Morgunblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.09.1951, Blaðsíða 6
MORGUlSBLAÐlfí Laugardagur 1. sept. 1951 Útg.: H.f. Arvakur, Reykjavík. Framkv.stj.: Sigfús Jónssou. Ritstjóri: Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.) Lesbók: Árni Óla, sími 3045. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiðsla: Austui'strseti 8. — Sími 1600 Áskriftargjald kr. 16.00 á mánuði, innanlanda. í lausasölu 75 aura eintakið. 1 króna með Lesbók. Frelsi - leiðin til friðar Á ALÞJÓÐAÞINGI því, sem fi jálslyndix flokkar hjeldu í Upp sölum í Svíþjóð í byrjun ágúst- mánaðar í sumar var rætt um óaráttuna gegn þeim ofbeldis- stefnum, sem nú miða að því að skerða rjett einstaklinganna til abnennra mannrjettinda og hneppa mannkynið í fjötra kúg- unar og einræðis. Einkunnarorð þessa þings voru: Frelsi — leiðin ti! friðar. I yfirlýsingu þingsins er þann- ig komist að orði að engin ríkis- stjórn, sem kúgar meðborgara sina með ofbeldi hafi tryggt þjóð sinni innri frið. Engri ríkisstjórn, sem eigi í stríði við eigin þjóð sje heldur trúandi til að lifa í friði við aðrar þjóðir. I áframhaldi af þessu lýsti þingíð því yfir að enginn varan- legur friður sje hugsanlegur í heiminum meðan ólýðræðislegar ríkisstjórnir ræni aðrar þjóðir frelsi og haldi miljónum manna í þrældómi. Freisi til þess að hugsa og láta í Ijós skoðanir sin- ar, frelsi til þess að ráða samastað sínum, stofna stjórnmálaflokka og atvínnufyrirtæki, sje nauð- synleg forsenda þess að friður geti haldist í heiminum. Meðan að stór svæðí veraldarinnar sjeu Jokuð fyrir mannaferðum og frjettamiðlun sje ekki hægt að vinna að sönnum friði. Þingið lýsti því ennfremur yfir að friðardúfuáróður kommúnista miði að því einu að veikja mótspyrnu hins frjáisa heims gegn ofbeldis- stefnu þeirra. Skorar alþjóða- þmg frjálslyndra flokka á konur og karla um allan heim að halda áfram baráttu gegn einræðinu, í hvaða mynd, sem það birtist. Þetta Uppsala-ávarp byggist á rnunsæjum skilning á eðli þeirr- sr hættu sem nú ógnar friði og öryggi í heiminum. Það er kaldhæðni örlaganna að sá stjórnmálaflokkur, sem leitt hefur svartnætti kúgunarinnar yfir fjölda þjóða skuli ætla sjer að telja heiminum trú um að hann sje hinn eini sanni mál- svari frelsis, friðar og mannrjett- inda í heiminum. Nú er líka þanníg komið að örfáir andlega heilbrigðir menn leggja trúnað á þennan áróður kommúnista. Hjer á íslandi er það t. d. farið að vekja almennan við- bjóð þegar blað kommúnista er að nudda sjer utan í minn- ingu ágætustu frelsisfrömuði þjóða'innar. Slíkt hátterni ber vott um svo skefjalausa hræsni og ósvífni að naumast verður með orðum lýst. Áskorun Uppsala-þings frjáls lyndra til karla og kvenna um alian heim um að herða barátt- una gegn eihræðisöflunum er sannarlega tímabær. Enginn, ekki einasti maður, sem ann frelsi og mannrjettindum og vill byggja þjóðfjelag sitt á grund- •velli þroska og siðmenningar, má lata undir höfuð leggjast að taka þátt í þeirri baráttu. Ef frjálsir menn láta reka á reiðanum í þessum efnum og gefa ofþeldis- seggjunum tækifæri til þess að holgrafa þjóðfjelög þeirra, þá er ógæfan vís. Þá verður hrammur ofbeldisins lagður á þá fyrr en varir. Og þá er of seint að snúast t.'l varnar þeim mannrjettindum, sem frelsið byggist á. Þetta verður íslenska þjóðin að gera sjer Ijóst ekki síður en aðrar frelsisunnandi þjóðir. f þessu landi er einn stærsti kommúnistaflokkur Evróþu. Enginn skyldi vera svo bama- legur að álíta hann eitthvað öðruvisi en fimmtuherdcildir annara landa. Hann er ná- kvæmlega eins. Hlutverk hans er það sama, að ræna þessa þjóð frelsi og ofurselja hana hafðsnúinni ofbeldis- kliku. Þegar frelsið er farið er friðurinn einníg úti. Þá er dregið fyrir sól