Morgunblaðið - 19.01.1951, Side 10
10
MORGVNBLAÐIÐ
Föstudagur 19. janúar 1951
■iiHiiiiiiiHiiiMMMM«Mi»iiiiiiiiiHiHiiiiiMiiii»iiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuHHiiiiiiiniiiH»iiiiiiuHiiiiiiH»iiiiiiiiiiHHHiiiHiiHHi»iiii»»iiimm<iu»iniMMi**iiMHUuiiHiiniii *í
AFSAklÐ, 8KAKKT HUIVIER
Eftir Allan Ullman og Lucille Fletcher
imimiiiimiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiMliiuiHiiiiiiiHiiiiiimiiuiHiiiiiiuiiiiumHiiiimiiiHimiiiHHHiiiiiHH iiiiiiHiiiiiHmmimimmmimuiiir
Hákon Hálcoimrson
Framhaldssagan 12
9:55
ÞaS var Sally.
„Fyrirgefðu hvað jeg var
heimskuleg og dularfull áð-
an“, sagði hún. „Jeg þorði ekki
að segja neitt. Jeg var svo
hrædd um að maðurinn minn
myndi heyra það. Svo gafst
mjer tækifæri til að skreppa út
og hringja til þín“.
„Já“, sagði Lecna, „það var
vissulega einkennilegt, svo ekki
sje meira sagt“.
„Þjer mun ef til vill finn-
ast þetta allt saman dálítið ein-
kennjlegt, Leona — að heyra
frá mjer cftir öll þessi ár. En
jeg mátti til að heimsækja
Henry í dag. Jeg hefj haft svo
miklar áhyggjur hans vegna“.
Hversvegna, má jeg spyrja,
skyldir þú hafa áhyggjur vegna
Henrys?“
„Áhyggjur? Jeg vona að þú
munir það, Sally, að það bar
aldrei neinn árangur að leggja
einhver brögð fyrir mig“.
„Jeg er ekki að reyna neitt
slíkt — jeg vil aðeins hjálpa
honum. Þetta getur verið mjög
alvarlegt — mjög alvarlegt
fyrir Henry. Það er dálítið erf-
itt að útskýra það. En jeg ætla
a ðreyna að segja þjer það allt,
og reyna að vera fljót“.
„Láttu það þá koma“, hreytti
Leona út úr sjer.
„Já. Fred, maðurinn minn,
er starfsmaður rannsóknarlög-
reglunnar.....“.
„En hvað það er gaman“,
muldraði Leona.
„Fyrir um það bil 3 vikum
síðan sýndi hann mjer úr-
klippu úr dagblaði um ykkur
Henry......“.
„Jeg man eftir því“.
„... . og hann vildi vita
hvort þetta væri ekki Henry
Stevenson sem einu sinni hefði
verið gullið mitt“.
„Gullið þitt?“ sagði Leona.
„Það var einkennilegt!“
„Jeg sagði að svo væri, og
Fred og hló og sagði áðeins.
Jahá, hvað sagði jeg ekki! —
Síðan stakk hann úrklippunni
í vasa sinn. Jeg spurði hann,
hvað væri undarlegt við það,
þó nafn Henry Stevenson væri
í dagblöðunum. Hann brosti
aðeins og sagði, að það væri
aðeins tilviljun — eitthvað
viðvíkjandi máli, sem hann
yndi nú að“,
„Mál!“
„Já. Hann sagði að hann
vildi ekki tala um það — það
væri aðeins á byrjunarstigi. —
Jeg. reyndi að veiða eitthvað
upp úr honum, en hann gerði
aðeins gys að mjer og stríddi
mjer með því að jeg væri enn-
þá hrifin af honum....“
„Sem þú hefir auðvitað bor-
ið á pióti“, sagði Leona hæðnis-
lega.
„Já, auðvitað-----“, svaraði
Sally. „Það væri hlægilegt eftir
öll þessi ár!“
„Haltu áfram------“.
