Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 7. sept. 1950 MORGVNBLaÐIÐ 9 lundúnabrjef frá Karli Strand læknL Almenningur þráir frið en er reiðubúinn London, september. DONALD PRELL er ungur Ameríkani frá Norðurríkjunum, ljóshærður, norrænn yfirlitum, ljettur í málum og hreyfingum. Hann er sálfræðingur að mennt. áhugasamur um starf sitt, hef- xr gaman af hljómlist, bókum, kappræðum um stjórnmál og þykir gott að borða góðan mat. Hið síðastnefnda á ef til vill rætur sínar að rekja til þess að Donald var tvö síðustu ár stríðs ins fangi Þjóðverja og ljettist um 25 kg. á þeim tíma. Síð- ustu mánuði þessarar dvalar var kartöflusúpa aðal fæðið og hver sem fann tætlur af hrossa- kjöti í súpunni einu sinni í viku eða svo var heppnismað- ur. Donald var leystur úr haldi ásamt öðrum stríðsföngum er Bandamenn unnu fulínaðarsig- ur 1945. var sendur í skyndi til Ameríku og hresstur við á ný. Eftir sex mánuði var hann aft- ur búinn að ná venjulegri þyngd, giftist. byrjaði að starfa að gáfnamælingum við ame- ríska stofnun, staðráðinn í því að hata styrjaldir og fangabúð- ir og forðast hvorttveggja til æfiloka Stuttu seinna fluttist hann til Englands til þess að vinna að ákveðnum sálfræði- rannsóknum. Atvikin höguðu því svo til að við unnum saman á hverjum fimmí.jdegi og borð- uðum saman í matstofu stofn- unarinnar. Við starf sitt og við miðdegisverðarbcrðið var Don- ald lífið og sálin í kappræðum ungra manna um lífið og til- yeruna í hverri mynd. Öllum geðjaðist vel að þessum glað- væra fulltrúa nýja heimsins. Donald k'allaður í stríðið Síðastliðinn fimmtudag kom Donald ekki til vinnu. í stað þess barst okkur sú fregn að hann hefði verið kallaður heim til amerískrar herþjónustu og hefði lagt af stað vestur inn- an 48 stunda, — til styrjaldar og hver veit hvers. Þennan fimmtudag var óvenjulega þögult við miðdegisverðarborð- íð, sem að. mestu var skipað ungum mönnum, þátttakendum i síðasta stríði, innan lands og utan. Allt til þessa hafði styrj- tjldin í Kóreu verið tíðindi úr fjarlægri álfu, en snögglega hafði hún gripið inn í líf okk- ar allra eins og óboðinn gestur. Margir viðstaddra hófu í raun og veru æfistarf sitt fyrir fimm órum þegar ófriðnum lauk. Nú bíða þeir átekta Lve langur tími þeim verður leyfður. Almenningur þráir frið Þetta dæmi nægir til þess að bregða ljósi yfir viðhorf þús- Unda og aftur þixsunda annara starfshópa víðsvegar um land- íð. Almenningur í Bretlandi þráir frið. Fimm ár eru stutt- ur tími til þess að reisa úr rúst- um þjóðfjelag, rem fórnað hef- ír öllu nema brýnustu nauð- synjum til þess að bjarga frelsi sínu. Stríð austur í Asíu er ann- að í hugum manna en innrás i Bretland, eins og sú er yfir vofði er fyrstu kynni undirrit- aðs af þjóðinni áttu sjer stað árið 1941. Þá var enginn í vafa um hver hugur fylgdi máli. Svo 3engi sem ófriðurinn er víðs f jarri bíður almenningur átekta og sjer hverju fram vindur. í folöðunum er rætt og ritað um málið frá öllum hliðum, en það l*egar Donald var kallaður í herinn — Verðhækkanir og Ermarsunds-keppni — nýtti gas til ljósa og margir fleiri, síðar frægir menn. Til þessara manna átti breska iðn- aðarbyltingin rætur sínar að rekja. j n * • I ■ ' Forseti Breska fjelagsins er J5UU vismdamenn bera saman rað sm Sir Harold Hartley — sem eink um hefir unmð sier frægð fyr- ir járnbrauta- og flugvísindi. f setningarræðu sinni um ,,notk- un orkunnar í þágu mannsins'* lýsti hann því hvernig vísinda- menn og verkfræðingar gætu margfaldað lífsþægindi alls mannkynsins, ef hugur þess beindist að því að sækjast eftir allsnægtum í stað valds. Hann minntist á þá möguleika að tengja saman orkuver Bret- lands og Evrópu og hagnýta á þann hátt sem best orku þá, sem framleidd er í hverjum stað með tilliti til breytinga á orkuþörf þjóðanna, á ýmsum tímum. Sir Harold benti og á hvernig kjarnorkan hefði sýnt að auðveldara væri að nota orku til eyðileggingar en endurbóta, þrátt fyrir þá framtíðarmögu- leika er hún bæri með sjer til hagnýtra hluta Þá talaði hann um þörf og hagnýtingu orku nú á tímum: Einn þriðji hluti þeirrar orku, sem nú er fram- leidd í Englandi er notuð til þess að fæða þjóðina og halda henni heitri. Hver einstakling- ur notar fjórða hluta þeirrar orku er hann barfnast til þess að viðhalda heilafrumum sín- um — um 10,000 milljónir talsins — svo þær sjeu færar til starfa. Ymsar vjelar hafa verið upp fundnar sem tekið geta að sjer ákveðin störf heil- ans og leyst þau af hendi fljót- ar og betur og notað þó marg- fallt minni orku. En önnur störf heila og skilningarvita eru öllum vjelum ofviða. er eftirtektarvert hversu fólk- ið sneiðir hjá því að tala um stríð meira en nauðsyn krefur. Þó liggur það í loftinu að allir eru reiðubúnir ef kallið skyldi koma Hjer er ekki um að ræða andvaraleysi um þýðingu við- komandi atburða, nje því að al- menningur viti ekki hvað er að gerast í raun og veru lítur al- menningur á þessa styrjöld sem viðfangsefni Sameinuðu þjóð- anna sem best sje að leiða hjá sjer að svo miklu leyti, sem auðið er. Þótt nokkur her og floti sje kominn á vettvang þá er það engin nýjung að eiga þá aðila á ófriðarsvæði. Hervæðing og hækkuð laun hermanna 'Talsvert verður þess vart að þingsins, sem kemur saman 12. þ. m, er beðið með óþreyju. Churchill og Attlee hafa þegar leitt saman hesta sína út af dagsetningu þingsins, en ekki virðist það vera stórmál í hug- um annara. Nokkrir dagar til eða frá skipta jafnaðarlega litlu máli í Bretaveldi. í kjölfar þeirra fregna að stjórnin hefði ákveðið að auka til muna framlag til hervarna, kom önnur tilkynning, um hækkun á kaupi hermanna. Eins og kunnugt er hefir kaup breska hersins ætíð verið mjög lágt og á síðustu árum hefir borið á því að efnilegir menn hafa verið tregir að ganga í herinn. Kauphækkun þessi nem ur frá 33Vs% til 75% o^kem- ur til með að kosta þjóðina um 6814 milj. sterlingspunda. Þrátt fyrir þær auknu álögur er þessu fylgja hefir almenningur tekið þessari kauphækkun vel. Flest- ir einstaklingar ríkisins hafa á einhverju skeiði æfinnar ann- aðhvort verið í hernum eða átt þar vandamenn og vita því hvar skórinn kreppir. Konungshollusta Miður velkomnar voru aftur á móti þær fregnir í síðasta mánuði, að verð á ýmsum nauð- synjavörum ætti að hækka, svo sem kjöti, fleski, kaffi o. fl. Yfirleitt hafa allar nauðsynjar nú hækkað í verði síðan gengi sterlingspundsins lækkaði. Þótt hækkanir þessar