Morgunblaðið - 09.12.1951, Síða 6
r b
Tvær rltgsroir um
HEKLU
HEKLUGOS hafa ætíð verið tal-
in til hinna annálsverðustu at-
burða í sögu lands vors. En allt
um það hefir Hekla gamla farið
hamförum öld eftir öld, án þess
nokkur vísindaleg rannsókn hafi
verið gerð á gosum hennar, og
það af þeirri einföldu ástæðu, að
enginn hefir verið til innlendra
manna að framkvæma þá rann-
EÓkn. Að vísu samdi danskur
maður greinagóða ritgerð um
Heklagosið 1845, en hann kom
fyrst á vettvang ári eftir að gos-
ið hófst, og var því þá lokið.
Heklogosið 1947—48 er að því
Ieyti einstætt í sögunni, að með
því var fylgst frá öndverðu af
íslenzkum vísindamönnum, sem
unnu 'þar geysimikið starf og
lögðu oftlega líf sitt í hættu við
þær rannsóknir, enda guldu þeir
afhroð mikið, er einn þeirra
Steinþór Sigurðsson fórst í
miðju starfi. Siðan rannskónun-
um lauk, hafa þeir unnið úr cfni
því, er safnað var, og nú er Vís-
indafélag íslendinga tekið að
gefa út mikið rit um niðurstöður
þessara rannsókna. Eru þegar
kornin út af því fimm hefti. Hjer
yerður getið tveggja nýrra rit-
gerða í safni þessu. Heita þær:
Water Flood and Mud Flows eft-
ir Guðmund Kjartansson og Ex-
plosive Activity in the Hekla
F.ruption eftir Trausta Einarsson.
Eins og nöfnin bera með sér, eru
ritgerðir þessar, eins og ritsafn-
ið allt, á enskri tungu, enda
ætlaðar til dreifingar meðal er-
lendra vísindamanna.
í ritgerð sinni tekur Guðmund
ur Kjartanss. til meðferðar vatns
og leðjuhlaupið frá gosstöðvun-
um. Hefir hann safnað öllum
gögnum, er fáanleg voru um það,
en enginn vísindamaður átti þess
kost að fylgjast með hlaupinu
sjálfu meðan það stóð^ yfir.
Hlaupið hófst næstum því sam-
tímis gosinu, og féll meginhluti
þess niður í Ytri Rangá, sem óx
geysilega, sem vænta matti.
Vatnsflaumurinn féll norðvistur
frá fjallinu og þannig niður í
ána skammt frá upptökum henn-
ar. Hinsvegar stóð hlaupið sjálft
einungis skamma stund, en magn
þess hefir höf. áætlað um 3 millj.
rúmmetra við upptökin, en um
2 milljónir rúmmetra niður við
Hellu á Rangárvöllum. Á leið-
inni þangað niður hefir vatnið
síazt út ýr farvegi Rangár, sem
víða fellur á hrauni og safnast
fyrir í stöðupolla. Slik hlaup eru
kunn frá eldri Heklugosum, og
var skoðun manna á þéim helzt
sú, að Rangá stíflaðist af vikri
og ösku, en bryti síðan stífiuna
og ryddist fram í hlaupi, en að
nokkru var einnig talið að vatns-
magnið stafaði frá bráðnuðum
jökli. Höfundur sýnir fram á, að
um enga stíflun í ánni getur vei-
ið að ræða, og hinsvegar, að
snjómagn í fjallinu hafi verið
of lítið, og jöklar þar bráðnað
svo lítið, að lítill hluti þessa
vatnsmagns hafi getað stafað af
leysingarvatni. Einnig sýnir hann
fram á, að hraunflóðið bræði
snjóinn svo hægt, að það gæti
á enga lund orsakað hlaup, hins-
vegar muni veruleg bráðnun eiga
sér stað af glóandi goskúlum og
yfirhitaðri vatnsgufu. Af þessu
leiði að verulegur hluti vatns-
magnsins hljóti að stafa fra gos-
inu sjálfu. Það kom í ljós, að
vatnið í hlaupinu hélzt allheitt,
svo kílómetrum skipti frá eid-
stöðvunum, enda þótt bæði bráðn
aði snjór og vatnið rynni yfir
skriðjökulstanga. Telur höf. að
hitinn haldist vegna þess, að gos-
kúlur, sem þeyttust upp úr fjall-
inu .samtímis vatnsgosinu, hafi
borizt í hlaupinu og hitað vatnið
upp rsamtímis sem þær sjálfar
kólnuðu. Áætlar hann magn
þessára goskúlna um hálfa
miiljón smálesta.
