Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 10.12.1950, Blaðsíða 7
Simnudagur 10. des. 1950. MO RGUNBLAÐIÐ Aðalfundur í íslsitds- deild N, J. F. íslandsdeild N. F. J. íjelagsins hjelt aða;lfund sinn í Baðtsofu íðnaðarmanna á þríðjudags- kvöldið var. Mættir voru nær S0 fjelagsmenn og allmargt annarra manna, svo sem trún- aðarmenn Búnaðarfjelags ís- Jands. Formaður fjelagsins, Árni G. Eylands, skýrði frá starfsemi þess á árinu, sem leið og sagði frá búnaðarþingi því, sem háð var í Helsingfors um mánaða- mótin júní-júlí í sumar, þar sem mættir voru um 700 full- trúar, en frá því var ítarlega skýrt í Morgunblaðinu. Einnig ræddi hann um, að forgöngumenn á sviði búvísinda á Norðurlöndum, hefðu mikinn áhuga á því að efna til slíks Tbúnaðarþings hjer á landi. — Mætti af því mikið gott leiða fyrir íslenskan landbúnað, ef fjöldi slíkra gesta sækti oss heim. Hefur stjórn íslandsdeild ar NJF snúið sjer til þings og stjórnar varðandi þetta mál og er nokkur von til að það leys- íst á jákvæðan hátt. Úr stjórn deildarinnar áttu að ganga Runólfur Sveinsson og Gunnar Árnason og voru feáðir endurkosnir. Að loknum venjulegum fund arstörfum hjelt Runólfur Sveins son ítarlegt erindi um sand- græðslu og grasrækt. Rakti Runólf ur tilraunir þær, sem þeir bræður Páll og hann hafa gert á síðustu árum, með ræktun sjerstakra gras- tegunda austur á söndunum, sem vel hafa tekist, eins og frá hefir verið skýrt hjer í blaðinu, tílraunir með beit sauðfjár, á ræktuðu landi að hausti , til samanburðar við árangur af beit á sama tíma á venjulegum högum þar sem fjeð fær að ganga frjálst o. fl. En Runólf- ur er mjög fylgjandi því, að koma við ræktun beitilandsins. Því hann telur að með því móti geri beitarfjenaðurinn full komið gagn. Og girt verði fyrir að landgæði beitarjarðann.u rýrni. Hann lítur svo á, að árang- urinn af grasrækt á söndunum bendi tvímælalaust til þess, að menn eigi ekki síður að leggja stund á ræktun harðvellis en á mýraræktina, sem útheimtir erfiða og dýra framræslu. Urðu allmiklar umræður um erindi Runólfs o. fl. er þar að lýtur, svo sem búnaðarháttu og viðhorf búskapar til jarðvegs og landnota. Sigrún María SigurSardóliir Fædd 17. 5. 1869. Ðáin 28. 11. 1950. KVEÐJA FRÁ VINKONU. Gleymast seint hin gömlu kynni geymast vel í minningunni; um allt hið góða’, er gjörðir þú, af gleði hjartans, yl og trú. í>ó að kulda-kyljan móti Kaldan bljesi’ á lífsins grjóti, állt var bjart, ef bar þig að, því blíðan lá úr þínum stað. En nú er myrkt um miðjan daginn margur hnípinn rósa-haginn. Astúð hjartans elsku búnu. allir sakna hennar Rúnu. A. R. M. Eldgos í Nicaragua. MANAGUA — Fyrir skömmu urðu mikií eldgos í 'Nicaragua. Flúðu þúnundir manna frá heim- ilum s ’-um, einkum borginni Leon. Eidfjallið, sem skelknum veldur, heitir Cerro Negro. Þjer veljið vinum yðar sömu bæk urnar og þjer veljið sjálfum yður FLJOTIÐ HELGA eftir Tómas Guðmimdsson. — Hátindurinn í íslenskri ljóðagerð. — Verð í fögru bandi 75.00. BRJEF TIL LÁRU eftir Þórberg Þórðarson, innbundin 75.00 JÓN ARASON, Verð 110,00 skinnband ÍSLANDS ÞÚSUND ÁR Safn af öllum fegurstu ljóðum íslands frá iandnámsöld til nútímans, alls um 1000 kvæði eftir 400 höfunda. Rrit- stjóri: dr. Einar Ólafur Sveinsson, prófessor. 