Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 2
mnu MORGIIIS’BLAÐIÐ Sunnucíágur 10. des. 1950. Hinar vinsæiu Austra sögur eru nij að koma út í nýjum búningi. — I þcssu hefti er Euginia og Tvöfalt hjónaband. Verð, innbundin kr. 48,00 Á Kon-Tiki yiir Kyrralic! Fyrir þremur árum vakti ungur, norskur vísindmaður, THOK IÍEYEKDAHL að nafni. á sjer alheimsathygli fyrir þá fífldjörfu hugmynd, að ætla sjer að sigla á bjálkafleka yfir þvert Kyrrahaf, 8000 km. vegalengd, Tilgangur þessarar ofdirfskuferðar var sá, að sanna þá kenningu, að Inkar frá Perú hefðu endur fyrir löngu siglt á slíkum flekum vestur um haf og numið land á Suðurhafseyjum. Heyerdahl hjelt þessari kenningu fram. En vísindamenn hlógu að .honum. Inkarnir höfðu engin skip, þeir höfðu aðeins balsafleka. — Þú getirr reynt að sigla á balsafleka yfir Kyrrahafið, sögðu sjer- fræðingarnir. Og Heyerdahl hvarf að þessu ráði. Það var eina úr- ræðið, sem hann átti völ á til að sanna kenningar síh- ar. Heyerdahl skírði fleka sinn KON-TIKI, í höfuðið á sólkónginum, sem átti samkvæmt arfsögninni að hafa flúið land í Perú og siglt með kappaliði sínu vestur um haf til Suðurhafseyja. Og þrátt fyrir allar hrakspár, tókst hinum norska fullhuga og vísindamanni að fram- kvæma þessa fífldjörfu hugmynd. Á rúmum 100 dög- um sigldi hann við sjötta mann á fleka yfir 8000 km. breitt úthafið. Þetta var árið 1947. Árið 1949 kom út bók Heyer- dahls um förina á norsku, sænsku og dönsku. í ár kemur hún út á öllum helstu þjóðtungum. Bók þessi hefur hvarvetna verið lesin meira en flestar aðrar bækur, Blöð og tímarit hafa keppst um að flytja liana, ýmist í heild eða kafla úr henni. Meðal þeirra er hið heims- kunna emeríska blað Life. Einnig var hún flutt í breska útvarpið. Gagnrýnendur og lesendur hvarvetna um heim ljúka einróma lofsorði á bókina. För þessi á bjálkafleka yfir Kyrrahaf er ein djarfasta og sjerstæðasta rannsóknarför, sem farin hefur verið síðan Nansen sialdi á Fram norður í höf fyrir mcira en liálfri öld, enda hefur Kon-Tiki hlotið heiðurssæti við hliðina á gamla Fram í Oslo, þar sem báðar þessar fleytur eru geymdar sem dýrmætar minjar um óvenjulega dirfsku og framkvæmdaþrek. Frásögnin af Kon-Tiki-leiðangrinum er afburða skemmtileg bók. Hún íom út í gær í íslenskri þýðingu Jóns Eyþórssonar. Utgáfan cr mjög falleg og vönduð og prýdd fjölda ágætra mynda 2), raiA upmóiA itcjdj'an l 1 I Sími 2923 eífir dr, Siefán Einarsson Bók hinna vandiáiu. VerÓ I bandi kr. 65.00 Ævisagan hans Siparðar Árnasonar Sveitapilturinn, sem fór mállaus og fjelaus út I heim. Verð í bandi kr. 50.00 Rangárþing cr komiÖ úf Fæst i öllum bókabúðum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.