Morgunblaðið - 15.06.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.06.1951, Blaðsíða 6
6 MOKGUNBLAÐU) Föstudagur 15. júní 1951 Útg.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónsson. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgðarm.) Frjettaritstjóri: ívar Guðmundsson. Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlands. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Utivist og íþróttir SUMARIÐ er viðburðaríkasti tíminn í íslensku íþróttalífi. Hinn langi, kaldi og dimmi norræni vetur hindrar iðkun svo að segja allra úti íþrótta. Þessvegna boð- ar sumarkoman jafnan aukið í- þróttalif, meiri útiveru og yfir- leitt hollustusamlegra líf. Það er sannarlega ástæða til þess að fagna hinum mikla fjölda æskufólks, sem leggur leið sína út á íþróttasvæðin í frístundum sínum. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki gengið opnum aug- um, að þeim verður ekki betur varið á annan hátt. Iðkun íþrótta hefur undantekningarlítið í för með sjer aukið líkamlegt og andlegt atgerfi þeirra, sem taka þátt í þeim. Af þessum ástæðum er því fje vel varið, sem hið opinbera, ríki, bæjar- og sveit- arfjelög, verja til íþróttastarf- semi. Mörgum hættir til að festa hug ann um of við þær keppnir, sem árlega fara fram í hinum ýmsu greinum íþróttanna. í þeirra augum verða metin, sem sett eru, oft og einatt að aðalatriðum í iðkun sjálfrar íþróttarinnar. — Þ^tta er hinn mesti misskilning- Ur. Drengileg keppni í fögrum íþ'róttum er að vísu sjálfsögð og eðlileg. Hún á ríkan þátt í að skapa og halda við áhuganurn, í ' senn meðal íþróttamannanna sjálfra og þeirra, sem álengdar standa. En tilgangur íþróttarinnar er þó ekki fyrst og fremst sá, að setja met, heldur hitt, að skapa hejlbrigði, hreysti, lík- amlegan og andlegan þroska. Metin eru ekki í sjálfu sjer takmark, heldur ánægjuiegur vottur þess, að góður árangur hefur náðst af samviskusam- legri og góðri iðkun íþróttar- innar, hver sem hún kann að vera. Við fslendingar fögnum því, að sjálfsögðu, að t. d. frjáls- iþróttamenn okkar hafa náð á- gætum árangri á erlendum í- þróttamótum og getið sjer gott orð fyrir. En við gleðjumst þó fyrst og fremst yfir vaxandi hreysti og atgerfi æsku okkar. Við vitum að íþróttirnar eiga sinn ríka þátt í því að skapa það. ís- lenska þjóðin er að hækka, fram- koma hennar og fas verður frjáls legra og fegurra með hverjum áratugnum, sem líður. Þetta eru engar ýkjur, heldur staðreynd, sem ánægjulegt er að minnast. En það eru ekki aðeins þeir, sem íþróttir stunda, sem hafa þörf fyrir að njóta útivistar sum- armánuðina. Öll þjóðin, ekki hvað síst kaupstaðafólkið, sem margt vinnur störf sín inni á skrifstofum og i verksmiðjum allan ársins hring, hefur þörf fyrir að njóta sólar og birtu hins stutta íslenska sumars í eins rík- um mæli undir beru lofti og frek- ast er kostur. í raun og veru má segja, að útivistin sje þessu fólki lífsnauðsyn. Þessvegna verð ur það varla nógsamlega brýnt fyrir almenningi, að hagnýta sjer sumarið til dvalar undir beru lofti eftir fremsta megni. Sumir áiíta, að eiginlega sje ekki um neitt sumarleyfi