Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.11.1950, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 21. nóv. 1950. Víkverji skrifar: tíR DAGLEGA LÍFINU Útg.: H.Í. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjóm, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Simi 1600 Áskriftargjald kr. 14.00 á mánuði, innanlands. 1 lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura með Lesbók. Alþýðusambandsþingið HAUSTIÐ 1948 hrundu lýðræðisöflin innan verkalýðshreyf- ingarinnar á íslandi yfirráðum kommúnista innan hags- munasamtaka sinna. í kosningunum, sem fram fóru þá um haustið biðu kommúnistar mikinn ósigur. Þegar á Alþýðu- sambandsþing kom tóku svo hinir þrír lýðræðisflokkar hönd- um saman. Þeir kusu saman stjórn fyrir samtökin næstu 2 ár og ákváðu að vinna saman að málum þeirra. Segja má að í aðalatriðum hafi þetta samstarf gefist vel. Alþýðusambandið hefur eftir megni beitt sjer fyrir almenn- tim hagsmunamálum meðlima sinna. Eitt hið merkasta þeirra er samræming kaupgjalds hjá hinum ýmsu verkalýðs- fjelögum víðsvegar um land. Árangurinn af starfi Alþýðu- sambandsins að því máli s.l. tvö ár er sá, að kaupgjald er hjer nú jafnara en nokkru sinni fyrr. Má segja að tveir meginkauptaxtar sjeu nú orðnir samningsbundnir með sam- komulagi verkalýðsfjelaga og atvinnurekenda. Ber tvímæla- laust að fagna samræmingu kaupgjaldsins. Ósamræmið í kaupgreiðslum í hinum ýmsu landshlutum hefur oft leitt til mikils glundroða og truflana á vinnufriði. Æskilegt er að kaupgjald sje sem jafnast alls staðar á landinu. Til þess kníga öll rök og sanngirni. Yfirleitt er framfærslukostnaður mjög svipaður um land allt nú orðið. Með bættri aðstöðu fyrir atvinnureksturinn í hinum ýmsu byggðarlögum, kaup- stöðum og sjávarþorpum, skapast honum auknir möguleikar til þess að greiða sama kaupgjald og greitt er þar sem að- staðan er best. Nú er Alþýðusambandsþing á ný komið saman að undan- gengnum hörðum átökum um val fulltrúa þangað. Sú þróun, sem hófst haustið 1948 hefur haldið áfram. Kommúnistar hafa haldið áfram að tapa innan verkalýðshreyfingarinnar. Lýðræðisflokkarnir hafa nú rúmlega 80 atkvæða meirihluta á þinginu en höfðu á síðasta þingi um 30 atkvæða meiri- hluta. Þetta er mikíl breyting og heillavænleg á ekki lengri tíma. Spáir það góðu um að þess sje ekki langt að bíða að á svipaða lund fari um fylgi kommúnista á íslandi og raunin hefur á orðið á hinum Norðurlöndunum. En þar eru komm- únistar að þurkast út. Á þá er litið eins og pestarsýkil, sem þjóðfjelögunum ríði á að losna sem fyrst við. * Sjálfstæðismenn hafa átt ríkan þátt í hinu mikla tapi kommúnista í verkalýðsfjelögunum. 1 nær öllum verkalýðs- fjelögunum hjer í Reykjavík, þar sem baráttan við komm- ónista hefur verið hörðust hefur Sjálfstæðisfólk í fjelögun- um unnið af miklu kappi að því að skipuleggja baráttuna gegn þeim. SjálfstæðLsmenn eru nú einnig fleiri á þingi Al- INDVERSKT SKYR ÞAÐ ER ekki oft, að Indverjar leggja leið sína til íslands, en þó kemur það fyrir og nú er Indverji staddur hjer í bænum. Hann heitir dr. M. S. Patel, og er ráðunautur Ind- landsstjórnar í iðnaðarmálum. Dr. Patel var að borða skyr, er jeg hitti hann á sunnudaginn að Hótel Borg, og jeg tók eftir því, að hann notaði ekki rjóma nje mjólk með skyrinu. „Það gerum við ekki á Indlandi“, sagði dr. Patel, en notum kardemommuduft og hnet- ur til bragðbætis með skyri. Indverska skyr- ið er hátíðarmatur og það er mjög líkt á bragðið og ykkar skyr, enda búið til á sama hátt“. • ÍSLENDINGASÖGUR OG HEILÖG INDVERSK FRÆÐI DR. PATEL ætlar að taka mjer sjer allar þær íslendingasögur, sem þýddar hafa verið á enska tungu og hann nær í. „í Indlandi vit- um við, að ísland er til, en við höfum ekki haft tækifseri til að kynnast sögunum