hún var eins og björn Irin; vaknaði af vetrardvala. Jeg reyndi að segja Mike frá tilfinningum mínum. Mike var skógarins maður. Hann skildi mig. „Skógarnir, fjöllin og fljótin hafa öll sína eigin skapgerð og tilfinningar alveg eins og mennirnir. Þetta þekkja Indíánarnir og halda því fram að sumir staðir sjeu illir og aðrir góðrir. Það eru til nokkrir staðir í skóginum, sem Indíáni myndi aldrei koma á hvað svo sem í boði væri“. ,.Af því að þeir eru illir?“, spurði jeg. „Já, eins er með Ne parle pas straumana. Það þýðir straumar, sem ekki tala. Það er þess vegna sem þeir eru viðsiárverðir. Venjulega heyrir maður niðinn í þungum straumum áður en maður kemur að þeim og getur maður þá gert sínar varúðar- ráðstafanir. En þarna heyrist ekkert hljóð, engin viðvörun. Maður veit ekki fyrr en straum arnir hafa gripið bátinn. Eng- inn kemst lifandi gegnum straumana. Einu sinni settu Indíánarnir bát ofan við straum ana og biðu svo fyrir neðan þá. En aldrei sáu þeir svo mikið sem eina fjöl úr bátnum. Hann hefur malast mjelinu smærra“. Jeg leit niður í hringiðuna. Mig svimaði og jeg flýtti mjer þá frá brúninni. Við gengum yfir klettinn að þeirri hlið, sem við höfðum klifið upp. Að klifa niður er allt af erfiðara en að klifa upp, og Mike varð oft að rjetta mjer höndina, og hjálpa mjer svo jeg ekki hrapaði. En jeg kunni illa við að staulast niður á við í klettunum, nema vita hvert jeg væri að fara. Jeg snjeri mjer fram og vóg salt á brúninni, og reyndi að finna með fætin- um einhverja syllu til að stíga á. Mike horfði á mig og skelli- hló, og þess vegna sá hann þá ekki á undan mjer. Hann klifr- aði líka aftur á bak og sá þess vegna ekki út yfir sljettuna. En á hæðinni andspænis Nautinu, sá jeg koma í ljós menn, hunda og sleða. „Mike, Mike, sjáðu!“ Við klifum á ný upp á Nautið- og horfðum á hópinn aka eftir sljettunni fyrir neðan. Hópur- inn dreifðist þar nokkuð og nú mátti sjá að það voru minnsta kosti fimmtíu menn, sem háðu kapphlaup yfir sljettuna. „Þetta eru nágrannar okkar. Allt menn frá Hudson Hope“. Jeg horfði á þá forvitnisleg- um augum. Þeir voru að koma heim eftir vetrarveiðarnar. Nú myndi íbúatala þorpsins kom- ast upp í 'um það bil 135 manns með Indíánunum og varaliðinu. Sleðarnir voru hlaðnir dökk- um skinnum. „Hvað hafa Jaeir mikið upp úr vetrarveiðunum, Mike?“ „Sex hundruð dollarar myndi verða meðal hagnaður. En flest- ir þeirra skulda Joe Henderson mikinn hluta af þeirri upphæð. Hann útbýr þá og fær svo borg- að eftir á“. „Það er fallega gert af hon- um“. „Það er verslunin“, útskýrði Mike. „Hann verslar ekki við þá nema þeir standi í skilum“. Bæði hvítir menn og Indján- ar hlupu með sleðum sínum, veifuðu og hrópuðu. Jeg sneri mjer við til að sjá á hvað þeir l væru að hrópa og úr gagnstæðri átt kom hópur kvenna hlaup- andi. Þegar hóparnir tveir nálg uðust hvor annan reyndi jeg að þekkja konurnar. —■ Þarna var Ookoominou gamla, sem hafði spýtt á gólfið í tesamkvæminu forðum. Og þarna var Ninalak- us og hljóp ljettilega nokkuð á undan hinum. Jeg reyndi að sjá út á hvaða menn hver þeirra hrópaði. Einkennileg eftirvænt- ing gagntók mig. Þessar konur höfðu ekki sjeð menn sína í sjö mánuði samfleytt. Eftirvæntingin jókst. Nú voru hóparnir komn;r það nálægt hvor Öðrum að fólkið þekkti hvort annað og nú renndu menn augunum frá andliti til andlits uns þeir fundu þá eða þann, sem þeir leituðu að. Nokkrir köstuðu húfum sín- um upp í loftið og nokkur húrra hróp heyrðust meðal mann- anná. Konurnar stönsuðu, ein eða tvær þeirra gegnu þó ró- lega áfram, en hópurinn stóð kyr. Karlmennirnir voru nú komn ir til þeirra og hóparnir blönd- uðust. Nokrir menn gengu fram og náðu í konu sína og fóru með hana að sleða sínum. En þeir, sem það gerðu vocu allir hvítir menn og konur þeirra ungar. í flestum tilfellum var það konan, sem gekk til manns síns en hann tók, án þess að mæla orð af vörum, þunga húð af sleð anum og kastaði í fang hennar. Án þess að mögla tóku konurn- ar við hverju skinninu af öðru, uns þær kiknuðu undir byrð- inni. Þá reiddu mennirnir svip- ur sínar og hundarnir tóku að gelta og kvenmennirnir hjeldu af stað. Smám saman drógust konurn: ar aftur úr þar til menn og konur voru aftur sitt í hvorum hóp. ■iiJiiiiiiiiiiiiijiiiiiiiMiiiiniaimiaiMiiiiiiiimiHii Klukkan B. | Auglýsingar, | sem birtast eiga í sunnudagsblaði | í sumar, þurfa aS vera j komnar fyrir klukkan 6 | á föstudögum. niiiiiiiiiinii aiiHHiiiiiiiiiiiiiiititnuHiMimmnnamMnaMMHMMi Heimilisfeður 1 Ung stúlka vill taka að sjer | lítið húsmóðurlaust heinnli, { gjaman með 1—2 bömum. Sjer- herbergi áskilið. Nafn og heirn- ilisfang ásamt helstu upplýsmg um leggist inn á afgr. blaðsins fyrir 10. þ.m. merkt: „Húsmoð- ur — 919“. IbHmlhMw FJAÐRAFÁNINN 1. EINU SINNI var góður og vitur konungur, sem átti fallega d.