að ræða hjá þeim, nema þeir geti ferðast til útlanda og dvalið þar um lengri eða skemmri tíma. — Skal því heldur engan veginn neitað, að utanfarir og aukið út- sýni sje æskilegt og að því beri að stefna að sem flestir geti veitt sjer þær. Innilokunai-Stefna í þeim efnum væri engan vegínn skynsamleg eða rjettlát. En sann- leikurinn er þó sá, að hver ís- lendingur, sem njóta vill til- breytni og hressingar með því að skipta um umhverfi, getur veitt sjer þá veraldargleði með ferðalögum um sitt eigið land. íslensk náttúra, byggðir og ekki síður óbyggðir landsins, búa yfir sjerstæðum og heillandi töfrum, sem veita dásamlega hvíld frá önn dagsins. Upp við jökla og fjallavötn, út við eyjar, fram til dala og heiða, bíður „nótt laus veraldarveröld, þar sem víð- sýnið skín“. Þessi fagra veröld er öllum op- in. Til hennar er auðvelt að flýja frá þys hins daglega lifs. í þessu landi, þar sem naumast er hægt að snúa sjer við nema fyrir of fjár, er þó hægt að slá upp tjöld- um og njóta friðar og upplyíting- ar á fögrum stöðum án þess að kosta til miklu fje. Mikið brest- ur þó á að ferðalög um óbygðir og öræfi íslands sjeu eins auð- veld og æskilegt er. Sætir það raunar engri furðu. Fram til þessa hefur þjóðin verið önnum kafin við lagningu vega í þágu framleiðslu sinnar og annarar allra nauðsynlegustu þjóðfjelags- starfsemi. En takmark þessarar þjóðar í vegamálum er að sjálf- sögðu það, eins og flestra annara þjóða, að komast sem greiðlegast um land sitt, ekki aðeins byggð- ir þess, heldur og óbyggðirnar. Öræfi og óbyggðir íslands mega heita ónumið land að því er snertir heimsóknir ferðamanna. Aðeins tiltölulega fátt fólk veit ennþá, hvílíkur töfraheimur bíður þar. Þegar hann hefur opnast, mun mörg- um finnast mikið um dýrðir og að mörgu að hyggja. Alþjóðlegf álak í heilbrigðismálum MEÐAL fjölmargra viðfangs- efna hinna ýmsu stofnana Sam- einuðu þjóðanna eru heilbrigðis- málin, baráttan gegn sjúkdóm- unum og því böli og þjáningu, sem siglir í kjölfar þeirra. Heilbrigðisstofnun samtak- anna, World Health Organiza- tion, hefur nýlega samið áætlun um alþjóðlega samvinnu í barátt- unni gegn sjúkdómunum. Nær hún til 64 landa. í henni er gert ráð fyrir víðtækum aðgerðum til útrýmingar sjúkdómum og til sköpunar sem mestu öryggi í heilbrigðismálum einstakra þjóða. Fram til þessa tíma hefur heilbrigðisstofnunin fyrst og fremst látið einstaka sjúkdóma, eins og malariu, berklaveiki og kynsjúkdóma til sín taka. Nú er ætlunin að hefjast handa um alhliða heilsuvernd og heilbrigð- isráðstafanir. Þing heilbrigðisstofnunarinnar, sem haldið var í Genf nú í vor, ræddi einnig möguleika á sam- vinnu um menntun lækna og hjúkrunarkvenna. Mikill skortur er á þessum sjerfræðingum víðs- vegar í heiminum. Rík ástæffa er til þess aff fagna aukinni alþjóffa sam- vinnu á sviði heilbrigffismála. Þar eiga allar þjóðir verald- arinnar áreiðanlega sameigin- legra hagsmuna aff gæta. Bar- áttan viff sjúkdómana er göf- ugt og háleitt viðfangsefni, sem vel fer á aff hinar Sam- einuðu þjóðir leggi öflugt lið. 0RÐSENDIMG EFTIR PÖNTUN STEFÁN PJETURSSON, rit- stjóri