ykkar. Með því að taka með mjer þær íslendinga- sögur, sem til eru á ensku, vonast jeg til að indverskir menntamenn fái áhuga fyrir, að bera þær saman við hinar helgu bækur okk- ar og jeg veit að þeir komast að þeirri nið- urstöðu, að margt er skylt með íslendinga- sögunum og okkar gömlu fræðum. • JURTAÆTUR, SEIVI EKKI GANGA Á LEÐURSKÓM MARGIR Indverjar lifa eingöngu á jurta- fæðu. Það er þó ekki vegna þess að þeir trúi því að kjöt sje óholt fyrir líkamann, heldur vegna þess, að trú þeirra bannar þeim að drepa dýr. „Jeg þekki marga menn, sem neita að ganga í leðurskóm af þeim ástæðum, að til þess að komast yfir leðrið, þarf að drepa dýr. Margir Indverjar ganga þó í leð- urskóm, ef leðrið er af dýri, sem hefir orðið sjálfdautt", segir dr. Patel. Þannig segir dr. Patel frá ýmsum ein- kennilegum siðum og venjum, sem okkur kann að þykja harla furðulegir. BORÐA EKKI KJÖT, EF ÞEIR ERU BOÐNIR EINN ER sá trúflokkur í Indlandi, sem borð- ar því aðeins kjöt, að dýdð, sem kjötið er af, hafi ekki verið drepið í þeim tilgangi, að hann borðaði kjötið. Ef manni úr þessum trúflokki er boðið að borða til kunningja síns með nokkrum fyrír- vara, snertir hann ekkí kjötrjetti í boðinu. Hann hugsar sem svo, að dýrið hafi verið drepið hans vegna. — En rekist þessi sami maður inn til kunningja síns og kjötrjettir eru þegar á borðum, neytir hann eins og hann lystir af kjöti, því hann veit, að það var ekki hans vegna, sem dýrið dó. • SKÓLABRÓÐIR DR. RICHARDS BECK DR. PATEL fjekk áhuga fyrir íslandi er hann var við nám í Cornell-háskólanum í Iþöku í Bandaríkjunum. Þar var á sama tíma Ric- hard Beck og voru þeir í sama skólafjelagi. Þar sagði Beck frá íslendingasögunum og landi sínu og þjóð og varð það til þess, að dr. Patel hjet því að fara til íslands. En það liðu 25 ár, áður en hann gat látið verða af því. Hann kom hingað í fyrsta sinni 1948 og er nú kominn aftur, því hann kann vel við sig og hefir mikinn áhuga fyrir framfara- málum þjóðarinnar. • FJELAG DÚSBRÆÐRA EINHVER góðvinur okkar sendir úrklippu úr norsku blaði, þar sem sagt er frá dús- bræðrafjelagsskap, sem verið er að stofna í Noregi, en í honur> er fólk, sem vill afnema þjeringar úr norsku máli. — Mun þetta eiga að vera framlag til umræðna, sem brotið var upp á hjer í dálkunum 1 haust, þar sem bent var á, að unga kynslóðin á íslandi væri að leggja niður þjeringar, þar sem henni væri ekki lengur kennd sú gamla kurteisisregla. En það er ekki alveg sambærilegt, hvort Norðmenn leggja niður þjeringar eða við gerum það. M.a. vegna þess, að norskir dús- bræður og systur hafa t.d. ekki hugsað sjer, að leggja niður þann sið, að ávarpa ókunn- uga með ættar- eða föðurnafni. • „HEYRDU, JÓNSSON“ HUGSUM okkur, hvernig það myndi hljóma á íslensku, ef við legðum niður þjeringarn- ar, en tækjum upp í staðinn þann sið að nefna menn með föðurnafni í virðingar- skyni. — Þá myndum við ávarpa ókunnuga: „Heyrðu Jónsson“, eða „Kom þú sæll herra Sigurðs- son“, ef við værum kynnt fyrir ókunnugum. Hvort 'það yrði til bóta, eða tjóns fyrir tunguna og almennar umgengisvenjur er annað mál. Verksmiðjuhús stórskemmist í eldsvoða s.l. sunnudag 75 ára afmælis Guð- spekifjelagsins minst GUÐSPEKIFJELAG ÍSLANDS minntist 75 ára afmælis alheims fjelags Guðspekinema með sam komu í húsi sínu að kvöldi 17. þýðusambandsins en nokkru sinni fyrr. Árið 1948 voru þeir aðeins rúmlega 20. Nú eru þeir 43 og fara með umboð margra verkalýðsfjelaga og launþegasamtaka. Orsakir þessara sigra sjálfstæðisstefnunnar innan íslenskra verkalýðssamtaka er að sjálfsögðu hin frjálslynda og víðsýna stefna flokksins. Fleiri og fleiri f jelagar launþegasamtakanna skilja að alhliða barátta flokksins fyrir bættum atvinnuskil- yrðum, auioiu fjelagslegu öryggi og betra þjóðfjelagi yfir- leitt