Morgunblaðið - 09.02.1951, Side 8

Morgunblaðið - 09.02.1951, Side 8
8 MOKGUTSBLAÐIB Föstudagur 9. febrúar 1951 Löo um sveifarstjórn arfcosningar í GÆR var lögfest á Alþingi frumvarp um breytingu á lög- um um sveitarstjórnarkosn- ingar. í lögum þessum segir: Allar kosningar samkvæmt lögum þessum skulu vera leyni legar. Bæjarstjórnir og hrepps- nefndir í hreppum, þar sem fullir % íbúanna eru búsettir í kauptúni, skal kjósa hlutfails- kosningu. Nú kemur enginn framboðslisti fram áður en framboðsfresti lýkur, og skal þá kjósa óhlutbundinni kosn- ingu. í hreppum, þar sem fleiri en y4 íbúanna er búsettur utan kauptúns, skal kjósa hlutfalls- kosningu, ef 1/10 kjósenda kréfst þess brjefiega við odd- vita kjörstjórnar 6 vikum fyr- ir kjördag. Þó nægir, áð 25 kjós endur krefjist þessa. - Afmæii Framh. af bls. 5. indum. Móðirin finnur enga hvöt hjá sjer til að. rekja þá sögu, hún veít að fáir skilja hana. Hún veit og trúir að björg gefst með barni hverju og finnur að hið móðurlega fórnar- eðli styrkist við hverja raun. Og svo kemur faðirinn til hjálp- ar, eftir fyllstu getu, og sigurinn vinnst — stórsigur. Eftir að börnin eru svo öll ..komin upp“, verður endurminningin um æfinfýrið, eins og þægilegur, sætur draumur, með notalegri vitund um unninn sigur og uppfylltar skyldur. Þetta skilja þeir foreldrar sem vinda fram stórum bamahóp. Bóndinn og húsfreyjan í Skógargerði þekkja þetta og skilja. Þau hafa gengið i gegnum öll stig þessa skóla og staðist prófið með ágætum. Þau vöndu börn sin snemma við hverskonar iðju í sól og regni, frosti og fjúki, og með hæfilegu inninámi, vuf þetta hollasti skólinn, sent ávallt fyrr. Það er til marks um frjálshyggju Gisla bónda, að hann fann upp á þvi, framan af árum, að láta ekki skíra börn sín, sem venja er, en ]jet heimanafngift duga, að sinni. Gerði líklega ráð fyrir, að þetta væri ekki hættulegt lögmálsbrot, Má vera að til grundvallar hafi legið hreinar hag rænar ástæður. Barn kom með hverju ár'inu, það var regla. Var þá ekki skynsamlegt að safna saman i álit- legan hóp, til afgreiðslu á einni stundu, heklur en skipta í smábitl inga árlega. Svo kom loks hinn stóri dagur. Skógargerðishjón ríða fjölmenn til kirkjunnar, og eiga nú brýnt erindi. Það átti að ferma pilt, þriðja bam þeirra hjóna, og skíra átta dætur, sem vafalaust gátu fullkomlega svar- að fyrir sig sjálfar. Þetta þótti, sem var, einstæður og eftimiinnilegur viðburður. Gisli bóndi hefir stórum bætt jörð sína á alla lund, með ræktun, bygg- ingum og girðingum. Hann hefir verið þrautseigur og framsækinn við bústörfin, hverju sem mæta var og hvernig sem bljes. Kom þetta einna Ijósast fram við kartöfluræktina. Ef kartöflurnar spruttu ekki hjá Gisla í Skógargorði, þá vár uppskeran bág- borin annars staðar ytra þar. Þótt undarlegt megi virðist, hefir Gisli þrátt fyrir allar annir, gefið sjer tima til að skrifa þö talsvnrt í blöð og timarit. Veldúr þar um áhugi hans á almennum málum, og hneigð til ritstarfa. Jeg hefi nú reynt að draga fram og skýra nokkuð hina rjettu iínu, er mjer skilst að afmælisbarnið hafi þrtptt til þessa, og eigi með