Morgunblaðið - 05.07.1951, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 05.07.1951, Blaðsíða 10
MORGUN BLAÐIÐ Fimmtudagur 4. júlí 1951 r 10 Framhaldssagan 4 iiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifi,« STÚLKAN OG DAUÐINN £a«miimmmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiitm Skáldsaga eftir Quentin Patrick tmmmmmmiii* Jeg varð hissa þegar jeg sá hve vandræðalegur Steve varð. Eftir orðstí hans átti hann að þola annað eins og þetta. — En iiann starði án afiáts á kveikjar- ann, sem jeg hafði gefið honum. Það var auðsjeð að honum ljetti stórlega þegar hann leit upp og horfði á eftir konunni, þar sem hún gekk að næsta tíferði. Það var ekki klappað neitt verulega fyrir henni. Elaine hall- aði sjer yfir borðið og ýtti við mjer með gafflinum. „Fyrsta hlje“, sagði hún. Jeg heyrði það á rödd hennar að hún mundi hafa innbyrgt allmikið af kampgvíninu. „Við verðum að fara og tala um „Phédre“, eins og fróðleiksfúsum stúlkum ber“. Norma daðraði af miklum á- kafa við leikstjórann okkar. Ann að hvort var hún að reyna að veiða stúdentamerkið hans, eða aðalhlutverkið í næstu leiksýn- ingu. Jeg vissi að það var tilgangs laust að reyna að fá hana með, svo jeg fór af stað með Elaine til að halda upp heiðri og sóma kven nemendanna við Wentworthskól- ann. Elaine hvarf mjer sjónum á leiðinni út. Jeg beið góða stund eftir henni við dyrnar. Loks kom hún hlaupandi. „Heldurðu að söngkonan hafi ekki ráðist á mig“, hrópaði hún, „til að yfirheyra mig um okkur. Þeir eru víst vanir því að gera eitthvað fyrir fólk, sem heldur hátiðlegt afmæli sitt hjer, og þeir vildu vita allt mögulegt um Stevc. Jeg laug hana iulla“. „Hvað sagðir þú?“. „Allt sem mjer datt í hug. Jeg sagði að faðir hans mundi verða næsti forseti og fjölskyldan væri eins rík og Rackefeller". Elaine hringsnerist í dyrunum, en lenti loks til allrar hamingju úti á götunni. ,,Já, hún spurði líka um þig. Kallaði þig laglegu stúlkuna með grænu augun og vildi vita hvort þú værir trúlofuð Steve“. „Elaine. Jeg vona að þú hafir ekki sagt að jeg væri það“. Hún flissaði eins og kjáni. „Jú, víst gerði jeg það. — Jeg- .sagði að þið ætluðuð að opinbera trúlofunina í kvöld og jeg sagði að Norma væri fyrrverandi heit- mey hans og hjarta hennar væri brostið undir fallegu arkideun- um. Púha, éf Penelops sjer mig í þessu ástandi, neyðist jeg til að ■segja að „Phédre“ hafi svifið svona á mig“. Elaine var miður stöðug á fótunum og það munaði minnstu að hún rækist beint í Jangið á lögregluþjóni Jeg veit ekki hverju mátti líkja okkur við þegar við stukk- um yfirhafnarlausar yfir götuna. Yið höfðum víst farið á ská yfir götuna því við lentum fyrst í leik húsinu við hliðina á Cambridge- leikhúsinu. Á auglýsingunni stóð: „H.M.S. Pinafore" og „Box og Cox“, eftir Gilbert og Sullivan. Jeg átti fullt í fangi með að koma Elaine í skiln ing um að þetta væri ekki rjetta leikhúsið, og þegar við komum loksins yfir á anddyrið á „Cam- bridge-leikhúsinu, var fólkið ein- mitt að streyma út. Sú fyrsta, sem við rákumst á, var auðvitað Marcia Parson. — Mjer líkaði það ekki að fara á bak við hana. Marcia Parish var eina kennslukonan, sem okkur fjell öllum vel við, og það var okkur ennþá ráðgáta hvers vegna Hudnutt giftist Penelop hinni bresku, úr því hann auðveldlega gat fengið Marciu, þvi það vissu alhr. Hún var í hvítum silkikjól og dökkt hár hennar var greitt frá enninu. Mjer fannst hún vera eins og fallegt blóm. En þegar húh kom til okkar, undraðist jeg alvarlegt augnaráð hennar. „Hvar er Grace Hough?