Morgunblaðið - 12.10.1950, Page 8

Morgunblaðið - 12.10.1950, Page 8
8 MORGVNBLAÐIÐ Fimxníudaguv 12. okt. 1950 Víkverji skrifar: ÚR DAGLEGA L'* 'NU Útg.: H.f. Árvákur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgSaxm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbök Hinn sanni friðarvilji LESENDUR Morgunblaðsins hafa nú átt þess kost að kynn- £st þeim boðskap dr. Fishers, erkibiskups af Kantaraborg, sem varð þess valdandi að erkidjákni Kominformklíkunnar á íslandi, skáldið í Gljúfrasteini, kallaði hann „fulltrúa sat- ans“ og „útsendara djöfulsins“ ásamt fl. svipuðum nöfnum. Og hvað hefur friðelskandi fólk á íslandi sjeð í þessu brjefi hins breska kirkjuleiðtoga til rússnesku kirkjunnar? Það hefur heyrt rödd manns, sem af heilum hug ann friði og rjettlæti og berst gegn styrjöldum og hverskonar ofbeldi. En dr. Fisher er það Ijóst eins og öllum raunsæjum og vakandi mönnum að friður og öryggi verður hvorki tryggt með því að banna einhverja eina tegund vopna nje heldur með hinu að aðeins einstakar þjóðir eða þjóðasamsteypur afvopnist. Til þess að tryggja friðinn þarf meira að koma til. Það þarf allsherjarsamkomulag þjóðanna um að bann- lýsa styrjaldir og vígbúnað sem leið til þess að útkljá deilur sín I milli. r Um bann við notkun atomsprengjunnar sjerstaklega vitn- ar dr. Fisher til samþykktar biskupafundar anglíkönsku kirkjimnar. Sú samþykkt er á þessa leið: „Fundurinn leggur áherslu á að ströngu alþjóðaeftirliti verði komið á með notkun kjarnorkunnar til þess að koma í veg fyrir að hún verði notuð í hernaði.“ m Síðan segir erkibiskupinn í brjefi sínu til hinna rússnesku kirkjuleiðtoga: „Af þessu hljótið þjer að sjá, að skoðun ensku biskupanna er alveg í samræmi við óskir yðar um að hindra notkun kjamorkuvopna. Við hljótum allir að vona það fastlega að þau verði aldrei notuð. En jafnframt held jeg að það sje hvorki rjett nje skynsamlegt að leggja til að atomsprengjan verði bönnuð skilyrðislaust. Þeir, sem styðja slíkar tillögur skulu ekki halda að þeir einir berjist fyrir friðnum. Ensku biskuparnir sögðu rjettilega, að koma yrði á ströngu alþjóða- eftirliti til að hindra notkun kjarnorkunnar í ófriði. En gagnkvæmt traust verður að koma á undan banninu, ef það á að hrífa* Samkomulag um alþjóðaeftirlit er nauð- synlegur vottur um það traust. Auk þess tekur þessi tillaga um atomvopn aðeins eitt atriði þessa vandamáls til með- ferðar. Hún fjallar aðeins um eitt vopn, sem hægt er að nota til fjöldamorða. Sum hinna, sem ekki er getið, eru ennþá hættulegri heldur en atomsprengjan. Öllum þessum vopnum ber að útrýma úr siðuðum þjóðfjelögum. Og stríð- unum ber að útrýma líka. Stórir herir, voldugur floti og flugher —- allt er þetta eins óeðlilegt í siðaðra manna sam- fjelagi og atombomban. En það er andleg lækning, sem heimurinn þarfnast. Hún þarf að koma svo að hægt sje að skapa traust. í fullri alvöru verðum við því að biðja um það, að nú verði tekin fyrstu skrefin í þá átt að gagnkvæmt traust skapist. En um kjamorkuvandamálið er ekki hægt að f jalla eitt út af fyrir sig. Það er aðeins einn þáttur í því vand- ræðaástandi, sem hefur valdið því, að allar tilraunir til sam- komulags í alþjóðamálum hafa farið út um þúfur.