„Þegar þarna var komið, vor-
um -við ao Ijúka við morgun-
verð okkar. Síminn hringdi.
Það Vm eiím ai undirmönnum
Fred — einn af starfsmönnum
rannsóknarlögreglunnar. Jeg
heyrði að Fred minntist á
Stevenson og annað nafn Har-
poolitan, heyrðist mjer Fred
riefna. „Já, auðvitað. förum við.
Segðu Harpootlian að undir-
búa sig. Við notum fimmtudag
inn og förum um kl. 10.30 og
hittumst á South Ferry skipti-
stöðinni!“
Órstutt hlje varð nú á frá-
sögn Sally og Leona sagði reiði
lega. „Sjáðu, Sally. Þetta er
allt saman mjög skemmtilegt.
En getur þú ekki komist að að-
alatriðinu? Það getur verið að
Henry sje einmitt á þessari
stundu að reyna að ná í mig.
Og hvaða samband er eiginlega
á milli Henry og alls þessa
heimskulega þvættins um eig-
inmann þinn?“
„Jeg reyni að segja þjer alla
söguna í stuttu máli“, sagði
Sally afsakandi. „En þetta er
allt svo flókið og jeg verð að
segja þjer alla söguna. — Jeg
mundi ekki hafa ónáðað þig, ef
erindið hefði ekki verið mikil-
vægt“.
„Jæja“, sagði Leona og and-
varpaði, „hvað er þá næst?“
„Jeg — jeg elti þá —“.
„Þú hvað —?“
„Jeg elti þá. Þennan fimmtu-
dagsmorgun. Það er ef til vill
ótrúlegt — það virðist svo
heimskulegt — en mjer stóð
beigur af öllu því, sem gerst
hafði. Jeg vildi vita, hvað væri
að ske. Jeg hefi verið náinn vin-
ur Henrys nær því allt hans
líf. Jeg — já — það er ýmis-
legt í fari hans, sem er dálítið
torskilið. Jeg reyndi að vara
þig við því, fyrir mörgum ár-
um síðan“.
Leona var orðin mjög óþolin-
móð. „Jæja“, sagði hún. „En
er nauðsynlegt að þú segir mjer
alla þessa sögu? Ef þú ert að
reyna að gera mig óttaslegna,
Sally,-þá er eins gott fyrir þig
að hætta þegar í stað“.
Svar Sally var jafnvel ennþá
aumlegra. „Vertu ekki svona
tortryggin", sagði hún biðj-
andi. „Jeg ætla aðeins að segja
þjer, hvað skeði, því það kann
að vera eitthvað í sambandi við
fjarveru Henrys í kvöld. Jeg
veit það ekki með vissu. En
lofaðu mjer að tala út....“
„í öllum guðanna bænum“,
sagði Leona. „Eins fljótt og þjer
er unnt“.
„Þennan morgun var rigning
arúði. Jeg hafði regnhlíf, svo
hún huldi andlit mitt allan tím
ann, þó það hafi kannski ekki
skipt miklu máli. Það er ekki
erfitt að veita fólki eftirför —
sjerstaklega þegar rigning er.
Jeg sá Fred hitta tvo aðra
menn — annar þeirra var Joe
Harris sem vinnur einna mest
með Fred. Hinn var dökkleitur
náungi vel klæddur og með
ljóst* liðað hár. Jeg býst við,
að það hafi verið þessi Harpoot-
lian, sem Fred hafði minnst á.
Jeg beið í nokkurri fjarlægð
meðan þeir fylgdust með mann
þyrpingunni í áttina að ferj-
unni. Jeg var lengst af í snyrti
klefa kvenfólksins“.
„En skemmtilegt!“ sagði
Leona háðslega.
„Já. Það var öruggasti stað-
urinn“, og síðan hjelt Sally
áfram og var mikið niðri fyr-
ir, „þegar þeir fóru af ferjunni
á Staten Island tóku þeir lest-
ina. Jeg var rjett á eftir þeim.
En að sjálfsögðu ekki í sama
vagni....“.