Ritgerð Trausta Einarssonar
fjalíar um sprengingarnar í gos-
jnu. Telur hann sprengiþæíti
MORGUNBLAÐIÐ
l-~* —
Sunnudagur 9. des. 1951
, gossins fjóra. Fyrst er guíugos,
sem er upphaf gossins. Þá ryðst
upp óhemja af gufu, gosmökkur-
inn er hvítur á iit og ekkert eða
! næstum ekkert í honum af föst- '
| um efnum. Gufugosið stóð ein-
: ungis nokkrar mínútur, en þá!
: náði gossúlan mestri hæð, eða!
um 27 km. Aðallega var hér um '
vatnsgufu að ræða, og benda all-
ar líkur til, að vatnið hafi ver-
ið regnvatn, er safnast hafði fyr-
ir í hinum efstu jarðlögum, en
sigið saman að gossprungunni.
Næsti þátturinn er sá, að upp
þeysast goskúlur, þ. e. stór hraun-
eða vikurflykki ásamt nokkru af
vatni. Þriðji þáttur gossins er
vikurgos, þá er svo komið að gos
gufurnar hafa náð að tvístra kúl-
lUnum í vikurmylsnu, misjafnlega
grófgerða að vísu. Þessir þrír
fyrstu þættir gossir.s stóðu ein-
ungis nálægt einni klukkustund
fyrsta morgun gossins. Loks er
fjórði þátturinn, öskugosið, sem
hófst, er vikurgosinu linnti, síðai
endurtók öskugosið sig með
nokkru millibili um þriggja mán
j aða skeið. En jafnframt því rann
j hraunflóð úr fjallinu án afláts.
, Sýnir höfundur fram á, að vikur
og aska myndast hvort með sín-
um hætti.
Mynd þessi er tekin, er formaður félags kristilegra verzlunarmanna, Þorkell G. Sigurbjörnsson, af-
hendir Pétri Björnssyni, slcipstjóra á Gullfossi ein tak af biblíunni í krosshylki, þeim umbúðum, scm
notaðar verða í farþcgakleíum sldpsins. Á mynd inni eru auk þeirra talið frá vinstri Sigurbergur
Arnason, Jé.n P. Jónsson, Friðíik Vigfússon og Frí nann Ólafsson, en þeir eru allir í síjórn Gideon-
félagsins. A myndina vantar einn stjórnarmefflim, Ólaf Glafsson, kristniboða.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. Magnússon).
Dr. Trausti Einarsson.
Höfundur andmælir þeirri
skoðun, að gossprengingarnar
! stafi af efnabreytingum, þ. e.
j sameiningu vatnsefnis og súrefn-
| is, og leiðir gild rök að því, að
i svo geti ekki verið, heldur stafi
. þær af innibyrgðri vatnsgufu, er
I ryðji sér braut gegnum hraun-
j kvikuna. Kemst hann að þeirri
niðurstöðu, að hiti vatnsgufunnar
hafi í því augnabliki, er hún
, brauzt fram verið innan við
300° C. Gufumagnið reyndist allt
, vera svo mikið, að óhugsandi er,
að allt það vatn sé komið úr
hraunkvikunni sjálfri, af því
verður sú ályktun dregin, að hér
sé um að ræða regnvatn, sem náð
hafi að síast inn í hraunkvikuna
á tiltölulega litlu dýpi, og hafi
síðan náð að brjótast út, áður en
það var jafnheitt sjálfri hraun-
. kvikunni.
| Hér hefir stuttlega verið getið
nokkura helztu atriðanna í nið-
urstöðum höfundanna, en ekki
eru tök á að rekja þær nánar,
eða rök þeirra, né heldur skýra
frá starfsháttum. En allar bera
ritgerðirnar með sér, að þar hef-
ur verið unnið af gjörhygli og
samviskusemi, og hika höfundar
ekki við að fara sínar eigin leið-
ir. Vitanlega er ekki á annara
færi en sérfræðinga að dæma um
niðurstöður höfunda, en í leik-
manns augum eru þær sennileg-
ar í hvívetna, enda vel að unnið,
sem fyr segir.