Alþýðublaðsins, hefur gert húsbyggingarmál Morgunblaðs- ins að umtalsefni. Jeg hef ekki sint þessum skrif- um hans. Hef enga ánægju af að gera skapraunir og vandræði þessa kollega míns meiri en þær eru. Allra síst þegar hann hefur ekki annað til máls að leggja en að taka upp heilaspuna og áróð- ursþvætting Þjóðviljans. En þegar Stefán Pjetursson gengur svo langt í æsing sínum út af húsbyggingarmáli Morgun- blaðsins, að hann gefur í skyn, að jeg kunni að hafa einhverju að leyna í þessu máli, þá er ástæðu- laust að hlífa honum lengur við efnislegar umræður um málið. Sú prentvjel, sem Morgunblað- ið hefur nú í notkun, er svo slitin orðin, að hún getur hrunið saman hvenær sem er. Svo mikil hefur notkun hennar verið á síðustu ár- Nokkur skrúðyrði Þjóð- viljans fil „lúðurþeyfara uppnsunnar" Kristinn E. Andrjesson varð fimmtíu ára þriðjudaginn 12. júní s. 1. — Þjóðviljinn ávarpaði hann þá með mörgum skrúðyrðum. Þar á meðal er þetta: „Lof þjer, sonur morgunsins.“ „Dimmir eru dagarnir á þinuin fimmtugasta burffardegi.“ „Kyndilberinn í mjrkri binnar miklu nætur.“ „Sæmdur hatri og spotti hinna fordæmdu.“ um, vegna þess hve upplag blaðs- ins er orðið mikið, erida hefur vjel- in margbilað í vetur, svo, að blað-j ið hefur stundum ekki getað kom- J ist út þess vegna. Fyrirsjáanlegt var fyrir nokkr- um árum, að svo myndi verða. — Þess vegna voru fest kaup á ann- ari prentvjel, sem á að reynast hraðgengari og fullkomnari á margan hátt en hin gamla. Sú vjel er komin hingað til lands fyrir tveim ái-um. En húsnæði vantar fyrir hana. Morgunblaðið er í leiguhúsnæði með allan rekstur sinn og hefur alltaf verið svo. Fyrir sjerstaka góðvild húseig- anda höfuð við fengið afnot af þessu húsnæði svo lengi. Hús Isa- foldarprentsmiðju í Austurstræti, er nú 65 ára gamalt, og ekki byggt fyrir þann vjelakost, sem Morgun- blaðið þarf nú. Jeg fullyrði ekkert um dóm- greind Stefáns Pjeturssonar á nútíma blaðarekstri. En hafi hann ekki gert sjer grein fyrir því, að blaðaútgáfa hefur breytst mikið hjer á landi síðustu 65 ár, er ekki ólíklegt, að hann sje sá eini, sem þess gengur dulinn. Þegar sýnt var, að hætta vofir yfir, að útgáfa Morgunblaðsins stöðvist vegna ljelegra prenttækja og hin nýja prentvjel var löngu komin til landsins, veitti Fjár- hagráð Morgunblaðinu fjárfest- ingai-leyfi, sem hljóðar upp á 500 þúsund krónur, til að byggja yfir hin nýju tæki, sem eru útgáfu blaðsins lífsnauðsyn. En þetta fjárfestingarleyfi og þetta væntanlega hús, er í heila- búi Stefáns Pjeturssonar fyrir forgöngu Þjóðviljans kemið með í.1600 fermetra grunnflöt, og hús- ' rými, sern nægði fyrir 64, fimm manna fjö!sKyldtir(!!