Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 3
>Sunnudagur 10. des. 1950. MORGUISBLAÐIÐ 3 Trúnaðarmenn Búnaðarfjelags íslands Éslendingamót í IMew York XRUNAÐARMENN Búnaðarfjelags íslands er tóku l'átt í námskeiði í Reykjavík 27. nóv.—7. des. '50, — Fremri röð, talið frá vinstri: Grímur Jónsson, Klifshaga, Norður-Þing., Hjálmar Jónsson, Hvanneyri, Borgarf., Benedikt Grímsson, Kirkjubóli, Strandas., Magnús Símonarson, Grímsey, Pjetur Guðjónsson, Vestmannaeyjum, Elías Melsted, Grund, V-Barð. — Aftari röð, talið frá vinstri: Jóhannes Davíðsson, Hjarðardal, V-ísafj., Jón Eiríksson, Volaseli, A-Skaft., Páll Páls- »on, Þúfum, N-ísafj., Hjörtur Sturlaugsson, ísafirði, Kristófer Grimsson, Rvík, Egill Bjarnason, Uppsölum, Skagaf., Gunnar Jónatansson, Stykkishólmi, Guðmundur Jósafatsson, Austurhlíð, Hún., Árni Pjetursson, Egilsstöðum, S-Múl, Emil Nic. Bjarnason, Selfossi, Ólafur Jónsson, Ak- wreyri., Ljósm.: V. Sigurgeirsson. Vöruflutningar með flug- vjelum aukast til muna í NÓVEMBER mánuði fluttu flugvjelar Flugfjelags íslands 1286 farþega, þar af 1012 i innanlandsflugi og 274 á milli landa. Ei'u þetta nokkuð fleiri farþegar en fluttir voru á sama tíma i fyrra, en þá var farþegatalan 1109. Veður var mjög hag- Stætt til flugs í mánuðinum, enda var flogið alla daga nema tvo. Má þetta teljast fremur sjaldgæft á þessum tíma árs. VORUFLUTNINGAR AUKAST Vöruflutningar Flugfjelags íslands í s. 1. mánuði námu sam tals 15.235 kg., og er þar um rösklega 60% aukningu að ræða miðað við sama tíma í fyrrg. „Gullfaxi“ flutti 5178 kg. af vörum á milli landa í mánuðinum, og hefir hann aldrei fyrr flutt svo mikla fragt á einum mánuði. Vöru- flutningar með flugvjelum fje- lagsins, bæði hjer innanlands og á milli landa, fara sífellt vaxandi. Hefir þannig t. d. ver- ið flutt helmingi meira magn af vörum með „Gullfaxa“ það sem af er þessu ári heldur en flutt var allt s. 1. ár. JÓLAPÓSTUR MEÐ FLUGVJELUM Þá voru flutt alls 7541 kg. af pósti í nóvember, en í sama mánuði í fyrra námu þessir flutningar 7155 kg. í desember má búast við miklum póstflutn ingum með flugvjelum Flug- fjelags íslands, ef að venju læt- ur. í jólamánuðinum í fyrra voru t. d. flutt liðlega 10.000 kg. af pósti innanlands og hátt á aðra smálest milli landa. Stefnir Stefnir er f jölbreyttasta og vand- aðasta tímarit sem gefiS er út á Islandi um þjóðfjelagsmál. Nýjum áskrifcndum er veitt mót- laka t skrifstofu Sjálfstæðisflokks- Þaraverksmiðja að Reykhólum! EFTIR að mælingar og athug- anir á þaragróðri fóru fram í sumar í Breiðafirði á vegum Rannsóknarráðs ríkisins, hefir Hallgrími Björnssyni verkfræð ingi verið falið að gera kostn- aðaráætlun um byggingu og rekstur þaraverksmiðju að Reykhólum og er hann farinn til Noregs til þess að kynna sér þaravinnslu þar í landi. Áður hefur verið skýrt frá rannsóknum Rannsóknarráðs ríkisins á þaragróðrinum í Breiðafirði í sumar, en þær voru áður einkum framkvæmd ar af dr. Jóni E. Vestdal. En í sumar gerði Marteinn Björns- son mælingar og athuganir við Breiðafjörð og kom í ljós, að á 60 ferkílómetra svæði reyndust 25 ferkílómetrar heppilegir til þaravinnslu. Lpiddu rannsóknirnar í ljós, að hægt er að framleiða ýms efni úr þara, sem gætu skilað nokkrum miljóna króna að út- flutningsverðmæti árlega. Gengisskráning 1 £................ 