Morgunblaðið - 22.11.1950, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.11.1950, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 22. nóv. 1950. Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavjk. , Framkv.stj.: Sigfús Jpnsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarœ.) Frjettaritstjóri: Ivar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Arni Garðar Kiistinsson, Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600 Askriftargjald kr. 14.00 6 mánuði, innanlands. t lausasölu 60 aura eintakið. 85 aura meS Lesbók. Útvarpið RlKISÚTVARPIÐ hefur undanfarna daga borið mjög á góma hjá þjóðinni. Valda því ádeiluskrif og sakargiftir eins starfsmanns stofnunarinnar á hendur útvarpsstjóra. Hefur þetta leitt til þess að hlutaðeigandi starfsmönnum hefur báð- um verið veitt lausn frá embsetti um stundarsakir og rann- sókn verio fyrirskipuð. Á þessu stigi væri ekki rjett að leggja neinn dóm á efni þessa máls. í því fer nú fram rannsókn. Aðeins niður- staða hennar, byggð á grundvelli þess, sem þar kemur í ljós, getur skorið úr um það, hvað hefur við rök að styðjast í hin- um hörðu ádeilum og þungu sakargiftum, sem knúð hafa slíka rannsókn fram. En um það geta varla verið skiptar skoðanir að óhjákvæmilegt var að hverfa að því ráði. Þegar ráðamenn ríkisstofnunar eru bomir slíkum sökum á almenn- ingur kröfu á aó gangskör sje gerð að því að leiða hið sanna í ljós. I sambandi við þær yfirlýsingar, sem birtar hafa verið um þetta mál er ástæða til þess að minnast lítillega á það atriði í ályktun útvarp'sráðs, er ræðir um starfsfrið í stofnuninni. Segir um það á þessa leið: „Otvarpsráð telur óhjákvæmilegt að ráðstafanir sjeu gerð- ar til að tryggja betri starfsfrið og meiri samvinnu í stofn- uninni en átt hefur sjer stað hingað tiL Telur það, að hinn sífelldi ófriður milli helstu starfsmanna stofnimarinnar hafi leitt til hins mesta tjóns, og verði ekki lengur við hann unað.“ Engum getur duhst að það er mjög óheppilegt fyrir hvaða stofnun sem er að eilífur eldur brenni á milli ráðamanna hennar. Slíkt hlýtur að skapa margháttaða erfiðleika í starf- semi hennar. — Svo virðist sem útvarpið hafi ekki farið var- hluta af þeim. Þess verður að vænta að sú rannsókn, sem nú befur verið fyrirskipuð, hreinsi andrúmsloftið innan þessarar menningarstofnimar. Ófríður á „friðarþingi' ÞAU ósköp hafa hent á hinu svokallaða „friðarþingi“ komm- j únista í Varsjá að þar hafa heyrst raddir, sem fordæmt hafa stefnu Rússa og kommúnista í alþjóðamálum og jafnvel lýst þeifri skoðuh að sannir friðarvinir eigi ekki samleið með Sovjet-Rússlandi. Hefur þetta vakið geysilega reiði og rugl- ing í röðum kommúnista, sem töldu lið það, er þeir höfðu hóað undir stjel dúfu sinnar, þrauttryggt hinni rússnesku ofbeldisstefnu. Það voru Bandaríkjamaðurinn John Rogges og Daninn frú Elin Appel, sem sýndu þá einstæðu ókurteisi að gagn- rýna harðlega aðfarir Rússa og framkomu þeirrá í friðar- málunum. Hinn