Morgunblaðið - 02.02.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.02.1951, Blaðsíða 10
10 MORGVNBLAÐIB Föstudagur 2. febrúar 1951. 'ttniiiiiiiiii iiiifiMlMiiiiiMfr AFSAKID, SKAKKT NOMER Eftir Allan Ullman og Lucille Fletchei Framhaldssagan 24 Eftir að Evans hafði lagt heyrnartólið á, starði Leona lengi á rauða tölustafina á mið anum. Það var eins og hún byggist við að þeir mundu i hverfa ef hún liti af þeim. — Síðan hringdi hún. í fyrstu mis tókst henni, vegna þess, hve hendur hennar skulfu. — Um leið .pg hún hringdi að nýju óx kvíði hennar og hjarta hennar sló örar. Hún funn ákafan sting í brjósti sjer í hvert skipti sem hún dró andann. í þetta skipti heppnaðist henni að hringja og eftir nokkra stund var svar- að: „Caledonia 5:1133“. Það var karlmaður sem kom í símann. Vegna ótta hennar var rödd hennar óeðlilega há og skræk. „Caledonia 5:1133?“ spurði hún. „Er hr. Stevenson þarna?“ „Hver, frú?“ „Hr. Stevenson. Henry Stev- enson. — Hr. Evans sagði mjer að hringja“. „Stevenson, sögðuð þjer? — Augnablik — jeg skal athuga það“. Hún heyrði að heyrnartólið var Jagt niður. Síðan heyrði hún fótatak mannsins, er hann gekk frá símanum. Þá varð þögn. Sekúndurnar liðu hægt. Hjarta hennar barðist um eins og það væri að reyna að komast út úr brjósti hennar. Hún kreppti hendina sem laus var, svo neglurnar stungust inn í lófa hennar. Hún heyrði ámát legt væl utan frá ánni og ein- hver sem fram hjá fór — ef til vill lögregluþiónn, sló með trje bút utan í járngirðinguna við húsið. Þg kom maðurinn aftur. „Nei. Hann er ekki hjerna, frú“. „Oh“, sagði hún. „Hr. Evans sagði. að það mætti búast við honum þarna. Viljið þjer taka fyrir mig skilaboð til hans?“ „Skilaboð? Við tökum aldrei skilaboð, frú“. Maðurinn virtist dálítið undrandi — en hafði þó gáman af þessu'. „Þau mundu aldrei komast til hins rjetta við tákanda“. „Nei, ekki það“, sagði hún. „llvaða númer er þetta?“ „Caledonia 5:1133“, sagði maðurinn. „Tlie City Morgue“. Hún sat h’’eyfingarlaus í rúm inu og reyndi í örvæntingu sinni að mynda sjer söguþráð úr öUu því sem hún hafði heyrt þetta hræðilega kvöld. Og úr myrkviði óvissunnar hóf hún að skapa hina sönnu rás viðburð anna. Eftir því sem aðalatrið- in urðu henni augljósari óx ang ist hennar og kvíði. Að slíkt sHuli hafa hent hana! jÞetía hræðilega símtal — hugsaði hún með sjálfri sjer. Hversvegna vnr það einmitt hún sem varð til þess að hlusta á það? Hversvegna hafði alltaf verið upptekin línan, þegar hún reyndi að hringja á skrifstof- una hjá Henry? Hver hafði ver- ið á skrifstofunni, ef það var gVVí T-Tonrxr oiAl-fvjv.9 Q'i pf oi hver — sama hver er — hefir verið á skrifstcfunni, gat það þá verið að annar aðilinn að þ^ssu dularfulla samtali hafi verið.... ? Nei — hún gat ekki hugsað til þess. Hún skyldi ekki láta hað hvsrflo oð sjer. — Það" gat. var nægilegt annað umhugs- unarefni. En hvað um frásögn Sally? Að Jíenry væri flæktur í eitt- hvert mál gagnvart yfirvöldun- um? Hún varð að trúa því — eða að minnsta kosti nokkru af því — því að frásögn Evans hafði verið samhljóða. Ef hún tæki Evans trúanlegan mundi Henry nú vera að reyna að út- vega þessa peningaupphæð — þessa hundrað þúsund dollara. Og það mundi honum ekki tak- ast. Nema þá hann segði Jim Cotterell alla söguna — sem hann mundi aldrei gera Hún íhugaði með sjálfri sjer, hvern ig hegðun Henrys hafði verið upp á síðkastið — en þá minnt- ist hún samtalsins sem Sally hafði átt við hana fyrir mörg- um árum síðan, þegar hún skýrði henni frá hinni undar- Iegu dýpt í sakferli hans. Sally hafcö haft á rjettu að standa! Hyað gat þá Henry tekið til bragðs? Svarið við þeirri spurn ingu var henni ljóst allt frá því ;ð samtal hennar og Evans lauk. Hún gat ekki lengur bægt því frá huga sjer, fremur held- ur en hinni