Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 07.09.1950, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ Fimmtudagur 7. sept. 1950 Skemmdarverk kommúnista í verkalýðsfjelögunum Láfa sig hagsmuni launþega engu skiffa. KOMMÚNISTAR hafa greini- lega orðið fyrir miklum von- brigðum, að samkomulag skyldi nást milli ríkisstjórnar- innar og launþegasamtakanna um vísitöluna. Þeir vonuðu, að su deila mundi leiða til al- mennra verkfalla nú í septem- ber og skapa óviðráðanlegt öng þveiti og upplausn í þjóðfje- laginu. Framkoma þeirra í sambandi við þessa deilu og yfirleitt af- skipti þeirra af verkalýðsmál- um á liðnum árum, en þó ein- anlega á síðustu mánuðum er með þeim hætti, að engum dylst nú lengur að þeirra einasti til- gangur er sá að nota aðstöðu sína í verkalýðshreyfingunni til þess að koma af stað tilgangs- lausum verkföllum og skaða með því launþega og skapa sem mesta óánægju og erfiðleika í þjóðfjelaginu. — Kommúnistar hrópa hátt um kauphækkanir og kjarabætur til handa verka- lýðnum, en eru á sama tíma að grafa undan því, að raun- verulegar kjarabætur geti átt sjer stað og eru jafnvel tilbún- ir til að svíkjast aftan að sam- tökunum, eins og í sjómanna- deilunni, sjái þeir sjer einhvern pólitískan hag í því. Tækifæ risstcfno kommúnista. Áður en deilan reis um vísi- töluna höfðu kommúnistar stöðugt deilt á Alþýðusambands stjórnina fyrir það, að hún gerði ekkert annað en halda niðri rjettlátum kröfum launþega um hækkað kaup og höfðu þeir eft- ir getu reynt að æsa til verk- falla, en ekki orðið mikið á- gengt. Sjómenn fóru í verkfall til þess að fá lagfæringu á kaupi og styttri vinnutíma. — Kommúnistar hvöttu mjög til þessa verkfálls og gerðu allt til þess að koma því af stað, en er þeir sáu fram á að verkfall þetta mundi reynast óvinsælt og langt, hikuðu þeir ekki við að svíkjast aftan að sínum fyrri samstarfsmönnum og þau fjelög er þeir stjórna hafa gert sjersamninga við atvinnurek- endur svo sem á Norðfirði og víðar. Vaxandi erfiðleikar atvinnuveganna. Eins og kunnugt er þá hefur síldveiðin fyrir Norðurlandi brugðist enn einu sinni. Erfið- leikar hafa ennþá aukist á sölu fiskafurða og verðið lækkað. Togararnir hafa legið bundnir við bryggju um langan tíma og heyskapur í mörgum sveitum gengið mjög illa. Það er því ekkert að undra þó að erfiðlega horfi nú hjá þjóðinni og engan þjóðhollan mann fýsi að auka á þá erfiðleika. Gerðu flestir sjer líka Ijóst, að almenn verk- föll með haustinu mundu að- eins leiða til vandræða og skapa hjer óviðráðanlega erfiðleika, en það er einmitt það, sem kommúnistar vilja og hugðust síðan, eins og þeirra er vani, að koma ávirðingum sínum yfir á aðra og kenna ríkisstjórninni um það ástand, sem þeir með þessu hefðu skapað. Vildu ekki friðsamlega lausn. Þegar deilan um vísitöluna hófst hjeldu kommúnistar að þeirra stund væri k' 'n. Þeir skoruðu á AlþvðusamLundið að láta kalla san.an ráðstefnu með formönnum allra verk Ivðsfje- 1 'Ianna í laí ;nu, þar sem lögð yrðu á ráð am hvernig haga skyldi baráttunni gegn rikis- valdinu, því