„Að sjálfsögðu ekki“, át
Leona eftir.
„.... en nokkrum vögnum
aftar. Jeg hafði nánar gætur á
því, þegar þeir stigu af lest-
inni og fór þá einnig að dæmi
þeirra. Ennþá var sami rigning-
arúðinn og enginn veitti mjer
eftirtekt. Flestir voru að flýta
sjer. Sennilega til að komast
inn úr rigningunni“.
„Mjög sennilegt —“, sagði
Leona.
„Þetta hverfi virtist illa
hirt. Húsin voru niðurnídd,
göturnar bugðóttar og holótt-
ar, því sandur hafði verið bor-
inn ofan í þær. Fred og menn-
irnir tveir gengu áleiðis til
strandarinnar, en jeg staðnæmd
ist í dimmu húsasundi. Þaðan
gat jeg vel fylgst með ferðum
þeirra, og ólíklegt var að nokk
ur veitti mjer athygli þarna £
skugganum“.
„Jæja, já“, sagði Leona,
„ætlast þú til, að.......?“
„Það er satt! Það er satt!“
fullyrti Sally. „Jeg sagði þjer,
að það kynni að vera ótrú-
legt......“
„Ótrúlegt er varla hið rjetta
orð.......“
„Fyrir utan Fred og menn-
ina tvo var aðeins ein mann-
eskja sjáanleg. Það var lítill
drengur, sem gróf eftir hörpu
diskum í fjöruborðinu. Ljós-
hærði maðurinn virtist stað-
næmast augnablik og horfa á
drenginn, og drengurinn benti
með höfðinu í áttina að húsi
einu nokkuð langt undan. Síð-
an hjelt harm greftrinum á-
fram, en mennirnir gengu að
smáskála einum og fóru þar
inn“.
Sími 7394 Pósthússtræti 13
Nýr
Rafha
í þvottapottur til sölu. Uppl. í |
j síma 7908.
•Illllllltllllllllllllllllllllllllllllllllf HHIIHIIIIIIIIIIIIIIIIIII
HIIIIIIIIIIMHIUIIIIUIIIHIIHIIUIUIIIMUHIIHIIIHIHIUIIIII'
10AR|\AVAG|\
| Nýr eða nýlegur harnavagn :
; óskast til kaups. Uppl. í sima I
* 3755 milli kl. 6—8 í kvöld.
MWinMIMIMMIMIHIHIimiltllUIIIIIIHnilMllfClttlllfnilH
58. v
Loksins stóð jeg á gróðurlausu fjalli, sem náði langt fram
í sjóinn, og fyrir framan lá hafið svo langt sem augað eygði.
, Til vinstri var Skjaldbökuey, til hægri var vogurinn og
jströndin sem lá upp að „garðinum“. Og bak við það var
'heimilið mitt. „Óþekkta landið“ greincli jeg óljóst langt tjl
, hægri. Á engum stað á eynni hafði jeg sjeð eins mikið af
konungsríkinu mínu í einu, og þess vegna skírði jeg þennan
stað Sjónarhól.
1 Allt í einu kom jeg auga á nokkuð skrýtið úti á sjónum.
’Fyrst hjelt jeg að það væri sker, en þegar jeg horfði lengur
á það, sá jeg, að þetta var kinnungurinn á skútu. Já, nú sá
jeg það alveg greinilega. Þetta var flak.
j Jeg gekk í kringum voginn til þess að komast nær, og
velti því fynr mjer, hvernig jeg ætti að fara að komast
út í flakið. Jeg gat ekki synt þangað, því að hvar sem var
j á ströndinni, sáust alltaf þríhyrndir hákarlsuggar upp úr
’ sjónum. Ef til vill gæti jeg byggt mjer fleka. Jeg hafði bara
! stóra hnífinn, svo að það myndi verða erfitt verk að fella
, öll þau trje, sem jeg þurfti með. Þar að auki hafði jeg enga
! nagla til þess að festa þau saman með.
