Morgunblaðið - 09.12.1951, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 09.12.1951, Qupperneq 1
38. árgangur. 284. tbl. — Sunnudagur 9. desember 1951. Prentsmiðja Morgunblaðsins. j urðuvegir ferðalangs ..Við varðeldinn“ IVÆR IMVJAR BÆKUR: Ilvernig á barna- og unglingabók að vera? Flestir munu sammála um að vanda þurfi, öðru fremur, bókagjafir til barna og unglinga og þurfi þá helzt að fara saman: skemmtileg bók afle strar og efni, sem hollt sé æskufólki til lestrar og eftirbreytni. Setberg þykist hafa reynt að þræða þennan gullna meðalveg í þessu efni með því að velja til útgáfu bókina „VIÐ VARÐELDINN“ eft ir Baden-Powell, alheimsskátahöfðingja. Baden- Powell var einn frægasti herforingi Breta um síðustu aldamót, stjórnaði m.a. hinni frægu vörn Ma- feking gegn ofurefli liðs (1899). í umsát þessari lærði hann að nota drengi til ýmissa starfa, póst- þjónustu, njónsa o. fl. Má því með nokkrum sanni segja, að þar sprytti vísir skátahreyfingarinnar. Nokkru síðar fékk B.-P. lausn frá herþjónustu til þess að geta einbeitt kröftum sínum í þágu skáta- hreyfingarinnar. Öll æskuár B.-P., útilegur, náttúr uathuganir og hermennska, var raunverulega und- irbúningur að hugmynd og framkvæmd alþjóðlegrar æskulýðshreyfingar. Frá stofnun skátahreyf- ingarinnar til dauðadags vakti Baden-Powell yfir þessari merku æskulýðsstarfsemi og ferðaðist um heim allan. Hingað til íslands kom hann árið 1938. B.-P. var hugsjónamaður, sem fórnaði miklum tíma til þess að byggja upp þá hreyfingu, sem vei tt hefir milljór.um drengja og stúlkna hollar frí- stundir. Baden-Powell skrifaði fjölda bóka fyrir unglinga. Ein þeirra, „VIÐ VARÐELDINN", b'rtist nú í íslenzkri' þýðingu Sigurðar Markússonar. Þessa bók ætlaði höfundur ekki aðeins skátum, heldur og öllu æskufólki. Enda þótt höfundur segi nokkuð frá skátalífi í bókinni, eru þar margar sögur, sem hann endursegir á skemmtilegan hátt. M. a. má hér lesa: — Veiðiævir.týri • — Indíánasögur — Njósnasögur — Sjóferðasögur — Riddarasögur „Við varðeldinn" ætti því að vera við hæfi allra b arna og unglinga, sem meta útilíf, íþróttir og spenn- andi frásagnir af hetjuskap og dirfsku. Hér fer saman: skemmtileg bók aflestrar og efni, sem hollt er börnum og unglingum, — enda ætti nafn Baden-Powell’s að vera nokkur trygging fyrir því. Fáar gjafir eru betri en góð bók. Siak gjöf geiur haft varanlegt gildi. Ævintýraþráin í öllum býr. Hver myndí ekki vilja ferðast um lönd og álf ur sjáandi gömul mannvirki og'ný, fara um fornar rústir og njóta nútíma óskaumhverfis? Því miður eru þeir tiltölulega fáir, sem þapnig fá fullnægt út- þrá sinni,en kinir miklu fieiri, sem leita ferðalöngun sinni fuilnægingar með lestri góðra, hríf- andi ferðabóka. Bandaiíkjamaðurinn Richard Halliburton, „ævintýraprinsinn", eins og hann var oft kallaður, var einn þeirra fáu samtíðarmanna, sem gerðist ferðamaður og ferðasagnahöfundur að at- vinnu. Alla ævi var hann á ferð og flugi. Hann hefir unnið afreksverk, sem lengi mun á lofti haldið og getið sér ótví: æða heimfrægð sem rithöfundur. Hann kleif upp Matterhorn í Alpafjöllunum. Hann synti eftir Panamoskurðinum endilöngum, yfir Galíleuvatn og loks yfir hið sögufræga Hellusund milli Evrópu og Asíu, eins og Byron lávarður varð frægur fyrír á sínum tíma. Hann reið á fílsbaki yfir A!paf}öll — frá Frakklandi til Ítalíu — í slóð Hannibals. Alls staðar rataði þessi ofurhugi í hætt- ur. Og úr hverri för sinni sneri hann aftur heim til þess að rita með smitandi frásagnargleði og dæmafárri ritsnilld hinar frægu ferðabækur sínar um dularfulla, óþekkta og fagra staði. Aðeins ein bók Halliburtons, „Sjö mílna skórnir", hefur áður komið út á íslenzku við mikla hrifningu lesenda. Þessi bók, „FURÐUVEGIR FERÐALANGS", birtist nú í íslenzkri þýðingu Hersteins Pálssonar, ritstjóra. Hér segir höfundur frá 40.000 mílna ferðalagi með „Klæðinu fljúgandi“ um Evrópu, auðnir Af; íku og hálendi Asíu. Halliburton skrifar af slíku hugmyndaflugi, þvílíkri frásagnargleði og heill- andi, skáldlegu innsæi, að lesandinn fylgist af áhuga með frásögn hans af: — Flugferð þeirra félaga yfir brennandi auðnir Sahara — Töfraborginni Timbúktú, þar sem þeir kaupa sér þræla og berjast við leðurblökur — Utlendingahernum í Marokko — Feneyjum og sundi í Stórskurðinum — Jerúsalem, hinni helgu borg — Rústum fornra menningarstöðva í frak og Persíu — Taj Mahal, fegurstu byggingu heims. — Höfðaveiðurum á Borneó, þar sem Halliburton eru færð nokkur mannshöfuð að gjöf, — og um margt, margt fleira. „Furðuvegir ferðalangs“ er bók fyrir þá, sem ævintýrum unna, frásögnin fjörleg og skemmtileg frá upphafi til enda. Halliburton hefir tekizt að blásasínu eigin lífi í hverja blaðsiðu, — magna þær anda sinnar eigin æsku og frjálsræðiskenndar. Lesandinn nýtur þess í ríkum mæli, „að sitja kyrr á sama stað, og samt að vera að ferðast". Um útlit og frágang bókarinnar segir dagbl. Vísir 3. des. s.l.: „Set- berg hefir gert sér mikið far um að gera „Furðuvegi ferðalangs“, sem bezt úr garði, svo að þetta er einnig að ytra frágangi ein fallegasta bók, sem hér hefir komið út, prentuð á ágætan pappír, skreytt 40 heilsíðumyndum". ^ SETBERG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.