1 USA dollar ______ 100 danskar kr.____ 100 norskar kr. ___ 100 sænskar kr. ___ 100 finnsk mörk____ 1000 fr. frankar___ ins í Rvík og á Akureyri og “nn- 1100 belg. frankar fremur hjá umboðsmönnum ritsins 100 svissn. frankar um lund ullt. Kaupið og útbreiðiíi 100 tiekkn. kr._ Ste/ni. 100 gyllini ______ .. kr. 45.70 _ — 16.32 _ — 236.30 _ — 228.50 _ — 315.50 _ — 7.00 _ — 46.63 _ — 32.67 _ — 373.70 _ — 32.64 — 429.90 Þingi S.B.S. lokið LAUGARDAGINN 2. des. var 19. þing Sambands bindindis fjelaga í skólum haldið í Sam- vinnuskólanum. Mættir voru 41 fultrúi frá 8 skólum. Fyrrverandi formaður, Guð- bjartur Gunnarsson, setti þing- ið með ræðu. Formaður sambandsstjórnar flutti skýrslu stjórnarinnar um störf sambandsins seinasta ár. Sambandið stóð m.a. fyrir ræðuhöldum og skemmtunum 1. febr., hjelt málfundi um bindindismál og íþróttamót inn an skólanna. Gaf einnig út blað ið Hyöt. Þingið ræddi um starfsemi sambandsins og eflingu þess m. a. það, að gera starfsemina víð- tækari og meiri út um land, en til þess þyrfti helst að hafa sjer stakan erindreka. Var þess vegna samþykkt að stofna er- indrekasjóð, úr honum skal síð ar verja fje til þess að kosta erindreka til starfa fyrir sam- bandið. Fyrir þinginu lá tilboð frá hinu nýstofnaða íþróttabanda- lagi framhaldsskóla um sam- eiginlega útgáfu Hvatar, blaði Sambands bindindisfjelaga í skólum. Samþykkt var að taka því tilboði og ríkti mikill a- hugi fyrir því á þinginu, að samvinna milli þessara sam- banda verði sem best og nán- ust. Var stjórninni falið að semja við íþróttabandalagið um þau mál. Stjórn sambandsins er nú skipuð þessum mönnum: Formaður: Óli Kr. Jónsson, Kennaraskólanum, varaformað- ur: Jón Böðvarsson, Mennta- skólanum, fjehirðir: Guðmund- ur Georgsson, Menntaskólan- um, ritari: Elísabet Gunnlaugs- dóttir, Kvennaskólanum, með- stjórnandi: Valdemar Örnólfs- son, Menntaskólanum. Að lokum ávarpaði hinn ný- kjörni formaður þingið og sleit því. (Frá SBS). I F LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKI ÞÁ UVERr New York í desember. ÍSLENDINGAFJELAGIÐ í New lifnar alltaf við í kringum 1. des. og þá verður landamót. Annan desember síðastliðinn komu fast að hundrað íslendingar saman á Gramarcy Park hótelinu hjer í bænum og varð mannfagnaður góður. Thor Thors sendiherra og lónatan Hallvarðsson, sem nú er í sendinefnd íslands hjá Samein- uðu þjóðunum, voru heiðursgest- ir íslendingafjelagsins á mótinu, en önnur og óvænt gestkoma varð mönnum fagnaðarauki, því að biskup íslands, Sigurgeir Sig- urðsson, og kona hans voru ný- komin