Morgunblaðið - 26.10.1950, Síða 14

Morgunblaðið - 26.10.1950, Síða 14
14 MORGVNBLAÐIÐ Fimtudagur 26. okt. 1950, Framhaldssagan 72 nillllllllllHIIIIIHMIIIMIIHIIIIilllllllllilMlIUM niiiiuiiiiuiiiiuiuiiiijiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin: FRÚ MIKE Effir Nancy og Benedict Freedman rneð hann og setti hann í fanga- búrið. Jeg fór að sjá hann og sagði: .,Jeg er ekki stelputuska, ckki Indíáni." Jeg segi honum frá barninu hans. Hann settist við rimlana og segir: „Það er allt í lagi með þig. Stjórnin greiðir 50 dollara á ári með börn um sem enginn karlmaður á. Þú sjerð. að jeg geri þig auðuga konu.“ Hann reigir höfuðið og hlær. Hlær að mjer, en jeg er engin stelputuska. Jeg var með hnífinn minn við belti mitt, jeg tók hann og stakk, stakk eins og jeg gerði, þegar jeg lógaði svín inu mínu í fyrra með því að fítinga í hálsinn á því. Rauð blóðbuna fossaði út um munninn hans, munninn sem ennþá hló, — hló að mjer. Jeg fór heim og drakk dökka lyfið og varð mik- ið veik. Barnið mitt dó, það er dautt, dautt, dautt.“ Hún söng þetta eins og vögguvísu yfir harninu mínu. „Cardinal1 segir Mike. „Cardinal" át hún eftir hon- um og spýtti. Oh-Be-Joyful leit á Mike leiftr andi augum. „Bíddu“ sagði hann. „Það get ur verið að hún hafi ímyndað sjer þetta. Hvar fjekkstu hníf- i.nn?“ spurði hann hana. „Hnífinn?" Hún mundi nú ekki lengur það sem hún hafði sagt okkur. Mike sagði: „Þú ert ekki stelputuska. Hann hló að þjer. Þú stakst hnífnum í háls hon- ura. Hvar fjekkstu hnífinn? Hugsaðu þig um. Hvar f jekkstu hnífinn?“ „Hnífinn minn?“ sagði hún, „jeg á hann“. „Jonathan Forquet hjó eldi- Við fyrir þig í vetur.“ „Hann á hann ekki“. Hún fór að gráta. „Hann gaf mjer hann. Hann sagði að jeg mætti eiga hann.“ ,"já“ sagði Mike. „Þú mátt eiga hann. Ef þú lætur míg hafa barnið, máttu eiga hann.“ „Eiga hann alltaf?“ spurði hún. „Alltaf“. Hún rjetti honum barnið. 21. kafli. Það var um uppskerutímann. Indíánamir voru að undirbúa mikla hátíð. og jeg hafði fallist á að vera með í matvælanefnd inni. Alla síðustu viku höfðu streymt til mín Indíánar úr öll- um nágrannaþorpunum. Þeir komu í þeim tilgangi að biðja mig að skrifa nöfn þeirra niður, sém þátttakendur í matvæla- hátíðinni. Á eftir nafninu var skrifað, hvað hver ætláði að leggja fram: hálft dádýr, heilt dádýr, tveir bjórar, eða kannski sjö kanínur. En þar sem allar þessar skepnur voru enn óveidd ar, var erfitt um það að segja, hvað á boðstólum yrði á háhíð- ínni. Bömin höfðu dögum saman safnað saman eldiviði og honum hafði nú verið vandlega raðað undir stóra jámpotta, sem hengdir voru á grindur, er kom ið hafði verið upp í rjóðri nokkru. Matvælin tóku nú að streyma ið bóka, að hann mundi koma með brúnan björn, kom með tvær endur og fiskkippu. Strong Bow, sem ætlaði að koma með elgsdýr, kom og sagði langa sögu og lagði fram ungan broddgölt. En mjér stóð á sama, þótt ekki stæðist það sem þeir höfðu áður sagt, svo lengi sem matvælin hjeldu áfram að berast. Konurnar komu rjett fyrir hádegi og því sem þá hafði borist var skipt á milli þeirra til fláningar. Þetta kvöld tók jeg fram gaupuskinn, sem bryddað var með rauða silkiflauelinu. Það hafði Mike gefið mjer, daginn sem Ralph fæddist. Jeg átti eng an ættingja sem Ralph hjet og svo var einnig um Mike. — Við gáfum honum þetta nafn, vegna þess að okkur fannst það báðum fallegt nafn. Jeg tók einnig fram hvítu gæruna sem Mustagan hafði gef ið mjer þegar við fórum frá Hudson Hope. Svo kallaði jeg á Oh-Be-Joyful. „Viltu vera í þessu á morg- un?