-) Hefði Stefán Pjetursson viljað, eða þorað, að leita sjer rjettra upp lýsinga í þessu máli, þá hefðu þær vitanlega verið fyrir hendi hvenær sem er. Ákefðin við að taka upp eftir Þióðviljanum áróðurslygar, hefur, að þessu sinni reynst yfir- sterkari sarmleiksást hans. Byggingin, sem fjárfestingar- leyfi er veitt fyrir, upp á 500 þús. kr., er orðin í hans augum „höll“, sem mundi nægja til íbúðar fyrir að minnsta kosti 320 manns(!!!) Samúð Stefáns Pjeturssonar með þeirn 320, seni hann ætlast til að lcomist fyrir í Morgunblaðs- „höllinni“, er í sjálfu sjer góðra gjalda verð. En cf hann meinar þetta í alvöru, sem hann segir, að Morgunblaðið megi ekki byggja yfjr nauðsynleg prenttæki sín, fyr en allir hanabjálkar, kjallarar og I hermannaskálar oru tæmdir, hjer ! í bæ, þá hlýtur það að vera and- leg raun fyrir hann, sem gæti snú- ist í ofraun, að búa sjálfur með útgáfustarfsemi sína, í Alþýðu- flokkshöllinni við Hverfisgötu. Ljeti hann þá mannúð ráða gerðum sínum, sem hann prjedikar i öði um, þá ætti hann vitaskuld að rýma þetta húsnæði íafarlaust, svo mannúð hans fengi að njóta sín. Valtýr Stefúnsson. Mackinac evja, Michigan, 9. júní: — lapanski forsætisráðherrann Shigero Yoshida hjelt hjer ræðu í dag. Hann skýrði m. a. frá þvi að nú siðustu mánuði helffi kóreanskt herlið verið æft í fapan. „Frjóandi allls efflis vaxtar.“ „Uinleikinn von og trausti friff- f ylgjenda.“ „Hetja baráttunnar.“ „Spámaffur morgunsins.“ „I.úffurþeytari upprisunnar.“ „Fagrir verffa dagarnir, þegar þú verður sextugur.“ „Fögur verffur foldin á morgni upprisunnár.“ „Fögur verffur hliffin, þegar sól rís úr austri.“ Hver er sú sól, sem risa mun úr austri á sextugsafmæli „sonar morg- unsins"? Um hana ræðir nánar í grein, sem rússneski þingmaðurinn Per- ventsev skrifaði og birtist i Pravda 20. maí s. 1. En Perventsev er sami maðurinn og sagði í Þjóðviljanum 16. mars s. 1., að til þess að lifa góðu lífi í Rússlandi þyrfti a. m. k. fjór- um sinnum hærri tekjur en verka- menn þar hafa að sögn MÍR-manna í Þjóðviljanum 23. maí. 1 grein sinni í Pravda segir Per- ventsev: „Lífið hefur ekki verið auðvelt, nje er það auðvelt fyrir Islendinga i þeirra harðá landi. 1 fyrsta skipti í sögunni hefur upprisið fyrir þá ný stjarna í Austri. Þaðan hafa nýjar hugmyndir komið, hugmyndir um bræðralag og jafn- rjetti meðal þjóðanna, hvort sem þær eru stórar eða smáar: Þaðan kom frelsunin frá fascismanum, sem varpaði einnig sínum brúna skugga á skandinavisku löndin. Þaffan hefur friffur komiff til þjóffanna, þaffan hafa fyrstu geisl- arnir fallið, geislar, sem ekki bafa getaff flutt bita til Islands cinungis VEGNA ÞESS AÐ HINN SVIKA- F'"!f OG ÁRÁSARGJARNI NÁ- BÚI handan við hafið hef- UK VOGAÐ SJER í AFDRIFA- RÍKAN LEIK MEÐ ÖRLÖG I»JÓÐANNA.“ Svo fagurlega lýsir hinn rússneski rithöfundur hinni „nýju stjörnu úr Austri“, þó að hann nafngreini hana ekki. Það er og hreinn óþarfi. Sjálfur ■Sonur morgunsins“ og „Lúðurþeyt- ari upprisunnar“, Kristinn Andrjes- son hafði gert það örfáum dögum áður i Pravda. Hinn 15. mai hefur blaðið eftir honum: „Við trúum á soeialisniann. Sovjetsamveldiff er stoð okkar, von okkar.“ . Slik .er trúarjátning og boðskapur „spámanns morgunsins“ og „kyndil- berans í myrkri hinnar miklu næt- ui.