fullum rjetti. Jeg er nú ekki alveg á því. að beiðast afsökunar á þeirri hug- kvæmd rriinni. Hitt er mjer ofar í huga að staðfesta „kvittinn“ með því að 'óska afmælisbarninu og húsfreyj- unni í Skógargerði, að þau mættu eiga framundan, sem allra drýgstan spöl á línunni — gæfubrautinm. sem til heilla horfir. Björn Þorkelsson. Áðalfuncfyr Bakara- méisfarafjelagsins AÐALFUNDUR Bakarameist- arafjelags Reykjavíkur var haldinn 31. janúar s.l. Formaður flutti skýrslu stjórnarinnar yfir síðastliðið ár og gat meðal annars nokkurra merkustu viðburða í sögu fje- lagsins á árinu 1950: Fjelagið fjekk húsnæði til fundarhalda og annarar starfsemi í Borgar- túni 6 (húsj Rúgbrauðsgerðar- innar), og verður þar héimili fjelagsins framvegis: 30 ára áf- mælis fjelagsins 8. sept. s.l. var minnst rusð afmælisfundi þann dag að viðstöddum mörgum stofnendum þess. Auk þess var afmælishóf haldið að Tjarnar- kaffi 28. október í tilefni af þessu afmæli voru tveir stofnendur sjerstaklega heiðraðir fyrir mikil og vel unnin störf: Stefán Sandholt bakaram., var kosinn heiðurs- formaður fjelagsins og Davíð Ólafsson bakaram., heiðursfje- lagi. Aðrir stofnendur fengu silfurpening í tilefni af afmæl- inu. Stjórnin var öll endurkosin í einuT'hljóði, en hana skipa: Gísli Ólafsson formaður, Sigurður Bergsson gjaldkeri og Edvard Bjarnason ritari. HandknaHleiksmótið heidur áfram í kvöld HANDKNATTLEIKSMÓT ís- lands heldur áfram í kvöld kl. 8 e. h. í íþróttahúsi I. B. R. við Hálogaland. Fyrst keppa Fram og I. R. og strax á eftir Afturelding og Ar- mann. Ármann og Valur hafa unnið alla sína leiki og virðast draga undan binum fjelögunum. — Fram á eftir að keppa við Val og svo á Valur eftir að keppa við Ármann, og getur því margt skeð. Ef Ármann vinnur Aftureldingu í kvöld, fer fje- lagið ósigrað í úrslitin á móti Val þ. 23. þ. m. Fram hefur tap- að einum leik, en hefur mögu- leika ennþá, ef fjelaginu geng- ur vel í kvöld gegn í. R. og Val þ. 14. febrúar. Ferðir verða frá Ferðaskrif- stofu ríkisins. Geislðhitun 57 þús. smál. skip. LUNDÚNUM — Breska þingið hefir samþykkt að láta smíða 57 þús. smál. flugvjelaskip, þar sem lent geta flugvjelar þær, er fljúga með kjarnorkusprengjur. t F LOFTUR GETUR ÞAÐ EKKl ÞÁ HVER? Framh. af bls. 6. að pípuslöngurnar eru nærri helmingi ódýrari í erlendum gjaldeyri en miðstöðvarofnarnir og tilheyrandi pípur. Geislahitunin hefir rutt sjer mjög til rúms á undanförnum árum, enda eru kostir hennar ó- tvíræðir. Fyrir stríð voru um 1000 hús í Bandaríkjunum geisla hituð en nú eru þau ekki færri en 60 þúsund. í Boston einni er verið að leggja geislahitun í um 15 þús- und einbýlishús, svo og í nokkra skóla og verksmiðjur. Frá meg- inlandinu og Englandi er sömu sögu að segja. Geislahitunarkerfi hafa verið sett í nokkrar byggingar hjer á landi, t. d. nýa Kleppspítalann, rannsóknarstöðina á Keldum, heilsuhælið að Reykjalundi, barnaskólann á Akranesi og Þjóðminjasafnið. Verið er að setja geislahitun í póst- og síma- húsið í Hrútafirði og nýa Iðn- skólann og geislahitun hefir einnig verið sett í nokkur íbúð- arhús. Hjer á landi hefir því einnig fengist