Enn hefir ekki birzt nema lítið
eitt af öllu því efni, sem saínað
var meðan Heklugosið stóð. En
nógu mikið þó komið til þess, að
auðsætt er að rannsóknir þessar
i verða tilað^skapa tímamót í rann
sóknarsögu íslenzkra eldfjalia,
og munu leggja þar þann grund-
völl, er síðar verður á reist. En
jafnframt því hafa þær mikla
þýðir.gu fyrir eldfjallarannsóknir
Framh. af bls. 5
þeirra verða hetjur og glæsi-
menni, þótt þeir sýni ranghverf-
una á því, sem höfundurinn telur
sterkasta einkenni Húnvetninga,
en það er einstaklingshyggju
þeirra. Leiðir hann að því mörg
rök og er sú skoðun hans vafa-
laust rétt. Bæði höfðingjarnir á
höfuðbólunum og kotungarnir á
heiðarbýlunum verða „stórbokk-
ar“ og „mýkt hefur ekki verið
höfuðeinkenni í fari Húnvetn-
inga“.
Ég hygg, að þessi ritgerð Kolka
Gróður aldanna, sé fyrsta tilraun,
sem gerð er til að lýsa ýtarlega
og með sögulegum rökum sér-
einkennum íbúa eins héraðs á
íslandi, og verður hún vafalaust
talin mjög merkilegt og oft til
hennar vitnað, ef til vill ekki sízt
vegna þess, að ýmsir munu telja
sig ósammála sumum ályktunum
hins skarpskyggna og bráðgáfaða
héraðslæknis. En fyrir því munu
líka margir lesa bók hans með
mikilli athygli.
Þessum síðari hluta bókarinnar
er skípt í þætti og er hver þeirra
svo yfirgripsmikill að efni, að
uasgja mundi í heila bók, enda er
auðfundið, að höfundurinn býr
yfir geysimiklum fróðleik, sem
lesandinn nýtur ekki til fulls
nema hann hafi allvíðtæka sögu-
þekkingu sjálfur. Höfundur velur
sér líka þann frásagnarhátt að
grípa á mörgu og þeysa um rúm
og tíma í mælsku, orðfimi og and-
ans fjöri. Ég hefði kosið, að hinn
snjalli rithöfundur hefði stanzað
óftar og dvalist lengur við ýmsa
málavexti, en stærð bókarinnar
hefur að sjálfsögðu takmarkað all
ar málalengingar. Mörgum mundi
þykja fróðlegt að fá einmitt frá
þessum snjalla höfundi ýtarlegar
hvar sem er, og því skerfur, sem
fram er lagður af íslenzkum vís-
indamönnum til rannsókna á al-
þjóðlegu viðfangsefni. Sýnir það
ljóslega, að vér íslendingar er-
um fullhæfir um að hafa foryst-
una um að kanna land vort og
náttúru þess sjálfir, og ætti að
geta hrundið því áliti, sem víða
virðist drotna, að land vort sé
einskonar almenningur, sem
hver og einn geti heimsótt í rann
sóknaskyni, eins og hér væri ó-
numið land, eða byggt skræl-
ingum einum. Heklurannsókn-
irnar eru þannig auk þess að vera
vísindastarf, merkilegt þjóð-
ræknisstarf, og ein af mörgum
sönnunum um möguleika vora til
ýð standa á eigin fótum.
Steindór Steindórsson
frá lllcðum.
ritgerðir eða heilar bækur um
sumt, sem þarna er stiklað á.
Vonandi miðlar hann mönnum
seinna af þessum niikla fróðleik
sínum.
