Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 11
Sunnudagur 10. des. 1950. MORGUNBLAÐIÐ 11 j Tvær nýjar barnabækur: <$> Jólabækurnar verða að vera skemmtilegar Sigrún á Sunnuhvoli SIGRÚN Á SUNNUHVOLI, eftir norska stórskáld- ið Björnstjerne Björnson, er einhver hugljúfasta saga, sem þýdd hefur verið á íslensku. — Sá, sem er vandur að vali sínu, velur því Sigrúnu á Suimu- hvoli handa ungu stúlkunum. Rósa Bennett Eýkur námi Þessi nýja RÖSU-bók er þrungin lífsgleði og æskufjöri. Sögurnar af Rósu Beimett eru sjálf- kjörnar bækur fvrir tápmiklar og frískar stúlkur. Ævintýraeyjan EFTIR ENID BLYTON í bók þessari segir frá furðulegum og spennandi ævin- týrum f jögurra barna. Bókin er svo skemmtileg og við- burðarík, að hún heillar hvert einasta barn gersamlega. Og ekki spilla myndirnar, þær eru bráðsnjallar og ná- ]ega fjörutíu talsins. ÆVINTÝRAEYJAN hentar jafnt drengjtun sem telpum, og stálpuð börn lesa hana sjer til jafn mikillar ánægju og yngri böm. ÆVINTÝRAEYJAN er fyrsta bók í flokki barnabóka, sem allar fjalla um sömu börnin, tvenn systkin, og ævintýrin, sem þau rata í. Bækur þessar hafa verið þýddar á flestar þjóðtungur, farið sigurför úr eínu landinu í annað og skapað höf- undi sínum heimsfrægð. Ævintýraeyjan er bókin, sem börnin mundu velja sjer sjálf, ef þau mættu kjósa. Margt er sjer til gamam gert Safn af gátum, leikjum, þrautum o. fl. Margt af þeim skemmtunum, sem áður voru athvarf unga fólksins, eru •nú að falla í gleymsku. Er það rjett þróun? Bók þessi er gefin út í því skyni að efla áhuga yngstu kynslóð- arinnar fyrir þjóðlegum skemmtunum, sem jafnframt geta á margan hátt verið þeim hollur skóli, þroskað hugmyndaflug þeirra og tamið þeim viðbragðsflýti og snarræði í hugsun. Bók þessi gefur börnum og unglingum verk- efni til hollra dægrastyttinga, sem eru af ram- þjóðíegum toga spunnar og skemmt hafa ís- lenskum börnum öld fram af öld. 2), tqúfan raupvnSulcj . 9<)unnará lcqájam lUU' Eiríkur gerist íþróttamaður Þetta er saga sem strákar, sem iðka íþróttir, óska sjer helst. Eiríkur er söguhetja, sem strákarnir taka sjer til fyrirmyndar og allir foreldrar mundu stoltir af að eiga fyrir son. Dúkkulísubókin Lísa og Lalli LÍSA OG LALLI er óskabók alira telpna, sem <i> leika sjer að dúkku-lísum. Auk dúkku-lísanna og allra fallegu fatanna þeirra eru i bókinni 7 smá- sögur um Lísu og Laila og fínu lísií-fötin þeirra. 9 ílftiit --------mJBMBBé i Enginn sjer við ÁSLÁKt IValt Disney og Loftur Guð- mundsson hafa hjálpast að við að gera þessa bók skemmtilega. Enginn sjer víð Asláki verður því í jólapakka allra yngri lesendanna. Bókin kostar aðeins 10 krónur. RöðuM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.