fyrrnefndi rjeðist harðlega á afstöðu Rússa í Kóreu- málinu og taldi hana síst af öllu bera vott um friðarvilja þeirra. Hann minntist ennfremur á að rjett væri að þær þjóðir, sem Rússar hafa undirokað endurheimtu sjálfstæði sitt. Tók hann jafnframt eindregið málstað Júgóslavíu, sein reynt hefði að vinna gegn hinni rússnesku heimsveldisstefnu. Danska fulltrúanum fannst ekki heillavænlegt að þjóðim- ar gerðu leiðtoga sína að guðum eins og kommúnistar í Rúss- landi og víðar hefðu gert. Ennfremur taldi frúin að sannir friðarvinir gætu ekki öllu lengur setið við sama borð og Rússar. Fyrir þessar skoðanir sínar og hreinskilni hafa þessir tveir fulltrúar á „friðarþingi“ kommúnista fengið óblíða dóma í löndum Kominformmanna og þá ekki síst í Rússlandi. Herma fregnir að á sjálfu þinginu hafi legið við borð að þeir yrðu hrópaðir niður. Hinsvegar vakti stríðsæsingaræða af háKu ofbeldismanna í Norður-Kóreu mikinn fögnuð. Æpti „friðar- þingið“ samfleytt í 9 mínútur af fögnuði yfir framlagi Norð- ur-Kóreumanna til eflingar heimsfriðnum!!! Gefur þetta bvorttveggja góða hugmynd um rjettlætiskennd og „friðar- áhuga“ dúfumanna. Þess er nú beðið með töluverðri eftirvæntingu, hvernig fer fyrir hinum tVeimur fulltrúúin, sem svo opinskátt töluðu um trúriáð ftússá við heimsfriðinn. Gera sumir ráð fýrir að Íífið verði þeim, ^kjú mjög ánægjulegt fyrir austan tjaldið eftir j þetta, ■ i.i' DAGLEGA LÍFINU „SELSTSEMGULL“ FARANDSALI nokkur, sem fór um sveitir landsins fyrir allmörgum árum og bauð meðal annars glingur margskonar, var vanur að segja, ef væntanlegir kaupendur spurðu, hvort þessi hluturinn eða hinn væri úr gulli: „Ja, gull. Það vil jeg nú ekki segja, en það selst sem gull. En hann bar svo ótt á, er hann sagði þetta, að margir hjeldu, að það væri einhver góðmálmur, sem hjeti „selstsemgull“, sem væru í hlutunum og keyptu þá. Líkt þessu kemur fyrir enn þann dag í dag, að fólk kaupir selstsemgull í þeirri trú, að það sje að kaupa góðmálm. Þannig er það t. d. með silfurlíkingar, sem lítt eiga þó skylt við silfur. • „TVEGGJA TURNA“ SILFUR ER EKKI TIL GULLSMIÐUR hjer í bænum segir að oft komi menn til sín með hluti, sem þeir haldi að sje úr silfri og hafi keypt sem slíka. Það eru hlutir úr pletti svonefndu, eða það sem margir kalla „Tveggja turna silfur“. En það er ekkert til sem heitir „tveggja turna silfur“. Silfur er merkt með tölunni 830, eða sterlingsilfur, sem er merkt með tölunni 925 og er besta smíðasilfur, sem fæst. Allt annað er óekta. • SILFURHÚÐ, SEM ER ÞYNNRI EN PAPPÍR Á SUMUM plettvörum er örþunn silfurhúð, sem er þynnri en pappír. Hefir munum þá verið dyfið ofan í silfurbað örstutta stund. Þessi húð fer fljótt af við núning og eftir verður málmurinn, sem hluturinn er smíðað- ur úr. Besta plett er enskur hvítmálmur, sem húðaður er með silfri, því þá ber ekki mikið á því, þótt silfurhúðinn fari af hlutnum. En það er ástæða til að vara fólk við þessu „selstsemgulli“, því ófyrirleitnir braskarar nota sjer vankunnáttu almennings til að selja honum vörur undir fölsku yfirskyni. • • SMYGLAÐ DRASL .4 SVARTAMARKAÐI MENN þurfa ekki að óttast, að silfursmdðir prangi inn á þá hlutum með því að gefa í skyn að þeir sjeu .