Morgunblaðið - 26.10.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 26.10.1950, Blaðsíða 8
8 MORGVNBLAÐIÐ iimtudagur 26. okt. 1950. Útg.: H.í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Askriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Eru allsstaðar til skammar KOMMlJNISTAR eru alls staðar til skammar. Á Alþingi gerðist sá einstæði atburður í fyrradag að forseti Sameinaðs þings varð að víta einn af þingmönnum þeirra, ritstjóra Þjóðviljans, fyrir ósæmilegt orðbragð í nefndaráliti um þingsályktunartillögu um friðun rjúpu. Jafnvel í umræðum og skrifum um ópólitískt smámál geta þessir sóðar ekki leynt oþverraeðli sínu. Einnig þar verða þeir að sletta um sig auri og óhreinindum. í öllum lýðræðislöndum er nú svo komið að litið er á komm únista sem sneydda öllu velsæmi, menn, sem einskis svífist til þess að vinna skemmdarverk gagnvart þjóðfjelögum sín- um. Engum frjálslyndum mönnum kemur annað í hug en að kommúnistar vinni markvíst að því að grafa undan almenn- um mannrjettindum og koma á algeru einræði og ofbeldi. Þetta er hið almenna viðhorf gagnvart erindrekum Kom- inform. Enda þótt við íslendingar höfum sömu reynslu af þessum hóp manna og aðrar lýðræðisþjóðir, brqétur nokkuð á að almenningur hafi gert sjer ljós vinnubrögð þeirra. ís- lendingar, sem lifa í fámenni, þar sem hver þekkir annan, eiga bágt með að trúa því að meðal þeirra sjeu til menn með slíku hugarfari. Þeir vilja í lengstu lög komast hjá að trúa því á nokkra landa sína að þeir gangi méð rýtinginn í erm- inni reiðubúnir til þpss að vinna hverskonar fólskuverk gagnvart sjálfstæði lands þeirra og persónulegu öryggi ein- staklinganna. Engir menn eru jafn oft með frelsi og sjálfstæði íslands á vörunum og kommúnistar. Ritstjóri „Þjóðviljans“ getur ekki einu sinni skrifað nefndarálit um friðun fugla án þess að lýsa yfir trúnaði sínum og klíkubræðra sinna við það. En um leið verður hann að bregða öllum öðrum um þjóð- svik og „landsölu". Þannig verður allt svart í munni þessa lótlausa lýðs, jafnvel rjúpan í sínum .hvíta vetrarbúningi. Með „friðardúfuna í fararbroddi! ti í ÞANN mund, sem samtök hinna Sameinuðu þjóða eru að þinda endi á ofbeldi kommúnista og hermdarverk í Kóreu beina þeir „friðardúfu“ sinni í aðra átt. Nú er ráðist inn í háfjallalandið Tíbet til þess að „frelsa“ það undan oki „heims- kapítalismans“!! Engum dylst að kommúnistar eru með þessari nýju of- beldisárás að breiða yfir hrakfarir sínar í Kóreu. Þeim er Ijós hinn geysilegi álitshnekkir, sem stefna þeirra hefur beðið við Kóreuævintýrið. Þann álitshnekki treysta þeir sjer ekki til þess að vinna upp nema með nýrri styrjöld og nýju cfbeldi. Þannig leiðir ein ofbeldisárásin aðra af sjer. í þetta skiptið er það ekki þátttökuríki Sameinuðu þjóðanna, sem á er ráðist. Til þess treysta kommúnistar sjer ekki í bili. Þeir hafa sjeð að hin ungu friðarsamtök mannkynsins eru öflugri og ákveðnari í að verja heimsfriðinn og frelsi þjóðanna en þeir gerðu sjer í hugarlund. Þess vegna hika þeir í bili við að fremja nýtt ofbeldi gagnvart meðlimum þeirra. En eng- inn veit, hvenær hin alþjóðlegu skemmdaröfl kommúnism- ans telja sig orðin nægilega öflug til þess að bjóða Sameinuðu þjóðunum byrgin. Þess vegna byggist heimsfriðurinn fyrst og fremst á því að hinar frjálsu þjóðir treysti varnir sínar og sjeu sem best viðbúnar að verja lönd sín og mahnrjett- indi. Sú staðhæfing Winstons Churchills og fleiri mikilhæfustu og framsýnustu stjórnmálamanna heimsins, að yfirburðir vestrænu þjóðanna í framleiðslu kjarnorkuvopna, sjeu aðal- þröskuldurinn í vegi útþenslustefnu kommúnista, sannast því betur með hverjum