Morgunblaðið - 02.11.1951, Page 14

Morgunblaðið - 02.11.1951, Page 14
14 MOKGLNBLAOlti Föstudagur 2. nóv. 1951, 1 iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiMiiiiiimiiiiiiiiiiiiMiiiMiiiiiiMiimiimiiin miiiiiiiiiiin ....Fiomhaldssagan 37 JEG EM ALBERT RfiMO? .......... EFTIR SAMÚEL V. TAYLOR . og maður vill steikja sjer kjötbita“. „Jeg hugsa að jeg láti búa til svona frystiklefa handa mjer. Santa livað það kostar“. „T>ú getur fengið þjer allt sem Júg lystir hjer eftir“. „Einmitt, Bob. Jeg fæ mjer það sem mig lystir. Hvern fjandann varð ar mann um kosfnaðinn“. „Það besta við þetta er, hvað það er einfalt“, sagði Rivers. „Við þu.f- um ekki að gripa til neinna stórað- gerða. Eiginlega eru þetta ir.eira en tvær milljónir. Frekar eins og tiu milljónir. Eða tuttugu milljónir. — Uugsaðu þjer. Allt skattfrjálst. Ailt i beinhörðum peningum". „En við verðum að losa okkur við skuldabrjefin“, sagði Pease. ,,1’að getur kostað okkur eitthvað“. „Og þó að við fáum ekki nema lielminginn á mann. Það verður samt hálf milljón". „Mjer þykir leitt að gripa fram í fyrir ykkur milljónamæringun iua“, sagði jeg, „en mjer er orðið kalt. — Hvernig væri að við kmumst að rjettum niðurstöðum. Hvers vegna haldið þið að jeg sje Rand?“ „Þvi ættum við að halda annað?“ sagði Pease. „Þú vissir betur en svo i gærmorg- «n“. „Það hefir margt skeð siðan þá“. „Til daemis?" Pease leit á stóra manninn. „Á jeg að eyða orðum á hann“. „Það sakar ekki að tala vitið í Jiann", sagði Rivers. „1 gær gat jeg mjer þess bara til eð þú værir. Graham, af því að þú kannaðist við samlagningívvjelina jþegar þú komst heim til mín. — En jeg var aldrei viss“. „En þú talaðir við Rand í lestinni. Hann vissi ekki eins mikið og hann átti að vita ..... um samlagninga- vjelina11. „Jeg talaði við Graham i lestinni", sagði Pease. „Auðvitað var hann tíá- lítið undarlegur. En hver mundi ckki vera það eftir það sem hafði komið fyrir". „Og hvenær ákvaðstu það að jeg væri Rand?“ „Við Jim lögðum saman tvo og tvo“, sagði Rivers. ,.Við komumst að Jveirri niðurstöðu að þú gætir ekki verið neinn annar en Rand“. „Og það er alltaf að koma meira cg meira í Ijós því til stu?nings“. «agði Pesae. -1 gærkvöldi vivsi jrg ekki hvað þú hafðir undirbúið það vandlega að þykjast vera Grah ini. Og jeg hjelt þá að þú værir Gra- ham, þvi að þú kannaðist við sam- lagningavjelina". „Jæja, en hvemig átti jeg þá að kannst við hana, er jeg er Rand?“ Pesae brosti. ..Hæítu þessum láta- fátum. Auðvitað veistu það fiá Bömu heimildum og þú veist a'!t hitt ---- frá konu Busters". „Ethelene? ..... Jeg held'þú sjert ekki með rjett uráði“. „Jæja, jeg er ekki með rjettu ráði. lEn þú fórst inn á skrifstofuna þina í dag, á meðan Ethelene var þar og Jþú komst þaðan út aftur með hinni Stúlkunni. Það var ekki hringt i lög- regluna. Ethelene varð þess vegna að hjálpa þjer. Hún Ijet ekki t)ól gna andlitið og gleraugun gabba «ig _____ Og hvað varstu svo sem að vilja þangað? Ethelene hefði hringt i lögregluna, ef hún hefði ekki verið jn'n me,gin. Otkoman bendir alltaí í sömu átt, Rand“. „Jeg sagði ykkur hvað skf’ði", sagði jeg. „Þeir náðu Marv og jeg hefðir þú farið til lögreglunnar. —- Það hefði hver maður gert í hans sporum. 