að Alþýðusam- bandsstjórninni treystu þeir ekki vegna þess áð hún er skipuð lýðræðissinnum. Vinsamleg afstaða ríkisstjómarinnar. Eins og kunnugt er orsakað- ist deilan um vísitöluna aðal- lega af því að meirihluti kauplagsnefndar vildi láta taka tillit til húsaleigulaga þeirra, er sett voru á síðasta Alþingi, en þau kváðu svo á, að húsaleiga í nýjum húsum skyldi lækka að miklum mun. Komst meirihluti kauplagsnefndar fyrst að þeirri niðurstöðu, að væri að öllu leyti tekið tillit til þeirra laga ætti vísitalan að verða 109 st. Ríkisstjórnin sá þegar að það var ekki sanngjarnt og ákvað með bráðabirgðalögum að hækka vísitöluna upp í 112 st. Við frekari athugun þessa máls, náðist svo samkomulag um að láta þessi lög að engu leyti verka til lækkunar á vísitöl- unni og var þá vísitalan reikn- uð út á ný og kom þá í ljós að hún var 115 st. Þetta samkomulag náðist að- eins vegna þess að ríkisvaldið og launþegasamtökin gerðu sjer ljóst að best væri fyrir alla aðila að leysa þessa deilu á frið- samlegan hátt og forða bæri verkalýðnum og þjóðinni allri frá þeim voða sem allsherjar- vinnustöðvun hlaut að hafa í för með sjer. — Ríkisstjórnm sannaði með þessari afstöðu sinni, að það er á engan hátt vilji hennar að gengið sje á rjett launþega, heldur hið gagn stæða. — Meirihluti kauplags- nefndar sem er skipaður full- trúa atvinnurekenda og fulltrúa hæstarjettar, hlutlausum manni ákveður að fara eftir lögum sem gilda um húsaleigu, en ríkis- 1 stjórnin tekur í taumana og beitir sjer fyrir því að gengið sje að óskum launþegasamtak- anna, sem vissulega fela í sjer nokkra hækkun. Hitt er svo önnur saga sem vert væri að rekja nánar og verður gert. Hverjir voru það er stóðu að setningu þessara húsaleigulaga, sem hingað til hafa sannanlega ekki reynst annað en pappírsplagg vegna þeirra ástæðna sem nú ríkja í þessum málum og hefðu vissu- lega getað valdið launþegum miklum skaða hefðu þau verið látin ná til útreilcnings á vísi- tölunni. í því máli stækkar hlutur kommúnista ekki. Kommúnistar einangraðir. Þegar kommúnistar sjá, að friðsamleg lausn er að fást í þessu máli ærast þeir fyrst al- veg. Þeir sjá þá, að þeirra von um almenn verkföll er úr sög- unni og stór hættulegt fyrir þeirra málstað \ð samið sje um svona hluti af sanngimi og að ríkisvaldið sýni launþegasam- tökunum vinsemd sína í verki með slíkri framkomu. Þeir sjá að þeir standa enn upp einangr- aðir í verkalýðshreyfingunni sem uppvísir skemmdarverka- menn og raddir þeirra hræða aðeins launþega frá þeim, sem best kom fram í Vörubílstjóra- fjelaginu Þrótti, þegar fulltrúi kommúnista stóð einn á fundi þar nýlega og ekki einu sinni hans fylgismenn töldu sjer fært út í forað það er komminn vildi etja fjelaginu út í. Sannir að sök. Þessi framkoma kommúnista ætti að verða launþegum í eitt skipti fyrir öll viðvörun um það, að það er ekki þorandi að trúa kommúnistum fyrir nein- um völdum í verkalýðshreyfing unni. Þeir hafa sýnt það á á- þreifanlegan hátt, að það sem vakir fyrir þeim innan samtak- anna er aðeins það að kljúfa