að heiman og þekktust boð fjelagsins og sátu veisluna einnig sem heiðursgestir. Ólafur J. Ólafsson setti hófið; hann hefur verið forseti fjelags- ins fjögur undanfarin ár, en yfir borðum vakti Hannes Kjartans- son, aðalræðismaður, máls á því, að ljett yi-ði farginu af Ólafi og kom fram með þá uppástungu að frú Guðrún Camp tæki við em- bættinu. Var það samþykkt með almennu lófataki. Með frú Guð- rúnu í stjórninni verða frú Mar- grjet Magnússon, Guðmundur Einarsson verkfræðingur og að- alræðismaðurinn sjálfur, en verk in munu þó enn lenda nokkuð á Ólafi J. Ólafssyni, því að hann verður áfram í stjórninni og lof- aði að verða til aðstoðar eftir megni. RÆÐUHÖLD Borðhaldið hófst með því, að þjóðsöngurinn var leikinn. — Sendiherrann flutti ræðu yfir borðum og beindi máli sínu fyrst til erlendra gesta, bauð þá vel komna og talaði á ensku. Þarna voru afgreiðslumenn íslensku skipanna mættir að vanda og menn í fylgd með konum sínum íslenskum. Bauð sendiherra bisk- upinn velkominn í hóp landarma og óskaði þess, að för hans gengi eins vel að þessu sinni og síðast, er biskupinn ferðaðist um Banda ríkin, þó að hann væri nú í öðr- um erindum. Var gerður að því góður rómur. Dettifoss var eina íslenska skipið í höfninni og var þetta fyrsta ferð þess hingað. Á- höfnin var þó fámenn í hófinu, ‘ en skipstjóri var þar fyrir henn- ar hönd og bauð sendiherra hann velkominn. Kvað hann það líka , sjerstaka ánægju, að Guðmund- ur Vilhjálmsson framkvæmda- stjóri Eimskipafj elagsins og frú hans væru viðstödd. íslenskir sjómenn sigldu nú fögrum skip- um um höfin og hingað væri Dettifoss kominn á ný. Það sýndi að fjelagið, sem ætíð tengdi landið við umheiminn, starfaði í þeim anda, að: „eigi skal gráta Björn bónda, heldur safna liði“. Tígulegasta og fegursta 'skip flotans, nýi Gullfoss, hefði þó 1 ekki enn komið til Vesturheims, en ekki væri örvænt um, að þetta vel búna skip kynni að koma hjer við land og væri vel til fall- ið, að Vestur-íslendingar tækju sjer einhverntíma far með því heim til ættlandsins. Sendiherrann mælti nokkur fleiri tækifærisorð til gesta, en minnti þá líka á alvöru heims- málanna, og var honum raunar ekki hugrótt. Bað hann alla að gera sjer ljóst, hver hætta land- inu væri búin, ef í odda skær- ist, en kvaðst þó ekki vilja hugsa þá hugsun til enda. Vonaði hann, að tími ynnist til sátta með þjóð- unum. Margt fleira sagði Thor Thors í röggsamlegri ræðu, og var hún með þeim brag, sem honum er laginn, að vera hrók- ur alls fagnaðar. RÆÐA BISKUPS Biskupinn talaði næstur og lýsti ánægju sinni yfir þessum samfundum; hann væri manna síðastur að heiman kominn og færði löndum kveðjur þaðan. — Hann sagði frjettir og kvað öll tíðindi góð, landið væri alltaf jafn fallegt, og hvað væru okk- ar erfiðleikar samanborið við þær þjóðir, sem í blóðbaðinu liggja. „Þessi svokallaða fátækt okkar“, sagði biskupinn, og vitn- aði í ræðu sendiherrans, „er ekki umtalsverð, því