er hin sanna framfaraviðleitni, sem allar stjettir, einnig verkalýðsstjettin, verkamenn, sjómenn og iðnaðarmenn hljóta að njóta góðs af. En það er rjett, sem bæði Ölafur Bjömsson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, og forseti Alþýðusam- bandsins vöktu athygli á í ræðum sínum, að horfur eru nú vggvænlegar, ekki aðeins fyrir verkalýðinn á Islandi, heldur og fyrir hina íslensku þjóð í heild. Aflabrestm-, markaðserfið- leikar og langvarandi stöðvun togaraflotans hafa greitt at- vinnu- og efnahagslífi okkar þung högg. Afleiðingarnar eru vaxandi atvinnuleysi í ýmsum landshlutum. En það er einnig rjett, sem Ólafur Björnsson benti á, að kjarabarátta launþega hefur margar hliðar. Hingað til hefur megináhersla veríð lögð á hæð tímakaupsins. En margt fleira skiptir launþega miklu máli. Grundvöllur allrar velmegunar í þjóðfjelaginu er að atvinnutækin sjeu rekin á heilbrigðum gnmdvelli og sjeu fær um að greiða þau laun, sem þeir þarfnast, er við ;þau vinna. — Það er þess vegna mikilsvert að launþegasam- tökin vinni öfluglega að því með öðrum stjettum þjóðfjelags- ^ns að tryggja rekstrargrundvöll atvinnuveganna.1 því felst trygging tímakaups og öryggis um allan áfkomu fóJkssns, Á SUNNUDAGSNÖTTINA kom upp eldur í bragga suður við Skerjafjörð. í bragga þessum var niðursuðuverksmiðjan „Mata“ til húsa. Mikið tjón varð af eldsvoða þessum á húsakynnum verksmiðjimnar og vörubirgðum, en vjelar munu sennilega ekki mjög skemmdar, en fullnaðarrannsókn á þeim er ekki lokið. Slökkviliðinu barst bruna-^ kaUið frá Flugvallarhótelinu kl. 2.25 um nóttina. Var skjótt brugðið við, en er suður eftir kom var braggasamstæðan, sem er um 1350 fermetrar að stærð, alelda. ERFITT SLÖKKVISTARF Vatnsskortur tafði mjög allt slökkvistarf. Var tekið það ráð að taka vatn úr vatnsgeymi, sem þarna er skammt frá síð- an á dögum setuliðsins. Jafn- framt var vatni dælt með hand ' afli úr sjó, vegna þess að ekki I reyndist unnt að koma dælum slökkviliðsbílanna við. Slökkvi | starfinu var ekki lokið fyr en kl. rúml. 7 um morguninn. MIKIÐ TJÖN Braggarnir voru klæddir með trjetexti óg brann sú klæðning iöll, en Vjelar verksmiðjunnar ' virtust ekki mikið skemmdar, en nánari rannsókn á því er þó ekki að fullu lokið. Mikið tjón varð aftur á móti á vörubirgð- um verksmiðjunnar, sem þarna voru geymdar. Mun verksmiðj- an verða óstarfhæf um langan tíma. — Ekki er kunnugt um upptök eldsins. Baráfffan gegn kommum í Indo-Kína SAIGON, 20. nóv. — Einn af talsmönnum franska hersins í Indo-Kína skýrði svo frá í dag, að Frökkum hefði undanfarna tíu daga tekist að eyðileggja herbúðir og vopnaverksmiðj - ur, sem tilheyrðu ofbeldismönn Um kommúnistá þar f landi. Einnig tókst að eyðileggja nokkrar herfóringjabækistöðv- ar. — Reuter. þ. m. Grétar Fells setti sam- komuna og bauð heiðursgesti og aðra velkomna, en kvaddi því næst Sieurð ólafsson, for- mann annarar Guðspekistúk- unnar í Reykjavík, til þess að stjóma samkvæminu, en stúka hans átti einnig afmæli þenna dag. Þessir menn tóku til máls, auk aðalræðumanna, sem voru Grétar Fells og sjera Jakob Kristinsson: Sigurður Qlafsson, Þorlákur Ofei»sson, Víglundur Möl'ier, Guðrún Indriðadóttir, Jónas Kristjánsson, Kristín Thoroddsen, Þervaldur Árna- son. Sieurður Olafsson sönvari söng einsöng og frú Hermína Sigurgeirsdóttir, Ijek á orgel. í uophafi samkomunnar var sungið kvæði eftir Grétar Fells, er hann hafði ort í tilefni af- mælisins, og auk þess var mik- ið sungið í samkvæminu. Nokk- ur skeyti bárust, þar á meðai frá biskupi íslands. Samkoman var mjög fjölmenn og hennS lauk um kl. 12,30 eftir mið- nætti. i FLUGSLYS ILONDON — Breskur orustuflug- ‘maður Ijet nýlega lífið, er flug- vjel hans eyðilagðist í lendingu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.