raunverulegu þýð- ingu samtalsins milli morðingj anna. tveggja. Og þegar þessi óhugnanlega niðurstaða tók að grafa um sig í hug hennar, heyrði hún háv- aðann og skröltið frá lest sem fór yfir brúna. Hugur hennar hvarflaði aftur í tímann .... viftskÍDtavinur okkar.....Síð- an bíð jeg þangað til lestin fer yfir brúna .... ef hún skyldi hrópa .... er ekki allt í lagi með að nota hníf .... viðskipta vinur okkar .... viðskiptavin- ur okkar .... hún á ekki langt eftir ólifað .... jeg bíð aldrei eftir að einhver deyi .... við- skiptavinur okkar .... við- skÍDtavinur okkar .... við- skiptavinur okkar.... Skelfingu lostin þreif hún til símans og hringdi á símamið- stöðina. „Hvaða númer?“ Hvað, þetta var blíðlega sagt! „Jeg vil fá samband við lög- regluna“. Nokkrum sekundum síðar var svarað í símann. „Lögreglu stöðin í Seventeenth Precinct. Duffv undirforingi talar“. „Þetta er frú Stevenson aft- ur“, sagði hún. „Jeg hringdi til yðar. fvrir stuttu síðan....“. „Já, frú. Frú Stevenson, var það ekki?“ „Frú Henry Stevensorí til heimilis 43 Stutton Place. .Tog hringdi til yðar út af símtali sem jeg heyrði af tilviljun“. „Já, frú. Jeg man það vel“. „Já, jeg var að velta því fyr- ir mjer, hvað þjer hefðuð gert í sambandi við það?“ „Málið liggur ennþá hjerna á skrifborðinu hjá mjer“, sagði Duffy kuldalega. „Fn — hafið þjer ekki. ...“ „Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur ef eitthvað kemur fyrir... .“ „Ef eitthvað kemur fyrir?“ át hún eftir. „Eigið þjer við að hlutirnir verði að vera um garð iiiiiiiiiiiimiiiiitBamiMmimiiitiiiiiiiMimuiiiiJiiiittmá jafnvel þó að það kynni að vera sannleikur. Því þrátt fyrir allt varð það að vera ósatt. Og ef hún segði það, kynni það að vekja grun. Hún gat ekki sagt lögreglunni frá því. Hún varð að finna einhverja aðra leið. „Jeg bið yður að afsaka ó- næðið“, saffði hún lágt. — Jeg bjóst við því að þjer hefðuð að minnsta kosti sent aðvörun til allra lögreglubílanna. . ..“ „Það verður aðallögregluvarð stofan að taka ákvörðun um“, sagði Duffy. „Við sendum mál- ið til þeirra og síðan ákveða þeir, hvað gera skuli. En þeir hafa ekkert gert í málinu enn- þá“. „Þakka yður fyrir“, sagði hún. „Jeg vona að þetta sje aðeins misskilningur“. Hún lagði frá sjer heyrnar- tólið. og hugsaði um, hvað hún gætj, tekið til bragðs næst. Hún varð að gera eitthvað. — Eitt- hvað til að verja sjálfa sig, ef svo skyldi fara að. . . . Levnivörð? Það gat verið gott ráð til að fá mann til að gæta hennar. Hún leit á klukkuna. Ellefu! Hún hafði nauman tíma. Með skjálfandi hendi hringdi hún á símamiðstöðina. „Jeg vil tala við skrifstofuna, sem ráðstafar leynivörðum“, sagði hún taugaóstyrk. „Þeir eru allir skráðir í At- vinnu- og viðskiptaskránni, frú“. „Jeg hefi enga atvinnu- og viðskiptaskrá — jeg á við — jeg hefi ekki tíma til að leita — það — það er orðið fram- orðið“. „Jeg skal gefa yður samband við upplýsingadeildina“. „Nei hrónaði Leona reiðilega. „Yður er sama hvað kemur fyr ir mig, er það ekki? Jeg gæti dáið :— og yður stæði á sama.. “ „Jeg bið yður afsökunar“. „Gefið mjer samband við sjúkrahús“, sagði Leona. „Nokkuð sjerstakt sjúkra- hús?“ „Alveg sama hvert er“, hróp aði hún. „Hvaða sjúkrahús sem er — heyrið þjer það?