Þegar jeg var kominn hringinn í kringum voginn og nið-
ur á tanga, sem þar var, sá jeg, að flakið lá hálfvegis uppi
|á hólma. En þá var jeg orðinn svo þreyttur og uppgefinn,
að mig langaði bara til að komast heim.
„Ertu lifandi, Mary?“ hrópaði Jens.
„Ertu lifandi, Jens?“ hrópaði Mary.
Jeg strauk mjúkar fjaðrir fuglanna. Svo klifraði jeg nið-
ur bambusstigann til þess að heimsækja geiturnar mínar.
Þær voru alltaf vanar að koma hlaupandi á móti mjer, en
i þetta sinn sáust þær einu sinni ekki. Jeg leitaði bæði vel
og lengi, og loksins heyrði jeg þær jarma efst við girðing-
una. En á jarminu bevrð’ ieg, að bar hlutu að vcra fleiri
geitur en þær, því að jeg þekkti rödd húsdýranna minna.
Jeg læddist varlega nær. Geiturnar mínar hlupu van-
stilltar fram með girðingunni, og fyrir utan kom jeg auga
á stóran geithafur. Hann yrði miklu erfiðara að ná í heldur
en hinar, og ekki þorði jeg að opna hliðið, því að þá myndu
geitin og kiðlingurinn hlaupa út í veður og vind.
Nú varð ieg að vera kænn. Jeg gekk svo nálægt, að geit-
urnar heyrðu til mín, og tók að kalla á þær lágum rómi.
Kiðlingurinn kom strax þjótandi og stökk upp eftir mjer
í mikilli kátínu. Jeg batt hann í spotta og teymdi hann með
mig um slagsniál, sem þú hefðir lent
í við son hans í gær.“
Sonur: „Er það? Jeg vona, að þjer
hafi gengið. eins vel og mjer.“
I .. . ★
jRilriIíli el,«kenda.
„Af hverju sættast Jón og Lára
:eklú?“
„Uss, þau langar til þess, en þau
muna ekki lengur hvað það var, sem
þau rifust um.“
'Affiökun
„0, eruð þjer raunverulega hug-
Iesari?“
„Já.“
„Þó vona jeg, að þjer sjeuð ekki
! móðgaðir við mig. Jeg meinti ekki
það, sem jeg var að hugsa um yður.“
★
Erfiðloikar lífsins
Móðir: „Af hverju ertu að gráta,
góða?“
Lítil dóttir: „Af því að mig langar
svo til að gefa hænunni minni þenn-
an orm.“
Móðirin: „Af hverju gcrirðu það
þá ekki?“
Dóttirin (grætur hairra): „Af [iví
að jeg er svo hrasdd um að ormur-
inn vilji það elíki.“
HlltiKI'.-'IHHH
| Hvítur, prjónaður
JH ' U------------- I
A4 «U, A
j tapaðist á leiðinni frá Húsmæðra i
'• skóla Roykjavikur að Lækjar- f
torgi. Finnandi vinsamlegast i
j heðinn að hringja í síma 80096 i
gegn fundarlaunum.
Eigandihn veit best, hvar skórinn
kreppir.
j Portúgalskur málsháttur.
★
Mtinurinn.
Hún: „Jeg er svo glöð, að við skul
um vera trúiofuð."
• Hann: „En þú hefir alltaf vitað,
að jeg elskaði þig.“
Hún: „Já, elskan, jeg vissi það, en
það gerðir þú ekki.“
★
„J5U vfist, að pú att aö eiska ná-
unga þinn eins og sjálfan þig.“
„Já, en vandræðin við það eru,
nð þegar jcg reýnj það, þá enda jeg
uiltaf með því að hata sjálfan mig.“
★
Faðir: „Heyrðu, Bill, Smith kom
Flíprrin ^ TfJOrfT-jiri fíl krv<«r< +->1^ tríft
* *
VfeLstpn. |
Vanur vjelstjóri óskar eftir I
plássi á góðum hát. Uppl. í sima I
1397 kl. 1—3.
'iiillllliil.iiiuB