Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 13
13
Sunnudagur 10. des. 1950.
MORGVNBLAÐIÐ
RlfsafnGunnarsGunnarssonar Bókin um Guðmund ú Sundi
Gunnar Gunnarsson:
Jörð.
Útg-áfufjelagið
Landnáma 1950.
EKKI verður annað sagt, en að
heildarútgáfunni af verkum
Gunnars Gunnarssonar miði
sæmilega áfram, enda þótt marg
ir sjeu orðnir langeygðir eftir
ýmsum af stórverkum skáldsins,
sem enn eru eigi komin út í heild
arsafninu. Sumar þær bækur,
sem snemma gerðu höfundinn
frægan, hafa enn eigi komið,
enda þótt einstaka þeirra sjeu til
í eldri útgáfum á íslensku, eins
og „Sælir eru einfaldir“, en sú
bók var talin eitt af merkustu
skáldverkum, sem komið hafa út
ú Norðurlöndum. Hún kom í Lög
rjettu á sínum tíma og var sjer-
prentuð, en mun nú vera upp-
seld fyrir langa löngu. Sama máli
gegnir um „Varg í vjeum“.
Síðasta bókin í ritsafninu er
skáldsagan Jörð, sem kom á bóka
markaðinn í haust. Er hún ní-
unda bindi ritsafnsins og heyrir
til þeim sagnaflokki um atriði úr
sögu þjóðarinnar, sem höfundur
hafði hugsað sjer að kalla einu
nafni Landnám.
Fyrsta bókin í sagnaflokki
þessum, og hin elsta þeirra, er
Fóstbræður, sem köm í íslenskri
þýðingu 1919. En Jörð er að
nokkru leyti framhald af Fóst-
bræðrum, því að hún fjallar um
nánustu afkomendur Ingólfs Arn
arsonar, þá Þorstein son hans og
Þorkel mána lögsögumann. —
Þungamiðja sögunnar snýst um
ættaróðal þeirra feðga í Reykja-
vík. Hefði því að mí'num dómi
farið betur á því að Fóstbræður
hefðu komið á undan Jörð í safn-
inu, þó að það skipti auðvitað
ekki miklu máli, þar sem Jörð
er algerlega sjálfstætt verk að
öðru leyti.
Ekki veit sá er þetta ritar,
hvort skáldið muni hafá í hyggju
að fullgera sagnaflokk þennan,
en mikils virði væri það, ef mað-
ur mætti eiga von á nýjum verk-
um á borð við þau, sem áður
hafa birtst í sagnaflokkinum
Landnám. En bót í máli er það,
að, að því er útgefandi segir, mun
„Hvíti Kristur“ koma út fyrir
jólin. Sú bók fjallar um kristni-
tökuna. Hin stórbrotna skáld-
saga um Jón Arason kom út í
fyrra, og auk þess las skáldið
hana í útvarpi, svo að hún er
mörgum kunn. Enda orkar það
ekki tvímælis, að auk þess sem
sú bók var mikið bókmenntalegt
afrek, á hún beinlínis erindi til
þjóðarinnar á annan hátt. —
Enn ein veigamikil söguleg skáld
saga hefur ekki komið á íslensku
ennþá, en það er' Grámaður. Hún
fjallar um deilur höfðingja á
tólftu öld og sækir efnið í Þor-
gils sögu og Hafliða, en brauk og
braml höfðingjanna er þó ekki
aðalatriðið, heldur snýst sagan
fyrst og fremst um hinn umkomu
lausa almúgamann Ölaf Hildison
sem verður um leið tákn hins
snauða manns allra tíma, sem
aldrei getur fundið sig öruggan,
og alltaf er notaður af þeim sem
völdin hafa. Sagan verður í eðii
sinU þjóðfjelagsleg og er í raun-
inni „aktuel" á öllum tímum,
þótt atburðir og persónur sjeu
bundnir við tólftu öldina.
Skáldsagan Jörð kom fyrst út
á dönsku árið 1933, og hjerumbil
samtímis mun hún hafa birtst á
fleiri evrópumálum, en þetta er
í fyrsta sinn sem hún kemur út
á móðurmáji höfundarins. Sjera
Sigurður Einarsson í Holti hefur
annast þýðinguna, og verður
ekki annað sjeð, en að honum
hafi tekist það erfiða verk prýði-
lega.