“, ípurði hún. „Jeg .... jeg held að hún sje inni. Eigum við að sækja hana?“. Elaine stamaði og var allt of áköf. „Ja, þakka ykkur fyrir. Mig langar til að tala við hana. Það er mjög áríðandi". Marcia beit í vörina. Jeg var hissa á því að Marciu Parson var svona umhugað að tala við Grace, en Elaine kleip i handlegginn á mjer og dró mig fram hjá dyraverðinum. í einu horninu sáum við hvar Grace stóð. Við hlið hennar stóð hár, dökkhærður maður. Hann sneri bakinu í okkur. „Þarna er þá vinurinn", hvísl- aði Elaine. „Loksins fáum við að sjá hann“. Hún tók á rás en um leið snjeri maðurinn sjer við. Hún stöðvaði strax og tautaði: „Nei, það er þá ekki hann. Það er bara Hudnutt". Og án þess að segja nokkuð frekar, fór hún í aðra átt. Hvorki Grace eða Hudnutt sáu mig þegar jeg kom til þeirra. j Grace stóð við vegginn og jeg sá að hendur hennar voru krepptar með síðunum. Frönskukennarinn stóð dálítið álútur við hlið hennar. !Jeg sá bara á vangann á honum, en jeg sá að fíngerðir andlits- , drættir hans voru afmyndaðir og j hann var eins og skuggi af sjálf- um sjer. Jeg undraðist mjög að sjá þau þannig. Og enn meira undraðist jeg þegar jeg heyrði hann segja: j „Mjer þykir það mjög leitt en ' þjer hafið algerlega misskilið það sem jeg sagði í steinnámunni í dag. Þetta er allt leiðinlegur misskiln- ingur. Skiljið þjer ekki hvernig þjer með kjánalegu framferði yð- ar, getið eyðilagt bæði mína og Iyðar eigin lífshamingju ....“. Jeg hlýt að hafa rekið upp undr- unaróp, því hann þagnaði skyndi- lega og snjeri sjer að mjer. Snöggv ast var eins og hann vissi ekki hvað liann átti af sjer að gera. Jeg tók eftir stóru öri á hægra gagnauga hans. Venjulega sást það ekki, en nú var það greínilegt á náfölu andliti hans. j Hann gekk burt með því tilgerð- arlega brosi sem jeg hef nokkurn tíma sjeð. Hann leit ekki einu sinni við. Jeg starði á Grace. Og jeg mun aldrei gleyma augnatilliti hennar. Það var í senn sigri hrósandi og beiskt. Jeg fylltist óhugnan. Hún var «kki minnstu vitund lík ungu stúlkunni, sem jeg hafði alist upp með og sem jeg hjelt að jeg þekkti svo vel. „Hvað í ósköpunum gengur á, Gracc?“ spuðri jeg. 1 stað þess að svara, gekk hún burt með niðurbældu snökkti og hvarf í þrönginni. Fólk fór að tínast inn i salinn aftur. Jeg ætlaði að elta hana og spyrjá hana hvað væri að og hvað lægi á bak við þessi orð sem jeg hafði heyrt af hendingu. En þá datt mjer í hug eina skýringin á þessu. Vinur Grace hafði ekki komið og hún hafði orðið fyrir sárum von- brigðum. Af einhverjum ástæðum hafði hún raynt að ná sjer niðri á manninum, sem hún hafði áður verið svo mjög ástfangin af .... Robert Hudnutt. j Þeir sem þekktu Grace, gátu að minnsta kosti vel hugsað sjer .þessa skýringu. Jeg trúði því líka, lenda þótt þessi fáu orð sem jeg hafði heyrt, bentu til þess að eitt- hvað meira og alvarlegra lægi á ,bak við. I Elaine virtist líka undrast þetta, því þegar við hlupum aftur yfir götuna, sagði hún. „Brjefritarinn hennar hefur víst hætt við að koma, en hvað í ósköpunum var hún að tala við Kobert Hudnutt um?