óttur. Alla ríku aðalsmennina í landinu langaði til að fá kóngsdótturina fyrir konu, en hún vildi engan þeirra. Hún l afði kynnst ungum fátækum skógarhöggsmanni, sem átti heima inni í skógi, og henni þótti ekki vænt um neinn nema hann. Konungurinn var bæði góður og sanngjarn, svo að hann vildi gera það, sem rjettast var. En samt vildi hann ekki móðga alla aðalsmennina í landinu. En dag nokkurn fjekk konungurinn ólæknandi veiki. —■ Eann varð mjög hryggur og sat allan daginn án þess að hreyfa sig eða gera nokkuð, og hann sást aldrei brosa. Þá voru látin boð út ganga frá höllinni þess efnis ,að hver sá, sem gæti fært konunginum gjöf, sem gerði hann glaðan, skyldi fá dóttur hans fyrir konu. En því var vandlega haldið leyndu, að konungurinn væri veikur. Þessi boð gerðu alla ríka menn í landinu mjög vongóða. Þeir tóku fram alla peningana sína og lögðu af stað til fram- andi landa til þess að kaupa þá dýrmætustu hluti, sem til voru í heiminum. Sumir vonuðust eftir því, að þeir gætu glatt konunginn með því að gefa honum borðdúk, ofinn úr i gulli, og aðrir hugsuðu sjer að koma honum á óvart með því að færa honum fallegar myndir í skrautlegum römm- um. Auðugasti aðalsmaðurinn í konungsríkinu ákvað að gefa konunginum eitthvað frumlegt, sem hefði aldrei verið búið til fyrr. Hann sagði, að hann ætlaði að reita eina fjöður af ölium skrautlegustu fuglum heimgins og búa til fána úr þeim, svo fallegan, að slíkt hefði enginn sjeð. „Jeg kæri mig ekkert um fjaðrir af ljótu brúnu og gráu fuglunum hjerna í landinu,“ sagði hann. Og svo lagði hann af stað til heitu landanna, þar sem fagurlitu fuglarnir eiga heima. Brúnu og gráu fuglunum var alveg sama um það, þó að þeir væru skildir út undan. Þeir voru glaðir og sungu sæt- tega- ^ ^ *llíi llTíluí* astlu. ★ Andlegt heilbrigði. Það var á geðveikrahæli. Læk iir- inn var að útskrifa sjúkling, tcra virtist hafa náð fullum bata. „Hvað ’ ætlarðu nú að gera, þcgar þú kemur út af hælinu?" spurði læknirinn. „Ja, jeg get nú auðvitað tekið 'yr- ir lögfræðistörf, þvi að jeg var bús. inn að lesa lög við Háskólann", svar- aði sjúklingurinn fyrrverandi, „og svo get jeg orðiS leikari, því að jeg Ijek talsvert á skólaárunum, og :vo get jeg auðvilað líka orðið teketill“. ★ Vitlaus tilgáta — en sanit Lilja, fjögurra ára, hafði eignast Iitinn bróður, og var sjer þess vel meðvitandi, að mamma hennar hafði átt hann. Einn góðan veðurdag var hún að virða snáðann fyrir s’er. Hrópaði hún þá hlæjandi og þó.tist vera fyndin: „Svei mjer þá, pabbi, jeg held bara, að þú eigir hann ’. tla bróður. Hann er svo líkur þjer.“ Góð barnfóstra. Maggi vildi ekki sofna og prbbí hans ákvað að gripa til sinna ráða. Hann lagði drenginn í rúmið, setrist hjá honum og tók að syngja við- kvæm vögguljóð svæfandi röddu. Mamma sat frammi í stofu og beiS átekta. Lengi vel heyrði hún sönglið en loksins datt allt í dúnalogn, og hún heyrði að læðst var að stoíu- dyrunum. Hún sneri sjer að þeim og sagði fegins döddu: „Er hann nú Joks ins sofnaður?“ „Já“, svaraði Maggi glaðlega, sem stóð í dyrunum, „hann er alveg r.ý sofnaður". ★ Meintu það sama. Doktor nokkur frá Westminster sem var mjög légvaxinn, stóð íitt sinn í dyrunum á veitingahúsi. Övenjulega hár irskur harón kom að og sagði: „Viljið þjer leyfa mjer að komast framhjá, herra risi“. Doktorinn vjek lsurteislega til. hliðar og sagði: „Gjörið þjer svo vel herra dvergur.“ „Ö“, hrópaði harómnn afsakatidi. „Jeg var að meina andlega stærð yðar“. „Og jeg“ svaraði doktorinn kulda- lega „var að meina það sama Ljá yður.“ LF LOFTVR GETVR ÞAÐ EKKI ÞÁ HVER?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.