Það mun varla leika á tveim
tungum, að Jörð er eitthvert
veigamesta skáldverk, sem kom-
ið hefur út eftir íslenskan höf-
und. Skáldið leiðir-lesandann við
hönd sjer inn í árdaga íslenskrar
sögu. Margt af sögufólkinu kann-
ast maður við úr íslendingasög-
unum, en um aðalsögupers.,
Þorstein Ingólfsson og Þorkel
mána, eru engar sjerstakar sögur
ritaðar. I eftirmáia segir höf. fr
viðhorfi sínu til notkunar sögu-
legra staðreynda í skáldsagna-
gerð, og kveðst alltaf hafa
„kveinkað sjer við að vikja frá
staðreyndum um menn, s.em afí-
að hafa sjer söguhelgi“. En eins
og kunnugt er hafa lengi verið
skiptar skoðanir meðal rithöf-
unda um það efni. Sumir hafa
talið sjer heimilt að víkja við
staðreyndum að vild sinni, og nú
alveg nýleg'a hefur verið deilt
um það í blöðunum. En sá er
þetta ritar, er ekki í neinum efa
um að aðferð Gunnars er hin
eina rjetta, einkum þegar sögu-
efnið er sótt í jafn sígildar bók-
menntir sem íslendingasögur.
Sama gildir auðvitað um þá
menn frá síðari öldum, sem næg-
ar heimildir eru til um og hvert
mannsbarn þekkir.
Það er heiðríkja og fegurð yfir
þessari bók. Þorkell máni er ein-
hver ágætasti höfðingi, sem sög-
urnar greina frá. Hann er full-
trúi þeirra hugsjóna, sem hinir
fornu snillingar töldu háleitastar
og best sæmandi sönnum manm.
Hann er uppi á merkilegum tíma
mótum; menn eru að yfirgefa
hinn forna átrúnað feðranna og
taka við hinni kristnu itenn-
ingu. En hjer verður engin bylt-
ing. Hið besta í hinum forna sið
heldur áfram að hafa gildi. Það
er vafasamt, hvort íslenska þjóð-
in hefur nokkurntíma staðið á
hærra stigi siðgæðis og andlegr-
ar menningar, en á þessum tíma-
mótum heiðni og kristni. Sá of-
stopi og skortur á umburðarlyndi
og skilningi, sem svo mjög hefur
einkennt afstöðu manna til mál-
efna samtíðar sinnar, og er ekki
síst einkenni vorra tíma, hefur
aldi'ei orðið til heilla fyrir þjóð-
ina. Hann er þvert á móti vottur
um andlegan ræfilshátt, auk þess
sem hann sannar ekkert annað
en skort á trú og sannfæringu,
þar sem drengskap er oftast út-
hýst. En sá andi og sú óbifandi
trú, sem einkenndi allt starf
þeirra manna, sem á morgni ís-
landssögu rjeðust í það stórræði
að stofna ríki, sem byggt var á
lögum og rjetti — og sanngirni,
því að þetta þrent verður eigi
aðskilið, ætti alltaf að verða fil
fyrirmyndar hverjum þeim, sem
lætur þjóðina fela sjer forsjá
mála sinna. Og því er það þarft
verk og verður seint full þakkað,
þegar andans menn þjóðarinnar
neyta snilldargáfu sinnar til þess
að túlka fyrir henni hið fegursta
og verðmætasta í sögu hennar og
fornri menningu. Það er hin
besta vörn, sem til er, gegn úlf-
um þeim, sem í ýmsum gerfum
gera tilraun til að læðast inn í
helgustu vje þjóðarinnar til þess
að fremja þar spellvirki sín.
En bak við hina ytri atburði
sögunnar birtist trúin — hin ó-
bifandi trú á ættstofninnn og þá
jörð, sem hann byggir, hið nýja
land, sem huldar vættir höfðu
varðveitt landnámsmönnunum til
handa ókrenkt úr hendi Alföð-
urs. Trúin á jörðina og ættstofn-
inn eru hyrningarsteinar þessar-
ar þjóðfjelagsskipunar, og það br
fvrst og fremst pessi trú, sem
hefur gefið þjóðinni kraft til að
vfirvinna þrautir harðæra og a-
biánar, og svo mun enn verða.
En glati þjóðin þessari trú að
fullu, mun illa fara.
Þessar línur áttu ekki að verða
neinn ritdómur um þessa merki-
legu sögu. Til þess er ekki tæki-
færi að sinni, og auk þess alveg
óþarft. Jörð hefur fyrir löneu
hlotið sæti meðal hinna fremstu
skáldverka um efni frá fornöld-
inni. Hin alkunna snilld höfund-
ar í frásögn og mannlýsingum
bregst hvergi, og þær hugsjónir,
sem bókin túlkar, eiga erindi til
hvers einasta íslendings, og' þá
ekki síst ungu kynslóðarinnár,
sem á að erfa þetta land.