mánuðinum, sem líður. Áróður þeirra gegn kjarnorkuvopnunum sprettur fyrst og fremst af þessu. Engum heilvita manni kemur til hugar að hann spretti af friðarást eða mannúð, enda fögnuðu kommúnistar því ákaf- lega er atomsprengjunum var varpað á Hirosima og Naga- sagi á sínum tíma. vih«iiM« |-|.R DAGLEGA lífinu GLÁMSKVGN BIFREIÐ AST J ÓRI STARFSMAÐUR rannsóknarlögreglunnar hefir látið hafa það eftir sjer opirtberlega, að at- vinnubílstjóri einn hjer í bænunr h'öfi lent 11 sinnum í árekstrum og bifreiðaslysum á nokkr um misserum. Hitt fylgir þó ekki frjettinni, sem virðist vera mest um vert, en það er, hvort þessi glámskygni ökumaður heldur fullum rjettindum og þar með sjeu líkur auknar fyrir því, að hann eigi eftir að bæta met sitt. Og meðan annað verður ekki upplýst, má gera ráð fyrir, að þessi maður aki bifreið sinni um göfur borgarinnar og þjóðvegi landsins með farþega — og ekkert sje við því amast. EINSTAKT UMBURÐALYNDI FYRIR nokkrum árum bjó lærdómsmaður hjer í bænum. Sómamaður í hvívetna. Hann er nú dáinn, blessuð sje minning hans. — Þessi mað- ur keypti sjer einu.sinni hjólhest til að flýta ferðum iínum um borgina. En vegna þess, hve hann vár utan við sig, varð honum á æ ofan í æ, að reka hjólhest sinn á menn jafnt sem dauða hluti. Er svo hafði gengið um hríð var sagt, að lögreglan hefði bannað honum að nota hjól- hestinn og að hann hafi hlýtt því. En nú virðist lögreglan hafa meira umburð- arlyndi, ef atvinnubifreiðastjóra, sem er sá endemis klaufi, sem lýst er, líðst að stofna lífi sínu og farþega sinna í hættu, eftir sem áður. ERU ENGIN TAKMÖRK? HALDGÓÐ eru þau rjettindi, sem bifreiða- stjórar fá með ökuskírteini sínu, ef þeir geta ár eftir ár haldið þeim, þótt þeir hafi sýnt sig ófæra til að stjórna vagni. Gildir kannski það sama um skipstjóra, flug- menn og aðra. Getur skipstjóri strandað skipi sínu, rekist á önnur skíp, eins lengi og honum þóknast, og haldið fullum rjettindum. — Hafa flugmenn sömu rjettindi? Eru engin takmörk sett, fyr en stjórnendu farartækja hafa drepið sjálfa sig, eða aðra? • SKIPSTJÓRAR — FORMENN, KARLAR HJER áður fyr voru stjórendur fiskiskipa hjer á landi nefndir formenn og þótti virðuleg staða sem hún og er enn þann dag í dag. En nú heita formenn ekki lengur formenn heldur skipstjórar, þótt ekki stjórni þeir nema smá hornum og sæki á grunnmið ein. Af þessu leiðir, að skipstjórar á hinum stærri skipum nefnast skipherrar og fer nú að verða vandi .?ð finna enn hærra stig, nema að gripið verði til þess, að kalla skipstjóra á hinum stærstu skip- um skipdrotna, — konga eða keisara. En það broslega við þetta er, að þegar komið er til sjós, heita allir þessir herrar bara „karl- inn“ á máli sjómannanna sjálfra. • HROKAGIKKIR LESANDI á Akranesi skrífar hugnæman pist- il um hrokagikki þjóðfjelagsins/ en það eru að hans dómi fiestir menn, sem komast í eina eða aðra yfirráðastöðu. Telur höfundur hugvekj- unnar, að þetta sje blátt áfram að verða tíska. Þeir, sem telja sig yfir aðra menn settir, á ein- hverju sviði, haldi að þeir geti leyft sjer hof- móð. — Því miður mun þetta vera gömul tíska og landlæg, sem Akurnesingurinn talar um. — Og því ver verður að segja sem er, að fleiri og fleiri virðast aðhyllast þessa tísku nú á dög- um. En það stafar kannski af því, að nú eru fleiri „yfirmenn“ en áður var. • FRUMLEGUR STAÐGEN GILL I BIÐRÖÐ EF TIL VILL verða eftirstríðsárin, sem nú eru að. líða, einhverntíma kölluð ár hinna löngu biðraða í sögubókum. En biðraðafarganið hefir sínar björtu hliðar, þegar og þar sem kímnigáf- an fær að njóta sín. Frá Patreksfirði kemur t.d. þessi saga: „Ein verslun í kauptúninu auglýsti að næsta