úr öðrum málmum en þeir eru. Mesta hættan er á smygluðu drasli, sem komist hefir inn í landið og selt er, annað hvort í Verslunum, þar sem kaupmaðurinn er ekki vandur að virðingu sinni, eða gengur kaupum og sölum manna í milli. En menn getea verið öruggir með, að silf- ur er merkt, eins og fyrr segir, annað hvort með tölúnum 820, Sterling, eða 925. Annað er ekki ,silfur. — Þessi aðvörun ætti að koma fólki að haldi núna, þegar far- ið er að hugsa til jólagjafanna. FLUTNINGUR TALAÐS ORÐS í ÚTVARPIÐ ÞAÐ KANN að vera, að menn hafi um nóg að hugsa og tala í sambandi við útvarpið þessa dagana, þótt ekki sje verið að bera i þann bakkafulla læk. En jeg ætla nú samt að hætta á það og birta hjer kafla úr brjefi frá Háston um hið talaða orð í útvarpinu. — Hann segir m. a.: „Það var sannarlega orð í tíma talað í „Daglega lífinu“ 14. nóv. (og þótt fyrr hefðl verið), að víta hraðann í flutningi útvarps- leikritsins, laugardaginn 11. nóv., — og efnis- valið líka, þótt það verði hjer látið liggja milli hluta. — • EKKI EINSDÆMI „HRAÐFLUTNINGURINN þetta kvöld er ekkert einsdæmi, en er aðfinnsluverður um fleiri þætti útvarpsflutnings. Hann er al- mennt mein í flutningi útvarpsefnis. — Það er eins og flytjendur útvarpsleikrita og sumir þulir útvarpsins, sjeu með buxurnar á hælunum að flýja undan skolla sjálfum og „liggi lifið á“ að hraðhreyta út úr sjer því, sem þeim er falið að flytja áheyrendum. Leikarar margir kunna ekki að tala eins' og maður við mann hversdagslega, heldur arga og orga og buna. Og þulirnir sumir kunna ekki að segja frá, þótt þeir megi kannske kallast allvel læsir. • EIGA AÐ SEGJA FRÁ „ÞAÐ ætti ekki að þurfa að teljast ofætlun útvarpsráði að kenna þulum sínum að segja útvarpsefnið í stað þess að lesa það eða þruðla. Og það ætti ekki að teljast ofætlun leikurum, sem munu þykjast færir í „fram- sagnarlist“, að þeir kynnu að talag; við, £ stað þess að „buna“ og þruðla og oft á tíðum orga, nær að kalla sem eins og óargadýr, sem stundum heyrist“. Þetta er þörf ádrepa hjá Háston, þótt all harðorð sje. Sjálfstæðisfjelagið Skjöld- tir í Stykkishólmi tvátugt LAUGARDAGSKVÖLDIÐ 11. nóv. s.l., efndi Sjálfstæðisfjelagið Skjöldur í StykkishóLmi til kvöldfagnaðar í til- efni af 20 ára starfsemi fjelagsins, en fjelagið var 20 ára í maí s.l. Komu um 150 manns saman til að minnasi afmælisins og var þar fagnaður mik ill. Dagskráratriði fóru fram undir borðum. Zakarias Hjartarson, versl unarmaður, formaður fjelagsins, setti hófið með nokkrum orðum og stjóm aði því. Ölafur Jónsson frá Elliðaej minntist fjelagsins og Sigurður Ágústsson alþm. flutti minni sýslunn ar og beindi þakkarorðum til fjelaga fyrir dugnað í málefnum fjelagsim og einhug til að efla gengi Stykkis hólms. Rristinn