hafi ekki ver- ið stórvægilegar, þá safnast þegar saman kemur, og finnst ýmsum, einkum millitekju- mönnum, sem einkum bera skattana, nú orðið þröngt fyr- ir dyrum. Hafi almenningur talað lítið um stríðið síðastliðinn mánuð, þá hefir hann notað sjer því meira þá atburði er standa hjarta hans nær. Þar á meðal má nefna fæðingu nýrrar prins essu og kappsundið yfir Erm- arsund. Konungsfjölskyldan og íþróttirnar eru ætíð eftirlætis- umræðuefni. Islendingar, sem eru manna tómlátastir um kon- unga, þurfa venjulega nokkurn tíma til þess að gera sjer grein fyrir í hverju sú ánægja er fólg in, sem Bretar hafa af því að sjá sem snöggvast framan í konung sinn eða fjölskyldu Sir Harold Hartley. hans Svarið er einfaldlega það að fólkið lítur á konunginn sem persónulega etgn sína og heimilislíf hans og atvik öll sem hluta af eigin heimilislífi eins og það ætti best að vera. Hjer af leiðir að ærið er vandlifað fyrir konungsfjölskylduna og kemur það greinilega í Ijós ef útaf ber að þjóðin telur sig hafa fullan rjett til þess að segja til syndanna. Vikuna áður en Eliza beth prinsessa fæddi dóttur sína mátti sjá tugi og jafnvel hundruð manna og kvenna á vákki, nótt og dag, í kring um hús prinsessunnar, sem beið í þeirri von að geta orðið fyrst að heyra frjettirnar og e. t. v. sjeð eitthvað af tilheyrandi um- stangi. Ermasunds-keppni Kappsund það cr blaðið Daily Mail efndi til yíir Ermarsund, vakti athygli margra, sem ann- árs láta sjer fátt um iþróttir finnast Allir snndkappar Breta og margir fleiri láta sig dreyma um það að synda yfir álinn ein- hverntíman á æfinni. Þegar staðið er á hæði.num hjá Dover, virðist hverjum sundmanni þetta í lófa lagið. En straumar og vindar eru tíðir í sundinu, og jfyrir þeim hefir cnargur sundkappinn lot;ð í lægra haldi. Að þessu sinni hjet blaðið Daily Mail 1000 sterlingspundum hverjum þeim karlmanni og konu er fyrst yrðu yfir. Valdir voru 24 keppendur úr miklum fjölda umsækjanda, 18 karlar og 6 konur. Lagt var af stað frá Frakklandsströnd kl. 2.30 að morgni þess 22. ágúst.— Veður var hið besta. Brátt dreifðist úr hópnum og eftir tvo klukku- tíma gáfust tveir keppendur upp. Er á daginn leið heltust fleiri úr lestinni, fengu sina- drátt, höfuðverk, sjóveiki eða hræddust nákar1a Eftir 10 klst. 50 mín staulaðist sigurvegar- inn, Egyptinn, Hassan Abd E1 Rehim á land Englandsmegin, þar sem þúsundir manna biðu í fjörunni til þess að fagna hon- um. Næsti þátttakandi kom 12 mínútum seinna Kven-sigur- vegarinn, Eileen Fenton, bresk, var 15 klst. 31 mín. og 5 klst. af þeim tíma synti hún hliðar- 1 sund með annari hendi aðeins, vegna tognunar í handlegg. Alls komust 9 keppendur yfir, 7 karlmenn og 2 konur. Frjett- um af sundinu var útvarpað jafnóðum og úrslita beðið með eftirvæntingu Lömunarveiki í Wight-eyju Síðustu dagana í ágúst bár- ust aðrar fregnir, af lakara tæi neðan af suðurströndinni. Wight eyjan — Isle of Wight — sem liggur rjett utan við Ports- mouth er einhver vinsælasti sumardvalarstaður landsins, vegna náttúrufegurðar og veð- urblíðu. Sumargestir eyjarinn- ar skipta venjulega hundruð- um þúsunda. Seint í ágúst varð lömunarveiki vart á eyjunni og eftir fáeina daga voru 38 manns