Jón Björnsson.
■imillllllM'iHii IM IIMMVtlMII
MINNINGARPLÖTUR
á leiði.
Skiltagerðin,
Skólavörðustíg 8.
MMIfMMIIIMMfllMIMIIMIMllÍMIMllMimillllllllltfMMMlM*
ÞAÐ HEFIR víst aldrei leikið á
tveim tungum, að eitt hinna
vandasömustu verka, sem rithöf
undur getur tekið sjer fyrir
hendur, sje það, að skrifa um
nánustu vandamenn sína eða
venslamenn. Svo mikil vand-
kvæði eru á þessu, að margur
hefir ekki þorað að leggja út í
það, enda þótt hann fyndi hjá
sjer einlægan' vilja til þess að
halla í engu rjettu máli. Þetta
er fyrir þá sök, að einungis fáir
af öllum fjöldanum eru þess
umkomnir að varpa frá sjer
þeim gleraugum, er fyrir flest-
um vilja lita það, sem næst er,
eða ef ekki lita, þá að sýna það
í skökkum stærðum. En hitt seg
ir sig sjálft, að takist vanda-
manninum að leggja af sjer þessi
gleraugu, og gera sig nógu fjar
lægan, þá hefir hann að jafnaöi
öðrum betri aðstöðu um stað -
reyndirnar.
Að sjálfsögðu er aðstaðan
misjafnlega erfið, eftir því,
hvernig manninum hefir verið
farið og æfi hans háttað. Um eitt
var Guðmundur Friðjónsson efa-
laust að þessu leyti á meðal
hinna auðveldari viðfangs. —
Kjarninn í persónuleik hans,
karakterinn, var svo heill og
hjartað svo undurgott. En að
þessu fráskildu, má vist full-
yrða, að hann væri all-örðugt
viðfangsefni. Æfíkjör hans voru
frá vöggu til grafar hörð. Hann
var stórbrotinn maður og stoit-
ur, en alinn upp við aumleg ko:-
ungskjor og harðrjettL; bjó
lengst af við ákaflega þröngan
kost eftir að hann fór sjálfur að
sjá fyrir sjer og sínum, og varð
að vinna hörðum höndum fyrir
brýnasta lífsviðurværi. En þó
átti hann ekki kost á því hæli
smáborgarans, að felast fyrir ut-
an tjöld hins almenna sjónar-
sviðs, því við þessi kjör var það
hlutskifti hans, að vera á meðal
oddvita og merkisbera þjóðar-
innar og verða að gegna þeim
kvöðum, sem þar af flutu. Og
ekki bara við þessi kjör, fátækt
og umkomuleysi — svo að af
þeim sökum gat hann ekki til
hálfs fullnægt andlegum þörfum
sínum — heldur og við æfilang-
an misskilning og ódrengilegan
fjandskap. Enn bættist það ofan
á þetta, að enda þótt karakter
hans væri svo heill og feyrulaus
sem þegar var sagt, þá voru
samt veilur bæði í skaplyndi
hans og hátterni. Þegar gera á
fulla grein fyrir slíkum manni,
má nærri geta hvort það er ekki
ýmislegt, sem freistandi er fyrir
son hans annaðhvort að draga
fjöður yfir eða túlka á annan
hátt en þann raunasannasta. Það
hlýtur að þurfa mikla sannleiks-
ást og ekki litla skapfestu til
þess að láta aldrei undan freist-
ingunni.
Nú hefir ís-lenskum bókmennt-
um bættst sú bók, sem með þess-
um forsendum er til orðin. —
Þóroddur Guðmundsson frá
Sandi hefir sent frá sjer allstórt
rit um föður sinn: Guðmundur
Friðjónsson; æfi og störf. (ísa-
foldarþrentsmiðja h.f.). — Það
var lengi búið að vera á almenn-
ings vitund, að hann hefði slíka
bók í smíðum,-og á áttræðisaf-
mæli föður síns las hann kaf’a
úr henni í útvarpi. Enda þótt ri
kafli væri góður, var hann nau.n
ast trygging fyrir því, að bókia
yrði góð í heild sinni. Ýmsir
voru eftlr sem áður ekki ókvíðn-
ir. Sjálfur segir hann nú fra
því, að enda þótt sumir hvettu
hann til starfsins, voru þó aðnr
sem löttu. Jeg skal fúslega játa,
að í þeim flokknum mundi jeg
hafa orðið, og við bræður hans
og frændur ljet jeg í ljós nokk-
urn kvíða. En jeg benti á annan
mann, sem jeg efaðist ekki um
að gæti ritað svo um Guðmund
Friðjónsson að sístætt yrði. Sá
máður var bróðúrsonur hanS,
Arnór, nægilega nákominn hon-
um til þess að hafa æfilangt vei .t
manninum og verkum hans at-
hygli, nógu gamall til að muna
hann á besta skeiði, en líka nógu
fjarri að skyldleika til þess að
finna ekki til viðkvæmustu
tengslanna.