“ Síðan ræðir erkibiskupinn sjerstaklega um hið svokalláða Stokkhólmsávarp kommúnista og segir að ýmiskonar friðar- yfirlýsingar hafi síðustu tvo áratugi komið fram. Um þær kemst hann m. a. þannig að orði: „En því miður hafa þær verið liður í pólitískum áróðri og ber að harma það. Sem dæmi vil jeg upplýsa yður um það, að friðarhreyfingin hlaut öflugan stuðning frá Þýskalandi Hitl- ers í þeirri von að hún myndi hvetja til friðsamlegrar afstöðu Bretlands og þannig veita Hitler og kumpánum hans frjálsar hendur í Evrópu. Það eru einnig nokkrar líkur til þess að Stokkhólmsávarpið verði notað af sumum í pólitískum til- gangi og þess vegna hefur mjer fundist skylt að vara prestana við því að binda trúss við það. En ólíkar skoðanir okkar um þessi atriði, sem mjer virðast helst tilheyra hinu pólitíska sviði, ættu ekki að þurfa að hafa nein áhrif á okkar sam- eiginlegu óskir um frið, sem við þráum af öllu hjarta.“ ' í þessum ummælum felst hinn sanni friðarvilji En þegar kommúnistar heyra þau æpa þeir að þar sje „fulltrúi satans“ tog „útsendari djöfulsins á ferðf<!!! UMBÚÐALAtS SVARTIDAUÐI ÁFENGISVERSLUN RÍKISINS hefir í sínum erfiðleikum tilkynnt, að um hríð íái enginn afgreidda áfengisflösku nema að hann komi með gler með sjer og leggi inn á móti fullri flösku, sem hann kynni að kaupa. Og þetta eru ekki lítil tíðindi, ef dæma á eftir þeim látum sem út af þessu hafa spunn- ist. Á meðan við verðum að taka við alsber- um vínarbrauðum og fáum ekki skyrslettu nema að koma með ílát, er eins og heimurinn sje að forgangast vegna hins umbúðalausa svartadauða. • STENDUR SKAMMA HRÍÐ MENN SEGJA: — í sumar var það haft að leik í Tívoli, að brjóta flöskur. ■— Fyrir nokkr- um árum var ekki hægt að losna við tóma flösku norður á Akureyri, nema að henda henni á haug. Flöskur vildi enginn hirða, hvað þá að borga fyrir vegna þess að það svaraði ekki kostnaði, að senda þær suður. Hefði ekki Afengisversluninni verið nær þá, að hirða þessar tómu flöskur og geta nú selt viðskiftavinumi sínum það vín, sem þeir biðja um, án þess að heimta að þeir komi með um- búðir. • ÁKAVÍTIÐ, SEM HVARF í GÆRMORGUN færði jeg þetta í tal við Guð- brand Magnússon forstjóra Áfengisverslunar- innar. Honum þótti þetta mesta alvörumál, en jeg gat ekki að mjer gert, að jeg sletti í góm í kæruleysi. — Heldur þú, að við höfum gert það að gamni okkar, að hætta að hafa ákavíti á boð- stólum? sagði Guðbrandur. Nei, ekki var það trúlegt. „Og við áttum eftir einar 200 flöskur af svartadauða“, bætti hann við. „En eftir hálf- an mánuð fáum við flöskusendingu og þá er þessu ástandi lokið“. Nú, jæja, það verður þá eitthvað annað til . að tala um. • JEG Á GLER — VILTU SPLÆSA? ÞRÁTT FYRIR alvöru Guðbrandar forstjóra og vein og væl manna út af þessum flösku- skorti, verð jeg að segja, að mjer finnst þetta ekki neitt stórmál,, sem gerandi sje veður út af, þótt þetta mikið hafi verið skrifað um það hjer. Og að lokum langar mig til að segja sögu, sem gengur í bænum um þessar mundir. En hún er á þessa leið. Rónar bæjarins ganga með fulla vasa af tómum flöskum og hanga fyrir framan Nýborg daglangt. Þeir segja er þeir sjá mann á leið inn í Áfengisverslun: „Jeg á tómt gler — viltu splæsa?" En eftir nokkra daga verður þessi „glæpur“ frá þeim tekinn. AFREKSMERKIÐ KOMIÐ EITT AF áhugamáiunum, sem barist var fyrir í þessum dálkum árum saman var, að stofnað yrði afreksmerki lýðveldisins íslenska, sem væri notað til að sæma menn fyrir vel unnin störf í þjóðfjelaginu. Var á sínum tíma bent á að Fálkaorðan væri það mikið heiðursmerki, ■ að ekki væri hægt að sæma með veitingu henn ar alla sem sýna bæri einhverja viðurkenningu. - Nú er afreksmerkið komið og er