verkalýðssamtökin og rýra kjör almennings, jafnframt sem þeir í stjórnmálum vinna markvist að því að veikja núverandi þjóðskipulag, en 1 þjóna einræðisstefnu þeirri sem nú heldur uppi blóðugum styrj- öldum víða um heim. — Þess vegna verða allir lýðræðissinn aðir launþegar er unna landi sínu og þjóð að sameinast um það að eyða með öllu skemmd- arverkamönnum kommúnista í íslenskri verkalýðshreyfingu og hindra með því að þeim takist að vinna fleiri óhappaverk en þeir hafa þegar uhnið. Þessi barátta er auðveld, áðeins ef allir leggjast á eitt og gera sjer fullkomna grein fyrir hættunni sem felst í starfsemi kommún- ista innan samtakanna. G. - Rafmagnið Framh. af bls. 2. eftir þessa fyrirhuguðu hækk- (un talsvert lægra heldur en , svarar hinni almennu verð- ; hækkun í dýrtíðinni. Þrátt fyr- ir það er engin ástæða til þess að ætla, að tekjur Rafveitunn- ar geti ekki staðið undir þörf- um hennar, með þeim taxta, sem fyrirhugaður er. I RAFMAGNSHITUNIN En vegna þess hve verðlag ið á rafmagninu hefur verið til tölulega lágt samanborið við annað verðlag fyrir ófriðinn, hefur notkun rafmagnsins vax- ið meira en eðlilegt er, einkum til hitunar. Eftirspurnin hefur verið svo mikil að ekki hefur verið hægt að fullnægja henni. Hið lága verðlag á rafmagni til hitunar hefur orðið til þess að flýta fyrir rafmagnsvöntun- inni. Verðið á rafmagni til hitunar var árið 1939 fjórir aurar fynr kilóvattsstundina, en hefur á síðari árum verið 11 aurar. Nú á að hækka kílóvatt- stundina til hitunar upp í 16 aura. Til samanburða-' má geta þess að kolin kostuðu í ársbyrjun árið 1939 40 krónur, í árslokin 50 krónur, en kolatonnið kost- ar nú 310 krónur. Það er að segja verðið á kolatonninu er upp undir það áttfalt á við það sem það var í ársbyrjun árið 1939. Hitun eð rafmagni hæ'.kar aðeins ferfalt verð á við bað sem þá var, segir raf- magnss: óri að lokum. Met í síag’hörpuleik. DOKTMUND — I'irnmtugur Þjóð verji kveðst hafa sett heimsmet með því a* ’eika 150 klukku- stundir á slaghörpu linnulaust. Vegagerð á Frostastaðahálsi. Ur fræðsluferðum Mátt- úrufræðifjelugsins hið ísl. náttúrufræði- , FJELAG hefir í sumar, eins og oft áður, farið í fræðsluferðir til staða, sem merkilegir eru um náttúrufræðileg efni. Eru þessar ferðir einn þáttur í þeirri starfsemi fjelagsins, að veita fólki fræðslu um íslenska náttúrufræði. En aðrir þættir þeirrar starfsemi eru fræðslu- fundir, sem haldnir eru mán- aðarlega, mánuðina október til maí, og útgáfa tímaritsins, Náttúrufræðingurinn. í sumar hafa verið farnar tvær fræðslu ferðir: Sú fyrri inn á Land- mannaafrjett, en hin síðari austur í hlíðar Ilengilsins og á Stokkseyri. Á Landmannaafrjett Ferðin á Landmannaafrjett var farin dagana 15.