allrar lífs- hamingju. Endurskoðun skalialaganna í NÝÚTKOMNU hefti af Stefni, tímariti Sjálfstæðismanna, ræðir Magnús Jónsson ritstjóri, m. a. um afstöðu þings Sambands ungra Sjálfstæðismann til skatta löggjafarinnar. Kemst hann þar að orði á þessa leið: ..Sambandsþingið samþykkti nú róttæka tillögu í skattamál- um, sem að því miðar að ljetta þá óhæfilegu skattabyrði, sem lögð hefur verið á þjóðina undir marg víslegu yfirskyni. Er það skoðun ungra Sjálfstæðismanna, að nú verði að spyrna við fótum, og var skorað á þingmenn Sjálf- stæðisflokksins og ráðherra að beita sjer fyrir endurskoðun skattalaganna þegar í stað og efna þar með það fyrirheit, sem gefið var á tímum eignakönnun- arinnar um lækkun skattanna. Ein besta vernd skattgreiðenda gegn skattaánauðinni var sú regla, að skattar væru frádráttar hæfir frá tekjum næsta árs. Þessi sjálfsagða regla var illu heilli úr lögum numin, en það er nú ein- dregin krafa ungra Sjálfstæðis- manna að hún verði aftur lög- tekin. Þá telja ungir Sjálfstæðis- menn það einnig óeðlilegt að skattleggja nauðþurftartekjur J manna. Mörg önnur atriði taldi ' þingið nauðsynlegt að taka til j athugunar við endurskoðun skattalaganna, svo sem skatta- mál hjóna, skattfríðindi fyrir ný fyrirtæki og fyrir þá, sem eru að hefja búskap, skattaundan- þágu sparifjár og síðast en ekki síst var bent á nauðsyn þess að sameina skattana og gera skatt- heimtuna einfaldari. Allar tillögur ungra Sjálf- stæðismanna í skattamálum miða að því að gera skatt- lieimtuna vinsamlegri en nú er og heilbrigðari. Nú eru menn píndir og þjakaðir á allan hátt með sköttum og skattheimtan er sem refsi- vöndur yfir höfði borgaranna, svo að skattsvik verða í liuga almennings sjálfsögð nauð- vörn í stað þess að vera svik- samlegur verknaður, sem.sje fordæmdur. Það verður að koma skattamálunum í það horf, að menn sjeu hvattir til ástundunar og sparsemi, en ekki refsað fyrir þessar dygðir sem eru undirstaða heilbrigðs efnahagslífs. Skattaskipulagið er það mál, sem hvað mest þöff er að taka til rækilegrar athugunar." Þessi ummæli Magnúsar Jóns- sonar eru birt hjer í heild vegna þess að með þeim er sannleikur- inn sagður umbúðalaust um ástandið í þessum málum. Fyllsta ástæða er til þess að lcggja áherslu á kröfuna um cndurskoðun skattaiöggjafarinn- ar. Hún má ekki dragast lengur. mataruppskriftirnar og næring- óþarfa eyðslu, sem þegar sama.i arefnakaflinn eftir dr. Júiíus Sig- kemur verður oft þungur baggi urjónsson. ,á fjárhag fjölskyldunnar. Hvernig fæ jeg búi mínu borg- ið, eftir Orvar Josephsson í þýð- ingu Sigríðar Haraldsdóttur og Arnljóts Guðmundssonar heitir sjerkennileg bók um einskonar h'eimilishagfræði, sem vakið hef- ur mikla athygli á Norðurlönd- um. Hún fjallar um allt sem við kemur fjármálum heimilis, hvað kostar fyrir ung hjón að stofna heimili með öllu innbui. Þá er Jangur kafli um, hvernig best sje að verja tekjunum, sýndar ýms- ar leiðir til sparnaðar. Bók þessi verður notuð við kennslu í hús- rnæðraskóium, en líklegt er að margir fleiri vilji kaupa hana, því að þetta er nauðsynieg hand bók á hverju heimili, ágætur leið- arvísir til að forðast margskonar Sögur úr biblíunni koma út, sem aðallega eru gerðar fyrir Landakotsshóiann. Áuk þess sem nú hefur verið íiefnt hefur ísafoldarprentsmiðja keypt allar kennslubækur út- varpsins og mun hjeðan í frá sjá um útsendingu þreirra og endur- nýjun. Verður nú sú breyting á, að hjeðan í frá verða þær til söiu í öllum bókaverslunum landsins. Hjá því verður ekki komíst að hin mikla verðhækkun á pappír, sem orðið hefur, hitti útgáfu nýrra kennsiubóka sem annarra bóka. En þrátt fyrir alla pappírs- hækkun mun verðið á skólabók- um verða eins lágt og ýtrast er hægt í