3 bindi, 1400 bls. öll í skinni fyrir kr. 300.00. VÍDALÍNSPOSTILLA Eitt gagnmerkasta verk í íslenskum bókmenntum. — Skrautútgáfa í skinni kr. 200.00. RIT JÓNASAR HALLGRÍMSSONAR Öll ljóð skáldsins, sögur, ritgerðir, brjef og ævisaga eftir Tómas Guðmundsson. 2. skrautbundin bindi með lit- myndum bundin í alskinn -kr. 450.00. HEIMSKRINGLA SNORRA STURLUSONAR Frægasta bók íslands með um 600 myndum eftir fræga norska málara. 800 bls. í stóru broti innbundin kr. 200.00. LANDNÁMABÓK ÍSLANDS Eitt sjerstæðasta verk í heimi. Saga landnáms alls landsins. Bókin er í stóru broti og fylgja 12 stór lit- prentuð kort af öllu landinu. Verð í skinnbandi aðeins kr. 195.00. VÍTT SJE JEG LAND OG FAGURT Söguleg skáldsaga um Þuríði á Fróðá, ægifögur ástar- saga eftir Guðmund Kamban. Bæði bindin í alskinni kr. 160.00. SAGNAKVER SR. SKÚLA GÍSLASONAR Formáli eftir dr. Sigurð Nordal. Myndir eftir Halldór Pjetursson. 1 skinnbandi kr. 100.00. % MAÐUR OG KONA Ástsælasta skáldsaga þjóðarinnar fyrr og síðar. Skín- andi falleg útgáfa með myndum. Verð kr. 70.00, 75.00, 80.00. ÆVTSAGA JÓNS THORODDSEN Eftir dr. Steingrím J. Þorsteinsson. Mikið og merki- legt rit í tveim bindum, bæði í alskinni kr. 144.00 GESTAGANGUR 24 frábærar sögur eftir Guðmund G. Hagalín. VerS kr. 50.00 heft, 60.00 og 80.00 skinnband. MEÐAN HÚSIÐ SVAF Skáldsaga, ástarsaga, eftir Guðmund Kamban. í skinn- bandi kr. 50.00. ÞOKAN RAUÐA eftir Kristmann Guðmundsson (kemur um miðjan desember). HVÍTI KRISTUR Stórbrotinn söguróman éftir Gunnar Gunnarsson kr. 90.00 rex., 110.00 í skinni. VÍKIVAKI. Verð kr. 75.00 í skinni. ÁRIN OG EILÍFÐIN Prjedikanir Haraldar Níelssonar í skinnbandi kr. 80.00, RIT JÓNASAR HALLGRlMSSONAR Öll ljóðin, sögur, ritgerðir og brjef og ævisaga, 800 bls. í fögru bandi aðeins kr. 75.00 ILLGRESI ljóð Arnar Arnarsonar og ævisaga. í fallegu bandi kr. 60.00. * FORNAR ÁSTIR eftir Sigurð Norðdal. FaEeg útgáfa í bandi kr. 58.00. ÚR BLÖÐUM LAUFEYJAR VALDIMARSDÓTTUR Verk Laufeyjar í bundnu og óbundnu máli með íormála eftir frú Ólöfu Norðdal. í skinnbandi kr. 70.00. RIT ÓLAFAR FRÁ HLÖÐUM Allt sem eftir frúna liggur í bundnu og óbundnu máli. Formáli eftir sjera Jón Auðuns. Verð í skinnbandi kr. 88.00 ÞYRNAR Þorstéins Erlingssónar. Verð kr. 120.00 í bandi. LJÓÐ Páls Ólafssonar í útgáfu og með formála Qunnars Gunnarssonar. í alskinni kr. 110,00. LJÓÐMÆLI Stefáns frá Hvítadal. Állar 5 Ijóðábækur skáldsins í einu bindi með formála eftir Tómas Guðmundsson kr. 120.00 í alskinni. LÍF OG DAUÐI, eftir Sigurð Norðdál. Athyglísverðasti ritgerðarflokkur sem birst hefir á íslandi. Verð i alskinni kr. 90.00. SVIPIR eftir Sigurð Norðdal. Stuttar ritgerðir um menn sam- tíðcir og fortíðar. 1 alskinni kr. 63.00. ÞRJÁR SKÁLDSÖGUR I þessu bindi eru þrjár vinsælustu tur Hagalíns, Krist- rún í Hamravík, Veður öll válynd og Vestan úr Fjörð'um. Einnig ritgerð um skáldið eftir dr. Stefán Einarsson. Verð kr. 60.00 heít, 80.00, 100.00. JUaafJÍ BJL*. °9 .'Aalstræti 18, Laugáveg 100, augavcg 38, Njúlsgötu 64. Austurstræti 1. —Laugr - g C9

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.