töluverð reynsla fyrir þessari hitun og hefur hún gefist mjög vel. Bendir margt til þess, að geislahitunin sje fram- tíðarlausnin á upphitun húsa. LONDON. — Stjórn Nýja-Sjá- lands hefur ákveðið að veita yfir 2,000 fióttamönnum, sem nú dvelj ast í Italíu, landvistarleyfi. NýH læknishjerað í GÆR var samþykt á Alþingi frumvarp um breytingu á skip- un læknishjeraða. Gera lög þessi ráð fyrir nýju læknishjer- aði í stað tveggja. Er það Súða- víkurhjerað, sem nær yfir þessa hreppa: Súðavíkurhreppur, Ögur- hreppur, Reykjarfjarðarhrepp- ur, Nauteyrarhreppur, Snæ- fjaliahreppur, Grunnavíkur- hreppur og Sljettuhreppur. — Læknissetur í Súðavík. Tbúar hjeraðsins utan Súða- víkurhreppr eiga þó jöfnum höndum tiikall til hjeraðslæknis á ísafirði. lippdrætti Hóskóla íslands IVIeira en 4 milljónir króna eru eftir í vinn- ingum á þessu ári. Kaupið miða í dag og endurnýið í dag er síðasti söludagur i 2. flokki Frv. lil lyfja- og lyf- sölulaga vísað frá í GÆR voru afgreidd á Alþingi með rökstuddri dagskrá, frv. til iyfjalaga og frv. til lyfsölulaga. Báðar dagskrártill. voru sam- hijóða oa voru samþykktar með öllum rreiddum atkv. Till. er á þessa leið: , í trausti þess, að ríkisstjórn- in láti undirbúa frumvarp um lyfjasöiu og leggi það fyrir næsta þing, telur deildin ekki ástæðu til að afgreiða málið að þessu rinni, en tekur fyrir næsta mál á dagskrá“. nflúensan í Ólafsvík Inflúenza gengur nú í Ólafs- vík. Kennsia hætti i barnaskól- anum í byrjun þessarar viku. Inflúenzan er meðal þung og mjög útbreidd, en fylgikvilla- laus að sögn hjeraðslæknis. Ennþá hafa allir bátarnir getað stundað róðra vegna inflúenzunnar og hraðfrysti- húsið hefir ekki þurft að hætta vinnslu vegna veikinda verka- fólks. Hersvelfir þjóðernissinna ekki nofaðar WASHINGTON, 8. febr. — Á fundi, sem Truman forseti átti með blaðamönnum í dag, var hann að því spurður, hvort McArthur hefði lagt til að her- sveitum kínverskra þjóðernis- sinna yrði beitt í Kóreu eða Kína. Forsetinn kvað nei við, og sagði að engin tillaga þess efn- is hefði borist til sín. Stórt olíuskip. LUNDÚNUM — í undirbúningi er nú í Bretlandi smíði stærsta olíuskips, sem þar hefir nokkurn tíma verið smíðað. Á það að verða 32 þús. smál. Markús Eftir Ed Dodd lilllMIIIIIMMMMMMMIMMIIMIIItlMIIIMMtllllMIMtllMltlinM C-'AV...IKM' ’.VHíRP WEHfc vVHtN I 3ESAN TO S5T IT LOOK5 CAD, PAL ... IT'S GOINA TO BE YOU AN.tS’ME AGAINST THIS WHOLE MOB OF CUT THROATS...AND IT'S SHAPING UP FASTf, ^VI 1) — Heyrðu, Gunnar, hvað er petta? Þú ætlar þó ekki að segja mjer, að þú sjert orðinn svona ástfanginn í henni Katr- ínu Starr? — Ó, Markús, hún er svo. . . 2) — Já, jeg veit það, hún erEn þú hefur aldrei meint neitt dásamleg, hún er undursamleg,með því. hún er yndisleg. Já, jeg þekki 3) — Jæja, það er best að jeg það. Heft oft heyrt þig lýsabyrji aftur, þar sem jeg varð hinni og þessari stúlku svona.Starr-blindur. 4) — Hvar heldurðu annars, að við sjeum staddir, Gunnar. — Það lítur illa út. Við tveir verðum að berjast við allan ill- mennahópinn og það fer alveg að koma að því.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.