Kolka leggur ríka áherzlu á
samhengið í húnvetnskri menn-
ingu síðustu 8—9 aldirnar og tel-
ur sérkenni hennar vera áhuga á
sagnfræði og náttúrufræði, eink-
um læknisfræði. Hann rekur upp
tök þessa samhengis til þess
mikla menningarlífs, sem dreifð-
ist út frá Breiðabólstað, Víðidals-
tungu, en einkum þó Þingeyra-
klaustri, og vitnar í þau ummæli
prófessors Sigurðar Nordals, að
íslenzk sagnaritun hafi skapast í
klaustrinu. Hann bendir einnig á
það, hvernig ýmsir staðhættir og
umhverfi mótaði og hélt við
þessu samhengi og gerir saman-
burð á Húnvetningum og Skag-
firðingum og hvernig bæði hér-
uðin sjálf og kirkjulegar stofn-
anir þeirra, Þingeyraklaustur og
Hólastóll, mótuðu þá á misjafnan
hátt. Þótt stundum hafi verið
nokkur héraðarígur milli þessara
héraða, þá verður varla annað
sagt, en að hann geri hlut okkar
Skagfirðinga góðan, þrátt fyrir
þann ljóma, sem hann varpar yfir
hérað sitt og menningu þess.
í hinu mikla flóði þjóðlegra
fræða, sem er mjög misjafn að
gæðum, eru Föðurtún um margt
sérkennileg, bæði um ytri bún-
ing, myndaval, frácang og eirik-
um vegna þess, að höfundurinn
gerir merkilega og fágæta tilraun
til að lýsa séreinkennum og sálar-
lífi íbúanna í héraði því, sem bók-
in fjallar um. Þykir mér ekki
ólíklegt, að bókin muni vekja
menn til umhugsunar um ýms
efni, sem þeir hafa ekki áður leitt
hugann að, og verða til að beina
íslenzkri átthagafræði inn á braut
ir, sem lítt eða ekki hafa verið
áður troðnar.
i5 manns
sSra- i
SÍÐASTLIÐIÐ þriðjudagskvöld
^ lauk hinum árlegu húsmæðra-
fundum Kaupfélags Árnesinga.
Er þetta 4. árið, sem kaupfélagið
gengst fyrir slíkum fundum fyr-
ir konur úr öllum hreppum sýsl-
unnar. Þessir fundir mega heita
brautryðj endastarf jnnan sam-
vinnusamtakanna.
Að þessu sinni voru haldnar
7 samkomur, á þessum stöðum:
Hveragerði, Stokkseyri, Laug-
arvatni, Brautarholti, Skeiðum,
Eyrarbakka, Félagslundi, Gaul-
verjabæ, og Selfossi.
Á öllum fundunum var tilhög-
unin þessi:
Kaupfélagsstjórinn, Egill Thor-
arensen, flutti ávarp og stjórn-
aði samkomunni. — Baldvin Þ.
Kristjánsson, forstöðumaður
jFræðsludeildar SÍS ,flutti stutta
ræðu og sýndi kvikmyndir. Krist
mann Guðmundsson, rithöfund-
ur, las upp úr eigin skáldverk-
um. Að þessu loknu var sezt að
sameiginlegri kaffidrykkju í boði
kaupféiagsins.
ri»
Lífið er dýrí" í
íí»rr
r
STJÖRNUBIÓ byrjar í kvöld sýn-
|ingar á nýrri stórrnynd, „Knock on
any door“, er hlotið hefur nafnið
LLifið er dýrt“.
| Myndin er amerísk, byggð á sögu
eftir Williard Motley, sem komið
hefur út á íslenzku. Aðalhlutverkin
fara þeir með Humphrey Bogart og
John Darek.
Þetta er afbrota-mynd og verður
Jefni hennar ekki rakið hér, en látið
•kt'ikmyndahúsgestunum eftir.
Hve gott og fagurt, skopleikurinn
eftir Somerseí Maugham, verður
sýndur í kvöld í Þjóðieikhúsinu.
Er þetta ní inda sýning leiksins,
en þar sem tekið er að líða að
jólum, fer sýningum að fækka
!11 r þessu í leikhúsunum og er sýn
! ingin í kvöld næst síðasta sýning
i Þessa hressilega gamanleiks fyrir
Jól. Lárus Pálsson hefur sett ieik
ritið á svið, en Inga Þórðardóttir
Ieikur aðaihlutverkið og hefur
i vakið óskipta athygli leikhús-
gesta í því.