—17. júlí, og voru þátttakendur 29. Leið- sögumaður var Guðmundur Kjartansson, jarðfræðingur, enda var ferðin sjerstaklega farin til þess að skoða Þjórs- árhraun. Fyrsta daginn var ek- ið að Landmannahelli og gist þar í tjöldum. Var skemmti- legt um að' litast um kvöldið, er 12 tjöld stóðu þar á bakka Helliskvíslar. Morguninn eftir var gengið fyrir austan Loðmund, í áttina til Tungnár og í veg fyrir bíI- ana, en þeir höfðu orðið að krækja út fyrir Lambafitar- hraun og norður fyrir Dyngj- ur. Var síðan keyrt.að Tjörva- felli, en þar telur Guðmundur Kjartansson að sjeu ein af upp- tökum Þjórsárhrauns. — Frá Tjörvafelli var svo haldið að Ljótapolli, en síðan til Land- mannalauga. Á þeirri leið er farið yfir Frostastaðaháls, sem er allbrattur. Vann ferðafólkið þar að vegagerð í 3 klukku- stundir, og var mjög bættur vegurinn upp hálsinn að vestan. Var unnið þarna af miklu kappi. Skiptust menn um að nota verkfærin, 2 haka og 3 skóflur, svo að þau þurftu al- drei að stöðvast. Ekki varð kom ist með bílana alla leið í Laug- arnar, vegna þess að vöxtur var í Jökulkvíslinni. Var því tjald- að fyrir utan kvíslina um kvöld ið og gist þar, en gengið inn í Laugar inorguninn eftir. Þann dag var svo ekið a!la leið til Reykjavíkur. Guðmundur Jónasson, sem alkunnur er fyrir bifreiða- keyrslu um '"ræfi landsiris, lagði til bifreiðarnar tvær og stjórnaði annarri beirra sjálfur. Má segja, að har. hafi lagt ul mikið af veginun !ík- *;ví a. v ða var að ov a' engmn vegur var fyrir, er að var kom- ið, en öllum þótti á eftir, sem vegur hefði verið ágætur þar sem farið var. Veður var gott alla dagana og var ferðafólkið mjög ánægt. Ferðin á Hengilinn. Ferðin á Hengilinn var farin um síðustu helgi, sunnudaginn 3. september. — Þátttakendur voru 21, en leiðsögumaður Trausti Einarsson, prófessor. —- Hlotnáðist ferðafólkinu mikil -fræðsla um jarðsögu Hengilsins og nálægra svæða. Sökum rign- ingar var dvalist skemur á þess- um slóðum en til hafði staðið. Var gengið upp að hverasvæð- inu fyrir ofan Nesjavelli, en þá snúið við og ekið til Stokks- eyrar. í fjörunni við Stokks- eyri var athugaðui þaragróður, en þar var fyrrum sölvatekja góð. Að fjöruferðinni lokinni var haldið til Reykjavíkur. — Þrátt fyrir óhagstætt veður voru allir í besta skapi. Hugsa nú þegar margir með eftirvæntingu til fræðsluferða Náttúrufræðifjelagsins næsta sumar. Afdrað féi af Suð- untesjim! heisnsækir fornar slélir FJELAG Suðurnesjamanna í Reykjavík gekkst fyrir hópferð föstudaginn 4. ágúst s. 1.—fil byggðarlaganna á Suðurnesj- um með aldrað fólk, sem ýmist var þátttak- endur í fjelaginu eða utanfje- lagsfólk, ættað að sunnan og sem dvalið hafði lengi þar syðra, en var flutt burt, ýmist til Reykjavíkur eða Hafnar- fjarðar. Var farið í tveimur stórum langferðabílum og fyrst staðnæmst við trjárækt- arland fjelagsins, svonefndaíi Háabjaila, suðaustur af Voga- stapa, og sýn* testunum. Síra Eiríkr.r Brynjólfsson frá Útskálum var há ’ <>minn þang- að og sýndi fielamnu þá velvild að að fylgiast með í ferðinni suö'ur. Var næst. ekið suður í Grindavík, svo út að Stað og bá austur í Þm-'-Ktlustaðahverfi, og skoðað si,T rm á öllum-þess- um stöðum N~"‘ var ekið suð- ur í Hafnir o" ’'t;^ á það mark- verðasta þa- an var fa í barnaskól?” A tekið upp og veitt öl’ - 'nun. — - Að .'íiltíð lokini -’v dið á st »r. bls. 12. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.