1 stað þess borðaðir þú jarð- arber til að geta bólgnað i andlit- inu.....“. „Það var eitur-eik.....“. „Jæja, eitur-eik. Hvaða máli skipt ir það. Þú breyttir á þjer andlitinu þegar áfcrmið mistókst. Og við vit- urn vel að þú ætlar að gera aðra tilraun. Þess vegna leigðum við skrifstofuna hinum megin i gangm- um. Þú ert ekkert blávatn, Rand. Kannske var þttta allt ákveðið á þennan hátt. Þú biður þangað til 'lögreglan er búin að fullvissa sig um að Graham er Graham. Og svo gengux þii frá hoVium einhverja nótt ina og stígur inn i hans pláss“. „Ekki sem vitlausast“, sagði Riv- ers. „Og á meðan tekur þú bækur tii að vinna úr þeim heima, svo að þú þekkir- alla hnútana. þegar þú tekur við fyrirtækinu af honum“. „En Buster?“ sagði jeg. ,.Og Cora? Og hvað um Bill Meadowes?“ „Hvað um þau?“ sagði Pease. „Kannske eru fleiri þin megin cn Ethelene ein. Kannske eru þau öll þin megin. Það hreytir engu. Þú cit að undirbúa það að kippa Graham burt. Hvað kemur okkur það við hverjir eru með þjer? Það ert þú sjálfur, sem skiptir okkur máli“. ,,Já“, sagði Rivers. „Þú veist hvar skulda'brjefin eru“. „Og við ætlum að ná þeim. Rand“, sagði Pease. „Þú um það, ef þú vilt liggja þarna þangað til þú færð lungnabólgu. Við höfum nógan tíina“. ,.Þú mátt trúa því“, sagðí Rivers. „Jim, athugaðu hvort kaffið er ekki oiðið heitt. Það er dálitið kalt hjerna". Pe.ase opneði þungu dyrnar og fór. Hann kom aftur með kaífi- könnu og tvo bolla. Jeg andaði að mjer kaffiilminum. Jeg sá andlitið á konunni í gættinni um leið og hann lokaði á eftir sjer. -—• Pease hellti kaffinu i bollana og þeir hteldu ut.an um þá með báðum hönd „Ef jeg fæ kaffi, þá skal jeg segja ykkur hvar skuldabrjefin eru“, sagði jeg. „Nú er hann farinn að átta sig“, sagði Rivers. „Pease, náðu í aniian hal!.a. Við kölluin þetta tveggja- milljón-dala-kaffibollann", sagði ihann. i „Það er ódýrt“, sagði jeg. — Jeg hellti í mig kaffinu. Mjer hlýnaði innanbrjósts, en jcg skalf öllu meira. „Verðum við að vera hjer?“. Jeg reyndi að grípa í kindarlæri, sem hjekk niður úr lofrinu. Það var grjóthart og fingurnir á mjer voru ' svo stirðir að jeg missti takið. Pease sli' mig með kaffikönnunni og Riv- ers ,gaf mjer hvert kjaftshöggið af öðru. Þegar jeg dntt í gólfið, spark- aði hann við mjer með fætinum þcngað til Pcase sagði: ..1 euðanna bænum, gættu þín. Bob. Við meg- um ekki gera vit af við hann. Ekki • stvax að minn-sta kosti". Pease dró hann'i burt. Þeir sett- ust á frystitækið. „Þakka þjer fyrir, Jim“, sagði Rivers. ,.Jeg verð að hafa gát á mjer. Jeg skil ekki hvað jeg verð hamslaus, ef jeg reiðist". 1 „Þú hefðir ekki átt að gera þelta, Rand“, sagði Pease við mig. I „Það var lieleg lvugrrtynd. Jeg játa það“, sagði jcg. j „Já, eins og jeg sagði áðan, þá . hoíum við nógsn tima“. „Jeg bið þig fyrjrgefningar, R.and“, sagði stóri maðurinn. „Jeg a'tlaði c.kki að ráðr.st á þig. Jeg hef j ekkert upp á þig að klaga. En þvi ■ hefðir ekki átt. að g.'ra þetta". j ..Skuldabrjefin eru í g<'vmslu- hólfi á jámbrautarstöðinni við Third og Tovvnsend“. „Geymsluhólfi?" „Já, í geymsluhólfi, þar sem mað- j ur stingur tuttugu og fimm sentum í rifun.a og tekur lykilinn með sjer“. Rivers stóð upp af frystitækinu og leitaði i vösum minum. „Jeg