Vel er það, að uggur minn og
annara reyndist ástæðulaus. Því
það er skjótast sagt, að með þess
ari bók hefir þjóð okkar eignast
öndvegisrit um öndvegismann.
Það er líklega óhætt að segja, að
sjaldan hafi leiði verið betur
hlaðið á Islandi heldur en leiði
Guðmundar á Sandi hefir verið
hlaðið með þessari bók. Þórodd-
ur hefir líka með henni sjeð fyr-
ir því, að lengi skuli sjást hvar
han.n var sjálfur á ferð. — Hún
mun seint týnast.
Hún staðfestist lengi hin forna
kenning, að sannleikurinn muni
gera yður frjálsa. Frá fyrstu til
síðustu síðu ber þessi stóra bók
það með sjer, að höfundurinn
hefir einsett sjer, að við þetta
verk skyldi hann leita sannleik-
ans og þjóna honum einum. —
Fyrir þann ásetning öðlast hann
frelsi til þess að taka þessa kvik-
mynd af föður sínum og æfi-
ferli hans. Hlífðarlaust sýnir
hann veilurnar og snöggu blett-
ina á þessum manni, sem hann
hefir æfilangt elskað, jafnvel þó
að ástinni fylgdi í æsku nokkur
ótti. Og árangurinn er sá, að okk-
ur, sem áður hafði þótt svo inni-
lega vænt um Guðmund og þó
fundið hjá honum (eins og sjálf-
um okkur) nokkurn ófullkom-
leik, við unnum honum með
ennþá meiri viðkvæmni eftir
lestur bókarinnar. Og hver mun
nú sá, er ekki segi af hjarta:
Þjer eru þínar syndir fyrirgefn-
ar?
Eitt kann lesendur að undra,
en það er, hve lítið Þóroddur
segir um móður sína, lífsföru-
naut Guðmundar. En það sem
hann segir, sannar það berlega,
að ekki stafar fámælgin af ækt-
arleysi. Jeg held að ástæðan sje
gagnsæ: hann þorir ekki að segja
meira, óttast að þessari konu,
sem ávalt hefir dregið sig út í
skuggann, mundi falla það mið-
ur að sjá son sinn gefa sjer all-
an þann vitnisburð, sem fullko.n
in frásögn hefði hlotið að verða.
Því þá mundi hafa orðið stó -
felt lofið, ef Guðrún Oddsdóttir
hefði fengið óskertan þann skerf,
sem henni bar. Ekki geri jeg ráð
fyrir, að fyrir mjer eigi að
liggja að sjá þessa bók í annari
útgáfu, en jeg vona, að höfunf-
urinn megi lifa það, að senda
hana frá sjer á ný. Og ef móðir
hans skyldi þá verða farin sömu
leið og faðir hans er nú geng-
inn, vænti jeg þess, að hann
telji sig leystan frá þagnar-
skyldunni.
Æitt, aðeins eitt, hefi jeg fund-
ið í þessari bók, sem jeg sje á-
stæðu til að gera athugasemd við
til leiðrjettingar. Það eru orð
Guðmundar Friðjónssonar á bls.
238, þar sem hann segir að Bena-
dikt Jónsson hafi metið lítils ís-
lenska tungu. Þetta getur ekki
verið rjett; það sýnir erindi
Benedikts um móðurmálið, prent
að í Skírni 1911. Mjer er ekki
kunnugt um að í annað sinn hafi
í jafnstuttu máli verið ritað svo
vel og gagnlega um móðurmál
okkar sem þar. Að vísu stang-
ast kenningar Benedikts við
það, sem í skólunum er nú (mið-
ur rjettilega) nefnt móðurmáls-
kennsla, en alt um það vildi jeg
að hver unglingur í landinu
læsi, og helst lærði, ritgerðina.
til þess að bteyta eftir henni
þégar hann er síoppinn undao
skvldunni við skólann. Það kem-
ur ekki þessu máli við, að í vi5
skiftum þeirra Guðmundar og
Benedikts, er það Guðmundur,
sem á samúð okkar óskifta.