veikir. Sumargestir flýðu þús- undum saman burtu og enn fleiri þúsundir sögðu upp fyr- irfram pöntuðum hótelherbergj um. Fjörurnar. sem venjulega iða af lífi á þessum tíma árs eru nú næstum mannlausar. Fjöldi smærri hótela gerir ráð fyrir gjaldþroti ef veikin held- ur áfram. En hún virðist nú aftur í rjenun Hinsvegar hefir hennar orðið vart víða annars- staðar í landinu, enda er hún ætíð algengust hjer seinni part sumars. í Norður-London, á Mill Hill rannsóknastofunni er unnið sleitulaust að lömunar- veikisrannsóknum og þekking manna á veikinni vex stöðugt, en lækning hennár er ófundin enn. Þing breskra vísindamanna Norður í Birmingham stend- ur yfir 112. þing Breska fjelags ins — The British Association —. Fjelag þetta, sem var stofn- að 1831 er nokkurs konar al- þing breskra vísindamanna, þar sem þeir koma saman til skrafs og ráðagerða einkum í því augnamiði að bollaleggja hvernig megi hagnýta vísindi í þágu manna og kynna þau meðal almennigns. Um 3500 manns sitja þing þetta og þar af 130 vísindamenn frá háskól- unum, 50 frá rannsóknastofn- unum ríkisins og 30 frá vísinda stofnunum er starfa á vegum iðnfyrirtækja AAalviðfangsefni þingsins eru umræður um „orku í þágu mannkynsir.s“. Breska fjelagið er eiginlegsf arftaki annars f jelags, sem starf aði í Birmingham snemma á 18. öld. Fjelag það nefnist The Lunar Society — Mánafjelag- ið, — það hjelt fundi sína á þeim degi mánaðarins er tungl- ið var fullt, af þeirri einföldu ástæðu að venjulega var liðið á nótt er fjelagsmenn hjeldu heim til sín og þá kom tungls- ljósið í góðar þarfir. Vitanlega voru þeir nefndir ,.the lunatics“ brjáluðu mennirnir, og ekki að ástæðulausu, þv: ýmsir kyndug ir karlar tóku þátt i þessum fielagsskap. Þar var James Watt er fann upp gufuvjelina, Joseph Priestley er fann súr- efnið, Withering læknir er fyrst ur notaði digitalis til hjarta- lækninga, Murdoch, sem hag- Qrkuþörf heimsins Orkuþörf heimsins alls, fæði manna og dýra, hiti, ljós og aflvjelar er nú sem samsvarar orku úr 4000 millj. smálesta kola. Af þessari orku kemur 21% frá jarðrækt, 41% frá kol- um og skvldu eldsneyti, 6% frá timbri, 24,5%. frá olíu. 6,4% frá gastegundum úr jörðu og 1 % frá vatnsafli Þau lönd, sem liggja norðan við 20 breiddar- gráðu géyma 94% af kolamagni veraldar. Árið 1900 var olíu- framleiðsla heimsins 20 millj. smálesta en nú “r hún 500 millj. Sir Harold benti á ýmsar fleiri staðreyndir því máli til' sönnunar að aldrei hefði mann- kynið verið ríkara nie haft meiri möguleika en nú til vel- megunar. Að lokum komst hann svo að orði. . ,Framtíðarmöei il eikar manns ins liggja í skilningi hans á breytingum náttú^unnar, aukn- um og bættum nýtingaraðferð- um og auknum skilningi á sam- vinnuþörf þjóðanna“. ________________K. S: Sfefna sfjórnarinnar verður að vernda friðinn AÞENA, 6. sept.: — Sophocles Venizelos, kynnti nýju stjórn- ina sína fyrir þinginu í dag, en í henni eiga sæti frjálslyndir og lýðræðisjafnaðarmenn. — Hann sagði, að stefna stjórnarinnar yrði „að varðveita friðinn“. Ef nauðsyn krefði, yrðu gerðar viðhlítandi ráðstafanir til að búa þjóðina undir hvað eina, sem að höndum bæri. — Reuter.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.