er búinn að leita i vösunum hans“, sagði Pease. „Það sakar ekki að leita aítur“. „Jeg skal sýna ykkur hvar lyk- iilinn er“, sagði jug. r-itnr” 11 —•* ARNALESBOK 1 jXLov^miblabslns 1 „Jeg veit hvað þú sagðir mjer“, sagði Pease. „Þvi ert tungulipur. Þú krmst út úr húsinu hjá Graham um Ivvöldið þegar áformið fór út um fiúfur. Þú talaðir þig frá lögreg!u- þjóninum. Þú talaðir þangað til þú slappst undan mjer tvisvar. En nú þýðir ekki að reyna að sleppa með málæði“. „Þú þarft ekki að segjv okkur neitt annað en það hvar skuldabrjef- in eru niðurkomiu", sagði Rivers. „Þú mátt sleppa öllu hinu“, sagði íease. „Ef þú værir Graham þá Ævintýri jVðikka I: Töfraspegillinn 4alandi Eítir Andrew Gladwyn 20. MeSan ritarinn leit í spegilinn, kíktu þeir Mikki og kóngurinn yfir öxl hans. Þeir sáu, að þrátt fyrir nefið stóra, rauða og krók- fcogna, þá virtist andlitið í speglinum vingjarnlegt og glaðlegt, með gáfulegum og trygglyndum svip. Og það leið ekki á löngu þar til myndin í speglinum bærði varirnar og sagði: Víst er nefið voða bogið, vesæll mjög og skakkur fcryggur en aldrei hef jeg orði logið, alltaf kóngi trúr og dyggur. — Jeg bjóst við því, sagði kóngurinn. —- Jæja, þá er best að níundi yfirþjónninn komi næstur inn, viltu láta kalla á fcann. Hrærekur einkaritari var ekki enn búinn að ná sjer eftir alla undrunina. Hann gapti, svo hissa var hann. En hann gekk þegar af stað, þó hann væri með galopinn mupn af undrun, og hann gjekk út til að framfylgja skipun konungsins. Níundi yfirþjónninn kom brátt inn í herbergið. Hann reyndist vera þrekinn maður með kolsvartar augnabrýr og langt svart yfir- varaskegg. Hann var búinn glæsilegum grænum skrautbúningi með breiðum gylltum röndum. Hann gekk hnarreistur og svipurinn á andlitinu var snúinn og yfirlætislegur. — Yðar hátign.... sagði hann virðulega. — Já, það er alveg satt! sagði kóngurinn. Jeg ljet senda eftir yður. Mjer finnst vera komið svo mikið ryk á arinhylluna. Viljið þjer gera svo vel að þurrka rykið af hyllunni. Yfirþjónninn horfði þóttafullur á arinhylluna. Svo tók hann þurrku upp úr vasa sínum. Hann gekk að hyllunni og fór að þurrka af henni. En það leið ekki á löngu þar til spegillinn greip athygli hans og hann gat ekki staðist þá freistingu að horfa á hann. Ódýrasta skemmíunin er GÓD BÓK Hún veitir allri ffjölskyídunni 'i-aranJegra áruegju. Nýjar bæknr Irá Eftirtaldar bœkur eru nú komnar i bokaverzlanir í Reykjavík og eru á leiTUnni út um land: KVÆÐI eft‘r l‘Í Tt K BEINTEiaíSSOTí. „Georp Pétur hét liann lullu nafni — sorrar hinna þrönpu dala í suðurhluta Borgarfjarðarsýslu, þar sem geisiasindur sunnan fer, svalir vindar norðan anda". iHami var fæddur í litia-Botni í Botnsdal, en ólst upp í Grafardal. Pétur liíði það kki, að þjóðin tæki hann í tölu hinna íremstu skálda. En þeir, sem lesa hók hans, munu finna, að hann íheíur rnargt vel ofc spaklega sagt á kjarnyrtu og þróttmikin raáli. S»etta er bezta ljóðahók ársius. SVO UllA TKi:OAK eTt3r *** em siðustu kvæði liinnar vinsælu skáldkonu. — I*ar munu Ijóðavinir finna margt fagrurt. — Og ekki má þessa bók vanta í skáp bókainanna. hkim m HKuv DrEKPi,TG Bokni ht itir a frumalinu THKEE KOOMS. Deeping: er einn al vinsælustu höfundmium, sem þýddir