dag kl. 1 f. h. yrðu seld kjólaefni o. fl. Jeg átti leið fram hjá henni um kl. 11,30 kvöldið áður en slagurinn skyldi standa, og rak augun í hvítan seðil með einhverri áletrun, er fest var við kústskaft með tveimur teiknibólum og við dyrakarminn með öðrum tveim, en skaftið stóð upp á endann. Á spjaldið var skrifað eftirfar- andi: „Jeg vona að „kústskaft“ þetta fái að njóta sömu fríðinda og aðrir þeir sem hjer eiga eftir að bíða, og verði látið óáreitt þar til jeg leysi það af hólmi", Undirskrift eiganda fylgdi síðan“. Markmid S. S*. er að koma aivopnun í kring Haidlaust að banna eitthvert einstakt vopn Úr ræðu Trumans t allsherjarþingi S. Þ. í gær Einkaskeyti til Mbl. frá Reuter. LAKE SUCCESS, 24. okt. — Truman, Bandaríkjaforseti, ávarp- aði allsherjarþing S. Þ. í dag í þriðja sinn. Forsetinn komst svo að orði m. a.: „Bandaríkin mundu ekkert kjósa frekar en af- vopnun. Það er sama stefna og flestar þjóðir mundu fylkja sjer um. Það er sú leið, sem S. Þ. hafa leitast við að þræða frá upphafi vega. Tvær nefndir S. Þ. hafa unn- ið að afvopnunarmálunum í hjer um bil 5 ár. Önnur nefndin fjallaði um takmörkun kjarn- orkusprengjunnar, en hin um takmörkun alls herafla og vopnaframleiðslu. — Þessum nefndum hefir ekki lánast að koma á samkomulagi með stór- veldunum í þessum efnum. Eigi að síður hafa nefndirnar leitt athygli allra þjóða að þremur grundvallaratriðum sem raun- góð afvopnun hlýtur að verða reist á. VERÐUR AÐ TAKA TIL ALLRA VOPNA Þau eru: Áætlun um afvopn- un verður að taka til alíra vopna. Það er ékki nóg að taka eina tegund þeirra út af fyrir sig. Kóreudeilan sannar á hræði legan hátt, að árá.s hefir hræði- lega tortímingu í för með sjer, hvaða vopnum, sem beití er. ALLIR SEM EINN í öðru lagi verður afvopn- unin að styðjast við samkomu- lag, sem eining ríkir um. Það er ekki nóg að meirihlutinn sje áætluninni fylgjandi. Afvopn- unaráætlun væri út í bláinn, ef öll ríki, sem her hafa, standa ekki að henni. Einhliða afvopn- un er sama og bjóða hættunni heim. TRYGGJA ÞARF EFNDIRNAR í þriðja lagi verður áætlunin að vera raunhæf. Það er ekki nóg að lofa, ef engin trygging er fyrir efndunum. Þetta eru einfaldav reglur. Afvopnun væri kleif, ef að þeim væri farið. EKKI MÁ GEFAST UPP Vilji heimsins til að varð- veita friðinn er of sterkur til að við megum hætta tilraunum okkar til afvopnunar. Við verð- um að gefa gaum öllu því, sem orðið getur til að gera þetta hlutvark S. Þ. \að veruleika.“ „Hekla" iekur nú 67 farþega í sæti SKYMASTERFLUGVJEL Loft- leiða, „Hekla“ var send vestur til Kaliforníu í sumar til^ end- urbyggingar og átti að gera miklar breytingar á vjelinni. Þessum breytingum er nú lokið, eða senn lokið. Hafa ver- ið settir nýir vængir á „Heklu'* og eru bensíngeymar vjelarinn- ar núí vængjunum eins og í öll- um nýrri gerðum af skymaster- vjelunum. Þá hefur farpega- rými verið breytt þannig að „Hekla“ tekur nú 67 farþega í sæti í einu í stað 38—40 áður. Þegar „Hekla“ fór til við- gerðar var hún um leið leigð amerísku flugfjelagi, „Seaboard and Westem“ til eins árs gegn því, að þetta fjelag annaðist að mestu breytingar og endurbygg ingu vjelarinnar. Þegar Geysir fórst var talað um að reyna að fá fjelagið til að leysa Loftleiðir frá leig- unni, en ekki er vitað hvort það hefur verið reynt, eða tekist, þar sem mikill skortur er nú á stórum farþegaflugvjelum £ heiminum.______________ Þýskur frjettamaður til Kóreu FRANKFURT — Þýskur frjetta- maður er nú kominn til Kóreu. Hann er fyrsti Þjóðverjinn, sem fær að ferðast til vígstöðvanna þarna, til þess að skrifa fyris; blöð í Þýskalandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.