að auðurinn er ekki peningar og ísland á nóg af hinu“. Hann gaf þeim, er vildu flytja úr landinu, þau ráð sjómannsins, að sigla milli landa í nokkur ár, þá lærðist þeim að meta ísland. Biskup benti á gæfu mun okkar og þeirra, er yrðu að sjá af sínum nánustu fara I herþjónustu út í heim, og koma kannski aldrei aftur; hann talaði um hina heitu ást íslendinga á. ættjörðinni. — Ræðá biskups var hjartnæn og innileg. Borðhaldinu lauk með því, að María Markan söng nokkur lög. Snjólaug Sigurðsson, vestur-ís- lenskur píanósnillingur ljek und- ir. Frúin hreif veislufólkið með söng sínum, og var henni óspart klappað lof í lófa. Hún söng með- al annars Bergmál eftir Sveinbj. Sveinbjörnsson og Vögguvísuí Kiljans með nýju lagi eftir Jó» Þórarinsson; sjerstök beiðni kom fram um mörg lög, þar á meðal Draumalandið eftir Sigfús Ein- arsson. TVEGGJA MANNA „LANDAMÓT" Er söngnum var lokið voru borð upp tekin og stiginn dans fram yfir miðnætti, því margt var þarna af ungu fölki og ekki landamót á hverjum degi. Stúlk- ur voru í meiri hluta, og þó að- eins fátt þeirra, er um þessar mimdir starfa á heimilum New Yorkbúa. Nokkrar íslenskar kon- ur voru þarna með mönnum sín- um, er voru í herþjónustu á ís- landi á hernámsárunum, en hætta er á að við missum sjónar á þeim löndum vorum. Það er þó víst, að þar sem tvær eða fleiri íslenskar konur búa í sömu borg, eins og víða er í Banda- ríkjunum, eru alltaf „landamót** öðru hverju, og fyrsta desember var því víða minnst með hlýjum hugrenningum fólksins heima. Hinsvegar hafa landamótin hjer í New York breytt um svip, því að hjer stunda nú fáir og næst- um engir stúdentar nám. Daði Hjörvar. ikill slarfsáhugi í Óháða Fríkirkju- söfnuðinum ÓHÁÐI fríkirkjusöfnuðurinn hjer í bæ hjelt nýlega fyrsta að alfund sinn í Listamannaskál- anum, og var fundurinn fjöl- sóttur. Ríkti þar eindreginn á- hugi á að efla safnaðarstarfið á allan hátt og koma upp kirkjubyggingu hið allra fyrsta og var skipuð kirkjubyggingar nefnd og fjáröflunarnefnd. Fundurinn hófst með safnað- arsöng, þá minntist prestur safnaðarins, sjera Emil Björna- son, látinna safnaðarmeðlima og flutti hugleiðingu. Safnaðar- formaður, Andrjes Andrjesson, flutti skýrslu safnaðarstjórnar um starfsemina frá stofnun safn aðarins í byrjun þessa. árs, sem aukist hefur jafnt og þjett þrátt fyrir byrjunarörðugleika. Andrjes Andrjesson var ein- róma endurkjörinn safnaðarfor maður, en aðrir í safnaðar- stjóm eru þessir: Einar Einars- son, trjesmíðameistari' frú Ingi björg ísaksdóttir, ísleifur Þor- steinsson, söðlasmiður, Jóhann . Ármann Jónagson, úrsmíða- meistari, frú Rannveig Einars- dóttir, Sigurjón Guðmundsson, forstjóri, Stefán Árnason, for- stjóri og Tryggvi Gíslason, iðn- aðarmaður. Safnaðarráð skipa: Sjera Emil Björnsson, formaður, Ás- mundur Gestsson og Filipus Ámundason, en varamenn eru: Baldvin Einarsson og Ragnar Edvaldsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.