bundið við. það, að það verði eingöngu fyrir þá menn, sem bjarga náunga sínum úr lífsháska og setja sjálfa sig í hættu við björgunarstarfið. Þetta er gott og blessað og raunar virðingar- vert. — • TEKUR ÞVÍ EKKI AÐ BJARGA ÚTLENDINGI EN MENN hafa að vonum hnotið um það fyrir- mæli í reglugerðinni um heiðursmerkið, að það fáist ekki nema, að menn bjargi íslendingi úr lífsháska. Gárungarnir eru því að henda því á milli -sín, að það borgi sig ekki að bjarga útlendum mönnum úr lífsháska. Því að það fáist engin viðurkenning fyrir það. • EKKERT EFNI f NÆRFÖT, EN EFTIRSPURNIN MIKIL FORSTJÓRI verksmiðjunnar Amaro fullyrðir, að ekki vanti eftirspurn eftir nærfötum meS löngum skálmum og ermum, sem jeg var að grínast með hjer í dálkunum á dögunum. En hitt segir hann, að þrátt fyrir að verksmiðja hans hafi aflað sjer bestu vjela til framleiðslu á þessum innra fatnaði, þá fáist bara ekki efnið í hann. — Víða er pottur broíínn, eins og þar stendur. Hungurdauði vofir yfir tíu milljónum Kínverju 25,000 flóttamenn komnir lil Shanghai Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. HONG KONG — Yfir 20.000 flóttamenn eru komnir til Shang- hai, en ýmislegt bendir til þess, að nú sjeu hafnir einhverjir mestu mannflutningarnir í sögu Kínaveldis. FLÓÐ OG HUNGUR f----------------- Fjárlagaræðan 1 á fðstudag :1 Á MORGUN kl. 1 e. h. hefst fyrsta umræða fjárlaga á Al- þingi. Flytur fjármálaráðh, þá framsöguræðu sína en hver flokkur hefur hálftíma ræðu- tíma að henni lokinni. — Að lokum mun ráðherrann gera stutta athugasemd. Síðan verð ur umræðunni frestað og frv. vísað til fjárveitinganefndar. Umræðunni verður útvarpað. Óslitinn straumur kínverskra| flóttamanna liggur^ suðurátt, frá flóða- og sultarsvæðimum í hjeruðunum Kiangsu og An- hwei, þar sem áætlað er, að hungurdauði vofi yfir um tíu milljónum manna. Auk þeirra, sem nú eru komn ir til Shanghai, er talið, að um 25.000 flóttamenn sjeu í Pukow á norðurbakka Yangtsefljóts andspænis Nanking, 20.000 í suðurhluta Kiangsu og 15.000 í Suður-Anhwei. Grunur um skemmdarverk á sænskum flupfelum j ■■ Oryggislögreglan hóf rannsókn í gær ! Einkaskeyti til Mbl. frá NTB STOKKHÓLMUR, 11. október — Sænska öryggislögreglan hóf í dag rannsókn á því, hvort endurteknar vjelbilanir í flugvjel- um sænska flughersins geti átt rót sína að rekja til skemmdar- ATVINNULEYSI verka. Koma flóttamannanna til Shanghai hefur aukið á vand- ræði borgaryfirvaldanna, sem auk þess verða að sjá um hálfri milljón atvinnuleysingja far- borða. Einræðismenn bannaðír OSLO — Norskir sjómenn sam þykktu fyrir skömmu að banna kommúnistum, nasistum og fasistum að gegna trúnaðar- störfum f fjelagi sínu. — Eeuter. EINN LJET LÍFIÐ Fjórar grunsamlegar bilanir hafa orðið síðastliðnar átta vik- ur á flugvelli í Mið-Svíþjóð. I þrjú skiptin urðu herflugmenn- irnir að nauðlenda, eftir að vjelar flugvjela þeirra höfðu allt í einu stöðvast. í fjórða skiptið stöðvuðust hreyflar sprengjuflugvjelar, er hún var að hefja sig til flugs. Einn herflugmannanna, sem neyddist til að nauðlenda flug- vjel sinni, ljet lífið. Örlítil járnstykki fundust í vjelinni á flugvjel hans. Versluitamóræður í Delhi I DEL.HI, 11. okt. — Verslunar- viðræður standa nú yfir hjer í borg milli indversku yfirvald- anna og vestur-þýskrar sendi-i nefndar. Þetta er í fyrsta skipti í meir en tíu ár, sem opinberir þýskir fulltrúar koma til Ind- lands, — Reuter.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.