Hallsson frá Reykja- vík, söng. einsöng með aðstoð Víkings Jóhannssonar, Kirkjukór Stykkishólms undir stjóm Ölafs P. Jónssonar söng nokkur lög- og Ámi Helgason söng gamanvísur, Ámaðaróskir bárust fje- laginu frá borgarstjóra Gunnari Thor oddsen og frú, sambandi ungra sjálf- stæðismanna og f. u. s. Heimdalli. Ari Guðmundsson frá Borgamesi flutti fjelaginu heillaóskir. Að borð- haldi loknu var dansað og fór skemmt un þessi í alla stað vel fram. Sjálfstæðisfjelagið Skjöldur i Stykkishólmi var stofnað 31. maí 1930 Tildrög að stofnuninni voru þau að nokkrir áhugamenn um málefni sjálf stæðisstefnunnar komu hinn 29. mai 1930 saman á fund í samkomuhús- inu í Stykkishólmi í þeím tilgangi að koma fjelagsstofnun á fót til baráttu ' fyrir málefrium sjálfstæðisflokksins. j Á fúhdi þessúm mættú 34 manns og hafði sr. Sigurður Ó. LórusSon orð ÓLAFURJÓNSSON frá Elliðaey. Hann hefur verið formaður fjelagsins í 11 ár. —- fyrir mönnum, ræddi nauðsyn slíks fjelagsskapar sem beitti sjer fyrir hagsmunamálum hjeraðsins. Tóku margir til móls og lýstu fylgi sínu. Þessum fundi stjómaði Magnús Jóns- son frá Ási, en hann er nú nýlátinn. Kosin var 5 manna nefnd til að úndirbúa lög fyrir fjelagið og leggja fyrir stofnfund sem ákveðinn var 31. sama mán. I nefnd þessá voru kósin frú Guðlaug Jóhannsdóttir, sr. Sigurð ur Ó Lárussón, Magnús Jónsson frá Ási, Oscar Clausen og Lúðvík Kristj- ttnsson. ■ ■ ! '!; . inn langardaginn 31. maí 1930 og ljetu 48 manns skrá sig á fundinum æm fjelaga. Var fjelaginu valið nafn ið Skjöldur, iög fjelagsins lesin upp, ikýrð fyrir fjelagsmönnum og síðan. borin undir atkvæði og samþykkt sam hljóða. Starfssvið Skjaldar skyldi vera Stykkishólmur og nærliggjandi >veitir. Fyrstu stjóm Skjaldar skipuðu: Ól- ifur Jónsson frá Elliðaey formaður, frú Guðlaug Jóhaimsdóttir, varafor- -naður, Magnús Jónsson frá Ási, ritari Torfi Jóhannsson, gjaldkeri og Sigurð ur Ágústsson, meðstjómandi. Ólafur Jónsson hefir lengst a'llra ærið formaður fjelagsins eða alls I 11 ár. Aðrir sem gengt hafa formanns töðu eru Kristján Bjartmars, W, Th» 4öller, Hildimundur Bjömsson, Ámi Helgason, Zakarías Hjartarson, Lengst hefir Sigurður Ágústsson set- ið í stjóm, eða frá stofnun fjelagsina til aðalfundar 1950, samtals í 20 ár. Sjálfstæðisfjelagið hefir í starfí sinu látið mörg framfaramál kaup- túnsins til sín taka, og beitt sjer fyr- ir framgangi þeirra eftir getu. A8 sjálfsögðu hafa kosningar bæði til hreppsnefndar og Alþingis verið sterk ur þáttur í fjelagsstarfinu og hefir Skjöldur lagt mikinn skerf til vals frambjóðanda og það jafnan tekist giftusamlega. Fundir hafa verið haldn ir þegar óstæður leyfðu og starfiS aldrei fallið niður eitt einasta ár» Einhver vinsælasti liður í starfsemi fjelagsins eru árshátíðir þær sem fje- lagið hefir frá, stofnun beitt sjer fyrir í þyrjun hvers árs. Hefir jafnan ver- 1 Stofnfundur fjelagsins var svo háld 1 Framhald á bls. S,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.