haust. Velvakandi skriíar: ÚB DAGLEGA LÍFINU Útgáics náœsbóka mikiSl jpáltuBr í starlsemi ÍsafoIdarprenfsmSiiiii NÚ í september, þegar skólarnir | | jt £m'm& fara að byrja starfsemi sina, taka g llðliSl ©1*11 III menn eftir því að nokkuð breytir til um gluggasýningar í bókabúð- gtveovnow um borgarinnar. Nú fara sem sagt “ “ BCH ■ ® í ** * að hefjast kaup námsfólks á kennslubókum, um öll möguleg námsefni. —■ Mbi. sneri sjer til Gunnars Einarsson, prentsmiðju- stjóra ísafoldarprentsmiðju og spurði hann hvernig gengi í haust útgáfa kennslubóka. En eins og kunnugt er, er ísafoldar- prentsmiðja öllum öðrum forlög- um stórvirkari um útgáfu kennslu bóka. | Einn aðaiþátturinn í útgáfu- starfsemi ísafoldarprentsmiðju er útgáfa kennslubóka, enda er lögð | geysimikil áhersla á að frágang- .ur þeirra sje sem bestur. Á hverju j ári þarf að endurprenta meira og minna af eldri kennslubókum og j auk þess eru á hverju ári gefnar út nýjar kennslubækur eða stækk aðar og endurbættar útgáfur af eldri bókum. Hjer er nær eingöngu um að ræða kennslubækur iyrir fram- haidsskóla og æðri skóla, því að í barnaskólum eru notaðar bæk- ur frá Ríkisútgáfu námsbóka. Nýjar kennslubækur, sem ísa- foldarprentsmiðja gefur út í haust eru þessar: Frönsk hljóðfræði eftir Þórhall Þorgilsson, sem er ágæt og nauð- synleg til hjálpar við frönsku- r.ám og rjettan framburð máls- ins. Kennslubók í þýsku eftir dr. Jón Gíslason. Reikningsbók, II. hefti, fyrir lærdómsdeild, eftir þá Jón Giss- urarson og Steinþór Guðmunds- son. En í fyrra kom út fyrsta hcftið. Algebra Ólafs Daníelssonar kemur út endurskoðuð af höf - undi sjálfum. Þá er bók, sem heitir Sýnis- horn enskra bókmennta, tekin saman af Alpn Boucher, enskum bókmenntafræðingi, sem dvald- ist hjer um tíma. í henni eru kaflar eftir ailmarga fremstu höfunda Englendinga fram að síðustu aldamótum. Skemmtilegt | er, að framan við hvern kafla er mynd af höfundi og stuttur for- máli á íslensku með æviferli þeirra og um stöðu þeirra í ensk- um bókmenntum. Þá kemur ný kennslubók i jurtafræðí' eftir Ingólf Davíðsson, 'sem hann kallar Gróður. Ból. ' þessi á að koma í staðinn fynr Piönturnar eftir Stefán Stefáns- son, sem kennd hefur verið í ára- |tugi við framhaldsskóla landsins. í þessari nýju kennslubók er 'sandur af skýringarmyndum, um það bil helmingur úr Plöntunum, en mörgum nýjum bætt við. — Lýsingartækni heitir ný kennslubók eftir G. Weber pró- fessor við Polyteknisk Lære- j anstalt í Kaupmannahöfn, í þýð- ingu Gunnars Bjarnasonar, kenn- ara við vjelstjóraskólann. Bókin fjallar um hagkvæma notkun rafljósa og verður hún einkum 'notuð til kennslu í vjelstjóraskói- 'anum og fyrir rafvirkjanema. En trúlegt er að fleiri geti haft gagn j af henni, því að það er mjög ^þýðingarmikið í iðnfyrirtækjum og á skrifstofum að koma raf- jlýsingu haganlega fyrir. Það eyk- Jur nákvæmni í starfi og sömu- leiðis flýti og þolgæði. j Verkefni í smíðiim, teiknuð af Gunnari Klængssyni, kennara i j Austurbæjarskóla, eru gefin út í 'samráði við fræðslumálaskrif- 1 stofuna. Er verkefnum, sem öil ^eru hin smekklegustu, skipt nið ' m í þrjá flokka, fyrir 10 ára, 11 1 ára og 12 ára drengi og þannig hagað að við smíði þeirra kynn- ast nemendurnir öllum helstu verkfærum, sem notuð eru við smíðar, þ. á. m. að tálga, saga tneð mjósög, fægja, hefla með bjúghníf, nota sporjárn og auíc' þess að líma með heitu og köldu lími. I Lærið að matbúa eftir Helgu • Sigurðardóttur kemur nú út mik- ið aukin og endurbætt, bæði Gera á öllum jafnt undir höfði /^UNNA hefir sent mjer langt ®Fbrjef og merkilegt. Hún seg- ist oft fara á dansleiki og hafa gaman að. Hún hefir ýmislegt um þessar skemmtanir að segja, og er margt þess virði, að þið fáið að glugga i það. „Eitt