“ „Augnablik“. Siálcon Hákosí^son 64. Þó að skipið væri brotið um miðjuna, var mikið um borð, sem jeg gat notað til þess að búa til úr stóran og sterkan fieka. En það myndi ekki vera flýtisverk, svo að jeg ákvað uð vera á flakinu um nóttina. | Jeg fór frá klefa til klefa til þess að athuga, hvað jeg fvndi, sem ljettast væri að búa til fleka úr. í einum klefan- iim fann jeg margar gamlar tunnur og ákvað að nota þær íyrir botn. Þær urðu auðvitað að vera alveg þjettar, svo að jeg batt reipi utan um þær og henti þeim fyrir borð. Jeg fann nóg af borðum, sem jeg gat notað í þilfar, og í timbur- mannskistunni fann jeg mikið af góðum verkfærum. Það, sem eftir var dagsins ákvað jeg að nota til þess að rannsaka, hvað jeg ætti að hafa með mjer í land, en fyrst varð jeg að fá mjer eitthvað að borða. Jcg var svo kunnugur um borð, að jeg þurfti ekki að leita lengi til þess að finna mat. Þarna voru tunnur með kjöti og fleski. Það hafði verið vondur matur, þegar skipstjórinn keypti þann, og hann var ennþá verri núna, en jeg fann sykur, kaffi, te og mjöl og margt annað, sem mjer kom vel. Brauðið var auðvitað myglað og jeg hafði heyrt skips- höfnina segja, að brennivínið væri vont. Mig langaði heldur ckki í það, en mig langaði í kaffibolla. Þegar jeg var búinn cð leita góða stund, fann jeg pott, sem jeg gat soðið í, en eidhúsið hafði farið útbyrðis, og með því mest af eldhús- áhöldunum. Jeg kveikti eld á þilfarinu, og brátt fann jeg indælan kaffiilm. Jeg hafði haft með mjer silfurkönnu með vatni, en ákvað að spara það. Niðri í skútunni fann jeg vatnstunnu. Vatnið í henni var ekki gott, en það var samt hægt að nota það. Meðan vatnið sauð, fór jeg niður í káetuna til þess að sv o VJL\J iJJUp'’ stjórann, að jeg var ennþá hálfsmeykur við að snerta neitt þar. Hann hafði haft lyklana með sjer, en jeg gat brátt brotið upp skúffur og skápa. í einni skúffunni fann jeg úr. Jeg tók það og stakk því í vasann. Jeg fann einnig marga aðra hluti, föt, bækur, brjef,.og í skáp fann jeg brennivín og kex, sjókort og nokkur siglingatæki. 11:00 rf's'y /-> v, + <-> 1 -1 'N 4-11 starfa?“ „Jeg sagði yður það áðan, frú að þegar upplýsingarnar eru óljósar, þá er ekki mikið hægt að aðhafast“. „En....“. Hún þagnaði. Hún Hún beið óþolinmóð meðan síminn hringdi og horfði á hálfopnar dyrnar og síðan á skuggalegar myndirnar á veggj unum. Þá var svarað. „Belle- vue“. „Má jeg fá samband við hjúkrunardeildina“, sagði Le- ona, .— „Hvern viljið þjer tala við?“ IffthxT * rvwhqurrJi cJr fjymx,) enginn innhrotsjijófur jnun líta þvi.“ ★ iriS „Og svo er bara eflir aS sleppa, og þá er maSur aftur frjáls maS- „Komdu hingað yfir“ kallaði vin- ur til ölvaðs borgara, sem hann sá hinum meginn við götuna. Sá, sem ávarpaður var, hristi höf- uðið og deplaði augunum. „Koma yf — hik — yfir!“ svaraÖi hann. „Það er nú það eina, sem jeg get gert — hik — til þess að vera þar sem jeg er.“ Greinlcgt merki. „Mamma, maðurinn minn elskar mig ekki lengur.“ „Af hverju segirðu þetta, barn?“ „Af því að jeg hef alltaf vakið hann mcð kossi á morgnana, en í gmr keypti hann sjer .vekjaraklukku." Af tvennu illu „Ætlið þjer að fara heim í þessu hræðilega vcðri? Verið þjer heldur kyrr og horðið kvöldverð með okkur“. „Þiikk fyrir, en svo slæmt er nú veðrið ekki.“ ÞaS var nýjársdagsmorgunn. T.veir mjög likir menn mættu ná- unga, sem sýndi öll merki greini- legrar lirteðslu, þegar hann kom auga á þá. Eftirfarandi samtal fór á milli þei rra: „Verið ekki hræddir, þjer sjáið ekki tvöfalt. Við erum tvíburar.“ „Ailir fjórir?“ ■ IIIIIIIIIIIIIIIIIMIflllllMMMflllllllMIIIMMMIIIIIIIIIMIIIIIII > rff V»oy fT»Ó V\T for álciíis til T) a Kaup- Míkill kostur. Ko»ipt7 Viílrn^í n« q* V ci numnahafnar þann 10 þ.m Farseðlar óskast sótlir i dag og á morgun. Tilkynningar um flutning óskast hið fyrsta. SkipnnfgreiSsla Jes Zimsen pyt.... > A n- ,....... borðbúnaðinn. „Auðvitað trúi jeg yður, þegar þjer segið, að þetta sje ósvikið silfur“, sagði liún, „en ein- hvernveginn virðist það ekki vera það.“ „Það er einmitt það góða við það“, svaraði kaupmaðurinn. „Þjer getið i l MVCNIS E. IUIDVINSSON | 5 Úra- og skartgripaverslun Luagaveg 12. 1 hvar scui þjer vi IMIIIIIIIMIIIMmMIIIMIIMIIMIIIMIIMlMlMIIMIMIMTi ,11111« I F LOFTVR GVTL'íl ÞAD EKKl þá m ííí: :

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.