“ Hún brosti og hristi höfuðið. „En sjáðu,“ sagði jeg. „Það er mátulega stórt fyrir þig“. Hún renndi fingrunum um skinnið. „Mátaðu það“ sagði jeg. Hún hristi höfuðið. „Jeg býst ekki við að jeg fari.“ „Jeg hjelt jeg ætti að vera heima hjá börnunum“, sagði hún. „Þú getur ekki verið heima hjá þeim, því þau fara líka. Auk þess væri leiðinlegt ef þú misstir af leikjunum og hátíða- höldunum og dansinum á eftir. Það verður áreiðanlega skemmti legt.“ Hún sagði ekkert. Jeg ljest ekki gefa því neinn gaum. „Mátaðu það“ sagði jeg aftur hvetjandi. Hún gerði það treglega en ljet sjer á sama standa. En þegar hún sá sjálfa sig í speglinum sem móðir mín hafði sent mjer, kom roði í kinnar hennar. Henni fóru þessi hvítu skinnskartklæði mjög vel. Hún andvarpaði von- leysislega og gekk frá speglin- um. Jeg velti þessu fyrir mjer, eins og jeg hafði furðað mig á þessu þegar Jonathan var lát- inn laus, hvað eiginlega hefði komið upp á milli þeirra. Með- an hann var í fangelsinu hafði hún verið hjá honum hverja stund sem hún þurfti ekki að gera eitthvað fyrir mig, en síð- an hann var látinn laus hafði hún naumast sjeð hann. Einu sinn hafði hann komið að hús- inu með sendingu til Mike, en þá lokaði hún sig inni í herbergi sínu. 1 annað skipti kom hann til að láta vita af vísundahjörð, sem hann hafði sjeð í nágrenn- inu. Hann horfði lengi á her- bergisdymar hennar, en opnaði þær ekki. Oh-Ben-Joyful fór úr skart- klæðunum, braut þau vandlega saman og lagði þau á rúmið. „Hafðu þau með þjer í her- bergið þitt“, sagði jeg. „Þakka þjer fyrir“ sagði hún. „Þau eru svo falleg“. Jeg teygði mig undir rúmið og dró fram inniskóna hans Mike. „Jeg geri ráð fyrir, að Jónathan verði við hátíðahöld- in“, sagði jeg. „Jeg veit það ekki‘, svaraði hún. „Hvað hefur komið fyrir“, spurði jeg. Hún sat áhyggjufull á svip á rúmstokknum. „Á sumrin standa dádýrin klukkustundum saman út í ánni. Hvers vegna,“ „Hvað?“ spurði jeg dálítið óþolinmóð yfir þessari óbeinu röksemdarfærslu sem allir Indíánar beittu. I „Hugsaðu þjer áhrifin sem hann hefur orðið fyrir, er hann sat allt sumarið í fangabúrinu, en gat ekki farið frjáls sinna ferða um skóginn, eins og hon- úm er nauðsynlegt1. „Já, það er erfitt að kynnast Jonathan“, sagði ég. „Erfitt að skilja ýmsar hans gerðir. Hann lifir samkvæmt lögum, sem hann hefur sjálfur sett sjer. Auðvitað vildi hann ekki segja Mike að hann hafði gefið frú Marlin hnífinn, vegna þess að hann vildi ekki að henni yrði hegnt. Hann hjelt að hún yrði sett í fangelsi eða þá að hún hlyti dauðarefsingu. Og það var ekki hægt að koma honum í skilning um þetta, vegna þess að hann hafði aldrei sjeð spítala Hann skildi ekki, að hún myndi verða send þangað og þar yrði henni hjúkrað.* Oh-Be-Joylful hristi höfuðið óþolinmóð. „Þú skildir hvernig það var með hnífinn. En Mike undirforingi sagði við Jonathan „Segðu að þú hefir ekki gert það, og þá ertu frjáls þinna ferða.“ „Hann er bara svolítið þrár, það er allt og sumt.“ Mike vildi fá að vita hvað Jonathan hafði gert og hvar hann hafði verið þetta kvöld, en hann kaus frek ar að þegja og varð því að fara í fangelsið. Það kann ef til vill að virðast dálítið ósanngjamt“, viðurkendi jeg, „en þetta er svo líkt Jonathan". Oh-Be-Joyful virtist tala við sjálfa sig. ,Jeg hjelt að hann hefði myrt Cardinal. Jonathan hann las hugsanir mínar. Og það er þess vegna, sem hann segir ekkert, og þessvegna fór hann í fangelsið.