hefi jeg orðið vör við í snmkomuhúsi í bænum, sem jeg á bágt með að finna skýringu á. Það er ekkert sagt við því, þó að strákarnir komi á dansleik bindislausir með skyrtuna flak- andi frá sjer, en ef þeir eru í peysu upp í háls innan undir jakkanum, þá er ekki að spyrja að því, að þeir fá ekki inngöngu, bversu falleg, sem flíkin er. Aftur á móti hefir enginn neitt við búning útiendinga að athuga, hvernig sem hann er. Þeir geta farið þarna á dansleik eins og þeir standa. Handahófið á ekki rjett á sjcr. ÞETTA finnst mjer dálítið skrýtið, úr því að verið er að gera einhverjar kröfur um klæðn að manna, sem er raunar sjálf- sagt, þá eiga allir að vera undir sömu sök seldir og hinu skyldu ruenn- ekki heldur gleyma, að handahófið hefnir sín að þessu leyti eins og alltaf. í þessu sam- komuhúsi, sem jeg hefi sjerstak- lega í huga, hefir enginn fundið að því, þó að stúlkurnar komi í lágum leistum í dansinn. Jeg fyrir mitt leyti held, að það væri betra, að þær væri alveg ber- fættar, úr því að þær geta ekki verið í almennilegum sokkum.“ Byrgjum brunninn í tíma. OG enn hefir Gunna orðið: „í öðru .samkomuhúsi, sem her- mennirnir sækja mjög, er á kvöld in mesti sægur af barnungum stúlkum á aldrinum 16 niður í 12 ára. Það er alltaf verið að fjarg- viðrast út af því, að stúikurnar iendi á glapstigum og það korn- ungar. Það eru þó til ákvæði, sem banna unglingum að sækja dansstaði. Hvernig væri nú að taka einu sinni rögg á sig í stað þess að benda hver á annan og segja, að svona megi það ekki til ganga? Vonandi hefir enn ekkert illt hent þessi stúlkubörn sem fiækjast á kaffihús og dans- ieiki og lenda þar í slagtogi með útlendum hermönnum. Mætti ekki byrgja brunninn áður en barnið dettur ofan í hann í stað þess að reka upp ramakvein. og berja sjer á brióst, þegar óiánið hefir riðið yfir?“ Þetta segir «, Lögreglusamþykktin ILögreglusamþykkt Reykja- víkur segir svo: „Unglingum innan 16 ára er óheimiil aðgang- ur að almennum knattborðsstof- u.m, dansstöðum og öldrykkju- stofum. Þeim er óheimill aðgang ur að almennum kaffistofum eftir kl. 20, nema i fylgd með full- ovðnum, sem bera ábvrgð á þeim. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofnana ber að sjá um, að ungiingar fái þar ekki aðgang nje hafist þar við.“ Best að hver fái sitt Á ÞESSÚ sjáum við svart á ii hvítu, að börn innan 16 ára niega alls ekki sækja dansstaði 1 og þeim er ekki heldur heimill aðgangur að almennum kaffistof- um eftir kl. 8 á kvöldin, nema í'ullorðnir, sem á þeim bera ábyrgð, sjeu í för með þeim. Það eru eigendur og umsjónarmenn þessara stofnana, sem bera ábyrgð á, að þessi ákvæði eru og bafa verið þverbrotin. Nú er best að smala þessum mönnum saman með tölu og láta þá svara til saka. Eða eiga þeir iö sleppa frekar en menn, sem hafa látið ökutækið sitt standa mínútu of lengi við Aðaistræti? Súð-verjar eiga von á brjefi TVÆR stúlkur hafa sent mjer hjálagt brjef: „Kæri Velvakandi. Mikið vær irðu nú elskuiegur, ef þú gætir sagt okkur það í dálkum þinum, hvert og hvernig við eigum að skrifa utan á brjef til skipverja á Súðinni. Við vitum ekkert, hvert við eigum að snúa okkur til þess að fá rjetta utanáskrift, <-n treystum þjer manna best til þess að ráða fram úr þessum vanda okkar. Með fyrirfram þakkiæti." Iljer er utanáskriftin MJER þykir gaman að geta orð- ið þeim stöllunum að liði. Ekki er heldur fráleitt, að fleiri langi til að senda þeim Súð- verjunum línu. Þeir eru nú sem stendur á leið til Haifa. Sjálfsagt cr að senda brjefin i flugpósti, til að þau komist örUgglega í vcg fyrir skipið. Áritunin er: Kjartan Guðmundsson, s.s. Súðiiv c/o Barkett Bros. Borchard Ltd. Pob. 414 i Haifa Israel.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.