Líklega ber að virða Þórodd'
það til lofs, að hann lætur að
mestu liggja í þagnargildi þanr
ódrengskap, sem faðir hans
revndi fyr og síðar af mótstöðu-
mönnum sínurrt. En mikill var
hann, og stórkostlegt er það, að
Guðmundur skyldi aldrei gríp >
til sömu vopna. Drengskap og
höfðingsskap kynntist hann líka.
Hún er ekki fullar fjórar línur í
þessari bók sagan um viðskifti
hans við Thor Jensen, en at-
hyglisverð er hún. Eá maður átti
fáa sína líka ao höfðingsskap.
En hann var að uppruna ekld
landi Guðmundar.
Lesandanum finnst sem nokk-
ur tregablær sje yfir bókinni
allri. Það er að ronum. Hún er
óslitin saga raunalegrar en líka
dýj-legrar baráttu. En því er
baráttan dýrleg, að Guðmundur
Friðjónsson var trúr alt til
dauðans, og hefir því fengið það
fyrirheit uppfyllt, er þeim er
gefið, sem svo reynast. Ekki
bara í skilningi Opinberunar-
bókarinnar, og þó efalaust einn-
ing í þeim skilningi. „Því að þú
varst góður maður og gerðir það
sem gott var“, svo að Marty
South sje látinn tala. En jeg átfi
við hitt, að í vitund þjóðar sinn-
ar er hann nú hinn krýndi sig-
urvegari, einn þeirra, er lyft i
fyrir hana grettistökunurfl.
Þessi bók um Guðmund Frið-
jónsson er ekki fyrst og fremst
þín eða min bók. Það er ís^-
lenska þjóðin. sem nú getur
miklast af því, að hafa átt hann,
og þetta er hennar bók.
Sn. J.
Nýjar Norðrabækur
Endurminningar frá íslandi
og Danmörku. — Höfundur
þessarar bókar, Valdimar Er-
lendsson læknir, er fæddur 10.
júní 1879 í Garði í Kelduhverfi.
Hann hefir dvalist erlendis um
hart nær hálfrar aldar skeið.
Það er löngu kunnugt, að hann
er leikinn, er beita skal hnífn-
um eða öðrum læknisáhöldum,
hitt er ekki eins kunnugt, að
hann er jafnvígur á íslensknm
ritvelli með pennann að vopni.
Nú sendir hann frá sjer 20
arka bók á leikandi lipru máli.
Og segir frá því, sem á dagana
hefir drifið á löngum lífsferli.
Höfundurinn lítur um öxl,
minnist gamalla kynna og
bregður upp hverri myndinni
af annarri. En margt er
gleymskunni grafið. „í úthafi
endurminninganna eru þó eyj-
ar og sker, sem öldur tímans
liafa stöðvast við eða brotnað
á um stund“, segir höf., og get-
ur trútt um talað, því að furðu
gegnir, hve miklu hefir skolað
á fjörur hans frá úthafi endur-
minninganna.
Maður og mold. Höfundur
hennar, Sóley í HHð, er hús-
freyja í einni afskekktustu
sveit landsins. Hún tileinkar
manninum sínum, Jónasi A.
Helgasyni, bókina.
Margt fólk kemur við sögu,
og því er lýst af næmum skiln-
ingi á einkennum þess og ör-
lögum. Frásögnin er hrífandi
og krydduð ljómandi fögrum
náttúrulýsingum.
Jólasögur. — í þessari bók
,eru birtar nokkrar fallegar og
vel ritaðar jólasögur handa
börnum og unglingum eftir
Jóhannes Friðlaugsson. — Sög-
urnar eru þessar: Jólakertin og
laufakökurnar, Ásthildur, Jóla-
saga, Ljósið, sem aldrei deyr,
Hraustir drengir, Skipbrots-
maður. Horfin jól — heimt jól,
Einstæðingurinn, Jólahringing-
in, Dimm jólanótt, Munaðar-
leysinginn, Stórhríðin, Traust-
ur sendimaður óg Jólafriður.
Petra á hestbaki eftir Roar
Colbiörnsen. — Saga þessi, sem
ætluð er unglingum, greinir frá
norskri stúlku, sem fær íslensk
au hest að gjöf frá föður sín-
um á 15. afmælisdeginum síh-
um. Hún fer í sumarleyfinu
ríðandi á „Faxa“ sínum suður
til Oslóar og síðan upp um
Haddingjadal og upp í Valdres.