“ —Yíkverji skriíarr —---- IJR DAGLEGA LÍFIIMU Sumargestir SENN líður að því, að kaup- staðabúar hvar sem er á land- inu noti hverja frístund til að „koma sjer á gras“, eins og sagt er. Sumir nefna það orlofsferðir, aðrir kalla það sumarleyfi, eða frí, en langflestir nota vikulokin til að lyfta sjer upp og koma sjer úr þrengslunum í bæjunum. — Það er nú líka orðinn IVi dagur og 2 hjá sumum, sem þeir hafa ekkert við að gera. m; Misjafnlega velkomnir [ISJAFNLEGA eru kaupstaða- búar velkomnir í sveitina og fer mjög eftir framkomu þeirra sjálfra. Þeir. sem haga sjer eins og siðað fólk eru víðast hvar aufúsugestir, en dónarnir eru jafnóvelkomnir í sveitina, sem annarsstaðar. — Sveitamaðurinn bölvar þeim í sand og ösku og sigar jafnvel á þá hundunum og getur enginn láð þeim það. Skemmdarvargar VERST sjeðir í sveitinni eru skemmdarvargarnir. — Þeir brjóta niður girðingar, rífa og tæta allt, sem hönd á festir. — Sumir eru með byssur og drepa fugla, jafnt í varptíma, sem á öðrum tímum. Þetta fólk fer ekki eftir neinum reglum. Þá eru það þeir, sem vaða yfir ræktuð lönd og skilja það ekki, að bóndinn sjer eftir hverju strái, sem eyði- lagt er fyrir honum. Þetta eru verstu gestir, sem koma í sveit- ina, enda illa sjeðir þar. Kærulausir einfeldningar ÞÁ ER komið að þeim hópi ferðafólks í sveitum landsins, sem ekki vill gera neitt illt, en veldur leíðindum og jafnvel tjóni vegna einfeldni sinnar og kæruleysis. Undir þetta koma þeir ferða- mannahópar, sem vaða yfir tún og eyðileggja nýgræðing, skilja eftir rusl, umbúðir og matarleyf- ar á almannafæri. Og valda öðr- um óþægindum. Venjulegast er þessu fólki fyrirgefið, er það bætir ráð sitt, eftir að því hefur verið bent á óþægindin, sem af því stöfuðu. Að gera boff á undan sjer Í' SLENSKIR ferðamenn telja það yfirleitt hinn mesta ó- barfa að gera boð á undan sjer, þar sem þeir hafa hugsað sjer að gista og matast. — Það er ekki óalgengt, að ferðamannahópar upp á 30—50 manns komi í veit- ingastað úti á lanJ.i, án þess að nokkur hafi átt von á þeim, og ; heimti mat á stundinni fyrir all- 1 an hópinn. Ef matur er ekki til reiðu á sama augnabliki og lýðurinn kemur á hlaðið, þá er fussað yfir slíkum veitingastöðum, sem ekki geti tekið á móti gestum. • Svo eru þeir, setn ofpanta ENN HITT hefur líka komið fyrir, að fulltrúar frá opin- berri ferðaskrifstofu hafa pantað mat fyrir sama ferðamannahóp- inn í tveimur veitingahúsum í sama þorpi og á sama tíma. Óþarfi er að geta þess, að mat- ’ ur fyrir 30 manns, varð ónýtur hjá öðrum veitingamanninum. Sími er nú kominn á flesta sveitabæi á landinu og víst alls- staðar, þar sem veitingar eru. Því spara ferðamenn sjer ekki tíma og veitingafólkinu erfiði með því að gera boð á undan sjer? ViII fá dömufríin í hefff á ný ISJÖFN eru áhugamál og á- hyggjuefni mannanna. — Það er t.d. pilturínn, sem skrifar mjer langt brjef um kvenrjettindi og það misrjetti, sem á sjer stað á dansleikjum, að kvenfólkið skuli ekki hafa leyfi til að vélja sjer dansfjelaga. Það hafi þó komið fyrir og komi fyrir enn, á „gömlu dönsunum", ao haft sje dömufrí. Þetta sje ekki nema sanngjarnt, segir brjefritari. Og nú vill hann skrifa í blöðin til þess að vekja almenning til meðvitundar um það þjóðþrifa- mál, að dömufrí komist á ný í hefð á dansleikjum. Er hjer með vakið máls á þessu þjóðþrifa- og kvenrjettinda ] máli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.