hafa verið á íslenzku. Bækur tians eru viðburðar- ríkar og spennandi. — IILIM ÚK HKUl’ er eln af skemmti- f legnstn sögnm Deeping's. Vf KITVIm 4SII ðiúl — skáldsaga eftir Ragnar Þor- steinsson itra Hoiilabrekku. — Þetta er íslenzk saga, saga um ungar ástir, sjöferðir og svaðil- farir, gerist á umbrotatimum í íslenzkn þjóðlííi. — Eýsingar hiifundar á lífi sjómanna eru lifandi og saunar. akm og ki:kit eftir AN™N MO««: ^ssl saga tysir æfintyralegai ferðalagi tveggja unglinga, sem fara vífta um heim og lenda í óteljandi hættum og æíintýrum. — Höfunðnrhm segir í formála: „tpp tii fjalla á sumrin hef ég um iniirg tmdanfarin ár sagt lMÍrnimum sögima um Árna og Berit og íefmtýraför þeirra frá Noregi tii Ifauaii. Mér datt í hug, aft ef til viil myndi sagan falla fleiri bömum I geð, og þess vegna aátafti ég hana og gaf hana út”. — Stefán Jónsson námsstjórl fieluv jiýtt bókina, og Iiann hefur lesið nokkra kafla úr henni i Kíkisútvarpið. Börn uin allt iand hafa spurt uin bókina. — Nú er hún komin i bókaverzlanir. KOKGIA VIIISI AOIO fSr'*NONfA- ookiti. — Undan- farin ár hefur komið ný NONNA-hé>k fyrir hver jól. — Bækur Jóns Sveinssonar eru sígild verk. >ær eru cndurprentaðar um allan heim og njóta vaxandi vinsæida. Margir þekkja ísland aðeins af NONNA-bókunum, og þeir bera Wýjau hug til iands- ins og þjóðarinnar. Islenzka þjóðiu kaun Uka aö iueta Jón Sveinsson. — Bækur lians eru keyptar og iesnar. I eftir Guð- SKRIFTIN OG SK APGKKIIIA brand Magnússon. — Hvernig er skritíin min, spyr margur unglingurinn. Hann gerir sér þó sjaldau ffullljöst, að skriftin lýsir skapgerð manna betur en margt annað. Margir hafa tekið sér fyrir hendur að lesa æfiferil maiina út úr skrift þein-a, og sumir komist furðu langt í þeirri list — J*essi bók er byggð á reynsln aldanna. I»ar eru gefnar leiAbeinmgar um það, hvemig lesa iná skapferli manna og þroskabrauit af skrift þeirra, og birt mörg rithandarsýnishorn til stuðiiings. — Eærið af bókinni og lesíð úr skrift vina ykkar og kuiiningja. dh|» || » a Yláll ■ A» NÝJA TESTAMENTTNU eftir HIUEUil BJÖKN MAGJTÚSSON prófessor. Flestar kristnar menningarþjóðir munu elga á tu:igu sinni ein- hverskonar orðabækur, er gera mömmm auftvelt að finna í skjótri svipan þau orð lieilagrar ritniiigar, sem þeir þurfa að vitna til eða þá langar fil að finna. Engia sKk bók hefur fram að þessu verið til á íslenzkri tungu, og tii uð bæta úr þeirri þörf hefur þessi bók verið tekin saman. Bókavezkn Xsalofldas1 * Utvegsmenn Á morgun, laugardaginn 3. nóvember opnum vjer veiðarfæraverslun að Vesturgötu 2 í Hafnarfirði (áður Hótel Þröstur). Auk allskonar veiðarfæra og útgerðarvara seljum vjer þar allar fáanlegar skipavörur, svo sem kaðla, víra, keðjur, keðjulása, lóðabelgi allt til rekneta o. fl. o. fl. Ennfremur hlífðarfatnað fyrir sjómenn og verkamenn, vinnufatnað, handverkfæri, málningu, lökk ó. fl. Útgerðarmenn og skipstjórar um la-nd allt. Leitið upplýsinga um vöruúrval, verð og gæði áður en þjer leitið annað. Sjerfróðir menn annast innkaup. Sjerstök áhersla er lögð á fljóta og örugga afgreiðslu. Símanúmer 9292. Eftir lokun 9224. Kaupfjelag Hafnfirðinga - AUGLÝSING ER GULLS í GILDI -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.