“ j „Þau voru bara að tala um leik- ritið", sagði jeg. j Jeg veit ekki hversvegna jeg jlaug að Elaine um þetta merkilega samtal. j En seinna átti það eftir að kóma jí ljós að þar hafði mjer skjátíast I hrapalega. Þegar við vorum komnar aftur |í afmælisveisluna, dró Elaine Steve til hliðar og sagði honum með miklu handapati frá samtali sínu við söngkonuna. Jeg hafði búist við að Steve mundi hlæja að því. iEn það gerði hann elcki. Þegar j Elaine var í miðri setningu, ypti ; liann öxlum snjeri við benni bak- inu og dró mig út á dansgólfið. „Hún er ekki með fullu viti“, sagði hann. „Henni virðist þykja það gaman að segja þessum kven- manni frá föður mínum og telja henni trú um að við sjeum trú- lofuð". Jeg varð hissa á því hve honum , liafði gramist þetta og það ,var {ekki laust við að mjer sárnaði sjð- ustu orðin. . í „Þú þarft ekki að láta það hafa áhrif á þig“, sagði jeg. „Reyndar •mrriTnrna Vegna sumarleyfa verða. vinnustofur og skrifstofa lokað frá 14.-—28. júlí, að báðum dögum moðtöldum. ISAFOLDARPRENTSMHÐJA 1 •S„. LOKAÐ vegna sumarleyfa frá 8. júlí til 22. júlí. Magnús Th. S. Blöndahl li. f. .mnwtKrmmmmmmm 3 s 3 3 .• 3 3 3 5 ■ •■4 Vogir 150 og 50 kg. vogir, fyrirliggjandi. ÓLAFUR GÍSLASON & CO. H.F. Hverfisgötu 49 — Sími 81370 ARNALESBOK jTlartjuziblaðsins 1 UPPREISN I AFRÍKU EFTIR J. BOSTOCK 8 Síðan þeir yfirgáfu trúboðsstöðina höfðu þeir gengið allan claginn stanslaust, nema hvað þeir höfðu hvílt sig örstutta stund og snætt kvöldmat. Nú voru þeir loksins komnir hjerumbil að áfangastað, en hvort sú ferð yrði þeirra banabiti eða verkefnið tækist, það gátu þeir ekki vitað, en rjett er hægt að ímynda sjer hve Merrill var spenntur. Hann hvislaði fáein orð í eyra Magambo, en það var sá her- mannanna, sem Merrill treysti best og jafnskjótt tók Magambo til að skríða nær þorpinu. Hann faldi sig á bak við hverja þústu, en færðist þó smámsaman nær. Hróp og köll heyrðust frá þorp- inu, trumbur voru barðar og svertingjarnir dönsuðu trylltan dans. Rúmlega kortjer leið þannig án þess að nokkuð yrði mei'.' vart við Magabo og þar sem óhljóðin úr þörpinu urðu æ hávarari, íór Merrill að óttast að Osari-svertingjarnir hefðu orðið varir við Magambo og tekið hann höndum. Eri þá kom Magambo og hafði frjettir að færa þeim. — Þeir dansa dauðadansinn, herra, sagði hann. — Jeg sá Sikandi, hann var bundinn við trjástofn í miðju þorpinu. — Jæja, það táknar, að þeir ætla að pynda hann og síðan drepa. Sástu nokkra hvíta menn, Magambo? Og höfðu Osaris- f veringjarnir riffla? ~r Jeg sá tvo menn. Þeir voru ekki hvítir eins og herrann. Þeir voru — hann þagnaði augnablik og leitaði eftir orði, — Þeir voru óhreint hvitir, hcrra. Ög aðeins þeir höfðu skamm- byssur. Jeg sá enga riffla. H.F. EIMSKIPAFJELAG ÍSLANDS: 3 II.S. „GötLFOSr I fer frá Reykjavík laugardaginn 7. júlí ; kl. 12 á hádegi til Leith og Kaup- : ■ mannahafnar. : ■ Tollskoðun farangurs og vega- ; brjefaeftirlit byrjar í tollskýlinu ; ■ vestast á hafnarbakkanum kl. 10,30 : m f. h. og skulu allir farþegar vera j komnir í tollskýlið eigi síðar en. kl. j 11 f. h. ■ Landmannalaugar Ráðgert er að fara í Landmannalaugar á laugardaginn a kl. 2. — Komið aftur til Reykjavíkur á sunnudagskvöld. PÁLL ARASON Uppl. í síma 1117. Nú eyði jeg ANDREMMUNNI um leið og jeg bursta TENNURNAR með COLGATE TANHKREMS Af því að tannlækn- irinn sagði mjer: — Colgate tannkrern myndar sjerstæSa jrofju. Það hreinsar allar matarörður sem hafa fests milli tannanna. Colgute hc-ldur rnunnin- urn hreinum, tönnunum hvhum og hjálpar til að varna taunskemnuiwn. „

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.