“ „Jeg skil þetta ekki ennþá“. ..Hann vildi ekkert segja. Jeg fæst ekki við menn sem eru í fangahúsi, laða þá ekki að rim- unum með smeðjulegu tali og jeg drep ekki menn með hníf, sem ekki hafa hníf til að verja sig með“ — þetta vildi hann ekki segja. Hann vildi, að jeg vissi hvað hann hugsaði. En þá gerði ieg það ekki. Jeg veit bara að Cardinal er óvinur hans. Jeg .veit að Jonathan átti hnífinn, sem var í hálsi Cardinals, en jeg veit líka að Jonathan er reiður við mie. og beirri reiði gleymir hann aldrei.“ Nú fór jev að skilia hug Jonathans, skilia hina óbeinu rás hugsana hans. Hugmynd hans um ást virtist vera sú. að stúlkan hans ætti að skilia hann. Hann taldi sig e^k? burfa að skýra henni frá tilftnnfnmim sínum, heldur átti ga^nkvæmur skilningur að ríkia milli þeirra. Það sem hann hafði gert og það sem hann mundi nera, átti hún að vita um iafnvel og hún bekkti andlit hans. Hún átti að vitn sð hann mundi ganga af Cardmal dauðum, en hún átti að v’ta að hann mundi aldrei mvrða bann á Ivmskufullan hátt Jonathan skvrði henni ekki frá neinu. af því að honum fannst mM&tsbtöb Hákon Hákonarson gerist sjómaður HJER HEFST ný saga, sem er eftir norska skáldið Falk-Ytter. Hún segir frá hraustum strák, er lendir I mörgum æfintýrum og svaðilförum. Fylgist með ferli Hákonar frá upphafi. Nú byrjar hann sjálfur að segja frá; % Hákon Hákonarson heiti jegf og það hefir elsti sonurinn í fjölskyldunni minni heitið í marga, marga ættliði. Og skipstjórar hafa þeir verið, allir saman. Fyrir langa löngu voru þeir nú víst reyndar sjóræningjar. Vs'~ *« ys,---------- Enginn veit, hvað ættm oKKar hefir búið lengi á bænum okkar, sem stendur inni í djúpum firði, svo að fjölskyldan mín er svo sem nógu góð og ættarnafnið okkar er ekki sem verst heldur. Við komumst vel af. Sjórinn gaf okkur það, sem við þörfnuðumst, og það hefir víst aldrei verið neinn vafi á því, að jeg ætti að verða sjómaður líka. Að minnsta kosti var jeg aldrei spurður hvort mig langaði til þess. Það var tkki verið með neinar óþarfar spurningar heima hjá mjer. Pabbi sagði, að þannig eða þannig skyldu hlutirnir vera, og svo var ekki talað meira um það. Og svo einn góðan veðurdag var jeg sendur um borð í skútu nokkra sem káetudrengur. Það er að segja, jeg átti að hefja starfið sem nokkurs konar aðstoðardrengur fyrir skipstjórann. Jeg hafði ekkert út á það að setja, en hefði einhver forfeðra minna sjeð, að jeg lagði á borð fyrir gaml- ingjann og burstaði skóna hans, hefði honum efalaust fund- ist heiminum hafa farið sorglega aftur. ^lflíbtXy * GÓ8 skipti. „Það er komið með friðarflagg, herra.“ „Hvað vilja uppreisnarmennim- ir?“ „Þeir vilja skipta á nokkrum hershöfðingjum og einni dós af niðursoðinni mjólk.“ ★ Örökfastur er maður, sem heldur þvi fram, að hann viti ekki neitt, en stekkur upp á nef sjer, ef þú samþykkir. ★ „Einu mistökin á læknisferli mínum“, sagði læknirinn, „voru þegar jeg sagði sjúklingi að hann hefði hægðartruflun og komst svo að því á eftir að hann hafði vel haft efni á lungnabólgu.“ ★ Kvikmyndahússauglýsing: „Þegar Magga fór að heiman, 1 fjórum hlutum“. ★ Sonur föður síns. „Ef jeg gæfi þjer hundrað krón ur“, sagði Gyðingurinn við sort sinn, „h-vað myndirðu þá gera?“ ,Telja þær“, var svarið. ★ Eiginkona: „Gætirðu gefið mjer svolitla peninga?" Eiginmaður: „Já, elskan, hvað lítið?“ ★ „Hann var duglegur ungur maður þegar hann gifti sig“. „Já, en dugnaður hans var til einskis.“ „Nú?“ „Hún klófesti hann, ekki satt?“ ★ Bein aflei8ing. Húsmóðirin: „Mjer finnst jeg kannast við yður.“ Gestur: „Já, jeg kom fyrir um það bil mánuði síðan og þjer keyptuð af mjer matreiðslubók.*' Húsmóðirin: „Og hvað hafið þjer að selja núna?“ Gesturinn: „Ó, það er bók um það, hvemig á að fara að lækna ýmsa magaveiki."

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.